Alþýðublaðið - 23.11.1978, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1978, Síða 4
alþýöu- blaöió Utgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- múla 11, sími 81866. Fimmtudagur 23. nóvember 1978 Sveiflur í niðurgreiðslum torvelda áætlanir — segir Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda ,,Eins og ástandið er núna, megum við ákaf- lega iila við skerðingu útflutningsbóta, þvi við þurfum miklu meira en rikinu er skylt að greiða i útflutningsbætur. Við erum núna að reyna að gera ráðstafanir til að minnka framleiðslu og leggja á bændurna kvaðir i þvi sambandi. Þetta frumvarp um að draga úr útflutningsbót- um kemur þannig á af- leitum tima, og þess vegna getum við ekki mælt með þvi eins og ástandið er”. Þetta sagöi Gunnar Guöbjarts- son, formaöur Stéttarsambands bænda, er Alþýöublaöiö spuröi hann álits á frumvarpi því, sem Sighvatur Björgvinsson og fleiri þingmenn Alþýöuflokksins hafa lagt fram um útflutningsbætur og skýrt var frá i blaöinu i gær. „Viö höfum veriö mikiö aö velta þess- um málum fyrir okkur undanfar- in 2-3 ár, og höfum mælst til þess aö viö fengjum á okkur kjarnfóö- urskatt og kvótagjald til þess aö reyna aö hamla gegn aukningu framleiöslu og jafnvel aö reyna aö minnka hana, en auövitaö kemur þaö beint viö budduna hjá hverjum einstökum bónda og skeröir kjörin. Ef þessi skeröing útflutningsbótanna kæmi þar I viöbót, þá væri þaö ansi þungur baggi”. —Hvaö vilt þú segja um þaö atriöi frumvarpsins, aö útfiutn- ingsbætur yröu geröar upp fyrir hvora búgrein fyrir sig, sauöfjár- rækt og naugriparækt? „Þaö mætti vel hugsa sér þaö, en þá þyrfti hámarkiö bara aö vera hærra”. I frumvarpinu er gert ráö fyrir þvi aö útflutnings- bætur á afuröir nautgriparæktar nemi mest 8% af heildarfram- leiösluverömæti þeirrar búgrein- ar, en á sauöfjárafuröir mest 12% og veröi þvi marki náö I áföngum fram til verölagsársins 1982/1983. „Þvl er ekki að leyna”, sagöi Gunnar, „aö framleiðslan sveifl- ast svolitiö til milli ára milli bú- greina, og þá hefur veriö þægilegt aö jafna á milli, þaö skapar vissa tryggingu. Ef ef menn stefna aö þvl aö draga landbúnaðinn saman, þá getur þetta vel komiö til greina. Þessi aöferö, aö gera hvora bú- grein upp fyrir sig, mundi verka Gunnar Guöbjartsson formaöur Stéttarsambands bænda þannig, aö ef önnur búgreinin stæöi verr aö vlgi, þá yröi lakari útkoma I henni þaö áriö. Þaö mundi veröa til þess aö sumir framleiöendur yröu aðhætta, þeir mundu ekki þola þaö. Þaö leiöir auövitaö til samdráttar.” Eins og kunnugt er, er nú hámark útflutningsbóta, slöan 1959, 10% af heildarframleiðslu- verðmæti landbúnaöarins, aö hlunnindum meötöldum, og hefur þessi ár misstórt hlutfall af út- flutningsbótunum fariö til hinna tveggja búgreina, sem styrktar hafa veriö á þennan hátt. — Þú telur þá kvótakerfi og fóöurbætisskatt hentugri til aö hafa hemil á framleiöslunni? „Ja, þaö yröi aö koma til viö- bótar. Ef sú leið yröi valin, sem Sighvatur og félagar leggja til, þá yröi þriöji þáttur til kjara- skeröingar, þaö yröi auka- skeröing.” — Hvaö vilt þú segja um þá hugsanlegu framtiöarstefnu, sem flytjendur frumvarpsins benda á, aö áætlaö yröi hverjar sveiflur i framleiöslumagni landbúnaöar- afuröa telja mætti eölilegar meö hliösjón af árferöissveiflum og þörfum innanlandsmarkaöar, og rikissjóöur bætti sföan mismun á útfiuntingsveröi og innanlands- veröi innan þessara marka? „Við höfum alltaf á hverju ári reynt aö gera svona áætlanir, en þaö er svo miklu fleira en ár- feröiö, sem þarna kemur til álita. Þarna kemur lika til ákvöröun rlkisvalds um upphæö niöur- greiöslna, sem alltaf er veriö aö breyta. Niöurgreiöslurnar hafa engu minna og jafnvel miklu meira aö segja um þaö hvaö hægt er aö selja á innanlandsmarkaöi. Viö höfum verið ákaflega óánægöir meö þaö hvaö þessi þáttur er laus og ótraustur, og þaö er aldrei hægt að gera sér grein fyrir þvl fyrirfram, hvernig niöurgreiöslurnar veröa. Niöurgreiöslurnar verka ákaf- lega mikið á þaö, hvaö neytendur kaupa, og þegar þaö gerist eins og varö I júli slðastliönum, þegar smjöriö hækkaöi svo gifurlega, þá bara hvekkir þaö neytendur þannig aö þeir hætta aö kaupa vöruna, og venja sig á aðrar vörur I staöinn. Þetta er hættan við þaö þegar veröiö er svona gífurlega sveiflukennt. Okkur likar afskaplega illa, hvaö niöurgreiöslurnar eru óút- reiknanlegar, en þaö gerir þaö aö verkum, aö þaö er eiginlega úti- lokað aö gera svona áætlanir um landbúnaöarframleiösluna. Til þess aö hægt sé aö gera ein- hverjar áætlanir, veröur aö binda niöurgreiðslurnar sem eitthvert ákveöiö hlutfall á hverja selda einingu. Viö höfum oft vakið máls á þvi viö stjórnvöld, hvað þetta væri miklu betri aðferð, en þeir segjast alltaf veröa aö breyta þessu vegna utanaðkomandi áhrifa, eins og I sambandi viö gengis- breytingar og breytingar á markaösverði á fiski sem hafa áhrif á utanrfkisviöskiptin og kaupgjaldið. Þeir segjast veröa aö nota niðurgreiöslurnar sem hreyfanlegt stjórntæki f þessu sambandi. — En viljið þið að greiddar séu niður fleiri vörutegundir en nú er gert? „Viö höfum nú aldrei óskaö eftir þvi. Niöurgreiöslurnar eru I sjálfu sér neyöarúrræði aö okkar mati og rugla veröskyn neytenda. Þess vegna höfum viö aldrei óskað eftir auknum niöur- greiöslum nema I einstaka til- fellum I sambandi viö smjöriö, af þvi aö enginn markaöur er fyrir smjörið á þvl veröi, sem þaö er skráö á. Hitt er svo aftur annaö mál, aö viö vildum afnema söluskattinn, á búvörunum af þvi aö viö töldum hann óeölilegan I samanburöi viö margt annaö, þvi fiskur, brauö, ávextir og fleira var undanþegiö söluskatti.” • Framhald á bls. 3 Sjömeistarasagan eftir Haiidór Laxness Jólabókin 1978 Heillandi verk, unnið úr minningabrotum Nóbelsskáldsins. Himinfagur skáldskapur Minnst er í bókinni af miklum hlýhug margra æskuvina höfundar. Gefið vinum yðar minningabækur Halldórs Laxness. I túninu heima. Ungur eg var. Sjömeistarasagan. Helgafell Unuhús við Veghúsastíg

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.