Alþýðublaðið - 18.11.1978, Side 7

Alþýðublaðið - 18.11.1978, Side 7
‘tiiirfTf Laugardagur 18. nóvember 1978 7 SUNNUDAGSLEIÐARI Þjóðin öll, mun njóta ávaxta af hiklausri hugsjónabaráttu Alþýðuflokksins í tryggingamálum Tryggingamálin eru einn sá málaf lokkur sem Alþýðu- f lokkurinn hef ur allt f rá upphaf i sínu lagt mikla áherslu á. Áratug eftir áratug hefur hann staðið í einarðlegri og ákveðinni baráttu fyrir tryggingalöggjöf, sem miðaði að öryggi allra þegna í þjóðfélaginu, rétti hvers einstakl- ings tii stuðnings og hjálpar samfélagsins þegar hann stendur höllum fæti vegna veikinga eða annarra ástæðna, — tryggingalöggjöf sem drægi úr misrétti og stuðlaði að tekjujöfnuði. Ýmislegt hefur áunnist í þessari baráttu Alþýðu- flokksins. Nú er það liðin tíð, að afturhaldsmennirnir þori að tala opinberlega gegn t.d. ellilífeyri eða slysa- tryggingum, svo að eitthvað sé nefnt. En bíða samtótal verkefni á þessum vettvangi óunnin. Og enn sem fyrr er það Alþýðuf lokkurinn sem er í farar- broddi í baráttunni fyrir þessum málum. Nýafstaðin flokksþing Alþýðuflokksins lagði áherslu á, að strax verði sett löggjöf sem tryggi þeim aðild að verðtryggðum lífeyrissjóði sem nú hafa lítil eða engin slík réttingi. Þessi verðtryggði lífeyrissjóður taki til starfa á árinu 1979. Þetta er réttlætismál sem Alþýðu- f lokkurinn er staðráðinn í að bera f ram til sigurs. Flokksþing Alþýðuflokksins setti sér líka það tak- mark, að þegar á næsta ári verði sett heildarlöggjöf um velferðarmál aldraðra, sem m.a. tryggi þeim öryggi í húsnæðismálum og aukna heilbrigðis og félagslega þjón- ustu. Þetta er sjálfsagt réttlætismál sem Alþýðuf lokkur- inn er staðráðinn í að bera f ram til sigurs. Nýafstaðið flokksþing Alþýðuf lokksins lagði einnig áherslu á, að á næsta ári verði sett heildarlöggjöf, sem tryggi rettindi þeirra sem eru líkamlega eða andlega fatlaðir til betra lífs, svo sem til menntunar, endur- hæfingar og atvinnumöguleika. Þetta er eitt af þeim málum sem Alþýðuf lokkurinn er staðráðinn I að koma í framkvæmd. Flokksþing Alþyðuflokksins taldi fæðingarorlof allra kvenna sjálfsagt réttindamál og hann ætlar að beita sér fyrir lagasetningu um rétt séhverrar konu til fæðingar- orlofs. Alþýðuf lokkurinn ákvað líka á f lokksþinginu, að beita sér fyrir því að lög um almannatrygingar verði endur- skoðuð m.a. með eftirtalin atriði að markmiði: 1. Að aukin áhersla verði lögð á tekjujöfnunaráhrif almannatryggingakerfisins. 2. Að komið verði á betra skipulagi og aukinni hag- ræðjngu í rekstri almannatryggingakerfisins. 3. Að Tryggingastofnun ríkisins verði gert kleift að mæta auknum og nútímalegum kröfum um bætta þjón- ustu við almenning, einkum íbúa landsbyggðarinnar. Þessi og fleiri markmið hefur Alþýðuflokkurinn sett sér í tryggingamálum. Alþýðuflokkurinn á aðild að núverandi ríkisstjórn og Alþýðuf lokksmaðurinn Magnús H. Magnússon fer með stjórn tryggingarmála í ríkisstjórninni. Vegna þerirrar aðstöðu Alþýðuflokksins og undir forystu Magnúsar H. Magnússonar tryggingarmálaráðherra mun verð- tryggður lífeyrissjóður, heildarlöggjöf um velferðarmál aldraðra, lög um rétt fatlaðra til endurhæfingar, menntunar og atvinnu við sitt hæfi, fæðingarorlof allra kvenna og nýttog betra almannatryggingakerf i verða að veruleika. Þannig mun sigur Alþýðuf lokksins I þingkosningunum í sumar leiða til sigurs í þessum mikilvægu réttlætis- og baráttumálum íslenskrar alþýðu. Þannig mun þjóðin öll njóta ávaxtanna af hiklausri hugsjónabaráttu Alþýðu- flokksins á vettvangi íslenskra tryggingarmála. —H— Basar Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur basar mánudaginn 20. nóvember I Iðnó, uppi, kl.2.s.d. Komiðog geriðgóðkaup. Plastiðjan Eyrarbakka H.F. Framleiðum og höfum jafnan á lager ein- angrunarplast í allar gerðir bygginga 16 — 30 Kgm3 að þéttleika. Sögum eftir máli í allt að 1x3. m plötur nótað, rásað, blaðað, eða fasað allt eftir óskum kaupenda. Framleiðum einnig plasteinangrunarhólka fyrir 1/2”-15” rörog þéttilista undir bárujárn. Eigum jafnan til lím fyrir einangrunarplast þolplast (Polyester) til nýsmíði og viðgerða á bátum, húsum bílum og fl. Flytjum á byggingarstað kaup- endum að kostnaðarlausu í Reykjavík og nágrenni og suðurlandsundirlendi ef nóg þykir til flutnings. Athugið verð og greiðsluskiimála okkar Plastiðjan Eyrarbakka H.F. Eyrarbakka simi 99-3116 ÚTSALA: Skúlagötu 57 Reykjavík Sími23200 M/S ESJfl fer frá Reykjavlk þriðjudag- inn 21. þ.m. vestur um land i hringferö og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: tsafjörö (Bolungarvik um tsafjörö), Akureyri, Húsavík, Þörshdfn, Bakkafjörö, Vopnafjörö, Borgarfjörö eystri, Seyöis- fjörö, Mjóafjörö, Neskaup- staö, Eskifjörö og Reyöar- fjörö. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 20. þ.m. M/S HEKLfl fer frá Reykjavik föstudaginn 24. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreks- fjörö (Tálknafjörö og Bfldudal um Patreksfjörö), Þingeyri, tsafjörö (Flateyri, Súganda- fjörö og Bolungarvik um lsa- fjörö), Siglufjörö, Akureyri og Noröurfjörö. — Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 23. þ.m. Launakjör festingaralda hér á landi — sem i senn má telja bæöi eina af orsökum og afleiöingum verö- bólgu siöustu ára — valdiö þvi, aö hlutur launa i þjóöartekjum hefur vaxiö hægar hér en á öörum Noröurlöndum og beinlinis lækkaö á árunum 1974-1976. Hvaö eiginlegan lifskjarasamanburö varöar er á hinn bóginn mun öröugra um vik, þar sem inn i þá mynd fléttast miklu fleiri þættir en þeir, sem veröa beinlinis metnir til fjár. Ég hygg, aö i þvi efni, veröi þó seint komizt aö ein- hlitri niöurstööu. fp Læknaritari Staöa læknaritara á Háls- nef- og eyrnadeiid Borgarspit- alans er iaus til umsóknar. Starfsreynsla æskileg. Umsóknareyöublöö fyrirliggjandi I stofnuninni. Umsóknarfrestur til 24. nóvember n.k. Reykjavik, 17. 11. 1978. Borgarspitalinn Fyrir börnin í Vörumarkaðmum Fatnaður í glæsilegu úrvali. Skór og vaðstígvél. Húsgögn í barnaherbergi. Playmobil leikföng. Dúkkur margar gerðir, gullfallegar. Þroskaleikföng og önn- ur sterk leikföng. Leikkrókur fyrir börnin j meðan pabbi og mamma versla.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.