Alþýðublaðið - 05.01.1980, Qupperneq 1
Laugardagur 5. janúar 1980 —1 - +t>l-61. árg.
„Sovéskt þjóðfélag er
einna llkast
lénsþ jódf élagi ’ ’
Vidræður við Miiovan Djilasf
í opnu
Aramótaávarp Benedikts Gröndals forsætisráðherra:
„Málefni þjóðarinnar eru
komin í sjálfheldu”
Góöir Islendingar,
Þaö fer vart á milli mála, aö
tuttugasta öldin — öldin okkar
— veröurtalin ein hin stórbrotn-
asta I gervallri sögu mannsins.
Um þessi áramót lita margir
um öxl og fhuga áttunda áratug
aldarinnar, og sýnist sitt
hverjum. Ef til vill líta ein-
hverjir fram um veg til þeirra
tveggja áratuga, sem eftir eru.
Það er ekki ástæðulaust, þvi yf-
irgnæfandi meirihluti núlifandi
Islendinga á fyrir höndum að
lifa áriö 2000.
En lltum sjálfum okkurnær.
Við mítima aðstæður er sjaldan
réttmætt að fullyröa, að eitt ár
hafi verið með öllu gott eða með
öllu illt. Tæknin og fjölbreytni
mannllfsins sjá fyrir þvi, sem
Sveinbjörn Egilsson hafði ein-
faldari og sannari orð um í einu
ljóða sinna:
Guð það hentast heimi fann
það hið blfða
blanda striðu.
Allt er gott, sem gjörði hann.
Til hins bliða á liðandi ári tel ég
fyrst, að hér á landi var næg at-
vinna á sama tima sem milljón-
ir gengu atvinnulausar I grann-
löndum okkar. Sjávarafli var
mjög mikill, enda þótt veiðar
væru takmarkaðar til að hlifa
viðkvæmum fiskistofnum,
afurðarverö hélst gott og með
mikilli framleiðslu á flestum
sviðum hefur þjóöin án efa haft
meiraaðbita ogbrenna þetta ár
en nokkru sinni fyrr.
En það hið blíða var blandað
strlðu. Hafis settist að landi og
harðindi voru I viðlendum hérð-
uðum. Cti i heimigerðust óvænt
tiðindi, sem á nýjan leik stór-
hækkuðu oliuverð, svo aö þjóðin
beið mikinn skaða af.
Þegar á allt er litiö, hefði af-
koma þjóðarbúsins átt að vera
þolanlega góð þetta ár, ef ekki
heföi geisað óðaveröbólga, sem
stofnaði öllu hinu i alvarlega
hættu og olli ómældum erfið-
leikum.
Islendingar hafa lengi háð
harða lifbaráttu og oft átt við
hrikaleg náttúruofl að etja. Enn
erum við peð á taflborði örlag-
anna.enjafnvelpeðhafaáhrif á
skákina. Við ryðjum nýja vegi
um harðindasvæöi, við ráðumst
gegn glóandi hrauni meö vatns-
slöngum, jarðýtur ryðja snjó-
skriðum burt — og þjálfaðar
sveitir fara hvert sem er til
björgunar, ef mannsllf eru 1
hættu.
En þvi rifja ég upp lifeþrótt
þjóðarinnar i baráttu gegn
næstum ósigrandi náttúru-
öflum, að skáldið sagði I sama
kvæði:
Hægt I logni hreyfir sig
sú hin kalda
undiralda,
ver þvi ætlö var um þig.
Sú undiralda, sem ég á við, er
hið innra ósamkomulag þjóðar-
innar og þær félagslegu og sál-
rænu hættur, sem hún hefur
áskapaö séraðmestu leyti sjálf.
Óeining og deilur settu mjög
svip sinn á landsstjórnina árið
1979. Samstarf i rikisstjórn
rofnaði á haustdögum, og kallað
var til kosninga I byr jun vetrar i
fyrsta sinn I sögu þjóðarinnar.
Bráðabirgöarikisstjórn hefur
setiö að völdum og reynt aö
sigla framhjá boðum.
Eftir kosningar hófust fljótlega
tilraunir til myndunar rikis-
stjórnar.sem enn hafa ekki bor-
iö árangur. Allir góöviljaöir
menn óska lýðveldinu sem fyrst
nýrrar og varanlegrar stjórnar,
sem að upp verði tekin gliman
við þá striöu, sem okkur veröur
sjálfum um kennt, og styrkur
okkar verði óskertur i baráttu
viö þau öfl, sem við fáum ekki
við ráöið.
Við lifum nú áramót stjórnar-
kreppu I landinu. Það er ekki i
fyrsta sinn, og hefur ræst úr
sliku áöur fyrr. Ég treysti þvi,
að svo veröi enn að þessu sinni.
Meðan við biðum næstu rikis-
stjórnar er ekki úr vegi að lita
nokkrunánar á þær æðstu stofn-
anir þjóðfélagsins, sem nú reyn-
ir hvað mest á.
Fyrsta grein stjórnarskrár
okkar hljóðar svo: „Island er
lýðveldi með þingbundinni
stjórn.”
önnur grein er á þessa leið:
„Alþingi og forseti Islands fara
saman meö löggjafavaldið.
Forseti og önnur stjórnvöld
samkvæmt stjórnarskrá þessari
og öörum landslögum fara með
framkvæmdavaldið. Dómendur
fara með dómsvaldiö.”
Þessi grein mælir fyrir um
þriskiptingu valds innan
lýöveldisins, svo að ekki verður
um villst. Hefurhugmyndinum
þriskiptingu valdsins verið
rótgróin hér á landi, eins og viða
um heim, en hún er i raun réttri
arfur frá siöustuöld, sem biöur
vandlegrar endurskoðunar, eins
og svo margt annað I hinni forn-
fálegu stjórnarskrá okkar.
Hugmyndin um þriskipt vald er
eignuð franska aðalsmanninum
Montesquieu, sem uppi var á 18.
öld. Ha.nn fékk þessa hugmynd
1 Bretlandi og hiln hefur hlotiö
mikla útbreiðslu af sögulegum
ástæðum. En hún hefur lika
hlotið gagnrýni, og haldið er
fram, að Montesquieu hafi ger-
samlega misskilið breska póli-
tik.einmitt þegar þingræöi var
að festa þar rætur.
Dómsvaldið veröur að sjálf-
sögðu að vera algerlega óháð,
enumhitt tvennt.löggjafavaldog
framkvæmdavald, rikir mikill
vafi I framkvæmd,
Viðkvæmustu stundir hvers
stjórnskipulagseru, þegar skipt
er um valdhafa. Sllk skipti
standa nú yfir hér á landi, og
ekki fer á milli mála, aö allt
veltur á þvl Alþingi, sem þjóðin
kaus I upphafi þessa mánaðar.
Og þingið hefur ekkert veiga-
meira hlutverk en að tryggja
landinu eölilega og lýðræöislega
rikisstjórn. 1 þvi nýtur þingið
leiðsagnar forseta Islands.
Þannig byggjast örlög þjóöar-
innar nú á nýkjörnu þingi.
A árunum um og eftir 1930 urðu
kynslóðaskipti á Alþingi og i
islenskri pólitlk. Þessar miklu
breytingar 1930—34, þegar
margir nýir og ungir menn tóku
viðforystu, höfðu þá afleiðingu,
aö sami kjarni stjórnmala-
manna I öllum flokkum stýrði
landinu næstu 30 árin, og voru
þeir að hverfa af Alþingi fram
yfir 1970, — margir hverjir
óvenjulega mikilhæfir leiðtog-
ar. Þessar sögulegu ástæður
valda þvi, hve þingið hefur
endurnýjast ört i siðustu 2—3
kosningum.
Starf alþingismanna er
viðburðarrikt og oftastheillandi
fyrir þá, sem á annaö borð
Framhald á bls. 6
___Ritstjórnargrein:
menUett í d-dúr
Skelfing er leiðinlegt að
horfa upp á þessar svo-
kölluðu stjórnarmynd-
unarviðræður. Það er
eins og stjórnmálafor-
ingjar hafi ekki annað við tim-
ann að gera en að iðka sam-
kvæmisdansa skv. einhverskon-
ar konunglegum hirðsiöaregl-
um. Allir herrarnir bjóða upp
öllum dömunum. Það fer svo
eftir metorðum og tign við hirð-
ina, hver býöur upp fyrst. Þegar
öllum formsatriðum hefur verið
fullnægt skv. kúnstarinnar regl-
um, fer svo hver til sins heima.
Ballið er búið.
f þessu heldur svona á-
fram, mun þessi kostu-
legi hirðdans halda á-
fram fram undir lok
febrúar. Fyrsti marz er
nefnilega einn þessara ársf jórð-
ungslegu dagsetninga, þegar
hengingarólin herðist aö hálsi
stjórnmálamannanna. Þá
steypist yfir lögbundin vixl-
hækkanakreppa innan i stóru
kreppunni. Þá verður mynduð
einhver hallæris rikisstjórn I
timahraki og út úr neyð. Aður
en það verður þurfa sumir
stjórnmálaforingjar að kyngja
anzi stórum yfirlýsingum. Það
verður réttlætt með þvi, að allt
sé hey I haröindum.
Geir Hallgrimsson kvað
vera að reyna að mynda
rikisstjórn. Eftir vinnu-
brögöum hans aö
dæma, virðist hann
gera það með hangandi hendi,
eins og til þess að fullnægja
formsatriðum menúettsins.
Þeir menn eru vandfundnir I
þingflokkunum, sem kannast
við að hafa átt orðastað við
Geir, nema svona einsog um
daginn og veginn.
Þessi menúett er að þvi leyti
brot á hirðsiöareglum að tveir
þátttakenda eru fyrirfram fang-
ar fyrri yfirlýsinga. Steingrim-
ur blaðrar um þaö i tlma og ó-
tima aö hann megi ekki mynda
rikisstjórn með Sjálfstæöis-
flokknum, aö þvi er manni skilst
af þvi að pabbi hans sagði það
þegar Steingrlmur var iiinan við
fermingu. Alþýöubandalagið
kom I veg fyrir vinstri stjórn, af
þvl að það reyndist ekki vera til
viðtals frekar en fyrri daginn
um úrræði i efnahagsmálum.
Draumórar Morgunblaðsins um
„sögulegar sættir” við Lúövizk-
una, steyta á sama skeri. Al-
þýðubandalagiö viröist vera bú-
ið aö gera það upp við sig, að
þaö ætlar að styöja allar kaup-
kröfur allra i væntanlegum
kjarasamningum. Slikt er ó-
gerningur fyrir hvaöa rikis-
stjórn sem er. Þess vegna ætlar
Alþýöubandalagið sér ekki I
neina rikisstjórn. Þaö er að
hugsa til verkfalla, þegar liöa
tekur á veturinn, og hyggst
þannig styrkja stöðu sina á Al-
þýöusambandsþingi næsta
haust.
Hvaö getur Geir gert?
Hann spyr fyrst um
þjóöstjórn. Til þess aö
af þvi geti orðið þarf
Steingrimur að éta hatt-
inn sinn. Alþýðubandalagið
verður að vera til viðtals um
efnahagsúrræði og fá eitthvaö
annað i staðinn en herflutninga
til Jan Mayen.
Næst spyr Geir um nýsköpún-
arstjórn. Alþýðuflokkurinn er
jákvæður fyrir þeirri hugmynd.
En til þess aö af henni geti orðið,
þarf Geir að koma með það upp-
áskrifaö, að Alþýðubandalagiö
sé til viðtals um viti borna hag-
stjórn. Engar likur eru á að þaö
takist.
Geir getur spurt um Stefaniu,
þ.e. þriggja flokka stjórn hans,
Steingrims og Benedikts. Allar
likur eru á, að þaö klúörist
vegna fööurarfs framsóknarfor-
mannsins. Auk þess er talið
vafasamt aö Geir hafi meiri-
hluta I þingflokki sinum fyrir
slikri stjórnarmyndun. Sjálf-
stæðismenn eru nefnilega eðli-
lega móögaöir út I Steingrim.
Þá gefst Geir upp. Þetta ger-
ist um miðja næstu viku. Og
hvaö svo?
á kemur til kasta for-
seta Islands. Forseta-
embættið er jafnaðar-
lega ekki valdamikiö
skv. Islenzkri stjórn-
skipun við venjulegar kringum-
stæöur. En i stjórnarkreppu
hefur forsetinn mikil völd.
Frá og með þeirri stundu,
þegar Geir Hallgrimssyni hefur
mistekist og hann skilað umboði
sinu til forseta, hafa allir mögu-
leikar til myndunar meirihluta-
stjórnar verið tæmdir. Lúövik
Jósepsson hefur þá hafnað
„vinstri stjórn”, þjóöstjórn, og
nýsköpunarstjórn. Steingrimur
Hermannsson hefur þá hafnaö
„Stefaniu”. Viðreisn hefur
aldrei verið á dagskrá, nema
sem hugarfóstur Þjóðviljans.
Aðrir möguleikar á meirihluta-
stjórn eru ekki til.
Þá þarf forseti Islands að taka
þýöingarmikla ákvörðun. Ætlar
hann aö láta flokksformönnum
liðast að halda áfram hring-
dansinum, aðeins formsins
vegna? Ef hann gerir þaö, felur
hann Lúðvik Jósepssyni stjórn-
armyndun. Lúövik dansar þá i
hálfan mánuö, eins og hinir hafa
gert. Hann spyr aftur um vinstri
stjórn. Hann fær aftur sömu
svör: Komdu sjálfur með tillög-
ur, sem lýsa þvi HVERNIG Al-
þýðubandalagið hyggst leysa
efnahagsvandann. Þau svör
veröa áfram út i bláinn. Það er
þess vegna alveg ljóst, að hafi
Geir Hallgrlmssyni mistekist
myndun meirihlutastjórnar, eru
engir þingræöislegir möguleik-
ar eftir aörir en myndun minni-
hlutastjórnar eða utanþings-
stjórnar. Aðeins forseti Islands
getur ráðið þvi, hvort þeir
möguleikar verða reyndir til
þrautar strax, eöa siöar.
Möguleikar á myndun
minnihlutastjórnar eru
aðallega tveir: Sam-
stjórn Framsóknar- og
Alþýðuflokks, eöa
stjórn annars hvors þessara
flokka. Slik minnihlutastjórn
getur leitt til myndunar meiri-
hlutastjórnar siöar, þegar ó-
timabærar og óskynsamlegar
yfirlýsingar sumra flokksfor-
ingja hafa fengið að firnast og
týnast i djúpi gleymskunnar.
Timinn læknar flest sár.
Vandi slikrar rikisstjórnar er
fólginn I tvennu: Aö koma I
gegnum Alþingi haröneskjuleg-
um kerfisbreytingum I efna-
hagslifiokkarog ná samningum
við a.m.k. ábyrgari hluta laun-
þegaforystunnar um kjara-
tryggingu lægstu launa. Þetta
verður ekki heiglum hent. Þess
vegna er æskilegt, að slik rikis-
stjórn yröi styrkt með þátttöku
einstaklinga utan þings.
Eitt er þýðingarmikið að
allir geri sér ljóst: Inn-
an Alþýðuflokksins er
enginn vilji fyrir þvi, að
núverandi starfsstjórn
flokksins sitji nema mjög tak-
markaöan tima. Þessi rikis-
stjórn sagöi af sér strax eftir
ko'sningar. Hún féllst á tilmæli
forseta um að sitja þangað til
meirihlutastjórn eða önnur
starfhæf rikisstjórn, hefði verið
mynduð. Ef þessi rikisstjórn fær
ekki einu sinni komið fram
tæknilega lifsnauðsynlegum
frumvörpum, t.d. frumvörpum
um tekjuskatt og fyrirfram
innheimtu opinberra gjalda,
auk margra annarra mála, þá
hefur þingið gert henni ókleift
að starfa. Alþýðuflokkurinn
mun ekki sætta sig viö aö bera
ábyrgð á stjórn landsins að
forminu til, án þess að hafa
þingstuðning til að koma fram
nauösynlegum málum. Þessi
rikisstjórn mun þvi ekki sitja
nema mjög takmarkaðan tima
úr þessu. Þess vegna fer nú senn
hvaö liður að styttast I hring-
dansinum. Þjóðin er búin aö fá
nóg af skollaleiknum.
— JBH