Alþýðublaðið - 23.12.1978, Page 24
alþýóu-
blaðió
(JTgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu-
múla 11, sími 81866. •
Laugardagur 23. desember 1978
iL .......
og Washington
Fariö var frá Fróni um kvöld-
matarleytiö á föstudaginn, en
nokkur seinkun varö á brottför
loftfarsins. Olli þvl þoka fyrir
austan haf, svo aö ekki varö lagt
af staö frá Lúxemborg og hingaö
fyrr en eftir dúk og disk.
Meöal þeirra, sem settu svip
sinn feröina vestur um haf var
hlaupagarpurinn Stefán Jasonar-
son, bóndi I Vorsabæ fyrir austan
fjalí. Gekk hann milli sæta 1 loft-
farinu, og skráöi hjá sér fyrir blaö
sitt, Þjóöólf, hver heföi oröiö
vöxtur og viögangur
Framsóknarflokksins aö undan-
förnu, eftir þvf sem fram kom i
viötölum viö ýmsa samferöar-
mannanna. Var þaö reyndar mál
manna, aö helst væri þaö
prúömennska og ljúfmennska
Stefáns, sem einhverju heföi
getaö áorkaö til viöreisnar
flokkinum þeim.
Annars var mjög gengiö milli
sæta, meöal annars gengu megin-
furstar Flugleiöa milli gestanna
og spjölluöu viö þá, og buöu fram
I flugstjórnarklefann. Veitingar
og allur viöúrgerningur var hinn
ákjósanlegasti, var meöal annars
boriö fram kampavin, svo sem
sæmir viö slik tækifæri, auk
„gómsætra rétta”, og uröu menn
kampakátir fyrir bragöiö.
Feröin vestur um haf tók 6
klukkustundir, og var þó klukkan
aöeins einum tima" meira aö
staöartima þá er lent var á flug-
vellinum I Baltimore en hún var
viö brottför. Veidur þessu aö
sjálfsögöu snúningur jaröar um
möndul sinn, eöa svo sagöi
Stefán, var þvi ekki mjög áliöiö
kvölds, þegar gestum var ekiö til
gistihússins International
Hotel, sem stóö rétt viö flug-
völlinn.
Gistihús þetta er hiö glæsi-
legasta aö allri gerö, og vistar-
verur rúmgóöar, þ.e.a.s. tvö tvi-
breiö rúm I hverju herbergi, þvi
minni hvflur finnast vlst ekki
vestur þar, hvort sem þar veldur
almenn rúmtaksgnótt þarlendra
eöa eitthvaö annaö.
Einneginn var hvert herbergi
búiö sérstökum alsjálfvirkum
menningarbar, sem sumum
fannst aö visu litiö til koma. Veitti
hann lapþunnar litskrúöugar
menningarveigar ef snúiö var til
þess geröum stýrihnapp, sem var
haganlega felidur inn i framhliö
tækisins. En þaö kom ekki aö
sök, þvl betra var I vændum hjá
höbböingjunum hjá Flugleiöum.
Þetta sama kveld hittust þátt-
takendur .1 salarkynnum gisti-
hússins og neyttu þeirra veitinga,
sem þar voru á borö bornar, og
spjölluöu drjúga stund. Ekki voru
þó allir jafn hrinfir af öllu, tila-
munda fréttist af einum, sem
hygöist gæöa sér á piparsteik
þeirri, sem þarna var á boö-
stólum, en þegar er hann haföi
innbyrt einn munnbita, logaöi
hann allur undir tungurótum og
sendi munnfylli sina rétta boöleiö
gegnum holræsakerfi Baltimore-
borgar viö fyrstu hentugleika.
Aö þvi búnu var haldiö I
kjallara einn góöan, sem þarna
fl;
Föstudaginn 3. nóvem-
ber síðastliðinn var opnuð
ný flugleiö Flugleiöa, frá
Kef lavíkurf lugvelli til
Baltimore/Washington-
flugvallar i Bandaríkj-
unum fyrir vestan haf, þar
sem áður hét Vínland hið
góða og Skrælingjaland.
Reyndar er í tengslum við
þessa loftsiglingaleið
áfanginn til hertoga-
dæmisins Lúxemborgar,
og er eyðiskerið góða í
Norðrinu víst aðeins sem
hver annar áningarstaður
fyrir flestum þeim ferða-
löngum, sem þeysa i loft-
köstum um þjóðbrautina
yfir þvera Atlantsála.
Til þessarar viglsuferöar var
boöiö um 60 fulltrúum fjölmiöla
hér á landi, blaöa, útvarps og
sjónvarps, og er þetta fjölmenn-
asta boösferö, sem Flugleiöir
hafa boöiö til. Eini aöilinn, sem
sendi fleiri en einn fulltrúa, var
sjónvarpiö okkar, þaö sendi þrjá.
Fannst sumum i hópnum meö
ólikindum, hve mörg blöö var
hægt upp aö drifa út um hinar
dreiföu byggöir landsins, og uröu
menn stórum fróöari um hina
libblegu blaöaútgáfu, sem framin
er viö hin erfiöustu skilyröi á
flestum, ef ekki öllum krumma-
vikum á landi hér.
var undir sama þaki, þar sem
gengu um beina fagurlimaöar
þjónustur i netsokkum. Sýndu
ýmsir á sér aörar hliöar en menn
kynntust kvunndagslega, og er á
leiö kvöldiö tóku hinir óliklegustu
menn aö upphefja raust sina 1
þróttmiklum lofsaung til ætt-
jaröarinnar. Þess á milli voru
stigin sporin létt. Siðan gengu
flestir til náöa, en þó sumir til
ónáöa, þeir sem sprækastir voru.
Morguninn eftir, laugardags-
morguninn 4. nóvember, voru
ferðafélagarnir ræstir kl. 7,15 —
þeir, sem til náðist. Munu þá ein-
hverjir hafa veriö nokkru
ósprækari en áöur. Var haldið af
staö til Washington-borgar klukk-
an hálf-niu, en þangaö er um
klukkustundar akstur. Var fariö I
skoöunarferö um borgina, en nú
veröur aö fara fljótt yfir sögu.
Washington, höfuöborg Banda-
rikjanna er stórborg, þó ekki fari
mikiö fyrir henni viö hliðina á
Nevjörk og fleiri borgum vestur
þar. íbúafjöldi innan borgar-
markanna er um 721.800, en á
höfuðborgarsvæðinu búa yfir 3
milljónir manna. Meirihluti
borgarbúa er svertingjar. Hafa
þeir ekki haft neitt yfir eigin
málum aö segja, heldur hefur
sérstök stjórnarnefnd stjórnaö
borginni, og þykir hún hafa veriö
vanrækt nokkuö fyrir sakir þessa
stjórnarforms. En nú er vist búiö
aö breyta þessu, og ibúarnir fá aö
kjósa sér borgarstjórn, en þeir fá
ekki aö kjósa á þing landsins, þar
sem nálægöin viö stjórnarstofn-
anirnar er talin nægja þeim.
Flestir ibúa Washingtonborgar
starfa viö stjórnsýslu, en hinir
hafa framfæri sitt flestir af feröa-
mönnum, enda er margt aö sjá I
borginni. Fengu gestir Flugleiöa
aö lita á sumt af þvi helsta, svo
svo sem þinghúsiö, og Hvita húsiö
og minnismerkiö um Abraham
Lincoln.
Hópurinn snæddi hádegisverö I
Evans Farm, fornfálegu sveita-
setri fyrir utan borgina, en aö þvi
búnu var haldiö i verslunar-
miöstööina Tyson’s Corner, hvar
eö eru yfir 130 — eitt hundraö og
þrjátiu — verslanir, matsölu-
staöir og þess háttar, allt undir
sama þaki. Er þessi steinborg
byggö I boga, aö mestu á einni
hæö, og liggur gangur inni I henni
endilangri, og verslunum þétt-
skipaö sitt til hvorrar handar. Er
þaö mál manna, aö allmjög hafi
lést pyngja sumra I téðum staö.
Hitt er svo aftur annaö mál,
hvort margir okkar frónbúanna
hafi verslaö sér græn- og
rauököflóttar buxur og jakka,
Framhald á 19. siöu.