Alþýðublaðið - 18.11.1978, Side 2

Alþýðublaðið - 18.11.1978, Side 2
Laugardagur 18. nóvember 1978 Ulfar Bragason skrifar: Það er ekki ofsögum sagt af áhuga islendinga á ævisögum og hvers konar endurminningum. Á hverju ári koma út margar ævisögur og frá- sagnabækur/ þar sem karlar og konur úr ýmsum stéttum þjóð- félagsins rekja atriði úr ævi sinni og hafa annað- hvort sjálf skrifað um þau eða sagt öðrum fyrir. Þessari sagnaritun og útgáfu er stundum ámælt og ekki sjald- an meö réttu. ÞaB er auövitaB ljóst, aö bókaforlögin gefa út miklu fleiri ævisögur en góöar eru og leika þannig á áhuga les- enda á persónusögu. AB auki hafa þau sóst eftir aö gefa út i gróöa skyni bækur um frægt fólk, söngvara, leikara o.s.frv. Þessi árátta er aöflutt. A hinn bóginn hefur ævisagnaáhuginn, eöa áhugi á aö segja frá þeim þjóöfélagsbreytingum, sem oröiö hafa, gert marga aö rit- höfundunum. Ævisagnaritún er eins konar alþýöulist eins og rimurnar foröum. Þvi miöur eru ævisögurnar og endurminningarnar oft full persónubundnar frá sagnfræöi- legu sjónarmiöi. Höfundurinn hiröir ekki um aö gefa at- buröunum samfélagslegan bak- grunn, segir ónákvæmt frá, t.d. breytingum i atvinnuháttum og vinnubrögöum, eöa þegir um samband milíi atburöa. Hið siöasta er vanalegt i ævi- minningum stjórnmálamanna. Engu siöur geta ævisögurnar veriö vel ritaöar og þvi fengur aö þeim. Fyrir aldamót Ekki alls fyrir löngu ræddi ég litillega um sjálfsævisögu Tryggva Emilssonar hérna i blaöinu. Auk bókarinnar i verum eftir Theódór Friöriksson er hún liklega mest umtöluö sjálfsævisagna á siöustu árum. Bæöi þessi verk eru skrifuö af óskólagengnum alþýöumönnum. En þaö ber vitni sjálfsmenntunar þeirra og afli ævisögunnar sem bókmenntagreinar, aö þeir skyldu skrifa þessar bækur. Nú ætla ég aö fara nokkrum oröum um endurminningabók, sem lágt hefur fariö um. Þessi bók er ekki siöur gædd nokkrum bestu eiginleikum frásagna úr eigin lifi. Hún kom út kringum 1960 og heitir Fyrir aldamót. Höfundurinn var Erlingur Friöjónsson. Hann kemur nokkuö viö sögu hjá Tryggva Emilssyni vegna innbyröis deilna i verkalýöshreyfingunni á Noröurlandi á kreppuárunum. Endurminningar eru vana- lega óbundnari æviferilslýsingu en sjálfsævisaga. Þær fjalla oft ekki um nema ákveöiö áraskeiö i ævi höfundar og lýsa gjarnan viöburöum og ytri atvikum, sem hann hefur oröiö vitni aö. Svo er um þessar minningar. Eins og nafniö bendir til miöar höfundur frásögn slna viö timann fyrir aldamót. En tiltillinn gefur lika til kynna þá aldafarsbreytingu, sem Erlingi var auövitaö ljóst, aö oröiö haföi. Ætlun hans var aö lýsa aldarháttum, eins og hann þekkti, fyrir þjóölifs- byltinguna. Þegar hinn aldni verkalýösleiötogi settist niöur til aö skrifa endurminningar sinar, rifjaöi hann ekki upp afskipti sin af félagsmálum og stjórnmálastarf sitt og rakti ekki, hvaö á haföi unnist. Hann gekk ekki um Akureyri i huganum og miklaði fyrir sér afrek sin og benti á ummerki, sem vissulega sjást mörg, um langan og stormasaman starfs- dag. Hann skrifaöi þess I staö frásögn af sveitinni, þaöan sem hann og fleiri kaupstaöarbúar lögöu upp. Án gyllingar og saknaöarlaust leitast hann viö aö lýsa sannferðuglega æsku- heimili sinu, Sandi, og sveit, Aöaldal I Suöur-Þingeyjarsýslu. En af áralöngum afskiptum sinum af þjóðfélagsmálum hlaut honum að vera ljóst, aö hann haföi átt góöa æsku. Erlingur tekur fram I eftir- mála viö endurminninga}1 sinar, aö þær séu tómstundaiöja, éftir aö hann hætti aö ritstýra Alþýöumanninum. Útgáfu bókarinnar hafi boriö brátt aö, og þess vegna hafi ekki gefist timi til aö lagfæra þær og fylla I eyöur, sem hann sér, aö eru I frásögninni af atvinnuhátt- um. Þaö vekur eftirtekt, aö eng- in kaflaskil eru I bókinni. Frá- sögnin er þó alls ekki ruglings- leg. Erlingur lýsir fyrst umhverfi Sands og siöan jöröinni, búskapnum og heimilishaldi. Hann segir frá heimilisfólkinu, skiptingu starfs, afskiptum fööur sins af félagsmálum og ljósustörfum móöur sinnar. Siöast en ekki sist fjallar hann um menntun á heimilinu, bókalestur og kveöskap. Erlingur Friöjónsson lýsir I Fyrir aldamót þeim áhuga á og framkvæmdum um bætta búskaparhætti, verslun og menntun á siöustu tugum siöustu aldar. Þaö er timabil i sögu Suöur-Þingeyinga, sem þeir eru gjarnan stoltir af. Svipuö viöleitni er þó kunn viöar af landinu og var sjálfsagt mjög þýöingarmikil i sjálfstæöis- baráttu þjóöarinnar. Erlingur segir lika frá Vesturheims- feröum vegna jarönæðis- og bjargræöisskorts. Þangaö sá móöir hans á eftir unnusta sinum og frumburöi. Og hann skýrir frá fólksflutningum úr sveitum til sjávarsiöunnar. Þangaö fluttust flest yngri syst- kinanna og móöir þeirra. Erlingur hefur lært I frá- sagnarhætti og stil af sagna- lestrinum heima á Sandi. Frá- sögn hans er skýr og laus viö málskrúö, og honum dvelst gjarnan viö einstök atvik til aö kasta ljósi á atburöarásina og á þaö fólk, sem hann lýsir. Þannig segir hann frá brottför þeirra yngstu bræöranna á búnaöar- skólann I ólafsdal og jafnframt viöskilnaöi þeirra viö sveitina. Af þögli og látæöi Sigurjóns bróöur sins, þegar hann kvaddi þá, skilur hann seinna, aö hann vissi, aö þeir áttu ekki aftur- kvæmt þrátt fyrir búnaöar- menntunina. Erlingur fjallar um andstööu gegn kirkjunni á heimilinu og sérstöðu I trúmálum. Hann segir frá, aö foreldrar sinir bjuggu i óvigöri sambúö, sem þá var fáheyrt, kappræöum Guömundar bróöur sins um trú- mál og hugmyndum Sigurjóns um fulloröinsskirn. Þessi kafli i frásögninni nær hæst, þegar hann lýsir jaröarför litillar dóttur Sigurjóns óskirörar. Hennar varö faöirinn sjálfur að' minnast i þéttsetinni kirkjunni aö Nesi, en prestur kastaöi rekunum, meö eftirgangs- munum þó. Yfir kistu dóttur sinnar fyrir söfnuöinum stendur faöirinn, sem vegna einlægrar trúarskoöunar sinnar afneitar barnaskirn kirkjunnar og tekur afleiöingum þeirrar sérstööu. Liklega segir Erlingur meira um skáldskap Sigurjóns Friöjónssonar meö þessari lýsingu, en I þeim dómum, sem hann kveöur upp um hann, enda var skáldskapur Sigurjóns siður i ætt viö menningarandann á Bók- menntir æskuheimili þeirra Sandssyst- kina en sagna- og kvæöagerö Guðmundar bróöur hans. Um skáldskap elstu bræöra sinna fer Erlingur allmörgum oröum. Flestir kannast viö söguna Gamla heyiö eftir Guömund Friöjónsson á Sandi. Erlingur skýrir frá þeim atburöum, sem uröu kveikjan aö sögu bróöur hans. Frásögn Erlings er ljómandi alveg eins og smásaga Guðmundar. Erlingur segir frá orsökum hey- leysis fööur þeirra og hey- sóknarferö sinni meö Sigur- jóni bróöur sinum til frænda Sigurjóns aö Fjalli i ABaldal. Hann lýsir veöri og færö, mót- tökum aö Fjalli og tregöu bónda aö láta af heygnótt sinni. Hápunktur frásagnarinnar er samtal Sigurjóns viö frænda sinn. Siöan segir Erlingur frá heimferöinni meö heyiö og frá hlákunni og vorinu, sem nú haföi slegist i fylgd meö þeim. Heyiö varö þvi óþarft þaö voriö. Guömundur gerir aftur á móti aö aöalatriöi i sögu sinni, aö bónda var sárt um heyið. Heyiö veröur eins konar tákn þess gamla, sem er oröiö hluti af bónda og hann á i striöi aö láta af hendi. Þetta eru tvær frá- sagnir byggöar á sama atviki. Annar höfundurinn leitast viö aö skrifa sannieikann um þaö, sem raunverulega geröist. Hinn færir atburöina i skaldskapar búning. En báöir hafa eflt frá- sagnargáfu sina og málfar meö kynnum sinum aö rótgróinni islenskri sagna- og kveöskapar- hefö. Bændamenningin var vegarnesti þeirra. Nýr meirihluti í Reykjavík Hinn nýi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur nú verið við völd i rúma 5 mánuði. Það er ekki langur timi en þó er á þeim tima þegar komin nokkur reynsla á sam- starf Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsdknarflókksins um stjórn borgarinnar. Segja má, aö samstarfiö hafi gengiö vel. Engin alvarleg ágreiningsefni hafa komiö upp. Hinn nýi meirihluti leysti far- sællega fyrsta erfiöa viöfangs- efniö, þ.e. ráöningu borgar- stjóra. Ráöinn var i starfiö Egill Björgvin Guðmundsson skrifar Skúli Ingibergsson rafmagns- verkfræðingur. Er hann mjög hæfur maöur og alveg ópólitfsk- ur. Viö ráöningu Egils Skúla I starf borgarstjóra hefur hinn nýi meirihluti afsannaö þá kenningu Sjálfstæöisflokksins aö vinstri flokkarnir i borgar- stjórn myndu aldrei geta komiö sér saman um borgarstjóra. Segja má, að áþeim 5 mánuöum sem liönir eru slöan Ihaldiö féll i Reykjavik hafi nýi meirihlutinn afsannaö glundroöa kenningu Sjálfstæöisflokksins. Nýi meirihhitinn hefur þd ekki enn getaö sett nema aö tak- mörkuöuleyti mark sitt á stefn- una i borgarmálum. Enn er aö mestu leyti unniö eftir þeirri fjárhagsáætlun, sem samþykkt var af gamla meirihlutanum. En nú er verið aö undirbúa nýja fjárhagsáætlun og þá mun hinn nýi meirihlutú geta markaö stefnuna fyrir næsta ár. Alþýöuflokkurinn lagöi höfuöá herslu á, þaö fyrir siöustu borgi- arstjórnarkosningar aö efla þyrfti atvinnullfiö I Reykjavik. Viö undirbúning fjárhagsáætl- unar munu flokkarnir leggja mikla áherslu á atvinnumálin og þá fyrst og fremst á eflingu Bæjarútgeröar Reykjavikur. Unniö er nú aö endurbótum á allri aöstööu til fiskmóttöku i landihjáBÚR.Þegarhafa veriö geröar nokkrar endurbætur á frystihúsinu. Þeim þarf aö halda áfram. Einnig þarf aö, bæta aöstööuna i fiskverkunar- ■ stööinni. Þá þarf aö koma upp, kældri fiskmóttöku i Bakka-; skemmunni. Allt kostar þetta mikiöfé en mun auka mjöghag- kvæmni i rekstri BÚR. Þá hefur nýlega veriö samþykkt I útgerö- arráöi aö ræöa viö rikisstjórn- ina um kaup á skuttogara áf minni geröinni frá Portúgal. Þær viöræöur standa nú yfir. Annaö mál sem Alþýöuflokk- urinnlagöimikla áherslu áfyrir síöustu kosningar voru skipa- viögeröir og skipasmiöar i Reykjavi'k. A siöasta fundi hafnarstjórnar var samþykkt tillaga frá mér um aö hefja viö- ræður viö helstu hagsmunaaðila I Skipaviögeröum i Reykjavik um samstarf eöa stofnun nýs fyrirtækis um skipasmiöastöö I höfuöborginni.Þærviöræöur eru aöhefjast. Mun ég leggja mikla áherslu á aö koma þessu máli áfram og ef nauösyn krefur mun ég leggja til, aö Reykjavikur- borg eöa Reykjavikurhöfn og jafnvel rikiö leggi fé i nýtt fyrir- tæki um Skipaviögeröir i Reykjavik. Hér er um stórmál aö ræöa fyrir Reykjavik. Ræða Sighvats 1 gerö fjárlagafrv. hefur ekkert tillit verið til tekiö, heldur þvert á móti. Þetta er I fyrsta lagi fólgiö i skattastefnu þeirri, sem boöuö er I fjárlagafrv. og I ööru lagi I þeirri stefnumörkun, em þar er aö finna hvaö landbúnaöar- málin varöar.” Stefna fjárlagafrumvarpsins I skattamálum, segir Sighvatur, gengur þvert á þá stefnu Alþýðuflokksins, aö afnema beina skatta á almennar launa- tekjur, en auka neysluskatta, og hafa þingmenn flokksins flutt þingsályktunartillögu þess efnis. Hækkun beinna skatta I haust var algert neyöarúrræöi, og beinum sköttum beitt til fjár- öflunar, vegna þess aö þeir eru ekki inni I vlsitölunni. En fjár- lagafrumvarpiö gengur enn lengra i þessa átt en bráöa- birgöalögin geröu. Landbúnaöarstefna sú, sem birtist i fjárlagafrumvarpinu, gengur og þvert á stefnu Alþýöuflokksins, og felur m.a. i sér aö framtöl til búnaöarmála og til niöurgreiðslu búvöruverös hækka úr 11,4 milljöröum á fjár- lögum yfir standandi árs i 25,4 milljaröa I fjárlagafrumvapinu. //Greiöum ekki atkvæði með þessum þáttum" Aö lokum segir Sighvatur: „Viö munum berjast fyrir þvi, á þeim tima, sem framundan eru þar til fjárl. frv. kemur til af- greiðslu, aö þessum þáttum fjárl.frv. veröi breytt. Viö treystum þvi aö mæta þar skiln- ingi og vonandi stuöningi frá samstarfsfl. okkar I rlkisstj. og finnst þaö sjálfsagt og eölilegt, aö þeir taki tillit til sjónarmiöa okkar, eins og viö höfum tekið tillit til ýmissa sjónarmiöa þeirra. Ef þetta fæst hins vegar ekki fram, þá fullyröi ég þaö, aö þm. Alþfl. munu ekki greiöa atkv. meö þessum þáttum fjárl.frv.” UMFERÐARRÁÐ Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur ______________._______/___________ Félagsvist Félagsvist Félagsvist I FELAGSVIST verður í INGÓLFS CAFÉ, Alþýðuhúsinu í dag, ^ 18. név. 1978 kl. 2 e.h._______stiemmtinefndin y

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.