Alþýðublaðið - 05.01.1980, Síða 8

Alþýðublaðið - 05.01.1980, Síða 8
Um byggingarmál Borgarspítalans Bygging B-álmunnar er brýn nauðsyn Ræða Sigurðar E. Guðmundssonar, vara- borgarfulltrua „Herra forseti. Ég vil gera hvort tveggja, fagna þeirri samþykkt sem heil- brigöisráð hefur gert varðandi byggingu B-álmu Borgar- spítalans og sömuleiðis þeirri tillögu sem Páll Glslason, borgarfulltrili, hefur hér flutt um i sama dilr. Það er skemmst frá þvi að segja, að ég lit þannig á, að áskorun heilbrigðisráös og tillaga Páls Gislasonar, borgar- fulltrúa, verði hún samþykkt hér i borgarstjórninni, sem ég vona, hljóti að teljast mjög alvarleg ábending til borgar- stjórnar um aö taka B-álmuna rækilega fyrir viö undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, og hafa byggingu hennar þar efst á blaði. Viö. sem stóöum aö samþykkt tillögunnar i heil- brigöisráöi, og þeir sem standa að samþykkt tillögu Páls Gi'sla- sonar, borgarfulltrúa, her á eftir, hljóta með stuðningi sln- um viö hana að ætlast til þess, jafn-gagnórð eins og bæði samþykktin og tillagan er, að máliö veröi sett einna efst á verkefnalista borgarstjórnar- innar á næsta ári. Ég þykist geta lýst þvi yfir, fyrir hönd okkar borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins að viö munum aö sjálfsögðu styðja hana. F ra mk væmdahraði sem er gjörsamlega óviðunandi Þessi tillaga, sem hér hefur verið lögð fram og samþykkt heilbrigöisráös gefa visst tilefni til þess að fara nokkrum orðum um byggingarframkvæmdir borgarinnar á þessu sviði á umliönum árum og áratugum. Þaö er skemmst frá þvi aö segja, að ég llt þannig á, að það hafi verið staöiö meö nokkuö öðrum hætti að þeim fram- kvæmdum heldur en mörgum öörum á vegum borgarinnar, sem margar hverjar hafa verið meðhinum mesta myndarskap. Mér sýnist sem spítalabygg- inarnar hafi I of ríkum mæli veriö i sama farvegi að þvl er framkvæmdir hefur varðaö og kirkjubyggingar, en alræmt er hve langan tlma tekur aö koma Það er ekki skammlaust ef framkvæmd B-álmu byggingarinnar tekur lengri tima en 2 til 3 ár. sllkum húsum upp og I notkun. Ég þoriekki að fara með það á þessu stigi málsins, hve langan tima það hefur tekiö að koma þj ónus t um álum Borgar- spítalans i þaö horf, sem hún er kominnú, þ.e.a.s. komin I notk- un að nokkru leyti og kemst vonandi 1 notkun aö fullu leyti á næsta ári. En ég held að ég ýki ekki mikið þótt ég segi, að þaö séu ein 6 til 8 ár. Þetta er fram- kvæmdahraði, sem ekki nær nokkurri átt, er gjörsamlega óviðunandi og á sér, eins og ég hef áður sagt, engar hliðstæður, nema I byggingarframkvæmd- um, sem lakast ganga I landinu, það eru kirkjubyggingarnar. 24 mánuðir eru hæfi- legur framkvæmda- timi Éger þeirrarskoöunar, aðþaö sé ekki skammlaust ef fram- kvæmd B-álmu byggingarinnar tekur lengri tima en 2 til 3 ár. Það er alveg út i hött að þaö þurfi að taka lengri tima að koma þessu húsi upp heldur en öllum öðrum, sem byggö eru hér I þessari borg. Og ég vil I þvi sambandi benda einmitt á framkvæmdir borgarinnar við byggingu dvalarheimilanna, sem hér voru borin i tal áöan, og hafa gengið mjög vel og af myndarskap, en likast til er mér nú óhætt að fullyrða, aö fram- kvæmd við byggingu dvalar- heimilanna hafi yfirleitt skeð á venjulegum og eðlilegum bygg- ingartima, það er 2 til 3 ár. Og það er alveg út i hött, nú til dags, að reikna með þvi, eða standa þannig að framkvæmd- um við byggingu B-álmunnar, að það taki lengri tima að full- gera hana. Ég skal að visu viðurkenna, aö það getur tekið eitthvað lengri tima að búa hana nauðsynlegum tækjum. En það er annað mál, sem þó mætti reka samhliða. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að standa öðru vlsi aö spítalabygg- ingunum hérna 1 borginni held- ur en gert hefur veriö til þessa, eftir þvl sem ég hef getað séð til. Ég lít þannig á, að eðlilegur byggingartimi þessa húss sé u.þ.b. 2 ár og að það verði að koma þvitilleiöar.aðunntséað steypa það upp og fullgera það á árunum 1980 og 1981, þ.e.a.s. á 24mánuöum, eins ogalvanalegt er og alvanalegast er um bygg- ingar af svipaðri stærð Mér i borginni. Þetta tel ég að eigi að gera og það eigi að ganga þannig frá skipulagningu framkvæmdanna að það sé litið á endapunkt þeirra sem útgangspunkt viö skipulagningu þessa. Það eigi að taka þann pól I hæöina, að miöa við lyktir framkvæmda i ársbyrjun 1982 og prjóna svo út frá þeim punkti til dagsins I dag og finna með þeim hætti út, hvernig á að standa aö bygg- ingarframkvæmdunum, þann- ig, að þær séu fullbúnar á rétt- um tlma, en ekki að enda- punkturinn sé 6 til 8 ár I burtu eins og tiðkast hefur þegar menn hafa þótzt vera komnir að endapunktinum. ónógur undirbúningur og langur fram- kvæmdatimi veldur mestu um háan bygg- ingarkostnað. Það er hlutverk þessarar borgarstjórnar aö gera sitt til þess — og það er lika hlutverk þingmanna Reykjavlkur að sjá til þess, að nægilegt fjármagn fáisttilaöunntsé að koma þess- ari framkvæmd upp á eðlilegum tlma, þótt seint sé og um slðir, langt á eftir þeirri þörf, sem löngu er fyrir hendi. Það er á þennan slðasta punkt, sem ég vildi leggja áherslújað það verði búið svo um hnútana, aö þing- menn borgarinnar átti sig á þvi, að þaö er ætlast til þess að þeir leggi sitt af mörkum til þess að nægilegt f jármagn fáist l tæka tlð til þess að unntsé að koma þessari framkvæmd upp á eðli- lesum tfma. Og slðast en ekki sízt vil ég leggja áherslu á það, að það er tvennt sem umfram aUt veldur ætlð mestu um háan byggingar- kostnað, þaö er annars vegar ónógur undirbúningur fram- kvæmda og hins vegar afar langur byggingartlmi. Það verður að gera þetta tvennt út- lægt úr byggingarframkvæmd- um borgarinnar, aö svo miklu leyti sem þaö hefur veriö fyrir hendi, og þaö másiztaf öUu eiga við um byggingu B-álmunnar, sem vonandi hefst núna eftir áramótin, vil ég segja, og þarf að verða fokheld meö eölilegum hætti á árinu 1980 og veröa full- gerö I árslok 1981 eöa 1 ársbyrj- un 1982, Skal ekki hafa fleiri orðum þetta að sinni. Umrædu er þörf Skóli og þjódfélag I t landi þar sem umræða um efnahagsmál og verðbólgu- vanda er daglegt brauð kemur það þægllega á óvart að verða var við hinn miklaiáhuga, sem virðlst vera á skdla- og menn- ngarmálum meðal almennings. Þessiáhugikom berlega iljós á vinnustöövafundum þeim sem haldnir voru fyrir nýafstaönar kosningar. Næst á eftir efna- hagsmálum var það þessi mála- flokkur, sem fólk einna helzt vUdi ræða um. Þetta er vissu- lega góðs viti og merki þess að almenningur I landinu hefur áhuga á þvi sem er aö gerast I skólaerfinu. Skóla- og menningarmál eru I dag svo snar þáttur I daglegu lifi fólks, að lifandi og kraftmikUlar umræðu um þessi mál er þörf. Það er hins vegar deginum ljósara, að sllk umræða hefur ekki farið fram aö því marki er nægilegt eða viöunandi getur talist. Stór hluti almennings i landinu hefur takmarkaöa innsýn I það hvað er aö gerast I skólakerfinu- eða i hverju hið eiginlega skólastarf er fólgiö. Hitt er ljóst, aö þegar það er gjört opinbert að meira en þriðjungur stúdenta útskrifast úr skólum landsins, með þriðju einkunn og fréttir berast um upplausnarástand I grunnskólanum þá vakna ýms- ar spurningar. Hvernig hefur framkvæmd grunnskólalag- anna tekist? Hvaða áhrifhefur stórfelld aukning i mennta- og framhaldsskólunum haft á starfsemina þar? Hver er ástæðan fyrir hinni háu fallpró- sentu I framhaldsskólunum? Þetta eru einungis örfárra þeirra spurninga sem almenn- ingur á kröfu á að fá svar við. A það var bent I leiöara Alþýðublaðsins ekki alls fyrir löngu, að ekki væri vanþörf á að taka til endurskoðunar hugtök, eins og t.d. skólaskylda, frá rótum. Það mætti taka dýpra I árinni og hugleiöa hvort ekki sé tlmi til kominn, að endurskoða skólakerfiö I heUd sinni. Það er t.d. fráleitt, að láta sér detta það tU hugar, aö nemendur séu til- búnir að tileinka sér þá þekk- ingu, sem þeim væntanlega er nauösynleg einmitt á þeim aldrí, sem fellúr innan hínnar svoköUuðu skólaskyldu. A sama hátt er það fráleitt, aö fólk sem einhverra hluta vegna hefur gefist upp á skólanum á yngri árum skuli varla komast inn I kerfiö aftur þegar sá timi kemur, að það langar til þess að afla sér þekkingar. Þessi tvö atriði ættu að vera visbending um að skólakerfið þarf að endurskoða frá rótum, svo ekki sé minnst á þær gifurlegu fjár- upphæöir sem fara til spUlis I skólakerfi.sem hvorki uppfyllir kröfur atvinnuveganna né kröfurþær sem eölilegt þykir aö nemendur ættu að gera sjálfir. Væri t.d. ekki hugsanlegt að stytta skólaskylduna og spara nemendum óþarfa setu á skóla- bekk, gegn vilja sinum, og þjóðarbúinu stórfé, en I þess stað auka gæði þeirrar fræöslu sem veitt er? Væri ekki hægt aö hugsa sér sveigjanlegra skóla- kerfi, sem betur uppfyllti þær kröfur, sem einstaklingur og samfélag setja hverju sinni.? Er ekki hægt að hugsa sér skólakerfi, sem fljótar kæmi til móts við sibreytilegar kröfur nútimaþjóðfélags þannig, að skólakerfið lagaði sig fljótar að breyttum kröfum? 1 skýrslu frá skólarann- sóknardeild Menntamálaráðu- neytis er m.a. tekiö fram, að hverju skuli stefnt I nýrri náms- skrá fyrir grunnskóla, og hver séu helztu vandkvæðin við að ná settum markmiðum. Höfuðáherzlan er 1 þessu sambandi lögð á breytt hlutverk kennara og breytta kennslu- skipan. Þar.va kemur fram, að hlutverk kennara á að færast I það horf, að hann verði fremur uppalandi en fræðari. Kennarinn á aö aðstoða börnin viö sjálfsnám. Námiö á að vera fjölbreyttara, losað veröi um bekkjarkerfið og valfrelsi aukiö. Menn eru eflaust ósammála um þessi markmið, enda kemur I ljós, aö skólarannsóknardeild telur á þvi ýmis vandkvæði, að takast megi að ná settum mark- miðum. Þar er m.a. tekið fram að kennarar hafi ekki hlotiö nægilega þjálfun.sem nauðsyn- leg er þessum starfsháttum. Viöhorf kennara eru ekki talin I samræmi viö stefnumörkunina. Skortur er á kennslugögnum og hætt við auknum agavanda- málum. Þetta segir okkur, að kennara verður að þjálfa og kynna ný vinnubrögð, agavandamálinu verður að mæta á einhvern hátt og stundaskrá verður að breyta verulega. Spurning er hvort almenningur I landinu er sammála þessum breytingum. Spurning er hvort fólk gerir sér Framhald á bls. 7. alþýðu- i nFT'Wm Laugardagur 5. janúar KÚLTURKORN Nýr út- varpsþáttur: Stjórnmál og glæpir Sunnudaginn 6. janúar kl. 14.55 verður fluttur fyrsti þátturinn af sex undir samheitinu „Stjórnmál og glæpir”. Nefnist hann „Furst- inn” og fjallar um bragðarefinn Niccoló Macchiavelli. Þýðandi er Jón Viðar Jónsson og stjórnandi Benedikt Arnason. Flytjendur eru Gunnar Eyjólfsson, Guðjón Ingi Sigurðsson, GIsli Alfreðsson, Randver Þorláksson, Jónas Jónasson og Benedikt Arnason. Óskar Ingimarsson flytur inn- gangsorð. Höfundur þáttanna um „Glæpi og stjórnmál” er Hans Magnús Enzensberger, en danski út- varpsmaðurinn Viggo Clausen hefur búið þá til flutnings I út- varpi. Þar er fjallaö um menn og málefni, er vakið hafa athygli og markað spor I söguna, ekki sist á þessari öld, 1 þáttunum er lýst einræöisherrum, bófum og glaumgosum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru ekki framhalds- þættir i eiginlegum skilningi. Akveðið efni er tekið fyrir I hverj- um þætti, en þó eiga þeir sam- merkt á ýmsan hátt. Hans Magnus Enzensberger er Þjóðverji, fæddur árið 1929. Hann stundaði nám I germönskum fræðum, almennri bókmennta- sögu og heimspeki. Vann siöan hjá suður-þýska útvarpinu, en hefur eingöngu helgaö sig rit- störfum frá árinu 1961. Hann hef- ur skrifaö fjölmörg leikrit fyrir útvarp, þ.á.m. svokölluð heim- ildaleikrit byggö á sannsöguleg- um atburðum. Útvarpsleikrit vikunnar Fimmtudaginn 10. janúar kl. 21.05 verður flutt leikritið „Kristalsstúlkan” eftir Edith Ranum. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri er Herdls Þorvaldsdóttir. Með hlut- verkin tvö fara Margrét Clafs- dóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Flutningur leiks- ins tekur röskar 50 minutur. Nina Weide, „kristalsstúlkan”, hefur verið fræg leikkona. En nú er hún ekki lengur ung og falleg og þar að auki á góöri leið með að verða drykkjusjúklingur. Móðirin hefur boöið fyrrverandi kærasta Ninu, sem nú er frægur leikstjóri, til miðdegisveröar, I von um að dóttir hennar geti tekið þráðinn upp aö nýju. En oft fer sitthvaö á annan veg en menn ætla. Edith Ranum er þekkt fyrir barnaleikrit sln I útvarpi, bæöi I heimalandi sinu, Noregi, og ann- arsstaðar á Noröurlöndum. Hún hefur einnig skrifað sakamála- leikrit og nokkrar skáldsögur I þeim dúr. Arið 1975 hlaut hún 1. verölaun i leikritasamkeppni fyrir „Kettlinginn’, en það var jafnframt fyrsta útvarpsleikrit hennar. bolabAs „Við vinnum ekki sigur á verðbólgu með skyndisókn — heldur með þolinmæði og þrautseigju.” (Ór áramótaræöu Geirs Hallgrimssonar, þáverandi forsætisráöherra, 1978)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.