Alþýðublaðið - 26.05.1978, Qupperneq 8
lalþýðu- Iblaðið Útgefandi Alþýðuflokkurihn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Siðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild FOSTUDAGUR blaðsinserað Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. .. . r ,«-,0' 26. MAI 1978
1
FRÉTTIR I STUTTU MÁLI
Ellefu aðilar
fram í
alþingis-
kosningunum
— reykvískir kjósendur hafa 8 valkosti!
Þorungavinnslan
að Reykhólum:
Boranir eftir
heitu vatni
bera iítinn
árangur
Boranir þær eftir heitu vatni
sem sta&ið hafa yfir viö Þör-
ungavinnsluna aö Reykhólum
undanfarið, hafa litinn árangur
boriö. Boruð hefur veriö liölega
900 metra djúp hola til viðbótar
þeirri sem fyrir var, en sú hola
var einnig dýpkuö nokkuð.
Aö sögn Omars Haraldssonar
framkvæmdastjóra verksmiöj-
unnar jókst vatnsmagniö i eldri
holunni um 3 sek/ltr. er hún var
dýpkuö, auk þess sem hitastigiö
i holunni hækkaöi um 6 gráöur á
Celcius. Um annan árangur af
borununum er vart hægt aö tala.
Þaö kom fram i samtalinu viö
Ómar aö verksmiöjan hefur nú
yfir aö ráöa um 30 sek/ltr. af 105
stiga heitu vatni, en þetta vatns-
magn þyrfti aö aukast um 10
sek/ltr ef halda á uppi fullum
afköstum i verksmiöjunni nú i
sumar.
Fimm flokkar þangöflunar-
manna vinna nú aö öflun til
verksmiöjunnar og notaöir eru 5
þangöflunarprammar. Sagöi
Ómar aö ef tekizt heföi aö
tryggja nægjanlegt heitt vatn til
verksmiöjurekstursins hefði
þangöflunar flokkunum trúlega
verið fjölgaö um a.m.k. einn til
tvo.
— Ég er aö hugsa um að fara
fram á aö sérfræöingar Orku-
stofnunar komi hingaö vestur
annað hvort i dag eöa á morgun,
— sagöi Ómar. — Þaö verður aö
gera eitthvaö i þessu máli, þvi
svona getur þetta 'ekki gengiö.
Þaö lætur nærri að borútgerðin
kosti okkur um eina milljón
króna á dag,—
—GEK
Yfirkjörstjórnir allra
kjördæma héldu fundi f
gær viðs vegar um landið
og gengu frá framboðs-
listum sem borizt hafa til
alþingiskosninganna 25.
júni. Landskjörstjórn
mun síðan úthluta nýjum
framboðum listabókstöf-
um, en alls munu 11 aðil-
ar bjóða fram í kosning-
unum! „Gömlu" flokk-
arnir fimm, Alþýðuflokk-
ur, Alþýðubanda lag,
Sjálfstæðisflokkur,
Framsóknarf lokkur og
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna, bjóða
fram í öllum kjördæmum
landsins.
1 Reykjavik bjóöa auk þess
fram „Fylking byltingarsinn-
aöra kommúnista”, „Kommún-
istaflokkur lslands” og „Stjórn-
málaflokkurinn”.
1 Reykjaneskjördæmi er óháð
framboö til alþingis, einnig eru
óháöir framboöslistar á
Suöurlandskjördæmi og á Vest-
fjöröum. Efstur á óháöa listan-
um fyrir vestan er Karvel
Pálmason, en hann bauð sig
fram fyrir Samtök frjálslyndra
áöur, eins og menn muna.
Dýrt og vont
lesefni
— áróðursritin litfögru
Að undanförnu hafa
hrapað inn um bréf lúgur í
Reykjavík litmyndabækl-
ingar með góðviðrismynd
af miðborginni á forsíðu.
Siíkra sendingaáttumenn
áður von á frá Ihaldinu
einu.-en nú hefur Fram-
sókn tekið sig til og gefið
út annan siíkan, svo nú
hafa menn í tveimur
myndasyrpum að fletta,
— þeir sem nenna.
Bæklingarnir eru prentaöir á
rándýran myndpappír, sem
synd er aö sjá lagöan undir svo
afleitt efni og bæklingarnir hafa
inni aö halda. Samkvæmt beztu
heimildum mun kostnaöur viö
slika útgáfu nema fjórum mill-
jónum meö litgreinlnguog vinnu
sé miðað við tiu þúsunda upp-
lag. Fyrir hver tiu þúsund þar á
eftir munu viö bætast tvær mill-
jónir og sex hundruö þúsund. Sé
ætlaö að upplag bæklinganna sé
þrjátiuþúsund eintök munu þvi
thald og Framsókn hafa þurft
aö greiöa niu milljónir og tvö
hundruö þúsund fyrir hvorn
pésann.
Mikiö heföi nú mátt nota
þessa peninga til skemmtilegri
útgáfustarfsemi, en þessarar.
,TBílatundurduft” við Akraborgina
Við bílaútskipunar-
bryggju Akraborgar
stendur bryggjupolli, svo
að segja í miðri leið
þeirra bifreiða, sem aka
skulu um borð. Þessi
polli, sem sést á með-
fylgjandi mynd, hefur
valdið miklum skaða þeg-
ar, og voru Akraborgar-
menn ekki ómyrkir i
máli, þegar við hittum þá
í gær.
„Þessi polli er eins og nokkurs
konar tundurdufl hér i vegi bil-
anna og er þegar búinn aö valda
mörgum tjónum,” sögöu þeir.
Til dæmis munu þrfr sjúkrabil-
ar, sem voru aö sækja sjúklinga
um borð, hafa rekiö sig á hann
og nú mjög nýlega fór rúta frá
Guömundi Jónssyni upp á hann
og festist illa og skemmdist. Er
talið að skemmdin nemi hundr-
uðum þúsunda. Þá eru ótalin
önnur óhöpp, sem ýmsir einka-
bílár hafa oröið fyrir, en pollinn
er oft illgreinanlegur í myrkri
og dimmu veöri. Eflaust er ekki
hlaupið aö þvi aö ná honum upp,
og hætt viö aö þaö kosti nokkuö,
einhver gizkaöi á tvö til þrjú
hundruö þúsund. En þaö nemur
þó ekki meiri upphæð, en sem
svara myndi einu tjóni á bíl og
þvi krafa manna, ekki sizt
Skagamanna, aö þetta „bila-
tundurdufl” veröi slætt.
Sérstakir kjörstaðir
fatlaðra í Hátúni
Engar kjördeildir verða starfræktar á sjúkrahúsunum
Hvernig verður háttað
möguleikum öryrkja,
sjúkiinga og aldraðra á
að kjósa við kosningar
þær sem í hönd fara?
Blaðið hafði i gær tal af
ólafi Jónssyni, lögfræð-
ingi hjá Reykjavíkurborg
og spurði hann um þetta
efni, en hann annast slík
mál fyrir yfirkjörstjórn.
Ölafur sagöi aö viö þessar
kosningar yröi komiö upp kjör-
deildum i Hátúni 10A og 10B,
þar sem öryrkjabandalagiö
hefur sin húsakynni og enn i Há-
túni 12, i húsakynnum Sjálfs-
bjargar. Hvað þaö fatlaö fólk
varöar, sem erfitt á meö að
komast um á þeirri kjördeild,
þar semþaöerskráö, sagöi Ólaf-
ur, aö þvi yröi einnig gefinn
kostur á aö kjósa i kjördeildun-
um i Hátúni. Mun veröa beitt til
þess heimild i kosningalögum,
sem kveður á um aö menn megi
kjósa annars staöar en á eigin
kjördeild, gefi þeir yfirlýsingu
þessefnis.og gefur yfirkjörstjórn
þá út vottorö, sem skila þarfa á
báöum kjördeildum. Kvaö Ólaf-
ur nokkra skriffinnsku af þessu
leiöa, en átti von á að stjórn-
málaflokkarnir myndu létta
nokkuð undir i þvi efni. Annars
kvaö hann aöstööu á kjördeild-
um viöa ágæta, en nefndi Miö-
bæjarskóla helzt til, sem dæmi
umóhentugankjörstað fyrir fatl-
aöa.
Ekki kjördeildir
á sjúkrahúsum
Kjördeildir munu starfa á
elliheimilunum Grund og á
Hrafnistu, en á hvorum staö
munu vera tvö til þrjúhundruð
kjósendur. Verra kvað Ólafur
vera meö aöstööu til kosningar
á sjúkrahúsum, en þar verða
kjördeildir ekki starfræktar.
Ekki kvaö hann auövelt aö segja
til um fjölda atkvæðisbærra
Reykvikinga á sjúkrahúsum,
þar sem margt fólk utan af landi
væri þar liggjandi. Kvaðst hann
þó vona að sem flestir heföu haft
aöstöðu til aö kjósa utankjör-
staða, áöur en þeir hefðu lagzt
inn.
AM
Heitt í kolunum á fundi Sjálf
stæðismanna í Hafnarfirði
Heitt mun hafa gerzt í
kolunum hjá Sjálfstæðis-
mönnum í fyrrakvöld,
þegarþeirhéldualmennan
og fjölmennan fund í
Hafnarfirði.
Aö sögn eins fundarmanns,
mun þaö hafa gerzt i fundarlok,
að fundarstjórinn Oliver Steinn,
kvaddi sér hljóös og hélt ske-
legga ræðu. Kom fram i ræöunni
að hann teldi stjórn Sjálfstæðis-
flokksins i bæjarmálum allra
góöra gjalda verö, en ööru máli
gégndi um rikisstjórnina, sem
bæöi væri ráöalaus og dáðlaus.
Segir sagan aö fjármálaráð-
herra, Matthias A. Matthiesen,
sem var gestur fundarins, hafi
þykkzt viö slika oröræöu og yfir-
gefiö fundinn, ásamt nokkrum
fylgismanna sinna.
Blaöiö haföi i gær tal af Oliver
Steini og reyndi aö fá nánari út-
listun á skoöun hans á ágöllum
stjórnarinnar. Oliver kvaö
sannast hérsem fyrr aö ekki
sýndist öllum eitt um silfriö, en
vildi ekki endurtaka efni ræö-
unnar og yrði aö bera fyrir aðra
heimildarmenn en sig.