Alþýðublaðið - 20.12.1978, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.12.1978, Síða 4
4 Miðvikudagur 20. desember 1978 mSST* alþýöi blaöið i- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er I Síðumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð 2200 krónur á mánuði og 110 krónur I lausasölu. Sjálfstæði þingmanna og borgarfulltrúa Það vakti athygli þegar Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins greiddi atkvæði gegn sorphirðugjaldinu i borgarstjórn. Að vonum varð kátina uppi i liði ihaldsins og reyndu þeir óspart að benda á sundrungu i liði vinstriflokkama±>á brást og Þjóðviljinn ekki i þvi að fordæma afstöðu Sjafnar enda varð tauga- veiklunin i liði Alþýðubandalagsins með ólikind- um og þaðan komu hótanir um að slita samstarf- inu. Af þessu tilefni itrekaði borgarmálaráð Alþýðuflokksins að það ætlaði að standa vörð um meirihluta samstarf það sem nú er i borgarstjóm Reykjavikur. En auðvitað gat Þjóðviljinn ekki skilið samþykktina rétt, heldur túlkaði hann samþykktina á þann veg að kratar hefðu iðrast og lofað þvi að láta slikt ekki gerast aftur. Um það segir ályktunin ekkert. Ástæðan fyrir þvi hver málalok tillögunnar um sorphirðugjaldið urðu er sú að innan Alþýðuflokksins voru og eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti gjaldsins. Hér sem um ann- að þótti full ástæða til þess að framkvæma ekki hlutina fyrr en ljóst þóttiað til bóta væm. Svo kann að fara að Alþýðuflokkurinn eigi eftir að samþykkja tillöguna um sorphirðugjaldið en það veltur auðvitað á þvi hvort það verði til þess að auka hagkvæmni og sparnað i rekstri borgarinn- ar. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir þótti ekki sýnt að svo væri, vildi hún láta kynna hugmyndina betur og kanna allar hliðar málsins áður en til afgreiðslu þess kæmi. Afstaða Sjafnar er þvi i rökréttu samhengi við þá skoðun að það sé ámælisvert af kjörnum fulltrúum að greiða atkvæði i einhverju máli gegn eigin sannfæringu og þvi fór sem fór. Þvi er erfitt að trúa að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sé sú eina af ráðamönnum þessarar þjóðar sem þannig haga verkum sinum. Vonandi reynist sá grunur réttur að jafnvel meðal Alþýðubandalags- manna séu þeir einstaklingar til sem ekki láta kúga sig til hlýðni við hvaða málstað sem er bara vegna þess eins að einhver forysta krefst þess. Stjórnkerfi okkar gerir ráð fyrir þvi að stjóm- endur hafi sjálfstæða skoðun og standi við sann- færingu sinajafnvelþótt það kunni að valda tima- bundnum erfiðleikum. Þá gildir að sannfæra viðkomandi um það að skoðanir hans séu rangar og eða finna þá lausn aðra sem leitt geti til samkomulags, að ber jast gegn sjálfstæðri skoðun kjörinna fulltrúa er aðför að lýðræðinu, það er ef til vill þess vegna sem Þjóðviljinn hamast gegn Sjöfn. SOLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvember mánuð 1978, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan em viðurlögin 3% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 18. desember 1978. SKOÐUN SJONARMIÐ RANG- ÆINGA Rangæingar hafa farið fram á það að fá raforku- verð lækkað. Þetta er ekki óeðlileg ósk, enda er megn- ið af raforkuframleiðslu landsmanna í Rangár- vallasýslu. Ýmsum þætti það súrt í broti að greiða helmingi hærra verð fyrir afurð úr sínu héraði, held- ur en nágrannarnir. Rangárvallasýsla er ein af ör- fáum hafnlausum sýslum lands- ins. Þess vegna hafa ibúar hennar engin tök á þvi, að nýta sér þau auðæfi landsins, sem mest eru talin, fiskimiöin. Þeir treysta að langmestu leyti á landbúnað sér til framfærslu. óþarfi er að fjöl- yrða um það, aö þeirri fram- leiðslugrein, eru skorður settar að taka á móti nýju vinnuafli, likt og öðrum frumframleiðslugrein- um. Einasta leiðin til að skapa auk- in atvinnutækifæri i héraðinu er þvi uppbygging iðnaðar. En iðn- aður, sem býr við helmingi hærra orkuverö en tiðkast 1 næsta ná- grenni á sér ekki viðreisnar von. Þannig sjá Rangæingar fram á það, að geta ekki skapaö hinu unga fölki i sýslunni þau at- vinnufyrirtæki sem það þarf til staðfestu heima. Einasta leibin til Guðlaugur Tryggvl Karltson að það megi takast er uppbygging iðnaðar, en þar hefur raforku- verðiö sett strik I reikninginn. Þama þurfa stjórnvöld aö koma til skjalanna og tryggja heil- brigðu atvinnulífi sýslunnar traustan grundvöll. Víða er það svo að mismunur er milli landshluta á verði vöru og þjónustu. Mörgum finnst þessi mismunur ósanngjarn, enda njóta ýmsar vörur greiöslna úr jöfnunarsjóðum, til aö tryggja sama verð um land allt. Þetta er gert til þess að byggð raskist ekki um of í landinu og að landsmenn allir sitji við sama borð hvað varöar verðlag á helztu lifsnauð- synjum. í þessu sambandi má þó ekki gleyma þvl, að landshlutarnir sitja ekki við sama borð að nýta geði landsins. Sum héruð liggja að góðum fiskimiðum, önnur eru tilvalin til landbúnaðar, sum hafa góðar hafnir og önnur ódýra orku I heitu vatni og hagkvæmum raf- orkuvirkjunum. Þessi mismunur verður ekki jafnaður nema að litlu leyti og þvl óraunhæft að taka hann ekki með I reikninginn, þegar áðurnefnd jöfnunarsjónar- mið koma upp. T.d. er oft talað um það, aö raf- magnsverö og hitunarkostnaður sé lægri á einu svæöi en ööru, en gleymt aö geta þess um leið að t.d. útgerð er mjög kostnaðarsöm vegna fjarlægöar á mið frá þvi svæði og landbúnaður ef til vill útilokaður vegna staöhátta. Þeg- ar allt er tekið saman, sést að I raun rlkir jöfnuöur á llfskjörum svæbanna. Afskifti af einum af- mörkuöum þætti myndu þannig vera óeðlileg og óheillavænleg röskun I byggðarþróun. Varðandi ósk Rangæinganna um samkeppnishæft rafmagns- verð gildir þessi varnagli þó ekki, þar sem þeir hafa að engu að hverfa nema einum atvinnuþætti þ.e. landbúnaði, sem á auk þess I erfiðleikum um þessar mundir. Lækkun rafmagnsverðs myndi vissulega hjálpa iönaðarupp- byggingu I sýslunni og er þaö sjónarmið styrkt ennfrekar þeirri staðreynd að megin raforkufram- leiðsla landsmanna fer þar fram. G.T.K. Alþjóöasamband jafnaöarmanna: 14. ÞING ALÞJOÐA- SAMBANDSINS 14. þingi alþjóöa- sambands jafnaðar- manna lauk i Kanada 5. nóvember. Þingið stóð yfir i 3 daga, og var þingið haldið undir kjör- orðinu Friður og framþróun. Til þessa þings bauð Nýi lýðræðis- flokkurinn, en svo nefn- ist flokkur jafnaðar- manna i Kanada. Þingiö sóttu m.a. þeir Willy Brandt, forseti Alþjóöasambands jafoaðarmanna, forsætisráðherr- ar Danmerkur og Finnlands, forseti Senegal og nokkrir leiðtogar jafnaöarmannaflokka viösvegar aö úr heiminum. Eitt hundrað nlutiu og nlu fulltrúar frá fjörutiu og þremur löndum, sátu þingiö, og tóku þátt I störfum þess. Fluttar voru ræður um efnahagsástandið I heimin- um, samskiptin við þróunarlönd- in, ástandið i Suöur-Ameriku og Karabiska hafinu, fjallað var um fjölþjóöafyrirtæki, ástandiö i Suöur-Afriku, mannréttindamál o.fl. Gerðar voru ályktanir um þessi mál og sendnar út i nafni Alþjóða- sambands jafnaöarmanna. Fyrir utan fulltrúa þeirra jafn- aðarmannaflokka sem starfandi eru, voru á þinginu yfir tvöhundruö fulltrúar jafn- aðarmannaflokka sem ekki geta starfaö opinberlega vegna þess, aö i þeim löndum sem þeir koma frá er skoðanafrelsi fótum troðið. Með þvi að velja Vancouver sem vettvang fyrir þetta þing Alþjóðasambandsins, var veriö að undirstrika þann áhuga sem er á þvl, að upp komi sterkir jafn- aðarmannaflokkar utan Vestur-Evrópu. Þetta er i fyrsta sinn slðan 1876, að þing Alþjóöa- sambands jafnaðarmanna er haldið utan Evrópu. Þremur jafnaöarmannaflokk- um var veitt innganga I Alþjóða- sambandið á þessu þingi, og eru þá sextiu og átta jafnaðarmanna- flokkar og samtök I Alþjóða- sambandi jafnaöarmanna. 1 Alþjóðasambandið gengu aö þessu sinni: Verkamannaflokkur Barbados, Þjóðlega byltingar- hreyfingin I E1 Salvador og Alþýðlegi lýöveldisflokkurinn i Tyrklandi. WiDy Brandt formaðurjafnaðar mannaflokks Vestur-Þýskalands var endurkjörinn forseti Alþjóða- sambands jafnaðarmanna á 14. þingi þess, og Bernt Carlsson frá Sviþjóð var endurkjörinn aðalrit- ari Sambandsins, —L

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.