Alþýðublaðið - 22.03.1980, Side 1

Alþýðublaðið - 22.03.1980, Side 1
FLOKKSSTARFIÐ: Hafnfirðingar, Alþýðuf iokksfélögin í Hafnarfirði halda opinn fund í Alþýðuhúsinu Haf narf irði á miðvikudaginn 26. marzog hefst hann kl. 20:30. Til umræðu verður: FRAMKVÆMD JAFNAÐARSTEFNUNNAR ( NÚTl'MA ÞJÖÐFÉLAGI. Framsögumenn verða: ANNMARIE LORENTSEN ambassadör og KJARTAN JÖHANNSSON alþ.maður. Alþýðuflokksfélögin Hafnarfirði Frá 46. Ársþingi Iðnrekenda: Ríkissjódur hirdir markada tekjustofna iðnaðarins Ársþing Félags isl. iönrek- enda var haldið á fimmtudaginn 20. marz. Ársþingið var það 46. i röðinni. Á þinginu voru flutt mörg erindi og ræður i sam- bandi við iönaöarmál. Formað- ur FÍI, Davið Sch. Thorsteins- son hélt ræöu um stöðu iðnaðar og framtiðarhorfur. Iðnaðar- ráðherra, Hjörleifur Guttorms- son, hélt einnig ræöu og svaraði fyrirspurnum þinggesta. Þá héldu þeir Þórhallur Ásgeirsson ‘og Ingjaldur Hannibalsson ræð- ur hvor um sitt málefni og svör- uðu fyrirspur’num. Arsþingið sendi frá se'r al- menna álytkun til fjölmiðla og sérstaka álytkun til rikis- stjórnarinnar. Almenna álykt- unin er svohljóðandi: Arsþing Félags islenskra iðn- rekenda lýsir áhyggjum sinum yfir afkomumöguleikum is- ienskra iðnfyrirtækja. Telur þingið að framtfð islensks iön- aðar og islenskrar iðnþróunar sé stefnt i voða að óbreyttri stefnustórnvalda. l.janúar 1980 lauk aðlögunartima Islands að EFTA ogEBE. Frá þeim tíma á islenskur iðnaðar i fullri og óheftri samkeppni við erlendar iðnaðarvörur. A þessum tima- mótum eru aðstæður og að- búnaður islensks iðnaðar þann- ig, aö Félag Islenskra iðnrek- enda telur fyllstu ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af framtiö hans. Af þessu tilefni vill Félag Is- ienskra iönrekenda leggja þunga áherslu á eftirfarandi atriði: — að uppbygging og þróun iönaðar er langtlmaverkefni, er krefst skipulegra vinnu- bragða, stöðugs efnahagsllfs og stjórnarfars, sem ekki hef- ur veriö fyrir hendi á að- lögunartimanum. — að raunhæf skráning á gengi islensku krónunnar er grundvallarforsenda fyrir til- vist innlends iðnaðar. — að samningar um kaup og kjör við opinbera starfsmenn séu ávallt f samræmi við launakjör I frjálsum atvinnu- rekstri. — að nauðsynlegt er að beita jöfnunarsjóðum I sjávardt- vegi á þann hátt, að þeir hafi virk áhrif til sveiflujöfnunar. — að endurgreiöslur vegna gengisóhagræöis til tit- flutningsiðnaðar og sam- keppnisiðnaðar gangi fyrir annarri ráðstöfun tekna af aðlögunargjaldi. — að aðlögunargjald verði áfram lagt á, þar til starfsað- staða iðnaöar og sjávardt- vegs hefur verið jöfnuð. — að jöfnunargjald verði áfram lagt, á, þar til virðis- aukaskattur veröur tekinn upp. — að staðið veröivið fyrirheit stórnvalda um að framleiö- endur fái innlent hráefni á ekki hærra verði en heims- markaðsverði Félag Islenskra iönrekenda vekur athygli félagsmanna sinna á nauösyn þess að auka framleiðni Islenskra iðnfyrir- tækja. Til þess að ná þessu markmiði þarf m.a.: — að koma á jafnvægi I fjár- festingu á milli bygginga, véla, hjálpartækja og hugvits. — að auka áherslu á rann- sókna- og þróunarstarfsemi. — að gera átak I starfsþjálf- unar- og endurmenntunar- málum. — að hvetja stjómendur til þess að mæla framleiðni og fylgjast með þróun hennar. — að hefja umræbur meðal starfsmanna um mikilvægi framleiðniaukningar. Formaðurinn Daviö Sch. Thorsteinss. drap á hinn mikla vanda, sem iðnaðurinn á viö aö etja. Hann gerði að umtalsefni fólksflöttann úr landi, sem hann taldi að rekja mætti að nokkru leyti til ónógra atvinnutækifæra hér innanlands. Formaðurinn gatþess, að slð- an hann hefði tekið við for- mennsku félagsins hefði litil breyting orðið I vandamálum iðnaöarins, m.a. vegna þess, að stjórnvöld hafi ekki gert sér nægilega glögga grein fyrir þvi hver staða iðnaðarins væri i raun og veru. Þá fjallaði Daviö um aðlögun iðnaðarins að EFTA og EBE og benti á að aðstæður I iðnaði væru slikar, að iönaöurinn væri vart undir þaö búinn, ao standa I óheftri samkeppni viö erlendan iðnað. Um samskiptin við stjórnvöld sagði Davið: „Með tilvisun til þessara orða svo og alls þess, semégsagði hér áðan, taldi stjóm félagsins afar brýnt að eiga þess kost að ræða málefni iðnaðarins við þá rikisstjórn, sem tæki við völdum eftir kosningar i desember. Málefni iönaðarins heyra einkum undir fjögur ráðuneyti, þ.e. Fjármálaráöuney ti, Iönaðarráðuneyti, Mennta- málaráðuneyti og Viðskipta- ráðuneyti og við vildum freista þess að tala við alla þessa aöila i einu, til að fá fram samræmda stefnu rikisstjórnarinnar i þeim málefnum sem iðnaöinn varöa. Þvi var það að stjórn félags- ins ritaði rikisstjórninni ytarlegt bréf hinn 11. febrúar s.l. og fór fram á fund með fulltrúum rikisstjórnarinnar til að ræöa efnisatriði bréfsins. Framkvæmdastjóri félagsins og ég áttum viðtal við forsætis- ráðherra 25. feb. og skýrðum honum frá þvi hve þýöingar- mikið við álitum að slikum við- ræöum yröi komið af staö hið bráöasta. Hinn 11. mars þegar mánuöur var liðinn frá þvi að viö sendum bréfiö til rfkisstjómarinnar og ekkert svar hafði borist, send- um viö rikisstjórninni enn á ný bréf, þar sem við Itrekuðum beiöni okkar um fund með full- trúum hennar. I fyrradag gerð- ust svo þau gleöitiðindi, að for- sætisráðherra boðaði fulltrúa félagsins til fundar við fulltrúa rikisstjórnarinnar og mun fyrsti fundurinn fara fram á mánu- daginn kemur. Enn viröist þó iönaöurinn njóta litils hljómgrunns hjá ráðamönnum þjóöarinnar og ætla ég að nefna um það nokkur dæmi: Skattalög Er skattalögin voru til um- ræðu á Alþingi nú fyrir skömmu, gengu fulltrúar félagsins á fund fjárhags- og viðskiptanefnda Alþingis. Lögðum viö fyrir þá tillögur félagsins: 1. Um sérstakan útflutnings- varasjóö iðnaðarins til að jafna sveiflur i útflutningi. 2. Um sérstkaan skattaafslátt vegna rannsókna- og þró- unarstarfsemi. 3. Að starfsfólk iðnaðarins byggi viö sömu skattalög og fiskimenn gera. Er skemmst frá þvi aö segja aö þegar hin nýju skattalög voru afgreidd frá Alþingi hafði engin tillaga félagsins veriö tekin til greina. Verðlagsmál Mikið hefur veriö rætt um svokállaöa niðurtalningu verð- lags undanfarið, en alls óljóst hvernigframkvæmtskuli. En af þeim tillögum, sem fyrir liggja, má ráða aö innlendar fram- leiðsluvörur skuli sæta annarri og hraklegri meöferð en inn- fluttar iðnaðarvörur. 1 bréfi félagsins frá 11. febrú- ar stóð m.a. eftirfarandi um þessi mál: Tilvitnun: ,,Meö Framhald á bls. 7 Verkfall sjómanna á ísafirði: Tveggja mánaða hásetahlut ur segir ekki alla söguna • Útgerdarfélögin vestra blómstra! Verkfall á ísafirði Þegar litið er yfir skrif um verkfallið fyrir vestan, I fjölmiðlum hér syðra, kemur I ljós, að það sem fréttnæmast þykir eru þær miklu tekjur, sem sjómenn i fljótu bragði virðast hafa. Það verður hins vegar að segjast eins og það er að engin ástæða er til að gleypa þessar tölur hráar frá umboðsmanni út gerðar ma nn ann a fyrir vestan, Kristjáni Ragnarssyni, og taka þær sem góða vöru. Tölur birtar athugasemdalaust Meö þvi, að birta þessar tölur, athugasemdalaust, gera fjöl- miðlar sig seka um skort á gagnrýniog ganga fyrir bragðið erinda útgerðamannai deilunni. Ef miða ætti við tölurnar, sem Kristján Ragnarsson hefur sent á loft, i umboði vestfirzkra útgerðarmanna, mætti halda að ifcfirzku sjómennirnir hefðu 25 milljónir króna i árslaun. Hver heilvitamaður sér, að slikt stenzt ekki. Tölur þær, sem birzt hafa athugasemdalaust, ef frá eru taldar athugasemdir fulltrúa sjómanna sjálfra, eru fengnar á einu bezta veiðitimabili i sögu togaranna. Aflinn hefur nær eingöngu verið góöur þorskur og fyrir sjáanlegt er, að togararnir muni ekki veiða umtaisvert þorskmagn á seinni hluta árs- ins, svo framarlega, sem fyrir hugaðar aflatakmarkanir komi til framkvæmda. Það er þvi markleysa ein, að halda þvi fram, á grundvelli þessa talna- leiks, að Isfirzkir sjómenn séu tekjuhæstu einstaklingarnir á landinu. Kristján Ragnarsson hefði eins vel getað tekið dæmi um loönuskip, sem fyUir sig á einni nóttu, siglir til lands daginn eftir, og fengiö út aflahlut sjómanns ins og margfaldað þá upphæð með 365 og fengið þann- ig út árslaun sjómannsins. Ef það er þess konar reiknilist, sem beitt er i' skipulagningu út- gerðar og fiskvinnslu, þá þarf engan að undra að iUa gangi hjá þeim aöilum. Þaö skyldi þó aldrei vera, að vandi frystiiðn- aðarins og útgerðarinnar væri spurningin um að kunna að reikna rétt? Það er nokkur nýlunda, að sjómenn sendi frá sér jafn greinagóðar upplýsingar um verkfallið og raun ber vitni. Jóhannes Laxdal, bátsmaður á aflaskipinu Guðbjörgu 1S-46, gerði verkfallið, aðdraganda þess og helztu atriði að umtals- efni i Dagblaðinu fyrir stuttu. Hann fjallaði m.a. um þátt fjölmiöla i verkfallinu og sagði eftirfarandi: Sjómenn svara fyrir sig ,,Nú hefur það gerzt, aö útgerðarmenn skuttogara á Vestfjörðum mata þessa gömlu fréttamenn stanziaust á upplýsingum um tekjur háseta á skipum slnum. Svona uppblásnar æsifregnir eru engum manni sæmandi, allra slzt útgerðarmönnum, þvl þeir vita bezt, aö sjómennskan er ekki bara ship o hoj. Hún er lika hlf op og stanzlaus vinna. Siðast en ekki slzt er hún happdrætti. Ogeins oglöllum happdrætt- um getur bara einn fengið stóra vinninginn, þe. oröiö aflahæstur. Hvers vegna er þá alltaf veriö að tala um toppana, undantekningarnar, en þagað um hitt og fólki þannig gefin röng mynd af kjörum Islenzkra sjómanna. Af hverju skýra útgerðar- menn ekki á sama hátt frá þvi, sem aö þeim snýr? Svo sem eins og hver útgeröar- kostnaðurinn er? Og hvað afl- inn er I raun og veru mikils virði? Bæöi fyrir þá sem seljendur, og þá sem kaupendur, eins og er I flest- um tilfellum hér á Vestfjöröum. Af hverju þegja þeir um eigin gróða? Og hvað vakir fyrir mönnum, sem básúna aflahlut einstakra skipa I upphafi veiðiárs? Þegar framundan eru stórfelldar þroskveiðitak- markanir, sem eflaust eiga eftir að taka kúfinn af þeim tekjum, sem þegar hefur verið aflað. Eru einhverjar annarlegar hvatir, sem liggja að baki? Þeir skyldu þó ekki vera að skapa móralska andúð almennings á Imynd- aðri heimtufrekju vestfirzkra sjómanna I þeim kjaradeil- um, sem nú standa yfir og firra sig allri ábyrgð á afleiðingum þeirrar deilu?” Jóhannes Laxdal kemur hér við auman blett á útgerðar- mönnum á Isafirði sérstaklega og á atvinnurekendum almennt. Stórkostleg áróðursherferö I fjölmiðlum, I þvi skyni, að útlista hvursu mikið sjómenn fá I sinn hlut, á sama tima og atvinnurekendur gráta og gnista tönnum yfir ásatndinu i málefnum frystiiðnaðarins, er ekki til annars gerð en að snúa almenningsálitinu gegn málstað vestfirzku sjómannanna og gera litiö úr kröfum þeirra. Harvitug atvinnurekendapólitlk Þeir sem bezt muna vita að slikar eru aðferðir atvinnu- rekenda þegar í haröbakka slær. Þegar átök um kaup og kjör fara i hart og grlmunum er varpað liggur það ljóst fyrir að atvinnurekendapólitik er ekki fortið á Islandi. Hún er nútið og framtiö. Vonandi eru viðbrögö útgerðarmanna fyrir vestan ekki upphaf stórátaka á vinnu- markaðinum, en hins vegar kann svo að fara. Sérstaklega ef ástandið i efnahagsmálum þjóðarinnar og tillögur núverandi rikisstjórnar til lausnar vandanum eru teknar inn i dæmiö. Kröfur Sjómannafélags lsa- fjarðareru I stuttu máii þess- ar. Sjómenn kref jast hækkun- ar skiptaprósentu, á öllum veiðum, um 1 1/2%, aö endur- skoðuð verði ákvæði um handfæraveiöar, að hUfðar- fatapeningar komi tU mat- sveina og annars vélstjóra, að kauptrygging og greiðslur fyrir ákvæðisvinnubeitningu hækki verulega umfrám almennar kauphækkanir, að samningsgreinin um mat- sveina verði tekin til gagn- gerrar endurskoðunar I þvl skyni að tryggja þeim sama hafnarfri og öörum, að skip- verjar fái frltt fæði, að ekki verði róið á laugardögum á linubátunum, að til komi hafnarfri á sjómannadag, að það verði helgarfrf I öUum mánuðum I stað fjögurra, að greiöa skuli sérstaklega fyrir vinnu á frivöktum. Þetta eru helztu kröfurnar, en það er rétt að taka fram, að körfurnar eru fleirri, þó smá- vægilegar og má i þvi sambandi nefna kröfur um hlifðarföt. Þegar litið er á þessar kröfur virðast þær i fljótu bragði ekki gefa tilefni til þeirra harkalegu viðbragða, sem útgeröarmenn á Isafirðihafa sýnt. Það sem helzt hefur staðið i útgerðarmönnun- uih mun vera krafan um hækk- un skiptaprósentunnar um 1 1/2% krafan um fritt fæði og krafan um sérstakar greiöslur fyrir vinnu á frívöktum. Kröfurnar eðlilegar? Um þessar kröfur er það að Frarnhald á bls. 2.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.