Alþýðublaðið - 09.06.1979, Side 1

Alþýðublaðið - 09.06.1979, Side 1
alþýðuj mm Laugardagur 9. júni, 1979 Sjómannadagurinn er á morgun Hátíðisdagur sjómanna hald- inn í skugga ákvörðunar LÍÚ Björgvin Guftmundsson. Björgvins Guftmundssonar formanns borgarráðs og spurðist nánari fregna af máli þessu: — Kr fleira skóiafólk atvinnulaust nú en á undan- förnum sumrum? ,,Nú i vor hafa talsvert fleiri unglingargengiðatvinnulausir en á sama tima i fyrra. Astæður þessa eru einkum tviþættar. 1 fyrsta lagi tekur hinn frjálsi vinnumarkaður nú við færri unglingum en áður, og i öðru lagi heíúr borgin ráðið færri i ár. Hvað hlut borgarinnar varðar er einkum um að ræða niðurskurð á fjárveitingum til framkvæmda og þá staðreynd að vorið var seinna á ferðinni i ár, en starf skólafólks hefur að m jög stórum hluta verið fólgið i gróðursetningu og öðru sliku." — Kr svona auka f jár ve iting hefftbundin ráftstiifun? „Nei. fjarri þvi. Fjárveitingin er sú stærsta sem borgin hefur samþykkt i þessum málum. Hlutfallslega er hér gengið mun lengra en áður. Sjálfstæöisflokk- urinn var vanur að biða með slikar ráðstafanir, en nú voru málin hins vegar afgreidd i tima. Við samþvkktum þessa fjárveitingu á lundi s.l. þriðjudag, eftir að hafa fjallað um málið með ymsum ráðunautum á þessu sviði t>ess má og geta að sett hefur verið i gang algerlega nyr þáttur, sem er framleiðsla nemenda á smi'ða verkstæðum skólanna. Þarna framleiða nemendur ymsa nytsama hluti sem hægt er að selja á almennum markaði." — Nú hefur Morgunblaftift veist aft borgarstjórnarmeirihlutanum og brigslað ykkur um aumingja- skap og fleira varftandi mál þetta. „Já iá. t>etta eru nú að sjálisögftu bara tilhæfulausar og órökstuddar staðhæf ingar . Staðrevnd málsinser su að i fyrra þegar Sjálfstæðis f lokkur inn stjórnaði, og sömu vandamál komu upp með skólafólkið, var aðeins 25 milljónum króna ráð- stafað til þessara mála. t>ó vandinn hafi ekki verið jafn mikill i fyrra. þá segir það sig sjálft að aukafjárveihngin sem samþykkt var á þriðjudaginn er hlutfallslega mikið stærra átak en þeir Sjálfstæðismenn stóðu að. Nú hvað Morgunblaðsskrifunum viðvikur, þá er það að segja að borgarstjórnarmeirihlutinn skóp ekki ástandið á vinnumarkaön- um.” — G.Sv. Á morgun, sunnudag, verður sjómannadagur- inn haldinn hátíðlegur að venju. I tilefni þess hafði Alþýðublaðið tal af Pétri Sigurðssyni, formanni Sjómannadagsráðs, og spurði hann fregna af uppbyggingu dagskrár og skipulagningu hátíðar- haldanna. Dagskráin hefst með þvi aö skrautfánar verða dregnir að húni kl. 8 á flestum skipum. Kl. 10 mun Lúðrasveit Reykjavikur leika fyrir aldraða á Hrafnistu. Ki. 11 verður sjómannamessa i Dómkirkjunni. Prestur verður sr. Hjalti Guðmundsson og mun hann minnast látinna sjómanna. Við messuna mun Dómkórinn syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, ein- söngvari verður Halldór Vilhelmsson. Sænskur drengja- kór mun og syngja við messuna. Sjómannadagurinn i Reykja- vik mun efna til útisamkomu eftir hádegið, i Nauthólsvik. Hátiðarhöldum þaðan verður útvarpað beint. Þarna munu ýmsir aðilar halda tölu. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra flytur ræðu af hálfu rikisstjórnarinnar, Ingólfur Ingólfsson formaður FFSl talar fyrir hönd sjómanna og Sverrir Leóson, frá Akureyri, af hálfu útgerðarmanna. Að endingu mun Pétur Sigurðsson heiöra aldraða sjómenn. Þarna i Nauthólsvik verður ýmislegt annað til skemmtunar, svo sem koddaslagur, kappsigling og kappróður. Þá mun Ketill Larsen, öðru nafni Tóti trúður, bregða á leik með börnum. Um kvöldið kl. 19.30 hefst borðhald að Hótel Sögu. Þar verður og ýmislegt til skemmtunar. Borðapantanir og miðasala á sjómannahóf þetta veröur i anddyri Hótel Sögu á föstudag og laugardag milli 17 og 19 báða dagana. A Hrafnistuheimilinu i Hafnarfirði verður kaffisala og sýning opin almenningi frá kl. 15-18. A sýningu þessari veröa seldir ýmsir munir sem vistmenn hafa framleitt. Þess er ljúft að geta að starfs- fólk Hrafnistu gefur alla vinnu sina þennan dag. — G.Sv Björgvin Guðmundsson formaður borgarráðs: Borgarstjórnarmeirihlutinn gerir allt til að reyna að leysa atvinnuvanda skólafólks Kins og fram hefur komift i fréttum samþykkti borgarráft til- lögu atvinnumálanefndar borgarinnar þess efnis aft 118 ntilljónum króna, umfram fjárlög. skyldi varið til sérstakra verkefna fyrir skólafólk. Auka- fjárveiting þessi verftur til þesS aft hundraft unglingar, sem ellegar gengju atvinnulausir, fá starfa vfir sumarmánuftina. Alþýðublaðið leitaði til Bjarni P. Magnússon formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins: Alþýðuflokkurinn starfar fyrir opnum tjöldum Vegna frétta i Helgarpóstin- um og Dagblaðinu þess efnis aft Alþýftuflokkurinn hafi þegift fjárstuftning frá Keflavíkur- verktökum, sem og vegna þess grundvallarmarkmiös sem f lokkurinn s jálfur hefur settsér, aft fjárhagsleg starfsemi flokks- ins skuli fara fram fyrir opnum tjöldum og skuli engu þar um leynt, telur undirritaftur, sem formaftur framkvæmdastjónnar, sér skylt aft veita flokksfólki og velunnurum flokksins allar upp- lýsingar er málift varfta. Keflavikurverktakar voru eina fyrirtækiö sem styrkti flokkinn fjárhagslega. Akvörð- unin um að hætta að taka á móti stuðningnum byggðist á þeirri forsendu að ekki væri siðferði- lega rétt að þiggja sllkan styrk, upphæðin — 25.000 kr. — skipti þar engu máli. Þao nefur engan veginn verið létt aö standa við þá ákvörðun að reka flokkinn fyrir opnum tjöldum, og siðustu ár hefur sú ákvörðun oft valdið okkúr I Al- þýðuflokknum erfiðleikum og umtali. Má I þvi sambandi nefna stuðning þann sem Al- þýðublaðið og flokkurinn nutu frá erlendum bræðrasamtökum á Norðurlöndum. Vegna þess að við ákváðum að fela ekkert, heldur greina frá öllu skirt og skilmerkilega, urðum við að sæta þvi að á okkur voru sett lög á Alþingi sem bönnuðu slikan stuðning. Undirritaður veit að mikil hætta er á þvi að fjölmiðlar reyni að læða þvi inn i hugi al- mennings að fjárhagslegur stuðningur fyrirtækjasé veittur i ákveðnum tilgangi, sbr. Ar- mannsfellsmálið. Þóttsvokunni að vera að aðrir stjórnmála- flokkar fari ööruvisi að en við i Alþýðuflokknum, þá er það ekki til þess að réttlæta aðferðir sem við vitum að mikil hætta er á aö veröi tortryggðar og snúið til verri vegar. Þaö er og verður styrkur okk- ar, þegar litið er til lengri tima, að vera sjálfum okkur sam- kvæm jafnvel þótt það kunni að valda sárindum og erfiðleikum um einhvern tima. Fjárhagsstaða flokksins hefúr veriö mjög slæm en tekist hefur aö reka Alþýöublaðið og Helg- arpóstinn með nokkrum tekju- afgangi ogtakist að halda þeirri þróun áfram, mun þess vonandi skammt aö biða að fjárhagslegt sjálfstæði flokksins verði tryggt. Vegna þess, að andstæðingar okkar hafa séð sér leik á borði og smiðað ýmsar samsæris- kenningar til að sundra einingu innan Alþýðuflokksins^vil ég aö lokum taka fram að þaö eru engin átök milli hins nýja grunns Alþýðuflokksins og hins svokallaða gamla grunns. Eng- inn einn maður hefur átt meiri þátt i þvi aðopna flokkinn, og öll málefni hans, en einmitt for- maður flokksins,Benedikt Grön- dal. Flokkurinn stendur heill og óskiptur. BjarniP. Magnússon formaftur framkvæmdastjórnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.