Alþýðublaðið - 18.11.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.11.1978, Qupperneq 4
4 Laugardagur 18. nóvember 1978 alþýðu- blaöið .Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Er stefnt í sjálfheldu? Engum blöðum er um það að fletta, að efnahags- mál okkar íslendinga eru nú i alvarlegri og hættu- legri sjálfheldu. Ef ekki tekst með einhverjum ráð- um að leysa visitölumálið, semja um mikilvægustu þætti fjárlagafrumvarpsins og koma jafnvægi á peningamálin, er hrein fá fyrir dyrum. Framhjá þessum staðreyndum verður ekki gengið. Pólitiskir skollaleikir eru óleyfilegir við þessar aðstæður. Það er efnahagsleg framtið þessarar þjóðar, sem er i húfi, en ekki framtið einhverra pólitiskra afla. Mest riður á að samstaða náist með verkalýðshreyfingunni og rikisstjórninni, enda yrði launafólkið i landinu fyrir mestu áfalli, ef illa tækist til. Fyrir siðustu kosningar reyndi Alþýðuflokkurinn eftir megni að gera þjóðinni grein fyrir þvi, að hún yrði talsverðu að fórna til að koma jafnvægi á efna- hagsmálin. Hann benti einnig á nauðsyn kjarasátt- mála, sem bæti orðið grundvöllur að vinnufriði svo timi gæfist til að ráðast gegn raunverulegum vandamálum. Þetta hafa ekki allir skilið, eða ekki viljað skilja. Það verður ekki komist framhjá þvi, að einhverj- ar stéttir þjóðfélagsins verða að taka á sig kjara- skerðingu. Hins vegar verður að koma i veg fyrir, að sú skerðing bitni á þeim hópumláglaunafólks, sem nú hafa úr minnstu að spila. I stað krónutölu- hækkana verða að koma félagslegar umbætur, sem geta vegið þungt i þá veru, að taka mesta höggið af launafólkinu. En menn skyldu hafa hugfast, að Alþýðuflokkur- inn benti á nauðsyn þess að verðbólgubraskararnir yrðu látnir skila einhverju af gróða undanfarinna ára. Enn hefur ekki gefist timi til að gefa gætur að þessum hópi, en það verður að gera fyrr en siðar. Verðbólguna verður að kveða niður með öllum til- tækum ráðum. Hún hefur þegar farið þannig með efnahagslif þjóðarinnar, að raunverulega getur allt gerst, jafnvel atburðir, sem löglega kjörin stjórn- völd eiga ekki möguleika á að ráða við. Þeir eru þegar alltof margir, sem ekki geta hugsað sér þjóð- félagið án verðbólgu, og telja afkomu sinni stefnt i voða, ef hún verður kveðin niður. Þetta er hinn raunalegi misskilningur, sem hefur verið að mótast á undanförnum árum. Mönnum er gjarnt að segja, að þjóðin þurfi nú að fá ærlegan rassskell svo hún geti öðlast skilning á heilbrigðu efnahagslifi. En slikur skellur getur jafngilt stöðvun atvinnuvega og miklu atvinnuleysi. Og ekki er f jarri þvi að ætla að einmitt þetta muni gerast, ef stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins bera ekki gæfu til að gefa eftir af kröfum sinum og mætast á miðri leið. — Alvarlegt peningaleysi er þegar farið að gera vart við sig. Verðbólgan hefur sett öll fjármál úr skorðum, og þá kemur fátt eitt til bjargar annað en einbeittur þjóðarvilji. Þar bjarga hvorki kommúnismi né kapitalismi. Þar verður engin „patent” lausn fundin. Menn geta velt þeirri spurningu fyrir sér hvað gerist, ef núverandi rikisstjórn verður að gefast upp við verkefni sitt. Það boðar aðeins meiri upplausn. Einnig er hollt að hafa i huga þau orð erlends stjórnspekings, að verðbólga, sem fer yfir 20% sé lýðræði hverrar þjóðar hættuleg. Vonandi eru eng- ir fulltrúar pólitiskrar stefnu hér á Islandi, sem sjá sér hag i upplausn og óáran. Mönnum er löngu ljóst, að verðbólgan er orðir slikt skrimsli, að á henni verður ekki unnið nema með bitrum vopnum. Þessi vopn eru til, en þau krefjast þess að allir beiti þeim. Það er hins vegar rikisstjórnarinnar að tryggja að lifskjaraskerðing- in, sem átökunum fylgir, komu jafnt niður og bitni harðast á þeim, sem breiðust hafa bökin. — Hvað sem stjórnmálamenn segja, sem þeir vilja að hljómi vel i eyrum kjósenda sinna og boða baráttu gegn verðbólgunni, án kjaraskerðingar, er rangt. Slikir menn geta ekki flokkast undir annað en lodd- ara- —AG— Á siöustu árum hefur þaö oft boriö viö i umræöum um kjara- mál, aö kauptaxtar hér á landi — oft dagvinnutaxtar — eru bornir saman viö kaup á nálægum löndum, einkum þó á Noröur- löndum. Hlutföllin milli kauptaxta hér á landi og kaups annars staöar — þar sem byggt er á einföldum umreikningi á gengi hvers tima og þess oft ekki gætt hvort um sambærilega kauptaxta er aö ræöa — eru siöan borin saman viö hlutföll milli þjóöartekna viökomandi landa. Oftar en ekki hefur þessi einfaldi samanburöur — sem þó er hvergi nærri einhlitur — einkennzt af mikilli ónákvæmni og þær álykt- anir veriö af honum dregnar leynt eöa ljóst, aö launþegar hér á landi séu afskiptir og aö hlutur þeirra I afrakstri þjóöarbúsins sé fyrir borö borinn I samanburöi viö launþega i öörum löndum. Hér á eftir mun ég leitast viö aö draga fram nokkra helztu þætti, sem lúta beint eöa óbeint aö þessum samanburöi. Þau tima- mörk, sem mér eru sett, setja efninu þó svo þröngar skoröur, aö hér veröur aöeins drepiö á helztu forsendur og niöurstööur þeirrar athugunar, sem aö baki liggur og unnin hefur veriö i Þjóöhags- stofnun. Efniö er I meginatriöum þrlþætt. 1 fyrsta lagi mun ég rekja stuttlega nauösynlegar for- sendur sliks samanburöar, ef hann á aö vera raunhæfur. t ööru lagi veröa raktar niöurstööur einstakra þátta þeirra könnunar, sem hér um ræöir, og i þriöja lagi mun ég leitast viö aö draga fram þær heildarniöurstööur og álykt- anir, sem athugunin gefur tilefni til og varöa beinlinis launakjör- og lifskjör almennt — hér á landi og á Noröurlöndunum. 1. Forsendur saman- burðarins Ég hygg, aö fæstum blandist hugur um, aö fátt sé öröugra en aö bera saman lifskjör þjóöa, svo aö ótvirætt sé. Raunar þarf ekki aö llta til annarra landa til þess aö sjá, hverjum öröugleikum slikur samanburöur er háöur. Hver eru til dæmis lifskjör þeirra, sem búa hér á höfuöborgar- svæöinu i samanburöi viö kjör þeirra, sem búa á Austfjöröum eöa Vestfjöröum? Hvers viröi eru traustar samgöngur allt áriö um kring hér syðra og nálægö beztu heilsugæzlu? Hvernig metum viö þá þætti, sem eru ef til vill ekki nátengdir efnahag eöa launum hvers og eins, svo sem fjölmargra menningarlega og félagslega þætti: eöa þann þáttinn, sem er ef til vill stærstur og i raun undir- staöa lifskjara einstaklingsins: Hvers viröi er samfelld og trygg atvinna? Meö þvi aö lita á alla þessa þætti I samhengi er ef til vill unnt aö nálgast þaö, sem kalla mætti raunhæft mat á lifskjörum manna. En eins og þau atriöi, sem hér hafa verið rakin, bera með sér, er vitaskuld næsta öröugt aö bregöa á þau óskeikulli hagfræöilegri mælistiku. Saman- buröur á lífskjörum þjóöa hlýtur þvi ávallt aö bera nokkurn keim af þeim lifsviöhorfum og gildis- mati, sem lagt er tii grundvallar hverju sinni. Leiöarvisar hag- fræöinnar hrökkva skammt i þessum efnum eins og svo mörgum öörum, sem varöa gildismat einstaklinganna. En vlkjum nú aö þeim atriðum, sem telja má, aö varöi efnahag manna beinlinis. Almennt má segja, aö samanburöur á raungildi hinna ýmsu hagstæröa landa á milli sé háöur tveimur meginskilyröum. 1 fyrsta lagi, aö ámóta aöferöir séu viöhaföar viö útreikning á sjálfum stæröunum i hverju landi, og I ööru lagi, aö samanburöurinn miöist viö raun- hæfa gengisskráningu gjaldmiöla landanna. Um fyrra skilyröiö er þaö aö segja, aö þaö veröur sjálf- sagt seint uppfyllt svo óyggjandi sé, en i könnun þessari hefur I meginatriöum veriö reynt aö gæta eins náins samræmis og viö varö komiö. Hvaö síöara atriöiö snertir, sjálfa gengisviömið- unina, sem I raun má telja undir- stööu þessa samanburöar, er hins vegar fárra góöra kosta völ, og hefur þvi veriö notazt viö gengis- skráninguna, eins og hún var á hverjum tima. Það mun mála sannast, aö gengiö eitt sér sé næsta ófullkominn kvaröi til aö bera saman raungildi kauptaxta og tekna I gjaldmiðli hinna ýmsu landa og kemur þar margt til. Grundvallarforsenda þess aö nota megi gengiö til aö bera saman raungildi hagstæröa landa á milli er, aö veröhlutföll I þessum löndum séu lik. En þvi fer vitaskuld fjarri, aö svo sé jafnvel I eins nátengdum löndum og könnunin tekur til. Nægir þar aö nefna, aö óbeinir skattar og fram- leiðslustyrkir hvers konar, sem áhrif hafa á endanlegt vöruverö til neytenda, eru mjög misháir. Einnig má nefna, að innfluttar vörur eru keyptar á mismunandi vinnslustigum og sú verömæta- sköpun, sem fram fer i hverju landi til vinnslu vörunnar, er mismikil og hefur sin áhrif á vöruveröiö. Þá er enn ónefnt, hversu gerólikur flutnings- og dreifingarkostnaður getur veriö. 011 þessi atriöi sýna glöggt, hverjum erfiöleikum saman- buröur hagstæröa milli landa er háöur. En jafnvel þótt litiö sé framhjá þessum atriöum, sem drepiö var á hér aö framan, er á þaö aö lita, aö gengishlutföll geta haft afdrifarík áhrif á niðurstöður samanburöarins, einkum ef gengisskilyröi eru óstööug, eins og reyndin hefur orðiö hér á landi og raunar viöar. Sama gildir vita- skuld um óraunhæfa gengis- skráningu i lengri eöa skemmri tima. Af þessum ástæöum er ljóst, aö hending ein um tima- setningu samanburöarins getur ráöiö miklu um niöurstööur hans. Til þess aö vega aö nokkru upp á móti þessum áhrifum var gerður tvenns konar saman- buröur. Annars vegar var litiö á gengið, eins og þaö var skráö á hverjum tima, og stæröirnar þannig bornar saman ár fyrir ár, þ.e. I einum timapunkti I senn. Gallinn á þessari aöferö er sá, aö niöurstööurnar veröa mjög háöar þeim gengishlutföllum, sem rikja á hverjum tlma, hversu óraunhæf sem þau kunna aö vera. Eins geta miklar sveiflur i launum og þjóöartekjum faliiö á einstök ár öörum fremur, og rýrir þaö aö sjálfsögöu einnig gildi saman- buröarins. Þess vegna var horfið aö þvi ráöi aö taka fyrir iengri timabil og llta á meöalgildi hag- stæröanna á þessum tima fremur en til einstakra ára. Tek- in voru fyrir tvö tlmabil, frá 1967-1973, og frá 1974 fram til þessa dags. Þessi timabil eru ólik að þvi leyti, að fyrra timabiliö nær yfir sem næst hálfa hag- sveiflu hér á landi en hið siöara einkennist fremur af slæmu ár- feröi, þótt vissulega hafi rofað til, einkum siöustu tvö árin. Meö þvi að beita þessum tveimur aðferöum má fá nokkra visbendingu um helztu áttir i þessum efnum, þótt niöurstöö- urnar geti vitaskuld seint oröiö einhlitar. Annaö atriöi, sem raunar ætti varla aö þurfa aö nefna, er nauösyn þess aö bera saman þjóöartekjur og laun I mis- munandi löndum á sama eöa svipuöum tima. 1 umræöum um þessi mál hér á landi hefur tima- setning samanburöarins veriö fremur ónákvæm, þar sem bornar hafa veriö saman þjóöar- tekjur á einum tima og kauplag á öðrum. 1 þriöja lagi skiptir þaö auövitaö miklu, hvort viö erum aö bera saman þjóöartekjur og laun i hagstæöu árferöi I einu landi og slæmu árferöi I ööru. Reynt hefur veriö aö draga aö nokkru úr þessum annmarka meö þvi aö llta á meöaltöl nokkurra ára I senn, en eftir stendur, aö timabilin hafa verið miöuö viö islenzkar aöstæöur eingöngu. Þetta kemur þó ef til vill ekki aö sök, þar sem árferöi hér á landi fylgir að nokkru hagsveiflu i hinum vest- ræna heimi, og má telja liklegt, aö sama gildi um önnur Noröur- lönd, a.m.k. i megindráttum. Fjóröa atriöiö, sem áhrif hefur á niöurstööurnar, er sá fjöldi vinnustunda, sem liggur aö baki bæöi þeim þjóöartekjum og þeim launum, sem samanburöurinn tekur til. Þaö skiptir miklu, hvort þjóöarteknanna er aflaö á tima sem svarar til venjulegrar dag- vinnu eöa hvort fyrir þeim er unnið meö allt aö fimmtungi meiri fyrirhöfn, eins og alvana- legt er hér á landi. Jafnframt þarf aö vera tryggt, aö vinnu- stundirnar séu mældar á sama hátt. í fimmta lagi er nauösynlegt aö gera sér grein fyrir áhrifum mismunandi launakerfa og hlut- falla milli dagvinnu- og yvir- vinnutaxta, auk þess sem vægi margs konar álagsákvæöa og uppbóta á laun kann aö vera mjög mismunandi. Þetta kemur einna bezt I ljós I þvi, aö hér á landi mynda hvers konar álög á kauptaxta sennilega mun stærri hluta teknanna en á öörum Norðurlöndum, þar sem kauptaxtar eru miklu nær raun- verulegum launagreiöslum. Beinn samanburöur kauptaxta á Islandi og öörum löndum kann þvi aö orka tvlmælis. I sjötta lagi þarf aö huga aö öörum atvinnutekjum en launum, t.d. tekjum af eigin atvinnu- rekstri og starfsemi einyrkja og annarra atvinnurekenda. Raunar er ein skýring á þvi, aö hlutur launa I þjóöartekjum er lægri hér en á öörum Noröurlöndum, lik- lega i þvi fólgin, aö breyttir rekstrarhættir — frá smærri rekstrareiningum yfir I stærri heildir — eru skemmra á veg komnir hér á landi. 1 sjöunda lagi er nauðsynlegt aö skoöa, hver hlutur beinna skatta sé I þjóöartekjum, þ.e. hverjar þær tekjur séu sem ein- staklingurinn hafi til ráðstöfunar, þegar beinum skattgreiöslum sleppir. öll þessi atriöiö eru svo mikil- væg, aö samanburöur þjóöar- tekna og launa og llfskjara þjóöa veröur haldlltill, séu þeim ekki gerö skil. 2. Helztu niðurstöður ein- stakra þátta könnunar- innar Hér á eftir mun ég gera grein fyrir helztu þáttum þessarar athugunar og fjalla stuttlega um þær meginniöurstööur, sem hún leiddi I ljós. Ég hef áöur nefnt ýmis þau vandkvæöi, sem fylgja saman- buröi af þessu tagi. Lkönnuninni hefur veriö reynt aö taka tillit til sem flestra þeirra, þótt viöa sé erfitt um vik. Þannig hefur veriö leitazt viö aö sverfa af helztu agnúa, sem fylgja samanburöi hagstæröa I hinum ýmsu löndum, m.a. vegna þess aö hagtölur eru mismunandi upp byggöar og reistar á ólikum grunni. En eftir stendur engu aö siöur, aö viö erum aö bera saman lifskjör þjóöa, sem eru frábrugönar aö mörgu leyti, bæöi hvaö snertir neyzluvenjur og lifsvenjur almennt, svo og — sem skiptir vitaskuld miklu máli — aö staö- hættir hér á landi og á öörum Noröurlöndum eru aö mörgu leyti býsna ólikir. Islenzkt þjóöfélag er

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.