Alþýðublaðið - 23.12.1978, Side 8

Alþýðublaðið - 23.12.1978, Side 8
8 JÓLABLAÐ Laugardagur 23. desember 1978’ SSSm JÖLAHÁTÍÐ ÞRÁTT FYRIR ALLT Endurminningar frá fangabúðavist Einars Gerhardsen í Þýskalandi 1940 - ’45 Úr bók Einars Ger- hardsen „Fellesskap í krig og fred — Endur- minningar 1940-45". Eins og flestum lesend- um Alþýöublaösins mun kunnugt var Einar Ger- hardsen fangi þýzkra nasista f rá því í septem- ber 1940 til stríösloka. Var hann fyrst i Grini- fangelsi í Noregi en var síöan um tima i Sachsenhausen í Þýzka- landi en svo aftur í Grini. Rúmum mánuöi eftir að hann losnaði úr fangabúöunum varö hann forsætisráðherra Norömanna. Kaflinn sem hér fer á eftir segir m.a. frá fyrstu jólunum í fanga- búðunum. * Þegar ótti fyrstu daganna var lióinn hjá og llfió i fanga- búóunum fariö aö ganga sinn vana gang, var veran á Grini á þeim tima ekki sem allra verst aö minnsta kosti ekki samanboriö viö þaö sem siöar varö og viö aörar fangabúöir. Þarna voru þá ekki neinir braggar. Viö bjuggum allir i aöalbygging- unni sem þá var ný og nýtizku- leg af fangelsi aö vera. Viö vorum þrir I hverjum klefa og var þaö aö visu dálitiö þröngt. Matur var aö visu af nokkuö skornum skammti. En þegar allt kom til alls höföum viö þaö nokkuö frjálst. Viö fengum úthlytaö göml- um varöliöabúningum og þaö var auövitaö ekki létt aö fá mátulega búninga fyrir alla. Fátt er broslegra en aö lita mann i alltof þröngum klæöum eöa þá alltof viöum. Og oft var hlegiö dátt aö þessu. Tveir járnsmiöir frá Horten voru geröir klæöskerar. Einn daginn var sendur til þeirra fyrrverandi formaöur félags atvinnuleysingja I Osló. Hann var bæöi þrekvaxinn og feitur og þaö fannst enginn varöliöa- búningur sem passaöi á hann. Klæöskerarnir tóku þaö þá til bragös aö sauma saman tvo búninga og hengja þá utan á þennan bústna vin okkar. En I fyrsta skipti sem hann sýndi sig viö fangakönnunina byrjuöu allir viöstaddir aö hlæja svo tárin runnu niöur kinnarnar. Seinna lenti þessi maöur I Sachsenhausen. Þar varö hann grennri. f nokkurn tlma ennþá mátt- um viö flestir taka á móti bréfum og pökkum og viö máttum fá heimsóknir. Stuttu fyrir jólin fékk ég einnig heim- sókn. Bæöi Verna og börnin komu meö smávegis jólagjaf- ir. En „dyggur” norskur nas- isti sem Möller hét kraföist þess aö fá aö sjá innihald pakkanna. En Truls litli grét af vonbrigöum yfir þvl aö mér skyldi ekki vera leyft aö blöa meö aö gleöjast yfir óvæntri gjöf fram á sjálft jólakveldiö. A þessum tima voru haldnar guösþjónuslur I fangelsis- kirkjunni. Seinna var kirkjunni breytt I geysistóran svefnskála meö kojum uppá fjórar hæöir og þá var llka búiö meö guösþjónusturnar. A meöan þaö voru góöir norskir prestar sem fluttu messur var kirkjan oft fullskipuö. Viö fengum þá jafnan bibliutexta sem voru okkur þjóöernisleg- ur stuöningur. En þegar nasistaprestar tóku viö fækkaöi áheyrendunum. En 1 hvert skipti var þó örfáum „rétttrúöum” skikkaö til mætingar m.a. til þess aö fylgjast meö þvl sem nasistapresturinn heföi aö segja. En kirkjan var næstum tóm og harla lltiö varö úr sálmasöng. 1 eitt skipti átti aö syngja sálminn Vor guö er borg á bjargi traust. Prestur- inn og meöhjálparinn sungu einir. En þegar kom aö þriöja versi tókum viö stjórnina og sungum fyrstu linurnar meö hárri raust ,,Þótt djöflum fyll- ist veröld viö þeim vinnst oss ei aö hrella”. En presturinn varö ekki bliöur á svip. Hann skildi hvaö viö vorum aö fara. Ekki sættu allir sig viö ver- un á Grini. Tóku sumir þess- um örlögum afar þunglega. Af þessum ástæöum fannst nokkrum úr okkar hópi aö nauösynlegt væri aö gera eitt- hvaö til þess aö létta skapiö reyna aö gleöjast lltiö, eitt efla félagsanda. A hverju kveldi komum viö saman I anddyrinu og sungum dálitla stund, áöur en gengiö væri til náöa. Viö höföum mikiö úrval norskra söngva sem hæföu vel rikjandi ástandi en viö sungum einnig léttari lög gamankvæöi og vis- ur. Aö lokum mynduöum viö bróöurkeöjuna og sungum „Gud signe vírt dyre fedre- land” eöa eg veit meg eitj land”. Birgir Halvorsen prentari var ágætur forsöngv- ari. Hann var ungur og þurfti augsýnilega mikinn svefn þess vegna var þaö ekki sjaldan aö ég varö aöfara inn 1 klefann til hans og rlfa hann fram úr rúminu og út I anddyriö. Ég held aö allir sem þátt tóku I þessum söngtimum minnist þeirra meö gleöi. Söngurinn gaf okkur þrótt til þess aö halda þetta út. En einn þeirra sem kunni kannske bezt aö meta þennan söng okkar var Lauritz Sand,þar hann lá sjúk- ur og limlestur lokaöur inni I klefa sinum. En söngurinn náöi aö óma gegnum luktar dyr. En jólin nálguöust og menn fóru aö velta þvl fyrir sér hvernig halda skyldi þau hátlöleg. Þeir voru ekki fáir sem álitu þaö brot á helgi jól- anna aö fara aö efna til veizlu I fangelsi á sjálfa jólanóttina. A sllkri stund ættum viö helzt aö vera einir meö sjálfum okkur og láta hugann dvelja heima. En þaö var haldin hátiö, hátlö sem ég held aö allir hafi veriö þakklátir fyrir og minn- ist með gleöi. 1 anddyrinu var komiö fyrir langboröum, sem viö skreyttum meö hvitum papplrsdúkum greni og köngl- um. Viö höföum jólatré og kertaljós. Og yfir boröum var jólaguðspjalliö lesiö og sálmar voru sungnir og góöur matur var á boröum. Slöan gengum viö I kringum jólatréö og sungum alla þá jólasálma og jólasöngva sem viö kunnum. Þaö var hátlö gleöinnar I anddyri fangelsis- ins. vió brúum bilió ámilli Islands og umheimsins Skip á vegum Eimskips koma á annad þúsund sinn- um í meira en 100 hafnir i yfir 20 löndum á hverju ári. Meó þvi aó veitavióskiptavinum sinum svo fjölbreytta möguieika á öruggri og þægilegri þjónustu stuólar Eimskip aó bættum tengslum islands vió hinn vió- skiptalega umheim. sjóleióin er ódyrari HF EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.