Alþýðublaðið - 04.08.1978, Page 4

Alþýðublaðið - 04.08.1978, Page 4
alþýou- blaðið útgefandi Alþýðuf lokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeijd Alþýðubláðsins er að Siðumúla 11, sími 81866. Föstudagur 4. ágúst 1978 Magnús H. Magnússon skrifar: Á hinum Norðurlöndun- um geta húsbyggjendur (og húskaupendur) feng- ið allt að 80% heildar- kostnaðar lánaðan á veg- um þess opinbera til langs tima með hóf legum vöxtum, og viðbótarlán í bönkum, ef á þarf að halda. Vextirnir (þótt hóflegir séu) og lítil verð- bólga í þessum löndum (a.m.k. ef miðað er við ísland) sjá til þess, að lántakendur greiði aftur raunvirði skulda sinna. Þó fara afborganir í reynd lækkandi vegna launahækkana og kaup- máttaraukningar á greiðslutímanum. Yfir- leitt má segja, að afborg- anir og vextir lánanna séu í byrjun lítið hærri en húsaleiga gengur og ger- ist. Til viðbótar þessari almennu fyrirgreiðslu til húsbyggjenda (og kaupenda) kemur svo margskonar aðstoð til þeirra, sem lág hafa laun eða standa að Lán til íbúðabygginga öðru leyti höllum fæti. Reynt er að sjá til þess, að greiðsla af- borgana og vaxta fari ekki yfir ákveðinn hundraðshluta af tekjum viðkomandi. I þeim til- vikum kemur sérstök viðbótar- greiðsla þess opinbera. Allt auðveldar þetta fólki i viðkomandi löndum að eignast hóflega stórar ibúðir. Aftur á móti er ekkert, sem hvetur fólk til að byggja eða kaupa stærra en það telur sig þurfa og ekkert, sem hvetur fólk sérstaklega til að fjárfesta frekar i ibúðarhús- næði en einhverju öðru, eða að fjárfesta yfirleitt, þvi bankar skila þvi réttu andvirði spari- fjár sins og vel það hvenær sem þess er óskað og að fyrirgreiðslu þess opinbera má ganga visri hvenær sem fólk óskar að byggja eða kaupa ibúðarhús- næði. Hér á landi eru þessi mál með allt öðrum og verri hætti, eins og allir vita. Opinber fyrir- greiðsla (lán Húsnæðismála- stofnunar) eru gjarnan á bilinu 20-30% kostnaðar og oft minni. Þar við bætist, að biða þarf i langan tima eftir lánum. Sumir (en langt i frá allir) geta svo fengið nokkra (en mjög misjafna) fyrirgreiðslu i lif- eyrissjóðum, kannske á bilinu 10-20% kostnaðar og skyldu- sparnaður undanfarinna ára hjálpar mörgu ungu fólki til að koma yfir sig þaki. Einstaka menn — en allt of fá- ir — njóta sérstakrar fyrir- greiðslu i sambandi við bygg- ingu ibúða á grundvelli laga um verkamannabústaði og laga um byggingu leigu- og söluibúðir sveitarfélaga. Þrátt fyrir þessa fyrirgreiðslu þurfa langflestir húsbyggjendur (og húskaupendur) — og er þá einkum átt við þá, sem byggja (eða kaupa) i fyrsta skipti — að stóla á vixla og önnur bráða- birgðalán fyrir miklum og oft mestum hluta kostnaðar, auk óhóflegrar eigin vinnu. Meðan á byggingu stendur og fyrstu árin þar á eftir eru flestir húsbyggjendur undir gifurlegu* áiagi. Þeir reyna að vinna sjálf- ir við bygginguna eins mikið og þeir mögulega geta og oft á tið- um langt umfram það, sem skynsamlegt er, heilsunnar vegna. Samtimis standa þeir i ströngu við útvegun lána til framkvæmdanna (eða kaup- anna) og útvegun nýrra lána til að borga af þeim fyrri, þvi oft nema umsamdar afborganir og vextir lána hærri upphæðum en brúttótekjur húsbyggjandans. Það verður þvi að bjarga mál- unum með nýjum og nýjum lán- tökum. Það gefur auga leið, að þetta fyrirkomulag er óviðunandi með öllu. Bæði likamleg og and- leg heilsa manna er oft á tiðum i hættu og margir verða að hætta við i miðjum kliðum, þvi þeir fá ekki nauðsynleg lán, hvernig sem þeir reyna. Ef húsbyggjendum (og kaupendum) tekst aftur á móti að klóra sig áfram. Tekst að velta vixlum og öðrum bráða- birgðalánum á undan sér i nokkur ár, þá komast þeir á fri- an sjó. Verðbólgan sér um að núlla skuldirnar út, eða þvi sem næst. Hið mikla álag á mönnum meðan á byggingu stendur og fyrstu árin þar á eftir er i hæsta máta óæskilegt og óeðlilegt. Það er lika óeðlilegt, að skuldirnar skuli svo gufa upp eins og dögg fyrir sólu að nokkrum árum liðnum, þvi auðvitað eru þau verðmæti frá öðrum tekin. Ein- hver verður að borga brúsann. 1 þessu tilfelli sparifjáreigendur og almennir skattgreiðendur. En hvað er til ráða? Við þurfum að koma okkur upp svipuðu kerfi og hin Norðurlöndin. I fyrsta lagi þarf að vinna að þvi, að menn geti fengið allt að 80% byggingarkostnaðar lánuð (og sambærilegt við húsakaup) til 35 eða 40 ára með mjög lág- um vöxtum (t.d. 1 eða 2%). I öðru lagi þurfa afborganir (og eftirstöðvar) að breytast með visitölu byggingarkostnað- ar á hverjum tima. M.ö.o. að lánin verði verðtryggð. Þannig losnuðu menn við „stressið” á byggingartiman- um og fyrstu árin þar á eftir, en greiddu svo skuldir sinar á löng- um tima i jafn verðmætum krónum og upphaflega lánið. Sem hlutfall af tekjum mundu afborganir þó fara lækkandi sem næmi auknum kaupmætti á greiðslutimanum (hækkun tekna umfram hækkun bygg- ingarvisitölu). Auðvitað mættu menn borga lánin hraðar ef þeir sæju sér hag i þvi. Ef lánafyrirkomulag Hús- næðismálastofnunar hefði verið eitthvað i likingu við þetta á undanförnum áratugum (verð- tryggð lán með mjög lágum vöxtum) og tekjustofnar hennar að öðru leyti svipaðir og verið hefur, gæti stofnunin nú sem best lánað öllum húsbyggjend- um 80% kostnaðar og veitt hús- kaupendum svipaða fyrir- greiðslu. Með þessu fyrirkomulagi ynn- ist margt. 11. lagi auðveldaði það mönn- um mjög að koma þaki yfir sig og sina, og er það auðvitað aðal- atriðið. I 2. lagi væri ibúðabyggingar (og ibúðakaup) ekki eins gifur- lega verðbólguvaldandi og reyndin er i dag en nú telur mik- ill fjöldi fólks (sem byggt hefur eða keypt síðustu árin) það beinlinis vera lifsspursmál fyrir sig, að verðbólgan æði áfram með sem allra mestum hraða. 1 3. lagi mundi stórlega draga úr hinum feikiiega mikla að- stöðumun, sem nú er fyrir hendi i þjóðfélaginu, annarsvegar milli þeirra, sem nú standa ) byggingaframkvæmdum (eða kaupum) i 1. skipti eða hafa gert það á allrá siðustu árum og hinsvegar þeirra, sem byggt hafa eða keypt nokkrum árum fyrr og eiga nú sin hús skuldlitil eða skuldlaus, án þess að hafa i reynd greitt nema litinn hluta lána sinna. Auðvitað tekur það nokkurn tima að koma sliku fyrirkomu- lagi á. Of snöggar breytingar i þessum efnum sem mörgum öðrum eru hættulegar. Það mætti hugsa sér að smádraga úr þeim lánum, sem nú eru veitt, en stórauka jafnframt verð- tryggð lán með mjög lágum vöxtum. Jafnhiiða þarf að stórauka ibúðabyggingar á félagslegum grunni til að bæta möguleika þeirra tekjulægstu og annara, sem höllum fæti standa, til að eignast þak yfir sig og sina. Mm. Finnur Torfi Stefánsson: ER VON I VIÐREISN? I þeirri stöðu sem upp er komin eftir að Alþýðu- bandalagið hefur i tví- gang neitað að taka þátt í rikisstjórn með Alþýðu- flokknum huglerða menn ákaft aðra tiltæka mögu- leika á stjórnarmyndun. Einn þeirra kosta sem tölulega er fyrir hendi er myndun nýrrar Viðreisn- arstjórnar. Þeir eru margir sem hugsa hlý- lega til þess stööugleika, sem einkenndi stjórnar- far á Viðreisnar tímanum framan af. Öðrum stend- ur ferskar í minni at- vinnuleysið eftir að síldin hvarf. Alþýðuf lokks- menn eru þess sérstak- lega vel minnugir hvernig það stjórnarstarf lék fylgi flokksins áður en yfir lauk. Hvernig sem menn mátu störf Viðreisnarstjórnarinnar á sin- um tima getur það einungis litlu skipt við mat á þeim möguleika nú. Viðhorf eru nú önnur, styrk- leikahlutföll i stjórnmálum hafa breyst. A timum Viðreisnar- stjórnarinnar var Sjálfstæðis- flokkurinn mjög öflugur i is- lensku stjórnmálalifi. Styrkur hans átti sér margar stoöir, en það sem mestu skipti var sterk og samvirk forysta, hreinir yfir- burðir Morgunblaðsins mál- gagns flokksins i áróðri 9g upp- lýsingadreifingu, varanleg völd yfir höfuðborginni, Reykjavik, og umtalsverð áhrif innan sam- taka launafólks. Við þær að- stæður sem nú rikja er staða Sjálfstæðisflokksins öll önnur. í stað samstöðunnar sem áður einkenndi flokkinn virðist nú upp kominn verulegur ágrein- ingurmeð forystumönnum jafnt sem almennum flokksmönnum og er ekki fyrir sjáanlegt á þess- ari stundu hvernig þeim deilu- málum lyktar. Tiltrú almenn- ings á stjórnmálafrásagnir Morgunblaðsins hefur minnkað verulega og áhrifamáttur þess að sama skapi. 1 stað yfirburða- aðstöðu áður þarf Sjálfstæðis- flokkurinn nú að sætta sig við allt að því jafnstöðu við aðra stjórnmálaflokka hvað varðar miðlun upplýsinga. Stjórn Reykjavlkurborgar er ekki lengur I höndum sjálfstæðis- manna og þar með er brotið nið- ur þaö viðhorf, sem áður var út- breytt, að enginn gæti stjórnað þvi bæjarfélagi nema Sjálf- stæðisflokkurinn einn. Þá eru itök flokksins i verkalýðshreyf- ingunni ekki nema svipúr hjá sjón frá þvi sem áður var. Að- gerðir rlkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins I kjaramálum á ný- liönu kjörtimabili gerði verka- lýösleiðtogum flokksins mjög erfitt fyrir. Þó kastaði tólfum er flokksfólkið tók þá ákvörðun i prófkjöri að vikja verkalýðs- leiðtogunum úr þeim sætum er þeir höfðu haft á framboðsiista og gáfu möguleika á endurkjöri til Alþingis, niður i sæti, er talin voru voniaus sem og kom á dag- inn. Nú á enginn verkalýðsleið- togi sæti I 20 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Af þessum sökum og ýmsum öðrum er Sjálfstæðisflokkurinn mjög breyttur flokkur. Aðstaða hans til að stjórna málefnum þjóðarinnar er önnur. Engin ástæða er til að efast um að þinglið Sjálfstæðisflokksins hef- ur vilja til að leysa þau vanda- mál, sem nú blasa við þjóðinni. Efasemdirnar snúast miklu fremur um getuna. Það er fleira sem hefur breyst i Islenskum stjórnmálum en Sjálfstæðisflokkurinn. Hér skiptir t.d. núverandi staða Alþýðubandalagsins miklu. A upphafsárum Viðreisnar var Alþýðubandalagið sambræðsla gamalla kommúnista og nokk- urra undanhlaupsmanna úr Alþýðuflokknum. Hugur þess var þá enn að miklu leyti bund- inn við að verja ofbeldisaðgerð- ir Stalinista i Rússlandi. Það hafði þá einmitt nýlokið við að sprengja vinstri stjórn með ábyrgðarleysi og gunguhætti. Slíkur flokkur gat ekki orðið skeinuhættur i stjórnarand- stöðu. A þeim tlma sem siðan er lið- inn hefur staða Alþýðubanda- lagsins breyst mikið. Eftir mik- ið ómak og erfiði hefur þvi tekist að þvo af sér kommúnismann, a.m.k. á ytra borði, og i siðustu Alþingiskosningum fékkk það meir en fimmtung atkvæða. Það hefur ennfremur tryggt sér mikil áhrif á marga leiðtoga i samtökum launafólks, enda þótt sú staða hafi að llkindum breyst nokkuð eftir atburði Sið- ustu daga. Alþýðubandalagið hefur þannig skilyrði til mikillar skemmdarverkastarfsemi i stjórnarandstöðu, skilyrði sem hvergi mundu njóta sin betur en undir Viðreisnarstjórn. Ekkert bendir til annars en Alþýðu- bandalagið mundi hagnýta sér þá aðstöðu út I æsar. A það hefur verið bent að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fús tilað ganga að öllum stefnumál- um Alþýðuflokksins, ef kostur yrði gefinn á Viðreisnarstjórn. Þetta má ef til vill til sanns veg- ar færa. En það er fleira sem máli skiptir I þessu, en hvaða samþykktir kynnu að vera gerð- ar i stjórnarsáttmála. Mikil- vægast er auðvitað hverju unnt yrði að fá áorkað I framkvæmd, hver styrkur stjórnarinnar yrði til aðgerða. Fyrirsjáanlega yrði sá styrkur litill hjá Viðreisnar- stjórn. Hún yrði veik stjórn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.