Alþýðublaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 1. mars 1980 SKATTFRAMTALIÐ Verslunarmannafélag Reykjavikur efnir til fræðslufundar fyrir félagsmenn sina um skattalögin, þar sem jafnframt verða látnar i té leiðbeiningar um gerð framtalsins. Fundurinn verður að Hótel Heklu, Rauð- arárstig 18, mánudaginn 3. mars n.k. kl. 20.30, og er eingöngu ætlaður einstakling- um. Framsögu og leiðbeiningar annast: Atli Hauksson. löggiltur endurskoðandi og Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur. Félagsmenn eru hvattir til að hagnýta sér leiðbeiningarnar. Verslunarmannafélag Reykjavikur. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LAN DSPÍ TALINN SÉRFRÆÐINGUR i bæklunarskurðlækn- ingum óskast i 75% starf við bæklunar- lækningadeild Landspitalans frá 1. mai. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 31. mars n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir bæklunarlækninga- deildar i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast nú þegar i hlutastarf við gervinýra Land- spitalans. Upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGA og SJÚKRALIÐA vantar til sumarafleys- inga. Fastar dag- eða næturvaktir koma til greina fyrir hjúkrunarfræðinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjórl i sima 29000. FóSTRUR óskast við Barnaspitala Hringsins nú þegar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Barnaspitala Hrings- ins i sima 29000. STARFSMENN óskast i eldhús Land- spitalans. Upplýsingar gefur yfirmatráðs- kona i sima 29000. SKRIFSTOFUR RÍKISSPÍTALANNA SKRIFSTOFUMAÐUR óskast við Skrif- stofu rikisspitalanna. Verslunarskólapróf eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 20 mars. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri i sima 29000. Reykjavik, 2. mars 1980. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Rlkið 1 veganna og jafnframt að tryggja fjárhagsstöðu þjóðarbúsins út á við með þvi að byggja upp gjald- eyrissjóð, var á árinu 1960 ákveð- ið, að hluti af innlánsaukningu innlánsstofnana skyldi bundinn I Seðlabankanum. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð breytilegt 50% fyrsta hálfa árið, en siðan lækk- andi i 25% og loks hækkandi i 30% eins og það er nú. A sjöunda áratugnum skilaði innlánsbindingin allt að tvöfaldri fjárhæð þess, sem Seðlabankinn endurkeypti af lánum viðskipta- bankanna til atvinnuveganna og lagði þá drjúgan skerf að upp- byggingu traustrar gjaldeyris- stöðu. Eftir 1971, þegar upphófst það verðbólgutimabil, sem enn stendur, fór að sjá merki breyt- inga hér á. Sparnaður I formi innstæðna I innlánsstofnunum fór minnkandi að raungildi og þvi hlaut að fylgja minnkandi fjárráð Seðlabankans til útlána til at- vinnuveganna. Er hér um aö ræða alveg ótrúlegar fjárhæðir, sem innstæður i innlánsstofnun- um rýrnuðu á næstu fimm árum, eða um 68,5 milljarða króna mið- að við verðlag siðustu áramóta. Þegar það svo bættist við á seinnihluta þessa timabils og jafnvel enn meira sfðar, að rikis- sjóður safnaði miklum skuldum i Seðlabankanum gat ekki hjá þvi farið, að það hefði gagnger áhrif á möguleika Seðlabankans til að veita fé til atvinnuveganna. Fram að lokum ársins 1974 hafði hið bundna fé i Seðlabank- anum ávallt verið drjúgum meira en það sem bankinn notaði til útlána til atvinnuveganna i formi endurkaupa af viðskiptabönkun- um. En þá um áramótin urðu alger umskipti hér á og siðan voru endurkaupin hærri en bundna féð allt fram á siðasta ár. En þvi til viðbótar hafa svo, eins og áður segir, safnazt skuldir rikissjóðs. Til að gefa hugmynd um hvaða stærðir hér er um að ræða má geta þess, að yfir árið 1979 að meðaltali voru endurkaup vegna útlána til atvinnuveganna kr. 43,7 milljarðar og skuldir rikissjóðs kr. 32,6 milljarðar.Þar á móti var svo bundna féð kr. 44.2 milljarðar. Þegar haft er i huga, að fram til 1972 höfðu skuldir rikissjóðs yfirleitt verið smá- vægilegar, er auðvelt að sjá, hver gifurleg breyting hér hefur orðið. Þessi breyting hefur öll orðið til að þrengja mjög möguleika Seðlabankans til að veita fé til atvinnuveganna.” Ríkissjóður og atvinnuvegirnir keppast um lánsfé Af þessum orðum Daviðs Ólafs- sonar Seðlabankastjóra má sjá að rikissjóður er i harðri samkeppni við atvinnuvegina um rekstrarfé. Þetta kann að hljóma ankanna- lega, en er engu að siður stað- reynd. Tillögur Alþýðuflokksins fela i sér aðhald i fjármálum rikisins og endurgreiðslur þeirra fjármuna i áföngum sem teknir hafa verið að láni hjá Seðlabanka Islands. Þegar til lengdar lætur eru þetta þær einu tillögur sem geta orðið til þess að Seðlabank- inn geti sinnt hlutverki sinu gagn- vart atvinnuvegunum. Staða Seðlabankans á þessu ári verður að áliti sérfræðinga slik, að hann getur ekki endurkeypt afurðar og rekstrarlán til at- vinnuveganna. Til þess að tryggja að frystihúsin stöðvist ekki þyrftu viðskiptabankarnir að auka útlán sin verulega, en fulltrúar þeirra hafa tekið illa i það. Vandamálin i atvinnulifi okkar tslandinga eru mikil og flókin. Til að leysa þessi vandamál þarf að gripa til róttækra aðgerða. Bent hefur verið á að notfæra bæri bindiskyldu i Seðlabanka sem hagstjórnartæki til að stjórna lausafjárstöðu, sem ásamt vöxt- um réði framboði á lánsfé. Með bindiskyldunni hefur Seðlabank- inn tæki til að stjórna framboði á peningum með þvi að hafa áhrif á eignarhlutföll og ráðstöfunarfé bankanna. Bindiskyldan er nú i hámarki skv. lögum, en löggjöf stórnvalda þarf til að auka hana enn meira. Það fé sem bundið er i Seðlabankanum er ávaxtað með þvi að lána það út i formi afurða- lána útflutningsatvinnuveganna: þessi lán hafa lengst af borið lága vexti og nema hærri fjárhæð en bindiskylduinnistæðan. Þetta er ástæðan fyrir þvi að bindiskyldan hefur ekki nýzt sem hagstjórnar- tæki. 1 stað þess að hamla gegn umframframboði hafa bindi- skylduf jármögnuð afurðalán aukið þensiuna i hagkerfinu. Til þess að Seðlabankinn endur- heimti svigrúm sitt til að beita bindiskyldunni sem hagstjórnar- tæki þarf ýmislegt að koma til m.a., að rikissjóður greiði skuldir sina við Seðlabankann. — HMA Annasamur marzmánuður I Norræría husinu I mars verður margt á döfinni i Norræna húsinu, bæði á vegum stofnunarinnar og annarra, sem fá afnot af húsinu til menningar- starfsemi. Fyrsta vikan litur svona út. Laugardaginn 1. mars kl. 16:00 verður norræn bókakynning. Er það fyrri kynningin af tveimur, en viku siðar veröur sú siðari haldin. Þessar norrænu bóka- kynningar hafa verið haldnar mörg undanfarin ár og eru i umsjá norrænu sendikennaranna við Háskóla tslands og bókasafns Norræna hússins. Jafnan eru kynntar nýjar bækur hins norræna bókamarkaðar og eru þær flestar til útlána i bókasafni Norræna hússins. Að þessu sinni annast Ros-Mari Rosenberg frá Finnlandi og Lennart Aberg frá Sviþjóð fyrri kynninguna og sýndar verða sænskar og finnskar bækur. Auk nýrra bóka frá Finn- landi verður i bókasafni allum- fangsmikil finnsk bókasýning sem sett hefur verið upp I tilefni Kalaevala-dagsins hinn 28. febrúar. Sá dagur er almennur tyllidagur i Finnlandi vegna þess, að 28.2. 1835 dagsetti Elias Lönnrot formálann að eldri út- gáfu sinni af Kalevala-kvæða- bálkum, þjóðkvæði Finna, og meðal bóka á sýningunni verða Kalevala og bækur um Elias Lönnrot, listverkabækur, upp- slagsverk hvers konar ásamt islenskum þýðingum á finnskum bókmenntum. Laugardaginn 8. mars kl. 16:00 kynna svo Bent Chr. Jacobsen frá Danmörku og Ingeborg Donali frá Noregi danskar og norskar bækur. Bókakynningarnar eru öllum opnar. Mánudaginn 3. marsverða svo tónleikar i Norræna húsinu. Det Fynske Trio frá Odense leikur þá verk eftir m.a. Beethoven, Hart- mann, Holmboe og Schumann, en nánar er sagt frá þessu annars staðar i blaðinu. Þriðjudaginn 4. marsflytur Ole Breitenstein fyrirlestur um áhrif kvikmynda og sjónvarps til góös og ills. Ole Breitenstein er boðinn til Norræna hússins fyrir frum- kvæði Myndlistakennarafélags tslands, og hann ætlar að halda námskeið fyrir félagsmenn. Fyrirlesturinn i Norræna húsinu er opinn fyrir almenning. Miðvikudaginn 5. mars heldur Rey k jav ikurdeild Norræna félagsins hátiðafund i Norræna húsinu, og verður Sara Lidman handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1980 heiðurs- gestur á þeim fundi. Þar verða einnig afhent verðlaun fyrir besta merki fyrir norræna málaárið 1980, en efnt var til hugmynda- I itarlegri skoðanakönnun sem fram fór um viðhorf almennings til verzlunar kom meöal annars fram að 39,5% svarenda höföu já- kvætt eða fremur jákvætt viðhorf til verzlunar, en 24,2% fremur neikvætt eða neikvætt viðhorf. Mun fleiri telja hins vegar að al- menn umræða um verzlun hér á landi hafi verið fremur neikvæð eða neikvæð eöa um 40,2% þeirra sem spurðir voru. Aðeins 13,7% töldu að umræða um verzlun hafi mótast af sanngimi. 36,3% svör- uðu þvi til að umræða um verzl- un hér á landi hafi mótast af ósanngirni. Samtökin Viðskipti og Verzlun stóðu fyrir könnun þessari en Hagvangur h.f. sá um fram- kvæmdina. Könnunin fór fram I Reykjavik og á 5 stöðum úti á landsbyggðinni. Framkvæmd könnunarinnar var tviskipt Ann- arsvegar var um heimsóknir aö ræða i Reykjavik, hins vegar var hringt I fólk úti á landi. Úrtakið var valið sérstaklega fyrir hvern stað á landinu og valið eftir nafn- númerum úr þjóöskrá. Var þess gætt að velja nógu stórt úrtak svo heildarniðurstöður gætu gefiö sterka visbendingu um skoðanir og viðhorf svarenda. Hver ein- staklingur er þátt tók i könnun- inni var spurður 25 spurninga. Athygli vekur að mun fleiri hafa jákvæða afstöðu til verzl- unar en neikvæða en aftur á móti telja mun fleir að almenn um- ræða um verzlun hér á landi hafi verið neikvæð og mótast af ósanngirni. Niðurstöður könn- unarinnar varðandi ofangreind atriði voru þessar: Viðhorf fólks til verzlunar: Jákvætt eða fremur jákvætt 39,5% Hlutlaus afstaöa 20,2% Fremur neikvæð eða neikvæð 24,2% Svöruðuekki 16,1% samkeppni um öll Norðurlönd um gerð þess. í tilefni þessa er sýning á ýmsum tillögum, sem fram komu um þetta merki, og verður hún i bókasafninu. Fimmtudaginn 6. mars verður Sara Lidman svo gestur Rithöf- undasambands Islands en sam- bandið heldur fund i Norræna húsinu kl. 20:30. Telur þú að almenn umræöa um verzlun hér á landi hafi verið: Jákvæð eða fremur jákvæð 26,1% Hlutlaus 14,4% Fremur neikvæöa eða neikvæð 40,2% Svöruðu ekki 19,3% Telur þú að neikvæð umræða um verzlun hafi mótast af: Sanngirni 13,7% Ösanngirni 36,3% Bæði af sanngirni ogdsanngirni 41,2% Svöruðu ekki 8,8% Niðurstöður þessarar könnunar verða lagöar til grundvallar við mótun og framkvæmd þess starfs sem framundan er á vegum sam- takanna Viðskipti og Verzlun. Norðurlanda- ráð 8 þess að skilja aðstæður þeirra þjóða sem hér um ræðir. Við skorum ennfremur á full- trúa f Norðurlandaráði að veita Grænlendingum, Færeyingum og Sömum beinan stuðning f viðleitni þeirra til þess aö fá sjálfstæða og beina aðild að Norðurlandaráði.” Þá var og send ályktun sama efnis til Norrænu félaganna og Sambands norrænu félaganna. Niöurlag þeirrar ályktunar var á þessa leið: „Þess vegna skorum við á Norrænu félögin aðstuðlaað og styðja þá fræðslustarfsemi sem er forsenda þess, að umræður um þessi mál nái til alls almennings. Við skorum ennfremur á Norrænufélögin að styðja ákveðið þá viðleitni sem uppi er höfð til þess aö Grænlendingar, Færeyingar og Samar fái sjálf- stæða og beina aöild að Norður- landaráði.” 36,3 telja ad um- ræða um verslun hafi mótast af ósanngirni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.