Alþýðublaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 2
2
alþýðu-
blaðið
(Jtgcfandi: AlþýðuHokfcurinn
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson.
Aftsetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi oc 110 krónur i lausasöiu.
Gerbreytt
efnahagsstefna
Forsætisráðherra kynnti í ríkisstjórn á mánudag
frumvarp til laga um aðgerðir í efnahagsmálum til
langs tíma. Vert er að rif ja upp forsögu þessa. Fyrsta
desember sl. framkvæmdi rfkisstjórnin efnahagsráð-
stafanir sem einasta náðu til þnggja mánaða og voru
raunar einasta tilfærslur með peningalaun. Þingf lokkur
Alþýðuflokksins vildi standa öðru vísi að málum, svo
sem kunnugter. f desembermánuði kynnti Alþýðuflokk-
urinn samstarfsflokkum f ríkisstjórn frumvarp til laga
um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum og samræmdar
aðgerðir gegn verðbólgu. Þingf lokkurinn neitaði að af-
greiða f járlög, nema afstaða stjórnarf lokkanna til þessa
frumvarps lægju fyrir. I f rumvarpinu var að finna lög-
bindingu á stef nu, sem lýst haf ði verið í greinargerð með
frumvarpinu 1. desember.
Þingflokkur Alþýðuf lokksins féllst á að afgreiða f jár-
lög fyrir jól gegn því loforði forsætisráðherra að fyrir
fyrsta febrúar lægi fyrir frumvarp til laga um lang-
tímastefnu í efnahagsmálum. Það frumvarp lá fyrir,
svo sem heitið hafði verið og á mánudagsmorgun lagði
forsætisráðherra fullbúið frumvarp fram í ríkisstjórn.
Það er því ekkert eftir annað en að leggja þetta frum-
varp f ram á Alþingi og gera það að lögum.
Ljóst er að lykilatriði þessa f rumvarps er að vinna að
skipulegri hjöðnun efnahagsmála á Islandi og ná verð-
bólgunni þar með varanlega niður. Það er samfélaginu
öllu nauðsynlegt, og þá ekki sízt þeim sem lægst hafa
launin að ná verðbólgunni varanlega niður. Þar með er
útrýmt einhverjum helzta spillingarvaldi undanfarinna
ára. Frumvarp forsætisráðherra er í öllum meginatrið-
um hliðstætt frumvarpi því, sem Alþýðuflokkurinn
kynnti í desember og sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu
fallizt á í greinargerð 1. desember. I því er í sjálfu sér
ekkertsem kemuráóvart. Þessar hugmyndir hafa verið
ræddar í smáatriðum á milli núverandi stjórnarflokka
allt f rá því umræður um stjórnarmyndun hóf ust sl. vor.
Alþýðublaðið telur, að í raun sé ekki eftir neinu að
bíða. Islenzk þjóð verður að brjótast út úr brjáloðu verð-
bólguástandi undanfarinna ára, og í því skyni verður
þjóðin að leggja á sig nokkrar fórnir um sinn, á meðan
verið er að vinna bug á þessu ástandi. Það sem er fórn til
skamms tíma, er varanleg trygging til langs tíma. Það
má ekki gleymast hvers konar ástand var í landinu þeg-
ar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Atvinnuvegirn-
ir voru við það að stöðvast, verðbólgan brjálaðri en
nokkru sinni fyrr, og verðbólgan ásamt með skuldasöfn-
un erlendis á góðri leið meðað steypa f járhagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar í glötun.
Ot úr þessu ástandi verður að brjótast. Frumvarp til
laga um langtímaráðstafanir í efnahagsmálum gengur
út á það að ríkisvald, sem hef ur traust vítt og breitt um
samfélagið, gangi á undan og hef ji slíkar aðgerðir. Verði
f rumvarp þetta að lögum, sem engin ástæða er til að ef-
ast um, er þetta sennilega mesta umbylting i efnahags-
málum síðan haftakerfið var afnumið á árunum upp úr
1960.
Það er eðlilegt að talsmenn stjórnmálaf lokkanna gusi
einhverju út úr sér þegar þeir standa frammi fyrir þeirri
ákvörðun að hrökkva eða stökkva, að standa að aðgerð-
um, sem vissulega verða erfiðar fyrst í stað en sem eru
þjóðarnauðsyn, þegar til lengri tíma er litið. Mikil rót-
tækni er aldrei auðveld. En þrátt fyrir skapmiklar yfir-
lýsingar er engin ástæða til þess að efast um að frum-
varp um efnahagsaðgerðir verður lagt fyrir Alþingi á
allra næstu dögum og verður gert þar að lögum. Það
verður mikið gæfuspor.
Því hefur verið haldið fram, að í þessu frumvarpi sé
lagt út í svo harðar aðhaldsaðgerðir, að atvinnuöryggi sé
stefnt í voða. Þetta er auðvitað misskilningur. Frum-
varpið hefst á þeirri markmiðslýsingu, að umfram allt
verði að vernda atvinnuöryggi. Lykilhugsun frumvarps-
ins er að brjótast út úr verðbólgunni með því að endur-
skipuleggja íslenzkan þjóðarbúskap frá grunni, meðal
annars með þvi að koma á raunvöxtum.
Það er verið að leggja til gerbreytta efnahagsstefnu.
Verðbólguþjóðfélagið er að þrotum komið. Samfélagið
er íhættuogfólkiðer hrætt. Þess vegna þurfum við
gerbreytta efnahagsstefnu.
Miðvikudagur 14. febrúar 1979 KSr
I tilefni af Barnaárinu 1979
Heimilið byggist á
samheldni þeirra ein-
staklinga er mynda
það. Fjölskyldan er
þannig undirstaða
samfélagsins. Alþýðu-
hreyfingin verður þvi
að styðjá uppbyggingu
heimilanna, svo að þau
geti verið nokkurs
konar uppeldisstöðvar
hinna uppvaxandi kyn-
slóðar, áður en hún
heldur sina leið út i
lifið. Hvort heimilin ná
þvi markmiði að vera
góður uppvaxtarstaður
fyrir barnið, er að
verulegu leyti komið
undir fjárhagsstöðu
fjölskyldunnar hibýl-
um hennar og menn-
ingarháttum.
Nú á timum er það að
verulegu leyti konan,
sem ber ábyrgð á upp-
eldi barnanna. 1 samfé-
lagi jafnaðarmanna
verður hins vegar að
sjá svo um, að allir
fullorðnir beri sinn
skerf af ábyrgðinni á
uppeldi uppvaxandi
kynslóðar.
Börn og unglingar
þurfa að fá aðgang að
hvaða störfum sem er,
án tillits til hinna
gömlu hlutverkaskipt-
ingar kynjanna.
Uppeldi
sem miðar
að jafnrétti
Verkaskipting sam-
félagsins hefur
farið mjög eftir
kynjum. Stúlkur eru
snemma látnar hjálpa
til við heimilisverk og
piltarnir utan húss.
Þessi verkaskipting
kynjanna takmarkar
möguleikann til gagn-
kvæms skilnings. Með
verkaskiptingu á heim-
ilinu læra bæði kynin að
leysa verkefnini félagi,
jafnframt þvi að efla
skilning og gagn-
kvæma virðingu fyrir
störfum annarra.
Með þvi að hjálpast
að, getur fjölskyldan
gert heimilið að mikil-
vægum vettvangi i
uppeldi bamsins. Það
getur enginn lagt sitt af
mörkum til málefna
heildarinnar, sem ekki
hefur byrjað á þvi i litl-
um hópi.
Við viljum beita
okkur fyrir:
— að það verði komið
á stöðugri upplýsinga-
miðlun um þá aðstoð og
hjálp, sem samfélagið
getur veitt fjölskyld-
unni á hinum ýmsu
sviðum.
— en þessi aðstoð
verði við það miðuð að
fjölskyldan verði fær
um að ráða sjálf fram
úrvandamálum sinum,
það er að segja, verði
sjálfri sér nóg að sem
flestu leyti.
— að samfélagið noti
fjölmiðla, skóla og ann-
að það, sem að gagni
má koma, til að brjóta
hina hefðbundnu verka
skiptingu kynjanna.
Sementsverksmiðjan
framleiðir ekki nóg
fyrir innanlandsmarkað
AriB 1978 voru framleidd 95.900
tonn af sementsgjalli hjá
Sementsverksmi6ju/ rikisins og
133.500 tonn af sementi. Skiptist
framlei6sla sements þannig, aö
framleidd voru 104.600 tonn af
portlandssementi og 28.900 tonn
af hraösementi. Þar sem notkun
sements innanlands er verulega
meiri en afkastageta ofnsins á
Akranesi, varö aö flytja inn 26.300
tonn af sementsgjalli erlendis frá.
Erlenda gjalliö var síöan malaö
og úr því framleitt hraösement i
verksmiöjunni á Akranesi.
Sala sements varö alls 130.455
tonn, þar af voru 100.390 tonn
portlandssement, 29.990 tonn
hraösement og 75 tonn af hvitu og
lituöu sementi.
Eins og undanfarin ár veröa
reikningar Sementsverksmiöj-
unnar birtir, þegar þeir liggja
fyrir.
Jafnaðar-
menn!
Gerist áskrif-
endur
að málgagni
ykkar
Alþýðublaðinu,
strax í dag
Ársháti'd
A1 þýðuflokksfél agann a á
Akureyri
verður haldin laugardaginn 17. febrúar i
Alþýðuhúsinu. Hátiðin hefst kl. 19.00 með
sameiginlegu borðhaldi. Margt verður til
skemmtunar. Miðar verða seldir á skrif-
stofu félagsins i Strandgötu miðvikudag-
inn 14. febrúar og fimmtudaginn 15.
febrúar kl. 20.00 til 22.00
Fjölmennið
Norrænir styrkir
til þýðingar og útgáfu
' ^ Nordurlandabókmennta
Fyrrl úthlutun 1979 á styrkjum til útgáfu norrœnna bók-
mennta i þýöingu af einu Noröurlandi á annaö fer fram á
fundi úthlutunarnefndar 7. — 8. júni n.k. Frestur til aö
skila umsóknum er til 1. APRIL N.K. Tilskilin umsóknar-
eyöublöö og nánari upplýsingar fást i menntamálaráöu
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir ber aö
senda til NABOLANDSLITTERATURGRUPPEN, Sekre-
tariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10,
DK- 1205 Köbenhavn K.
Menntamálaráöuneytiö, 7. febrúar 1979.
-ath.
=1- aoglýsingasíma
8-18-66