Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 12
12JóLABLAÐ ELDH ÚSKRÓKU R EITTHVAÐ ANNAÐ EN ÞETTA VENJULEGA Hvernig væri að reyna eitthvað alveg nýtt í matinn þessi jól? Ekki endilega á aðfangadagskvöld/ heldur ein- hvern hinna daganna, þetta eru jú svo löng jól og nægur tími til að láta fara vel um sig við matarborðið. Hér er frönsk uppskrift að gómsætri kálfasteik, en Frökkum þykir mikið til kálfakjöts koma og nota það til hátíða- brigða, enda er kjöt af ungkálfi rándýrt hjá þeim. Svo er þó ekki hér á landi, því kálfakjöt er með því ódýrara af kjötvöru. Þessi uppskrifter löng og þarfnast natni og ná- kvæmni en árangurinn er stórkostlegur! Strúðludeigið í undirbúningi. Apfelstrudel < Eplastrúðla 1 1 egg 1 500 gr. hveiti , salt ylvolgt vatn 1 bolli brauðmylsna — helst heimatilbúin úr franskbrauði og mjög fingerð. : 1 msk. smjör. Blandið öllu saman og hnoðið vel. Búiö til stóra bollu og látið hana standa i 15 minútur á hveitiþöktu borði með volgustykki ofan á. Nú : skal leggja hreinan, hvitan dúk á eldhúsborðið og sáldra á hann hveiti. Látið deigbolluna á mitt borðið og fletjið i allar áttir og ] togið það til. Nú á að láta báðar | hendur undir deigið, lófana niður ] og togiö afar varfærnislega þang- i að til deigið þekur allt borðið. Það i verður að vera næfurþunnt. Þetta < skal reyna á eftirfarandi hátt: 1 Finniö gömul ástarbréf og látið ] eina siðu úr sllku bréfi undir deig- 1 ið. Ef það kemur hjartanu enn til t að slá hraðar, þrátt fyrir deigið í og öll árin sem kunna að hafa liöið f siöan það var skrifað, er strúðlu- deigið að þremur fjórðu hlutum orðiö fullkomið. Látiö deigið þorna ofurlitið. Brúnið brauðmylsnuna i smjöri og sáldrið henni yfir. Fylling: 1 kg. hrá epli, hýðuð, kjörnuð og söxuð. Rúml. 100 gr. hnetur eða möndl- ur, saxað 450 gr.- sykur sitrónubörkur kanell hnefafylli af rúsinum Smyrjið þessu á deigið og hellið 1 msk af bræddu smjöri yfir. Deiginu er nú rúllað upp, sem gerist þannig, að borðdúknum er lyft öðru megin og þá á deigið með fyllingunni að veltast i rúll- una. Hún ætti að vera skolli löng og u.þ.b. 3 tommur i þvermál. Beygið hana i u og látið á smuröa plötu. Smyrjið strúðluna vel með bræddu smjöri og bakið þangað til hún er fallega brún á litinn. Sáldrið flórsykri yfir og betið fram með þeyttum rjóma. Ms Veau Prince Orlof f (8-10 manns) (Gratinerað kálfakjöt með lauk og sveppum). 2 1/2 kg kálfakjöt — læri, út- beinað og bundið. (Það er sjálf- sagt að biðja kaupmanninn að gera það, ef þið getið ekki útbein- að sjálf). Vegna þess hve litil fita er á kálfakjöti, er alltaf betra að steikja það í lokuðum potti og leggja beikonsneiðar ofan á (beikoniö þarf að sjóða hægt i 5-7 min. áður) og helst stinga ein- hverju grænmeti með til að auka safann. Brúnið kjötið á pönnu og þegar þvi er lokiö (10-15 min.) látið: 1 sneidda gulrót 1 stóran skorinn lauk steinselju lárviðarlauf 1/4 tsk. timian og smjör á pönnuna, kraumið með lok á pönnunni i 5 minútur. Saltiö og piprið kjötiö og komið fyrir i eldföstum potti eða fati, sem hægt er aö loka. Grænmetið af pönnunni fer lika i þennan pott og beikonið ofan á kjötiö, svo ál- föliu þar ofan á. Steikið kjötið i 2 1/2 tima viö hægan hita (170). Það er fullsteikt þegar safinn hefur engan rauðan blæ lengur. A meðan kjötiö er I ofninum, er búin til fylling: 30 gr. hrá hrisgrjón 11/2 1 sjóðandi vatn og 1 tsk. salt Sjóðið hrisgrjónin i 5 mlnútur. Síið þau. 45 gr. smjör 500 gr. sneiddur laukur, 1/2 tsk. salt. Steikið laukinn þar til hann verður gulur, hrærið hrisgrjónun- um saman við. Stingið þessu (með ioki yfir) inn i ofninn hjá kjötinu og látið krauma afar hægt i tæpa klst., eða þar til grjónin eru mjúk. Sv eppirnir. 250 gr. sveppir, saxaðir. (Hér má nota dósasveppi, en þá þarf að þurrka þá fyrst.) 2 msk. saxaður laukur 30 gr. smjör 1 tsk. olia salt og pipar Steikið sveppina og laukinn, látið standa i sigti þar til að þeim kemur aftur. Þykk sósa (búin til þegar kjötiö er steikt) 90 gr. smjör 90 gr. hveiti Safinn úr kjötpottinum, bætið upp meö mjólk þar til náð er um 750 gr- muskat, salt, pipar. Búið til sósu. Hún á að vera mjög þykk. Hellið tæplega helming sósunnar á hrisgrjónin og stappiö eða mixið vel, bætiö sveppunum út i og rjóma eftir þörf. Þetta á aö verða eins og þykk leðja, sjóðið niður ef hún er of þunn, bætið rjóma ef of þykk. Þessi leðja er smurð á kjöt- sneiðar og á að halda þeim sam- an, sjá siðar. Kjötið hefur nú fengið að standa smástund eftir steikinguna. Sker- ið það i sneiðar, svona 1 1/2 cm þykkar og leggið þær jafnóðum og þið skerið þannig, að kjötið haldi sinu upphaflega formi Takið nú siðustu sneiöina sem þið skár- uð, saltiö hana og pipriö litillega smyrjið grjóna/ sveppa-leðjunni á og leggiö á eldfast fat, sem þarf að rúma allt kjötið. Takið siðan hverja sneiðina á fætur annarri, kryddið og smyrjið þangað til öll leðjan er búin og kjötið orðið eins og margloka, en þó með sinu upp- haflega lagi. Ef eitthvað verður eftir af leðjunni, smyrjið þvi utan á og frammeð kjötinu. Hinn helmingurinn af sósunni. rjóma eftir þörfum 90 gr. rifinn ostur. Hitið sósuna að suðumarki og smakkið hana til. Hún á að vera vel þykk, notið rjóma til að þynna, suðu til að þykkja. Þeytið ostinum saman við en ekki yfir hitaplötunni! HeÚið þessari sósu yfir kjötið, hún á aö vera það þykk aö hún leki ekki öll af. Að siðustu er sáldrað svo sem 2msk. rifnum osti yfir og bræddu smjöri hellt yfir hann. Þvi sem að ofan er lýst, má gera um morguninn, eða nokkru áður en stendur til að borða. 30 til 40 minútum fyrir máltið- ina látið þið svo kjötið i ofninn, forhitaðan i 180-200 gr. og bakiö þar til sósan fer að bólgna og brúnast ofurlitið. Gætið þess vel, að baka ekki of lengi, þá fer kjötiö að þorna. Mikil vinna? Já, vissulega, En hún er þess virði, einkum ef kokk- urinn gefur sér tima til að slappa af fyrir matinn og hleypur ekki beint frá eldavélinni að boröinu. Frakkar myndu drekka létt rauðvin eða jafnvei rósavin meö svona rétti og hafa kartöflur og grillaða tómata með. Bon appetit! er þvi hellt á fiskinn, hvitlauk og pipar bætt á og látið malla hægt i a.m.k. 15 minútur. Rétturinn á að standa eftir matreiðsluna i 15 minútur, enda er hann oft borðað- ur volgur frekar en sjóðheitur. 1 vandræðum með eftirrétt? Eða eitthvað á kaffiborðið? Allir þekkja eplakökur og eplapæjur, en hafið þið reynt eplastrúðlu? Hún er alla vega öðruvisi i lag- inu! Strudel þýðir hringiða segir orðabókin. Ég held ég noti bara strúðla. Það er þó nokkur kúnst að fletja deigiö (sjá mynd!) og Austurrikismenn og Þjóðverjar halda þvi fram, að engum útlend- ingi hafi enn tekist að búa til full- komna strúðlu. Við skulum nú sjá til. 1 austurrisku kokkabókinni minni er þessu lýst af mikilli ná- kvæmni, sem er þó e.t.v. óþarfi að taka bókstaflega! Afvatnið fiskinn. Rifið hann niður I smáa bita og tægjur. Sigtið vel og rækilega. Hitið 6 matskeiðar af ólifuoli- unni á pönnu, sem hefur lok. Þeg- ar olian er orðin vel heit, er fisk- urinn og 50-60 gr. af lauknum steikt i henni þangað til hún verður mjólkurhvit. Hrærið vel allan timann sem steikingin fer fram. Lækkið nú hitann og látið malla i 30 minútur, loklaust, eða þangað til allur vökvi er horfinn af pönnunni. En fiskúrinn má ekki brúnast. A meðan fiskurinn mallar, hitið það sem eftir er af oliunni á ann- arri pönnu, steikið laukinn þar til hann verður gulbrúnn og mjúkur. Hrærið i á meðan. Bætið tómötun- um út i og hitið að suðumarki. Sjóðiö og hrærið og merjið það serri er á pönnunni — þangað til innihaidið er orðið vel þykkt! Þá Bacalaoal Ajo Arriero (Saltfiskur með tómötum, lauk og hvitlauk) 6 manns. 1 kg. saltfiskur 180 ml. olifuolia (eða bara venju- leg olia) 280 gr. saxaður laukur 9 meðalstórir tómatar (hýðaðir, steinlausir og saxaðir). 1 staðinn má nota 3 500 gr. dósir og þá þarf að sigta innihaldið vel. 4 tsk. saxaður hvitlaukur 1/4 tsk. svartur pipar Sólarlandasa Itfiskur Ha, saltfiskur á jólunum? Já, (þvi ekki það!) Svona mitt á milli jóla og nýárs. En enginn venju- legur saltfiskur, soðinn I vatni og boröaður með kartöflum og viö- biti, heldur saltfiskur eins og Spánverjar elda hann:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.