Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ Dægrastyttingur ffyrir unga sem aldna a Vatn á hvolfi. Helltu glas barmafullt af vatni. Leggðu pappfrsblaö ofan á glasiö, þannig aö þaö falli vel aö börmunum og snerti vatniö svo ekkert loft sé á miUi. Sniiöu nú glasinu snöggt viö og vatniö fer á hvolf’. Pappirinn sér um aö þaö hellist ekki niöur. — Þetta gæti auðvitaö misheppnast viö fyrstu tilraun, svo bezt er aö hafa skál undir, þegar tUraunin er gerö. Fyrst kemur ofurlitið töfra- bragö, sem heitir „Stigvél jóla- sveinsins”. — Taktu pappirsörk og brjóttu hana saman I miðj- unni. Leggöu teikni'ngu á blaðið og kalkipappir á milli og teikn- aðu myndir a, b og c á blaðið og klipptu þær út. Skoðaðu nú vel mynd 1,2 og 3. Opnaðu c og smokkaöu þvi á a, sem enn er brotið saman. Opnaðu svo b og hengdu stigvél- in eins og myndin sýnir. Spuröu nú einhvern, hvort hægt sé að losa stigvél jólasveinsins án þess að böggla pappirinn eða rifa hann. A mynd 2 sérðu hvernig það er hægt. Ymiskonar stjörnur. Stjörnurnar eru tákn jólanna og þess vegna er best að sýna ykkur nokkrar gerðir af þeim, sem þið getið búið til sjálf. Nr. 1 er sú, sem auðveldast er að búa til. Þið sjáið hana hérna frá bakhliðinni. Skiptið fer- hyrndu blaði meö öllum hliðum jafn löngum i 16 jafnstóra fer- hyrninga. Þið þurfið ekki að strika þá heldur getið þið brotið blaðið þannig að ferhyrning- arnir komi fram. Brettið svo blaðið sundur aftur og leggið það á borðið (sjá mynd 2). Leggið hornið A nákvæmlega yfir hornið C og brjótið blaðið eftir skálinunni B-D: siðan leggið þið B, yfir D og brjótið á sama hátt eftir linunni A-C. Klippið nú eftir brotlinunum i miðjuhálfa leiö inn að miðju á blaðinu. Brjótið svo lausu horn- in sem koma:fram, eftir línun- um F-B, G-B, G-C, H-C....allt i kring. Það er ranghverfan á stjörnunni, sem snýr upp )mynd 1). Gott er að festa brothornin með dálitlu limi. Ef ykkur þykir ljótt að hafa ranghverfuna á stjörnunni verðið þið að búa til tvær nákvæmlega jafnstórar og lima þær saman á ranghverfu hliðinni. önnur stjarna. Fallegri stjörnu getið þið fengið með þvi að klippa 4 litlar stjörnur eftir teikningunni (mynd 3). Brjótið þær svo i miðju, eftir punktalinunni. — Leggið þær svo hverja ofan á aðra og festið þær saman með tveimur nálsporum og látið lykkju fylgja öðru, svo að þið getið hengt stjörnuna á jólatréð. Jólatré úr stjörnum. Það er lika hægt að búa til svolitiö jólatré úr þunnum pappastjörnum og tveimur pipuhreinsurum. Notið sem fyrirmynd 6 odda stjörnuna (mynd 3) og búið fyrst til 3 stjörnur eftir henni. Leggið svo eina af þeim á pappa og klippið út aöra stærri en með sömu lögun, og þannig koll af kolli þangað til þið hafiö fengið eins margar stjörnur og ykkur sýnis hæfilegt, þannig að næsta stjarna veröi alltaf 1 cm. stærri en sú næsta á undan. Svo borið þið með bandprjón gat á allar stjörnurnar i miöj- unni og beygið tvo pipuhreins- ara eins og sýnt er á 5. Virarnir eru beygöiri 4 áttir, svo að þeir geti staöið uppréttir. Svo er hreinsurunum stungið fyrst gegnum stærstu stjörnuna og svo þá næstu, með jöfnu milli- bili. Og siöustu tvör stjörnurnar limiö þið saman á toppinn á „trénu”. Skákþraut ^wm -iwk Heimatilbúinn leikari prúðu- Það er svona litill vandi að búa til brúðu. t þennan apa þarf brúntefni, kannski ertil einhver gömul flík á heimilinu, sem má eyðileggja. t andlitinu er vaska- skinn, en auðvitað má nota hvaða ljóst efni sem er. Brúnt band imunninn og tölur I augun. Teiknaðu fyrst munstur eftir mynd 2. Byrjaöu með ferhyrn- ing í magann. Klipptu hoi''in á handleggnum ávöl. Leggðu svo munstrið á brúna efnið, mundu að hafa það tvöfalt’. Saumaðu brúnirnar saman 1/2 cm frá kantinum. Að neðan þarf auð- vitað að vera op. A mynd 5 sjáið þið hvernig maöur stingur hendinni til aö láta apann hreyfa sig. Hvítur mátar í 4. leik Bridgeþraut Hvar er tapslagurinn? S J10984 H 8 T D106 L AKJ6 S- H AK763 T AKJ L D10987 S 32 H 9542 T 9543 L 532 S AKD765 H DJ10 T 872 L 4 Vestur Norður Austur ‘ Suður 1L Pass Pass ÍS 2 H 4 S Vestur á út og spilar hjarta- kóng. Þegar hann 'sá blindan, varö honum strax ljóst, að þrir slagir voru visir, en hvar var „dawninn”? Lausnir á bls. 15 Lóörétt: 1. iþróttamenn, 2. þjáist, 3. ó- læst, 4. tónn, 6. samhljóöar, 7. Dana, 8. Ilát 9. embættismaður, 10. fljót, 11. snuðrari, 13. lýsa, 14. rokstormar, 15. hárlubbi, 16. stara, 18. flýtirinn, 21. samteng- ing, 22. samhljóöar, 25. prófun, 27. karlmannsnafn (ef.), 29. i munni, 31. versna, 33. tónn, 34. hallandi, 37. svæði, 39. sjáld- gæfs, 41. stig, 43. áhald, 44. kjassa, 45. fornafn, 47. karl- mannsnafn (ef.), 49. fanga- mark, 50. fangamark, 53. hrap- aði, 54. gluggi, 57. fugl, 60. sannanir, 62. fangamark, 63. samhljóðar. Lárétt: 1. skora, 5. glingur, 10. tindur, 12. karlmannsnafn, 14. grunaði, 15. samtenging, 17. geyma. 19. lengdarmál, 20. nýta, 23. gyðja 24. fornafn, 26. spilasögn, 27. dýr, 28. nálgun, 30. væta, 31. húsdýrið, 32. jarðyrkjutæki (þf•), 34. dreyfði, 35. hlifir, 36. raupa, 38. orðgjálfur, 40. hús- dýranna, 42. veigalitill, 44. mat- hák, 46. svarar, 48. efni, 49. fágar, 51. dreyfa, 52. hundsheiti (þf.), 53. eftirlætis, 55. stafur, 56. hnupla, 58. brýnt, 59. blóm- hringur, 61. stúlka, 63. sverös, 64. ástundunarsama, 65. land- spilda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.