Alþýðublaðið - 22.03.1980, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.03.1980, Qupperneq 8
Jan Mayen deil- an, skridur ad komast á ný Jan Mayen deilan hefur veriö nokkuö í sviösljósinu siöustu viku. Eftir aö stjórnarkreppunni hér heima lauk, en nú hægt aö hefja viöræöur aö nýju og mun þaö veröa i fyrri hluta aprilmánaöar. Frydenlund, utanrikismálaráö- herra Noregs, hefur lýst þvi yfir, aö innan norsku stjórnarinnar riki sáttfýsi i deilunni, en hann tekur skýrt fram, aö sú sáttfýsi stafi ekki af neinum efa um rétt Norömanna til svæöisins um- hverfis Jan Mayen, heldur aöeins af þvi, aö Norömenn telji þaö mikilvægt aö halda góöu sam- bandi viö Islendinga. Ekki segir hann, aö neinar ákvaröanir hafi veriö teknar, hvaö varöar fram- hald mála, ef samkomulag næst ekki viö Islendinga. Frá Hafréttarráöstefnunni i New York, berast þær fréttir, aö islenska sendinefndin ráöfæri sig nú viö sendinefndir Ira og Færey- inga, um klettinn Rockall, én Bretar hafa lýst hann sína eign. Hvernig þau mál fara kann aö hafa úrslitaáhrif á hvernig Jan Mayen deiian fer. Það má þvi segja að Irar og Færeyingar kunni aö reynast tslendingum þarfir bandamenn. Þá hefur þvi verið fleygt, aö Islendingum hafi bæst liösauki úr óvæntri átt. Sovétmenn eru sagö- ir styöja tslendinga I Jan Mayen málinu. Sagt er aö sovéskir dipló- matar hafi tilkynnt starfsbræör- um sinum á tslandi og Noregi, óopinberlega, aö Sovétrlkin fallist ekki á kröfur Norömanna til haf- svæöisins umhverfis Jan Mayen. Ennfremur er sagt aö Sovétríkin muni styöja lsland ef Norömenn færa út viö Jan Mayen, án sam- þykkis tslendinga. Þar kann aö vera komin skýr- ingin á sáttfýsi Norömanna, ótt- inn viö aö lslendingar geri banda- lag við Sovétrlkin, og kæmi þann- ig upp alvarlegasti ágreiningur fyrr og slöar innan NATO. Norska rlkisstjórnin hefur þó ekki ýkja mikinn tlma til þess aö semja. Norskir sjómenn hafa tek- iö mjög haröa afstööu gegn tslendingum i þessu máli, og eru dyggilega studdir I þvi, af Hægri flokknum I Noregi. Þaö veröur þvi aö semja fljótt I deilunni, ef á aö semja. Verkfall á ísafirdi Sjómenn I Sjómannafélagi tsa- fjaröar boöuöu verkfall frá miö- nætti fimmtudags sl. 1 kjaradeilu þeirri sem þeir eiga nú i viö út- geröarmenn, krefjast sjómenn 3% stighækkunar á skiptapró- sentu, fris fæöis og aö vinna á fri- vöktum veröi borguö. Útgeröarmenn hafa tekiö hart á móti og neita aö semja. Segja þeir kröfur sjómanna bera vott um tsafjaröartogararnir, I heimahöfn. græögi og benda á aö sjómenn þessir séu tekjuhæstu sjómenn á landinu. Hafa margar tölur veriö nefndar I þessu sambandi, en ber engum saman. Sjómenn benda á aö nú sé út- gerðarmönnum heimilt aö taka hlut af óskiptum afla, til þess aö vega á móti veröhækkunum þeim sem hafa oröiö á olíu. Sá hlutur útgeröarmanna sé hinsvegar alltof hár, enda borgi sumir þeirra engan ollukostnaö. Taka veröi tillit til þess aö ekki einasta séu Vestfjarðatogararnir þeir aflahæstu I landinu, heldur hafi þeir I ofanálag styst aö fara á miöin, þannig aö oliukostnaöur sé hjá þeim I lágmarki. Þó fái þeir aö taka fyrir oliunni ákveðinn hluta af óskiptum afla, en sá hlut- ur geri meir en duga fyrir oliu- veröi. Þetta órétti geta sjómenn ekki sætt sig við. Verkfalliö átti aö hefjast á miö- nætti fimmtudags, en þar sem togararnir voru allir komnir úr höfn fyrir þann tíma, mun ekki mikiö gerast I þessum málum, fyrr en þeir koma aftur inn, en þaö veröur eftir viku.tíu daga, aö öllum líkindum. Krafla gaus Krafla komst i fréttirnar I síö- ustu viku, eins og svo oft áöur, þegar þar hófust eldsumbrot. Gosiö sjálft hófst kl. 4:30 á sunnudag, aö undangengnum sjáröskjálftum. Gaus gjá, sem náöi frá Leirhnjúk til syösta hluta Gjástykkis, en ekki gaus á allri sprungunni. Giskaö er á aö hafi gosiö á um 1500 metra kafla henn- ar. Gosiö stóö mjög stutt, þvl var aö heita má lokið daginn eftir, en hraunrennsli var mjög lltiö. Sig lands viö gosiö varö mjög mikiö en þaö mældist allt aö 20-30 senti- metra stytting á llnum, sem voru 2-3 kilómetrar á lengd. Útsvarshækkun á hægri leið í gegn um þingið A þriöjudag var samþykkt á Alþingi, neöri deild, tillaga um aö heimila sveitafélögum aö hækka útsvar úr 11% i 12.1%. Tillagan var samþykkt meö 20 atkvæöum gegn 17. Tillögum um aö I staö útsvars- hækkunar fengju sveitafélögin framlag úr ríkissjóöi af tekjum rikissjóös af söluskatti var felld. Aö lokinni umræöu um máliö, var málinu vlsaö til þriöju um- ræöu i neöri deild, en eftri deild á svo eftir aö fjalla um máliö. alþýðu Ijj FrT'TT'M Fimmtudagur 20. mars í STYTTINGI Fáar sýningar eftir af stundarfriði Sýningum fer nú aö fækka á STUNDARFRIÐI eftir Guömund Steinsson, sem frumsýnt var I Þjóöleikhúsinu fyrir um þaö bil einu ári siöan. Veröur 70. sýning verksins næst komandi miöviku- dag 26. mars. Ekkert Islenskt leikrit hefur hlotiö aörar eins vin- sældir á stóra sviöinu og STUNDARFRIÐUR og hafa nú 34 þúsund áhorfendur séö sýninguna og fenngiö góöa skemmtan af þeirri broslegu lýsingu á islenskum veruleika sem boöiö er upp á. Stærstu hlutverkin eru I höndum Kristbjargar Kjeld, Helga Skúlasonar, Þorsteins 0. Stephensen, Gu Stærstu hlutverkin eru i höndum Kristbjargar Kjeld, Helga Skúlasonar, Þorsteins O. Stephensen, Guöbjargar Þorbjarnardóttur, Siguröar Sigurjónssonar, Guörúnar Lilju Þorvaldsdóttur og Guðrúnar Gisladóttur. Stefán Baldursson er leikstjóri sýningarinnar, en leik- myndin er eftir Þórunni Sigríöi Þorgrimsdóttur. Erindi um Bertil Thorvaldsen Þriöjudaginn 25. mars kl. 20:30 heldur forstjóri Thorvaldsens- safnsins i Kaupmannahöfn DYVEKE HELSTED erindi meö litskyggnum um Bertel Thorvald- sen. Dyveke Helsted (f. 1919) lauk magisterprófi I listasögu 1951, og þegar áriö 1954 varö hún safn- vöröur viö Thorvaldsens-safniö og svo forstjóri þess 1963. Hún hefur ritaö nokkrar bækur um fyrri tima listir I Evrópu en þó einkum meö tilliti tii Danmerkur og þar af leiöir, aö hún hefur einnig fjallað um Thorvaldsen. Um og eftir aldamótin var list Thorvaldsens ekki talin sérlega áhugaverö, en upp úr 1950 tók aftur aö vakna áhugi á verkum hans, og tekiö var aö setja upp stórar sýningar á þeim, og hefur þaö verið I verkahring Dyveke Helsted sem forstjórá safnsins aö sjá um uppsetningu á þeim, og meðan hún dvelst I Norræna húsinu hyggst hún m.a. athuga, hvort unnt veröi aö setja upp sýn- ingu á verkum Thorvaldsens i Reykjavik. Regftur um kjör farandsfólks Félagsmálaráðherra hefur skipaö nefnd til þess aö kanna gildandi lög og reglur um kjör og aöbúnað farandverkafólks, þar meö taliö erlent verkafólk hér á landi, og gera tillögur til úrbóta I þeim efnum. I nefndinni eru Arnmundur Backman, hdl, formaður nefnd- arinnar Jósef Kristjánsson, starfsmaöur Baráttuhóps farand- verkafólks, Asmundur Stefáns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, Þor- steinn Pálsson, framkvæmda- stjóri VSl, Jón S. Ólafsson, skrif- stofustjóri i félagsmálaráöu neytinu og Ingimar Sigurösson, deildarstjóri i heilbrigöisráöu- neytinu. Nefndin skili áliti innan þriggja mánaöa. Kröflugos. Þaö hefur lengi legiö þaö orö á islenskum embættismönnum og stjórnmálamönnum, sem sendir eru til útlanda i opinberum erindagjöröum, aö þeir lifi þar óþarflega hátt, en vinna þeirra verði oft lítil. Þetta er mjög svo oröum aukiö og illmenni ein og aumingjar sem sllkum sögum dreifa.Þeir rógberanna, sem vita betur, eru eflaust illgjarnar smá- sálir. Þaö vill svo til, aö skýrsla ein, sem sannar ööru betur, aö opin- berar sendinefndir eyöa ekki tima sinum til einskis, hefur nú borist Þagli, og eftir lestur hennar má hann óhræddur full- yröa, aö þeir vinna sln störf af fórnfýsi og dáö, oft viö hinar erfiöustu aðstæöur. Sem dæmi má nefna aö nefndir þessar þurfa aö umgangast fjöldan allan af útlendingum vegna starfa sinna, og þaö er ekki heiglum hent! Skýrsla sú, sem Þagall fékk senda, og hann mun nú birta kafla úr, til þess aö hreinsa sendimenn þjóðarinnar, var gerö af einum slikum sendimanni, og fjallar hún um sendiför sem maöurinn fór, ónefndra erindageröa, til Austan- tjaldslands. Þaö, sem ekki síst vekur athygli, er þaö hversu sterkt hin mannlegi þáttur kemur fram i skýrslunni, og er þar hrakinn sá leiöi áburöur á útsend- arastéttina, aö hún sé gegnum- sneitt of stlf og formal. Með þvl aö lesa hina völdu kafla, sem hér veröa birtir, má fá mikla innsýn i hugarheim útsendarans i ókunnum löndum. Viö skulum taka upp þráöinn, þar sem útsendarinn, er staddur I Hamborg, sem var óhjákvæmi- lega áfangastaöur á ferö hans austur fyrir járntjald, þvi þar RATSJÁNNI áttihann aöbitaog slást I för meö útsendurum annars valdssviös: „Ég skrifaöi mig inná hóteliö, siöan hringdi ég i lslending sem er búsettur i Hamborg.... og endaöi meö að hann bauö mér á sumarhúsa- sláttuvéla- og biia- sýningu sem var aö ljúka þennan dag i borginni og var i 12 sýningarhúsum, sem hvert um sig var eins og Laugardalshöllin, slðan ók hann mér á hóteliö aftur, þá var kl. oröin 19, fór ég þá og „Viö hittumst allir sex niöri. ípg var) ákveöiö aö fara I mat upp á efstu hæö hótelsins kl. 21. Þar bauö........okkur öllum I mat en þarna var útsýni yfir Dóná þvi hótelið stendur viö bakka þessarar frægu ár.” Þaö er eflaust smámunasemi og sparðatiningur, en Þagli finnst yanta i þessa lýsingu hvaö var borðaö. Þaö dregur óneitanlega úr ánægju manns meö þessa, aö ööru leytimjög lifandi frásögn, aö DONA SVO BLA hitti Jan, hann var þá vaknaöur og baö ég hann aö hafa samb. viö mig þegar þeir félagar færu aö boröa um kvöldiö, fór svo i her- bergiömitt. Þegar kl. var oröin 22 leist mér ekki á blikuna og fór aftur til Jans, félagar hans voru þá ekki komnir svo viö fórum og fengum okkur aö borða og fórum svo að sofa. ” Hér má geta þess, til skýringar, aö sumarhúsasláttuvélar þær sem getiö er aö ofan, eru vélar, sem hugvitsamur Þjóöverji hefur fundiö upp, til þess, aö senda til bankastjóra aö slá lán fyrir sumarhúsum. Hvaö varöar félag- ana, sem ekki voru komnir kiukkan 22, þá veröur Þagall aö segja i fyllstu hreinskilni, aö honum llst heldur ekki á blikuna, þaö skyldu þá ekki vera þessir þokkapiltar, sem óhróöurinn hefur sprottið upp út af? Leiöum þessar hugsanir hjá okkur og höldum áfram viö lestur skýrslunnar. Nú er hetja vor komin á áfangastaö, fyrir austan járntjald, og þar tökum viö upp þráöinn aö nýju: reka sig á svona viröingarleysi fyrir lesandanum. Nú förum viö fljótt yfir sögu, en þaö er vert aö taka fram, aö á næstu dögum var útsendaranum og félögum hans tvisvar boöið I mat, og I BÆÐI skiptin láöist skýrslugeröarmanni aö geta þess hvaö var á boöstólum! Enn mun þó Þagall sýna þoiinmæöi og nú komum viö aö slöasta kvöldi útsendara viö bakka Dónár: ,,..þá notaði ég tækifæriö og fór i göngutúr um nágrenniö, skoöaöi mig um og gekk meöfram Dóná og vföar i um 2 1/2 klst., kom svo heim á hótel og fór I baö þvi viö ætluðum i Óperuna um kvöldiö kl. 19. Viö fórum þangaö fjórir saman og sáum „óperuna Brúökaup Fígarós”, eftir þaö fórum viö heim á hótel og upp á efstu hæö og drukkum bjór I til- efni þess aö þetta var siöasta kvöldiö okkar...:• Fórum svo aö sofa um kl. 23:30.” Hér sjáum viö embættismanninn i hvild. Gangandi um og njótandi náttúrufeguröarinnar. Notandi tækifæriö sem honum býöst til þess aö feröast, notandi þaö. rétt. til þess aö útvlkka sjóndeildar- hring sinn og skoöa sig um meöai almúgans iútlöndum. Hver getur framar talað um stifa og kalda embættismenn, eftir aö hafa séö þessa fagurlega dregnu mynd af mannlegum þáttum sendimanns? Nú komum viö aö lokakafl- anum i feröasögunni. Þar munum viö sjá þaö fegursta og sorglegastasem fyrir getur komiö I lifinu, skilnaöar- stundina. Hér sjáum viö feröa- langinn kveöja sina dyggu félaga, félaga, sem hafa með honum staöiö I mannraunum og talaö viö útlendinga. Þessi kafli mun vinna sér sess i bókmenntasögunni! „ Laugardagurinn 23.02.” Ég lét vekja mig kl 6.30, fór i baö, gekk frá farangrinum og fór svo i morgunmat ásamt feröa- félögunum, siöan tókum viö leigubil út á flugvöll, létum skrá farangurinn inn og þá var komiö aö þvi aö leiöir skildu, þeirra flug tilK.b.h. kl. 8:40, mitt flug áleiöis til Frakklands var kl. 9:15. Siðan kvöddumst viö meö óskum um góöa ferö og góöa heimkomu. Var ég nú aftur orðinn einn á ferö.” Takið eftir þvl, meö hvilikri karlmennsku, ró og stillingu, þessari erfiöu reynslu er mætt. Ekki kvartaö og kveinaö, né barið sér á brjóst. Nei, sýnd er hetju- lund, dugnaöur, djörfung og drengskapur! Hér hefur okkur opinberast sannleikur. Sllkir menn eru salt jaröarinnar! Hvorki meira né minna! Risiö úr sætum, takiö ofan og sýniö viröingu yöar meö hálfrar minútu þögn. — Þagall.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.