Alþýðublaðið - 25.11.1978, Síða 2
Laugardagur 25. nóvember 1978
Vísitölugrundvöllurinn og neyslukannanir
Erindi Hrólfs flstvaldssonar flutt á vísitöluráðstefnu BSRB nú fyrir skömmu
Hér á eftir mun ég ræöa um
grundvöll visitölu framfærslu-
kostnaðar og neysluathuganir.
sem gerðar hafa verið hér á landi
vegna visitölunnar. Mitt mál mun
fyrst og fremst fjalla um fram-
færsluvisitöluna en ekki um
kaupgreiðslu- eöa veröbótavisi-
tölu eða tilhögun visitölubind-
ingar launa. Ég mun þó skýra
lauslega tengsl framfærsluvisi-
tölu og kaupgreiðsluvisitölu og
drepa á nokkur atriði þar um.
Ég vil i upphafi máls mins
undirstrika þann eölismun, sem
er á framfærsluvisitölu annars
vegar og kaupgreiðslu- eöa verð-
bótavisitölu hins vegar. Ég tel aö
i umræðum manna um vi'sitölu
komi oft fram misskilningur á
eðli þessara talna. Hið svokallaöa
visitöluvandamál snertir fram-
færsluvisitöluna ákaflega litið,
heldur fjallar þaö um visitölu-
bindingu launataxta. (Jtreikning-
ur framfræsiuvisitölu getur varla
talist stórt vandamál, þaðan af
siður efnahagsvandamál, fremur
en t.d. útreikningur á visitölu
byggingarkostnaðar. Það er
notkun visitalnanna, sem skapar
vandamáiið, en ekki á hvern hátt
þær eru reiknaðar. — Vfeitölu
framfærslukostnaðar er ætlað að
mæla breytingar á framfærslu-
kostnaöi eða neysluUtgjöldum
fólks, miðað við rikjandi neyslu-
venjur. Henni er fyrst og fremst
ætlað að vera hlutlaus mæli-
kvarði á kostnaðarbreytingarr"
Vissulega eru mörg vandamál
viö smíöi og notkun þessa mæli
kvarða, en þaru fyrst og fremst
tölfræöilegs eðlis. Niðurstöður Ut-
reiknings eða Utreikningsmáti
vfsitölunnar á hvorki að vera
samningsatriði milli aðila vinnu-
markaðarins eða mál stjórn-
valda. Ctreikningi sem þessum
ætti að vera best borgiö I höndum
sérfræðinga.
En hvað sem segja má um vis-
indalegthlutleysi framfærsluvisi-
tölunnar verður ekki fram hjá þvi
gengið, að hún hefur a.m.k.
undanfarna fjóra áratugi haft
geysilegt stjórnunarlegt gildi,
sem fyrst og fremst hefur verið
fólgið i tengingu launa við visi-
tölu. Vegna þessa hafa verið sett
lög um framfærsluvisitölu og út-
reiknihg hennar. Og til aö hafa
eftirlit með þvi, að hlutleysi sé
gætt viö útreikninginn hafa verið
valdir fulltrúar frá aðalsamtök-
um vinnumarkaðarins ásamt
oddamanni völdum af Hæstarétti.
Nýir visitölugrundvellir eru
hverju sinni ákveðnir með lögum
eftir tillögum Kauplagsnefndar
og Hagstofu. Stjórnvöld hafa hins
vegar aldrei haft og eiga ekki að
geta haft afskipti af vlsitöluút-
reikningi hverju sinni.
Gagnstætt því, sem á sér stað
með framfærsluvisitölu, er út-
reikningur kaupgreiðslu- eöa
veröbótavlsitölu samningsatriði,
hvenær og á hvern hátt hún skuli
reiknuð, og þar getur rikisvaldið
eða löggjafinn gripið inni út-
reikninginn. Hér er þaö sem auð-
velt er að koma við hinni marg-
umtöluöu fölsun visitölunnar,
bæði samningsbundinni og lög-
bundinni.
Ée snv mér þá að grundvelli
vísitölunnar og neyslukönnunum.
Meðal fundarmanna hefur verið
drefit blööum með ýmsum upp-
lýsingum um vísitöluna til
glöggvunar fyrir fundarmenn.
Ættu þessi blöð að auðvelda
mönnum aö fylgjastmeð þvl, sem
ég segi hér á eftir. Á ööru blaðinu
er yfiriit um þá grundvelli fram-
færsluvfsitölunnar, sem gerðir
hafa verið hér á landi. Koma þar
fram helstu atriöi varðandi þessa
grundvelli og skulu þau nú rakin
nánar.
Árið 1922 var fyrst hafinn opin-
ber og reglulegur útreikningur á
vfeitölu framfærslukostnaðar hér
á landi, og var hann geröur af
Hagstofu Islands. Þótt þessi út-
reikningur hæfist ekki fyrr en
1922 var visitalan reiknuö aftur til
ársins 1914, enda hafði ýmsum
upplýsingum um verðlag veriö
safnaö frá þeim tlma. (It-
reikningur framfærsluvfsitölu
nær þvi óslitið til ársins 1914 eöa
yfir 64 ára timabil. A þessum
tíma hafa aöalgrundvellir visitöl-
unnar veriö fjórir 1914-grundvöll-
,ur, 1939-grundvöllur, 1959-grund-
völlur og 1968-grundvöllur. 1
upphafi hvers grundvallartlma-
bils er visitalan sett 100.
Nýir grundvellir hafa verið
teknir I notkun að frumkvæði
stjórnvalda og/eöa samtaka
vinnumarkaðarins og hafa ástæö-
ur hverju sinni verið tilfallandi,
en ekki fyrirfram reglubundin á-
kvörðun. Ég teldi eðliiegt að sett
yröu lögbundinfyrirmæli um það,
að visitölugrundvöll framfæstlu-
kostnaðar skuli endurskoöa eigi
sjaldnarená t.d. 5 —8 árafresti.
Mundi þaö skapa meiri festu i
framkvæmd þessara mála og
stuðla að ábyggilegri Utreikning-
um, þegar yfir lengri tíma er litið.
Sameiginlegt öllum fjórum
grundvöllum framfærsluvlsitölu
er það, að þeir hafa tekið mið af
neysluvenjum launþega-
fjölskyidna I Reykjavik, og hafa
vfeitölurnar siðan veriö miðaðar
við verðlag i Reykjavik. Það
hefur ekki veriö taliðfært, m.a. af
framkvæmdaörðugléikum, að
reikna sérstakar visitölur fyrir
einstök byggðarlög utan Reykja-
vlkur. Telja verður, að-visitala
fyrir verðlag I Reykjavik sé vel
nothæf fyrir allt landið, þar sem
hér á landi eru neysluvenjur alls
staðar svipaðar og hlutfallslegar
breytingar á verðlagi eftir lands-
svæðum tiltölulega litlar.
Frá árinu 1939 hafa vlsitölu-
grundvellir verið gerðir að
undangenginni neyslukönnun.
Hafa þeir allir verið teknir I gildi
með lögum, þar sem kveðið hefur
verið svo á, að þelr skyldu byggj-
ast á tilhyerandi neyslurann-
sókn. Þessar neyslurannsóknir,
sem gerðar hafa verið af Hag-
stofu Islands og Kauplagsnefnd,
hafa I stórum dráttum fariö þann-
ig fram, aöleitað hefur verið til á-
kveöins fjöida launþegaf jöl-
skyldna I Reykjavik, sem valdar
hafa veriö með úrtaki Ur skatt-
skrá eða þjóöskrá, og þær beðnar
að skrá útgjöld sin eða halda bú-
reikninga I ákveöinn tlma, t.d.
nokkra mánuði eða heilt ár i
senn. Jafnframt hafa þessar fjöl-
skyldur gefið margháttaðar upp-
lýsingar um lifnaðarhætti slna
meö viðtölum viðj starfsmenn
rannsóknarinnar. Viö neyslu-
rannsóknir nar 1939 — 40 og 1953 —
54 var eingöngu leitaö til hjóna
með börn á framfæri, en 1968 voru
barnlaus hjón tekin með. Stór
hluti þeirra, sem upphaflega er
leitaötii.ganga af ýsmum ástæð-
um úr leik, en sá hluti sem skilar
nothæfum reikningum myndar
vísitölufjölskylduna, sem svo er
kölluð.
(Jr niðurstöðum þessara bú-
reikninga eru vlsitölugrundvellir
gerðir. Þannig ákvarðast meðal-
fjölskylda og meðalútgjöld sem
tekin eru i visitölugrundvöllinn.
Meöalútgjöld búreikninga hafa þó
ekki verið tekin óbreytt i grund-
völlinn. Aður hafa þau verið sam-
ræmd og „leiörétt” á ýmsan hátt,
m.a. með því að strikuð hafa
veriðútýmis útgjöid, sem annað
hvort voru ekki talin eiga heima i
vlsitölu, eða taliö var erfitt eða
útilokaðað finna verömælikvarða
fyrir þau. Sem dæmi um slfk út-
gjöld, sem strikuð voru út úr
grundvelli 1939 og að verulegu
leyti llka 1959, má nefna útgjöld
til kaupa á húsgögnum, teppum,
bókum, leikföngum, skartgrip-
um, útgjöld til viðgerða, til eigin
bifreiðar o.fl. o.fl. 1 núgildandi
grundvelli eru þó nær öll útgjöld,
sem komu fyrir i tilheyrandi
neysiukönnun.
Fyrsti grundvöllur framfærslu-
vísitöiunnar, sá sem var notaður
fram til ársins 1939, var byggður
á áætluðum útgjöldum fimm
manna fjölskyldu i Reykjavik,
hjónum með 3 börn, og var miöaö
viö f jölskyldu með 1800 kr. ársút-
gjöld fyrir striöið 1914. Vlsitalan
var reiknuö einu sinni á ári, miö-
aðviðverðlag i októbermánuði ár
hvert. Upplýsingum um smásölu-
verðá matvörum o.fl. vörum var
þó safnað mánaöarlega. (Jtsvar
og tekjuskattur voru með I þess-
um grundvelli. Hagstofan f jaiiaöi
ein um útreikning þessarar visi-
tölu, en kauplagsnefnd var ekki
sett á laggir fyrr en siðar.
í gengisskráningarlögum frá í
april 1939 voru ákvæði um, að
skipuð skyldi 3ja manna nefnd,
kauplagsnefnd, er hefði það hlut-
verk að gera yfirlit um
breytingar á framfærslukostnaði
i Reykjavik, að fengnum tillögum
Hagstofunnar. Á vegum þessara
aðila voru 50 launþegar fengnir til
aðhalda búreikninga I eitt ár, frá
júlfbyrjun 1939 til júniloka 1940.
Þetta búreikningshald skilaði 40
nothæfum reikningum og voru
þeir notaðirtilaö gera nýjan visi-
tölugrundvöll. Búreikningshald-
arar voru 30 verkamenn, 4 sjó-
menn, 4 iðnaöarmenn og 2 skrif-
stofumenn. Meðalstærð fjöl-
skyldu var 4, 8, þ.e. hjón meö 2,8
börn innan 16 ára aldurs.
Vísitölur eftir þessum grund-
velii voru reiknaðar mánaðar-
lega. Var grundvöllurinn notaður
litið breyttur I næstu 20 ár eða til
marsbyrjunar 1959. Ariö 1950 var
þó gerð talsverð breyting á hús-
næðislið visitöiunnar, jafnframt
þvi aðtekin var upp ný grunntala.
Með lögum um niöurfærslu
verðlags og launa i janúar 1959
var ákveðið að taka I gildi nýjan
vísitölugrundvöll frá 1. mars 1959.
Skyldi hann byggður á niöurstöð-
um neyslukönnunar, sem Hag-
stofan og kauplagsnefnd höfðu
gert árin 1953 og 1954. Þessi
grundvöllur varþvi tilbúinn 3 — 4
árum áður en hann var tekinn i
nolkun. Nothæfir búreikningar úr
neyslukönnuninni 1953 — 54 voru
80.Þátttakendurvorueins og 1939
aöeins barnafjölskyldur í Reykja-
vík. Meöalstærö fjölskyldu var
4,2, þ.e. hjón með 2,2 börn innan
16 ára aldrus.. Beinir skattar
voruupphaflegaekki teknir með i
þennan grundvöll, en vegna
breytinga á tilhögun skattheimtu
voru þeir felldir inn i grundvöll-
inn 1960 og voru slöan reiknaðir
með til loka þessa grundvallar-
timabils. Visitalan var sem áður
reiknuð mánaðarlega.
Núverandi grundvöllur var tek-
inn I notkun I ársbyrjun 1968. I
lögum nr. 70/1967 segir svo:
„Kauplagsnefnd skal reikna
visitölu framfærslukostnaöar i
Reykjavik samkvæmt niöur-
stöðum rannsóknar, sem gerð
hefur verið á neyslu launþega I
Reykjavik 1964 og 1965. Grunn-
tala þessararnýju visitölu skal
miöuö viö verölag f byrjun
janúar 1968, og siðan skal
reikna hana fjórum sinnum á
ári miöað viö byrjun mánað-
anna febrúar, mai, ágúst og
nóvember, eftir grundvallar-
reglum, sem kauplagsnefnd
setur.”
Hérvarþaö einsog áöur,aö nýr
grundvöllur hafði verið tilbúinn
iöngu fyrr en hann var tekinn i
notkun, I þessu tilfelli a.m.k.
tveim árum fyrr. Áhugaleysi og
tregöa á að taka nýia grundvelli I
notkun hefur verið tii staðar bæði
hjá stjórnvöldum og launþega-
samtökum, máske ekki siöur hjá
launþegasamtökum. Ég mun sið-
ar hér á eftir ræða nánar um nú-
gildandi grundvöll.
A blaöi, sem dreift hefur veriö
meðal fundarmanna og greinir
frá ýmsum atriðum varðandi
vlsitölugrundvelli, er yfirlit um
skiptingu vi'sitöluútgjalda 1 þrem
siðustu grundvöllum.
Tölur i þessu yfirliti sýna á-
kveðna þróun, sem hvort tveggja
lýsir breyttum vinnubrögöum við
gerð grundvallar og breyttum
lifnaðarháttum. Samkvæmt yfir-
litinu var útgjaldahlutur mat- og
drykkjarvara 43% 1939, en ekki
nema 29% 1968. Hlutfállstala
þeirra útgjalda, sem i yfirlitinu
flokkast undir önnur útgjöld,
hækkaöi hins vegar úr 12% I 35%.
Hér kemur fram, aö 1939 voru út-
gjöld til matarkaupa og brýnna
nauösynja miklu stærri hluti i
heildarútgjöldum fólks en slðar
varð, um leið og útgjöld til minna
nauösynlegra hluta voru tiltölu-
lega minni. Þessi mismunur fær
aukinn þunga I vlsitölugrundveli-
inum vegna þess, að 1939 var
minna nauðsynlegum útgjöldum
haldiðað miklum hluta fyrir utan
vfeitölu.
Á þeim tlma var rlkjandi það
sjónarmið, aö framfærsluvlsi-
töluskyldi fyrst og fremst miða
við llfskjör hinna lægst launuðu
og þar af leiðandi skyldu brýn-
ustu lifsnauðsynjar vega þyngst I
visitölunni, svo sem matur, klæði
og húsnæði. Þetta sjónarmið var
enn ofarlega i mönnum viö gerö
grundvallarins 1959 og var nauð-
synjavörum þá gefin rlfleg vigt.
Enn er þetta sjónarmið rikjandi
hjá ýmsum, sem telja að ýmis
óþarfa útgjöld eigi ekki heima i
vísitölu, henni sé fyrst og femst
ætlað að vera vlsitala láglauna-
stétta, en ekki eins konar meðal-
talsvfcitala allra stétta.
Frá 1939 hefur neysla fólks auk-
ist og breyst stórlega. Nýjar
neysluþarfir hafa skapast og
kröfur um neyslumagn og gæöi
hafa aukist mjög mikið. Þetta á
að sjálfsögðu aö stórum hluta rót
sina að rekja til batnandi lífs-
kjara, en þó einnig og máske ekki
siður til breyttra llfshátta. A ár-
inu 1939 heyröi það til algjörra
undantekninga að launþegi ætti
bifreiö til einkanota. Þá voru að-
eins 660 fólksbifreiöar I Reyicja-
vik og voruþær yfirleitt allsekki I
eigu þeirra, sem til greina komu
sem þátttakendur I búreiknings-
haldi fyrir visitölu. (Jtgjöld tiL
eigin bifreiðar voru þvl svo til
engin 1939. 1 neyslukönnuninni
1953 — 54 áttu 20% af búreiknings-
höldurunum fólksbifreiö og 1964
— 65 vorubifreiðaeigendur orðnir
54% 1 dag eru þeir máske 80 —
90%. Arið 1939 höfðu fjölskyldur
engin útgjöld t.d. af sjónvarpi, is-
skápum, þvottavélum, svo fátt
eitt sé nefnt af nýjum útgjalda-
þörfum. A þennan hátt hefur ver-
ið áætlað, að I kringum 15% af
þeim útgjöldum, sem tekin voru i
grundvöllinn 1968, hafi ekki átt
sér neina samsvörun I neyslu-
þörfum almennings 1939. Til við-
bótar hinum nýju neysluþörfum
hafa svo komiö auknar kröfur um
magn, gæði og fjölbreytni vöru
og þjónustu. Þessi mikla breyting
á lifnaöarháttum fólks veldur
þvl, aðallur samanburöur á verð-
breytingum og kaupmætti launa
yfir lengri tlma er afar varasam-
ur.
Eins og hér hefur komið fram,
hefurliðið langur tlmi milli nýrra
visitölugrundvalla, oft mikils til
of langur. Það er þvi auösætt, að á
timum mikilla lífsháttabreyt-
inga, sem verið hafa frá 1939,
hafa grundvellir úrelst fljótt og
hafa verið orðnir nokkuð fjarri
raunveruleikanum, þegar nýir
hafa leyst þá eldri af hólmi. Þetta
var raunin 1959 og 1968. Með
nokkrum rétti má þó segja, aö
vísitölugrundvellir séu ætíð i
endurskoðun. Vöru- og þjónustu-
liðir, sem valdir eru til viðmiðun-
ar, eru slfellt i endurskoðun til
samræmingar við breytingar á
markaðnum. ný vara er tekin inn
i staö annarrar. Ætið er reynt að
foröast að halda gömlum „draug-
um” I vfeitölunni. A hinn bóginn
helst heildarbygging og útgjalda-
hlutföll grundvallarins óbreytt á
gildistlma hans.
Geysilegar breytingar urðu á
vísitölugrundvellinum bæöi 1959
og 1968. 1 hvort tveggja skiptið
voru teknir inn I grundvöllinn ný-
ir útgjaldafiokkar og öðrum gefin
breytt vigt. 1 hvort tveggja skipt-
ið var gamli grundvöllurinn orð-
inn mjög vitlaus, eins og það er
almennt orðað. Ég tel aö núgild-
andi grundvöliur sé miklu nær
raunveruleikanum, en hinir eldri
voru orönir á sinum tima, og mun
ég koma að þvi betur slðar.
Nú er eðlilegt að menn líti svo
á, að úreltur eða rangur vísitölu-
grundvöllur hljóti að leiða til
rangrar vlsitölu. Svo þarf þó ekki
að vera, og raunar má leiða llkur
að þvl, að allt frá 1914 hefi fram-
færsluvisitlaan verið eftir atvik-
um viðunandi mælikvarði á verð-
breytingar, þrátt fyrir oft mis-
jafnlegaúrelta grundvelli. Miklar
llkur eru á, að oftast hafi úreltur
grundvöliur sýnt svipaðar hlut-
fallsbreytingar á visitölu og rétt-
ari grundvöllui hefði gert. Þetta
stafar m.a. af þvi, að fylgni I
verðlagier hér tiltölulgega mikil.
Veröbreytingar á t.d. 10 vörum
geta gefið sæmilega örugga
visbendingu um verölag á
100 vörum. Af þessu eðli vlsi-
töiunnar léiðir, aö gamall og
rangur vlsitölugrundvöllur
þarf ekki að leiða til rangr-
ar eða vitlausra visitalna. 1
þessu sambandi verður að hafa i
huga aðalhlutverk visitölu, en það
er að sýna hlutfallslegar.
breytingar frá einum tima til
annars. Vlsitölu er ekki ætlað að
sýna krónutölubreytingu, heldur
prósentubreytingu. Innan vissra
marka eru einstakar útgjalda-
fjárhæðir i grundvellinum auka-
atriði. Ég álit, að oft sé gert of
mikið úr ókostum þess að vera
með gamlan vlsitölugrundvöll I
notkun. Þeir sem nota vísitölur
verða vissulega að þekkja þau
takmörk, sem notkuninni eru
sett. Til dæmis má ekki nota
gamlan grundvöll til að upplýsa
um raunveruleg neysluútgjöld I
krónutölu.
A öðru þeirra blaöa um vlsitöl-
una, sem dreift hefur veriö meðal
fundarmanna, er yfirlit um pró-
sentuskiptingu útgjalda I vlsitöl-
unni 1. ágúst s.l. Þetta yfirlit gef-
ur sæmilega sundurliðaöar upp-
lýsingar um það, hvaða útgjöld
eru I núgildandi grundvelli og
hvert vægi þeirra er. Ég mun nú
fara nokkrum orðum um þennan
grundvöll og neyslukönnunina
1964 — 65.
Neyslurannsóknin 1%4 — 65
hófst snemma ár§ 1965. Ákveðið
var fyrirfram að rannsóknin
skyldi ná til launþega I Reykja-
vlk, er væru i hópi verkamanna,
sjómanna, iðnaðarmanna, versl-
unar- og skrifstofumanna hjá
einkaaðilum og opinberra starfs-
manna. Auk þess var þátttakan i
rannsókninni bundin við hjónmeð
börn innan 16 ára aldurs eða
barnlaus hjón, og heimilsifaðir-
inn skyldi vera 25 —- 66 ára gam-
all. Þátttakendur i rannsókninni
voru valdir með tilviljunar-
kenndu úrtaki framteljenda á
skattskrá Reykjavikur 1964.
Þannig voru valdir 300 framtelj-
endur, en margir heltust úr lest-
inni af ýmsum ástæðum, og
endanlega uröu það skýrslur frá
100 fjölskyldum, sem komu
tinnslu. 1 þessum 100 fjölskyldum
voru 198 börn innan 16 ára aldurs
og er þannig tilkominn barna-
fjöldi I vlsitölufjölskyidunni, þ.e.
1,98 börn.
öflun upplýsinga frá þátttak-
endum i rannsókninni var með
tvennum hætti. Annars vegar
voru þeir meö viötölum beðnir að
láta I té allnákvæmar upp-
lýsingar um útgjöld sin á árinu
1964. Spurt var um öll útgjöld, þó
ekki sundurliðun matarútgjalda.
Viðskiptafræöinemar I Háskólan-
um voru fengnir til aö eiga þessi
viðtöl viö þátttakendur. Hins veg-
ar héldu fjölskyldurnar búreikn-
inga, hver fjölskylda um f jögurra
vikna skeiö. Til þeirra nota fengu
þær reikningshefti meö leiðbein-
ingum um, hvernig reiknings-
haldinu skyldi hagað. Bú-
reikningar þessir voru færöir á
timabilinu mars — desember
1965. Færð voru á búreikning öll
útgjöld, enda þótt tilgangur þessa
reikningshalds væri fyrst og
fremst að afla upplýsinga um út-
gjöld tíl kaupa á matvörum og
öðrum vörum, sem keyptar eru I
nýlenduvöruverslunum.
Viö uppsetningu visitölugrund-
vallarins voru útgjöld úr bú-
reikningum og ársútgjalda-
skýrslum lögð til grundvallar. Við
endanlega gerð grundvallarins
varö þó að gera ýmsar tilfærslur
og taka tillit tíl fleiri atriða en
fram komu i könnuninni. En I
Stórum dráttum sýnir grundvöll-
urinn meðalútgjöldhinna 100 fjöl-
skyldna. Leggja verður rika á-
herslu á það, aö hér er um meðal-
útgjöld að ræða, og neyslusam-
setning og útgjöld i heild voru
mjög mismunandi hjá bú-
reikningsfjölskyldunum. Lætur
nærri að útgjöld hafi verið þreföld
hjá þeim hæstu miöað við þau
lægstu. Þaö voru fyrst og fremst
tekjur fjölskyldu, sem réðu hæö
útgjalda, en ekki barnafjöldi i
fjölskyldunni.
Otgjöld hinnar svokölluðu vísi-
tölufjölskyldu eru þvi meöalút-
Framhald af bls. 6.