Alþýðublaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 1
alþýöu blaðiö á! II*. Laugardagur 1. mars 1988 — 32 tbl. 61. árg. Sósíalismi á sunnudögum I mbamarxistarnir i Alþýðubandalaginu og á Þjóðviljan- um virðast ekki vera ýkja sterkir á svellinu i sinum sósialisku fræðum. A hátiðlegum stundum er þvi fjálglega yfir lýst, að þráðurinn frá Kommúnistaflokknum og Sósialistaflokknum sé órofinn, Alþýðubandalagið sé sósfaliskur flokkur, sem hafi það að markmiði ,,að breyta sjálfri gerð þjóðfélagsins.” Hugmyndafræði Kommúnistaflokksins gamla og Sósíal- istaflokksins var imbamarxisti af frumstæðustu gerð. Hug- myndafræðina mátti setja upp i einfalda formúlu: Afnám einkaeignaréttar á framleiðslutækjum og valdataka verka- lýðsins (þ.e. flokksforystunnar) jafngilti sósialisma. Gúlag- .sósialismi Sovétrikjanna og Austur Evrópu var i fyrstu lof- sunginn hástöfum. Smám saman dró þó úr hrifningunni. Með innrás Hússa i Tékkóslóvakiu 1968 urðu þau timamót, að tals- menn og málgagn Alþýðubandalagsins þorði í fyrsta sinn að gagnrýna Sovétrikin. Reyndar væri nær að segja: þorði ekki annað en að gagnrýna Sovetið að viðlögöu fylgistapi. Þar með var botninn dottinn úr hugmyndafræðinni. Hreyfingin var hugmyndalega gjaldþrota. Ekkert hefur komið i staöinn. Enginn hefur minnstu hugmynd um, hvaö Alþýðubandalagið meinar með sinum islenzka sósialisma — allra sizt forystu- menn bandalagsins sjálfir. r I sósialiskum flokkum er til siðs að fram fari mikil um- ræða, sem á upphaf sitt i tilraun til greiningar á rikjandi þjóð- félagsástandi. Sósialistar deila látlaust um það, að hve miklu leyti hefðbundin skilgreining Marx á óheftum markaðs- kapitalisma 19du aldar eigi við um iðnriki okkar daga. í þess- um löndum er rikisgeirinn stór og vaxandi. Eignarréttarform eru margvisleg, ihlutun rikisvaldsins um atvinnurekstur og efnahagslif nær engin takmörk sett, grundvallarhugmynd- ir svokallaðs velferðarrikis naumast umdeildar og ábyrgð rikisvalds á atvinnu og afkomu þegnanna yfirleitt viður- kennd. Þess verður ekki vart, að nokkur slik umræða fari fram innan alþýðubandalagsins. Forystumenn flokksins lita orðið á það sem sjálfsagðan hlutaðþeir gegni embættum rikisfor- stjóra. Þeir hafa tekið höndum saman með ihaldssömustu öflum landsins með það helzt að markmiöi að varðveita óbreytt ástand. ður fyrr leit Alþýðubandalagið og forverar þess á það sem sitt eðlilega hlutverk að vera i stjórnarandstöðu i „borgaralegu” þjóðfélagi. Smám saman hefur orðið á þessu breyting. Alþýðubandalaginu er það nú orðið helzta keppi- kefli aö eiga aðild að ríkisstjórn. Aðild þess að núverandi rikisstjórn sannar, að málefni skipta þar engu máli. Valdaað- staðan skiptir öllu máli — m.a. til þess að halda bandalaginu saman. Utanrikismál eru söltuð, kjarabaráttan verður hóf- stillt. Engar „grunnkaupshækkanir” segir Ragnar Arnalds. Slíkar yfirlýsingar þykja engum tiíindum sæta lengur i Al- þýðubandalaginu. Fyrir fáum árum hefði slik yfirlýsing for- ystumanna Alþýðubandalagsins vakiö upp allsherjar for- dæmingu og pólitfska útskúfun. Þegar forystumenn annarra flokka hafa látið sér slikt um munn fara, hafa þeir verið tekn- ir til bæna á forsiöu Þjóðviljans með flannastórum fyrirsögn- um um kauprán, kjaraskerðingu og verkalýðsfjandskap. Nú er bað helzt Guðmundur Jaki, sem kveinkar sér undan félagsskap við „gáfumannafélagið” og Garöar Sigurðsson minntist eitthvað á súkkulaðidrergi. Það er sussað á Jakann og Garðar verður sendur i útlegð fyrir næstu kosningar. Það er allt og sumt. f yfir seinustu kosningar vildi Svavar Gestsson fyrrver- andi og núverandi ráðherra, láta á þvi bera að hann hefði enn fullt vald á fræðunum. A nokkrum vinnustaðafundum og a.m.k. i einni safnaðarræöu í Háskólabfói forheimskaði hann sig á þvi, að telja veröbólgu á Islandi óhjákvæmilegan fylgifisk óheftra markaðsafla kapitalismans á íslandi! Þrettán mánaða námskeið á ráðherrastóli i viðskiptaráðu- neytinu hafði ekki nægt honum til þess að uppgötva, hvernig verðmyndun er fyrirkomið I islenzku hagkerfi. Sennilega er ekkert land i viðri veröld utan Sovétblakkarinnar eins fjarri þvi að búa við markaðskerfi og Islendingar. Fiskverð er ákveðið af pólitiskri nefnd. Landbúnaöarverð er ákveðið af pólitiskri nefnd. Verðlag landbúnaðarafurða er meira aö segja tilbúið með niðurgreiðslum og útflutningsbótum svo nemur tugum milljóna. Innflutriingsverðlag er háð ströngum reglum um hámarksálagningu og öll heildsölu og smásöluverzlun er und- ir svokölluðu verðlagseftirliti. Til að kóróna sköpunarverkið hefur lögbundin verðstöðvun veriö i fullu gildi allt frá árinu 1970 með þeim árangri að á síðasta ári hækkaði verðlag ekki nema um ca. 60%. Það er glæsilegt markaðskerfi atarna. IÞess varð ekki vart, að sunnudagssósialistinn í Viðskipta- ráðuneytinu réðist tii atlögu við þennan „kapitaliska” frum- skóg. A borð hans kom hins vegar skýrsla frá sjálfum verð- lagsstjóranum, þar sem sýnt var fram á, að með þessu rfkis- rekna kerfi hefur íslendingum tekist að tryggja sér hærra innflutningsverðlag en nokkurri sambærilegri þjóð. Skv. þessu makalausa kerfi hafa innflytjendur nefnilega sérstakra hagsmuna að gæta i þvi að tryggja sem hæst innkaupsverð. Þeir bókstaflega lifa á þvi. Þetta á vissulega stóran þátt i meiri verðbólgu á tslandi en i viðskiptalöndum. En þaö á vissulega ekkert skylt við kapitalisma. Verðbólgan a íslandi er nefnilega ríkisrekin — eins og allt annað. Það virðast sunnudagssósialistarnir I Alþýðubandalaginu ekki skilja, — frekar en annað. — JBH Úr flokkstarfinu Alþýðuflokksmenn á Suður- nesjum, efna til hádegis- verðarfundar laugardaginn 1. mars n.k. I STAPA. Gestur fundarins veröur Jón Baldvin Hannibaisson rit- stjóri. Fundarstjóri: Hregg- viður Hermannsson læknir. Fjölmennið. Takiö með ykkur gesti. Stjórnarfundur FUJ i Hafnarfirdi verður haldinn mánudaginn 3. mars kl. 20.30 í Alþýduhúsinu Vandamál atvinnuveganna: Rikið keppir við at- vinnuvegina um lánsfé í Seðlabanka íslands Forsætisráðherra segir i Visi i gær, að úrræði til lausnar þeim vanda sem frystihúsin standa frammi fyrir séu ekki bráðaðkall- andi, svo vitnað sé til fyrirsagnar á baksíðu Visis i gær. Forsætis- ráðherra virðist vera bjartsýnis- maður. Að gefa slikar yfirlýs- ingar^á sama tima og þeir sem gjörþekkja frystihúsareksturinn, og vita við hvaða vandamál hann á við að etja,sjá fyrir samdrátt eða stöövun margra húsa, er bjartsýni. Arni Benediktsson, sem er gjörkunnur öllum hnútum i fisk- iðnaði sagði i viötali við blaðið i vikunni, að um verulegan halla- rekstur væri að ræða yfir alla lin- una hjá frystihúsunum. Hann sagði,að það væri auðvitað erfitt að meta það uppá krónu hversu mikill hallareksturinn væri, en gera mætti ráð fyrir að hann væri um 9%. Það er því ljóst hvað svo sem stjórnarsáttmálinn segir og hvað sem liður yfirlýsingum forsætis- ráðherra að gengið verður að fella. Stjórnarsáttmálinn segir svo, kafli 4 Peningamál 4. liður. „Beitt verði aðhaldi i gengismál- um. Til að treysta gengi gjald- miðilsins verði gert sérstakt átak til framleiðniaukningar i atvinnu- vegunum.” Klókur for- sætisráöherra Nú vofa yfir stórvandræði i þeirri grein framleiðslunnar sem rekin er hvaö bezt á landinu. Framleiðniaukning i þessum geira getur ekki leyst vandamálin nema að takmörkuðu leyti i hluta frystihúsanna og fjármagn til framleiðniaukningar þarf jú að taka einhvers staöar. Eigið fé fyrirtækjanna virðist ekki vera það mikið, að þau geti tekið af sinu rekstrarfé til framkvæmda, sem skiluðu aukningi i framleiðni i framtiðinni. Auðvitað fellir rikisstjórnin gengiö. Forsætis- ráðherra er einfaldlega nógu klókur til þess að láta ekki hafa slikt eftir sér i Visi,á föstudegi. Það kom fram i viðtalinu við Arna Benediktsson, að vextir af afurðalánum væru teKmr beint i bönkunum. Þaðsama gildir fyrir umbúðakostnað. Hann ef tekinn sjálfkrafa. Hráefni er að verulegu leyti tekið sjálfkrafa af afuröa- lánunum lika þannig að það sem á vantar hjá fyrstihúsunum getur aðeins bitnað á vinnulaununum. Þetta þýðir auðvitað stöðvun frystihúsanna þvi þegar fyrirtæk- in geta ekki borgað vinnulaun er sjálfgefið að hætta. Var.damál frystiiðnaðararins verðaekki leyst nú nema með gengisfellingu. Gengisfellingin hefur þau áhrif að laun hækka, verð innfluttra vara hækkar og veröbólgubúgfinn heldur áfram af fullum krafti. Gunnar Thor eða Ragnar Arnalds geta ekki og vilja ekki gera neitt i þvi máli. Stefnu- markmið rikisstjórnarinnar benda ekki til þess, að það sé ætl- unarverk þeirra. Stjórnarsáttmálinn ber þaö með sér, að rikisumsvif munu aukast til muna. A sama tima er gefin út yfirlýsing um það að skattar muni ekki hækka. I ljósi þessa er ljóst að rikið verður að taka að láni þá fjármuni sem fjármagna eiga fyrirheitin. Þetta er mögulegt m .a. með þvi að taka aö láni fé hjá Seölabanka tslands eða með þvi að taka að láni fé erlendis. Ríkissjóöur í botnlausri skuld Davið Ólafsson sagði i samtali við Morgunblaðið s.l. fimmtudag: „Til þess að gera Seðlabankan- um kleift að veita nokkru fé fyrst og fremst til útflutningsatvinnu- Framhald á bls. 2. Virðist ekki vera raunverulegur kostur að virkja við Bessastaðaá Viðtal viö Gísla Júlíusson hjá Landsvirkjun Um það hefur verið mikiö rætt upp á síðkastið, hvað skuli nú taka við i virkjanamálum tslend- inga, þegar Hrauneyjarfossvirkj- un er að verða lokið. Ýmsar hug- myndir hafa verið á kreiki, um það hvaða virkjunarkostur skuli valinn næst. A vegum Landsvirkjunar hefur verið talað um að besti kosturinn sé að virkja við Sultartanga, og halda sig þannig við vatnasvæði Þjórsár áfram. Orkustofnun hef- ur Iagt til að virkjað verði við Blöndu og er sagt að sú virkjun geti orðið tilbúin á svipuöum tima og Sultartangavirkjunin. Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra hefur vakiö máls á þvi að byggja svokallaöa Bessastaðaár- virkjun, sem hluta af Fljótsdals- virkjun, sem yrði siðan full- kláruð. Alþýðublaðið tók Gisla Június- son, hjá Landsvirkjun tali, vegna þessa umtals, og spurði hann fyrst hvað ylli þvi, aö svo margar hugmyndir eru i gangi, og hver kosturinn yrði endanlega fyrir valinu? — Nú situr á rökstólum sam- starfshópur, Landsvirkjunar, Orkustofnunar og Rafmagns- veitna Rikisins, sem á að reyna að komast að niðurstöðu um hver kosturinn er hagkvæmastur fram aö aldamótum. Það má búast við að þegar sá hópur hefur skilaö áliti sinu, fari linurnar að skýr- ast. — En hver eru þá rök Lands- virkjunar fyrir þvi, að Sultar- tangavirkjunin sé besti kostur- inn? — Það var ekki fullyrt á vegum Landsvirkjunar, að Sultartangi væri alfariö besti virkjunarkost- urinn sem nú er fyrir hendi. En á meðan Landsvirkjun hefur ekki verið stækkuð, ber okkur að sjá okkar svæði fyrir rafmagni, Þetta virkjunarsvæöi er gerkannað, og auk þess hafa verið þar miklar framkvæmdir i mörg ár. Viö verðum að gera okkar ráðstaf- anir til þess aö þjóna okkar viö- skiptavinum, og á okkar virkjun- arsvæði er Sultartangi besti kost- urinn. Það kemur eflaust að þvi að Landsvirkjun verður stækkuð, og þá breytast viðhorfin auðvitað, en á meðan ástandið er óbreytt, þá veröur við að haga okkur i sam- ræmi við það. — En hvaö þá með hina kostina sem hafa verið nefndir, Blöndu- virkjun og Bessastaðaárvirkjun? — Mér skilst að vandamálið viö Blönduvirkjun sé þaö, aö ekki hefur náðst samkomulag viö eig- endur þeirra jaröa, sem kunna að verða fyrir tjóni af völdum virkj- unarinnar. Ef slik vandamál eru leyst, þá er Blanda engu siöri kostur en Sultartangi, og gæti orðiö tilbúin á svipuöum tima. — En hvað með Bessastaðaár- virkjun? — Samkvæmt orkuspá er virkj- un á svipaöri stærðargráöu og Sultartangi nauösynleg. Sultar- tangavirkjun yrði um 120 mega- wött. Blanda yröi mun stærri. Þaö mætti hugs sér, að Blöndu mætti t.d. virkja i þrem áföngum, og yröi þá hver þeirra 90 megawött. Bessastaðaárvirkjun mun vera 60 megawatta virkjun, i þeirri mynd sem menn hugsa sér hana nú . Sú virkjun á að vera stopp 5 mánuði ársins, meðan hún er að safna vatni. Ef á að byggja hana, sem hluta af Fljótsdalsvirkjun, þá yröi að breyta henni frá þeim hugmyndum sem nú eru i gildi, Þ.e.a.s. ef hún er byggð sér, getur hún ekki verið hluti af þeirri virkjun. Fljótsdalsvirkjun yrði hins veg- ar rúmlega 200 megawatta virkj- un, en samkvæmt orkuspá er eng- in þörf á svo stórri virkjun nú. Það virðist þvi ekki vera raun- verulegur kostur, að virkja þar nú. —ó.B.G. • Af þeim þrem kostum til virkjana, sem mest hefur verið rætt um, Sultartanga, Blöndu, og Bessastaðaár- virkjun, hefur iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson, beitt sér mjög fyrir þvi að síðasti kosturinn, Bessastaða- árvirkjun verði fyrir valinu. Um þann kost segir Gísli: „Sú virkjun á að vera stopp 5 mánuði ársins, meðan hún er að safna vatni. Ef á að byggja hana sem hluta af Fljótsdalsvirkjun, þá yrði að breyta henni frá þeim hugmyndum, sem nú eru í gildi. Þ.e.a.s. ef hún er byggð sér, getur hún ekki verið hluti af þeirri virkjun."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.