Alþýðublaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 19. apríl 1980 Vilmundur Gylfason: Aukið lýðræði í Verkalýðshreyfingu A miövikudag mælti Pétur Sigurösson tyrir frumvarpi sem hann flytur á Alþingi um hlut- fallskosningu i verkalýösfélög- um. Pétur leggur til aö ef fleiri en 300 manns eru I verkalýös- félagi og ef 1/5 hluti félagsmanna svo iskar, þá veröi aö fara fram hlutfallskosningar i félaginu. Pétur Sigurösson lagöi á þaö áherzlu i framsöguræöu sinni, aö ekki væri ráölegt aö samþykkja frumvarpiö fyrr en aö fenginni umsögn Alþýöusam- bandsþings aö hausti. Herra forseti. Þaö frv. sem hér er til umræöu, og flutt er af háttvirtum þingmanni Pétri Sigurössyni, og fleirum raunar, hygg ég vera skynsamlegt frumvarp. Ég vil lýsa þeirri skoöun minni strax, aö ég hygg þær breytingar, sem hér er ver- iö aö leggja til, séu af hinu góöa. Ég hygg einnig að þaö sé rétt hugsun, sem fram kemur i 1., og einu gr. raunar, þessa frum- varps, sem sé sú, að skilyrða þetta meö þeim hætti, aö ef 1/5 hluti félagsmanna krefst þess eða fer fram á þaö, aö hlutfalls- kosningar séu teknar upp i félögum launþega, þá eigi þeir rétt á sliku. Ég vil oröa þaö svo , aö hér sé ekki um þaö aö ræöa, að verið sé að niöast á réttindum verkalýðsfélaga eöa félaga launafólks, heldur sé þvert á móti verið aö vernda rétt minni hluta hóps. Og ég er jafnvel þeirrar skoðunar, að þetta sé of hátt hlutfall. Þetta hefði mátt vera 1/10, þ.e. tiundi hver félagsmaður ef hann fer fram á slikar hlutfallskosning- ar, þá sé það skylda i félögum yfir ákveðinni stærð, aö viðhafa slikar kosningar. Gott frumvarp En, sem sagt, ég vil visa þeg- ar i stað á bug rökum af þvi tagi, að hér sé verið aö ganga inn á hið frjálsa félagakerfi. Ég held þvert á móti, að þaö eigi að vera starf Alþingis, m.a., aö vernda réttindi hvers konar minni- hlutahópa i samfélaginu og ef i launþegafélagi er minni hluta- hópur og 1/5 eða fimmti hver félagsmaður, það er þá orðinn býsna stór minnihluta hópur, og ef slikur minnihlutahópur krefst þess að njóta þessara félagslegu réttinda, sem hlutfallskosning- ar vissulega eru, þá á hann að vera lögverndaður með slikar sinar kröfur. Sem sagt, ég Itreka þá skoðun mina, að ég hygg almennt talað sé þetta frumvarp af hinu góöa, og ég held lika, að það sé bæði vel og snyrtilega fram sett, þannig að fyrir þvi ætti að geta verið meirihluti fulltrúa hér á hinu háa Alþingi. Það er auðvitað aldrei ofsagt, að verkalýösfélögin i landinu eru orðin feikilega öflugur hluti stjórnkerfisins. Þaö er jafn- vel talað um, að aðilar vinnu- markaðarins myndi hinn fjórða meið stjórnarskrárinnar, að það sé ekki lengur um þriskiptingu valds að ræða i framkvæmda- vald, löggjafarvald og dóms- vald heldur séu aðilar vinnu- markaðarins orðnir hinn fjórði armur. Þekktir, viðurkenndir og virtir lögfræðingar hafa haldið þessari skoðun á lofti. En það er auðvitað fariö út fyrir efni þessa máls, ef sú hugmynd út af fyrir sig er gerð að um- ræðuefni, en engu að siöur þá lýsa þessar skoðanir þvi, að við erum ekki að tala hér um smá- vaxið mál. Þá má nefna eins og hér kom fram i framsöguræðu hjá hátt- virtum framsögumanni, að armar launþegafél. teygja sig viða. Félagsgjöld mynda háa upphæð. Lifeyrissjóðir og aðrir slikir sjóðir: Þetta eru orönar svo risavaxnar upp- hæðir, að það skiptir miklu máli, að svo sé um hnúta búið, að raunverulegt lýðræði I þess- um félögum sé mikið. Lýðræði f SÍS Ég vil skjóta þvi hér inn að þe'tta frumvarp er náskylt frumvarpi, sem flutt var hér á næstliönu þingi af háttvirtum þingmanni, sem þá var, Finni Torfa Stefánsyni og ásamt okk- ur fleiri jafnaðarmönnum. Þetta var lýðræði i Sambandi isl. samvinnufélaga, en eins og allir vita, sem um það vilja vita, þá er i Sambandi isl. samvinnu- félaga eins konar þrepalýðræði, og óravegur frá æðstu stjórn, framkvæmdastjórn og „niður” til hins, og ég undirstrika þessi orð, niður til hins almenna félagsmanns. Það sem við jafn- aðarmenn þá lögðum til og hlustuðum fyrir vikiö á ein- hverjar „hysteriskustu” um- ræður sem ég hef heyrt hér á hinu háa Alþingi, að það sem við lögðum til var það, að æðsta stjórn samvinnuhreyfingarinn- ar væri kosin beinni kosningu af öllum þeim, sem i kaupfélögum eru félagar, með einum eða öðrum hætti. Þetta náði ekki fram að ganga en við höfum i okkar hóp rætt um að endurflytja þetta frum- varp hér á þessu þingi. Ég vil aðeins vekja athygli á skyld- leika þessara tveggja mála. Ég hygg að frumhugsunin sé sú sama i báðum tilvikum Sagan heldur áfram En til þess að koma aftur að launþegafélögunum, þá er það auðvitað ljóst, að þó að stofni og hugmyndum og hugsjónum séu þetta sömu félögin og þau sem stofnuð voru á árunum fyrir og eftir 1916, þá hefur margt breyzt. Þessi félög eru viða auð- vitað miklu fjölmennari, enda þjóðfélagið allt orðið fjölmenn- ara. Þeir eru ekki lengur að berjast fyrir sömu frumþörfun- um og barist var á bernskuár- um verkalýðshreyfingarinnar, guði sé lof fyrir það, Ma. fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinn- ar sjálfrar þá er allur þorri félagsmanna hennar ekki leng- ur nauðþurftafólk, heldur er þetta orðiö oft fólk i góðum áln- um. Svo er verkalýðshreyfing- unni sjálfri ekki sizt fyrir að þakka, en jafnframteru þó félög þau sem hér um ræðir ekki leng- ur fátæk félög, heldur stundum forrik og beinlinis bákn. Og vegna þess að það er svo, þá auðvitað hefur einhvers staðar hugsjónaljóminn kannske föln- að eitthvað. Þetta er rekið meira eins og fyrirtæki og minna eins og hugsjönafélags- skapur og það þarf ekki að vera eingöngu af hinu illa. Það bein- linis getur verið af hinu góða. En vegna þessara breyttu að- stæðna, þó að meiðurinn sé auð- vitað sá sami, vegna þessara breyttu aðstæðna, þá þurfum við að hugsa margt i þessari hugmyndafræði alveg upp á nýtt. Réttur minnihluta Og eitt er það mál, sem hér er verið að leggja til. Það hlýtur auðvitað að vera,hugsum okkur hvaö félag sem ég hygg að telji á 5 þúsund manns, eins og Dags- brún i Reykjavik eða Verzlunarmannafélag Reykja- vikur, sem telur hátt i 10 þús. manns. Auðvitað hlýtur það að vera óþolandi að 40% minni hluti hafi enga möguleika á þvi, að koma manni i stjórn þessara félaga. Og auðvitað vitum við lika af hverju þetta er svona. Þetta er varnarkerfi oft, ég er ekki að tiltaka þessi sérstöku felög heldur lýsa málinu al- mennt, þetta er varnarkerfi til- tölulega mjög þröngs valda- hóps, sem kannske fyrir árum eða áratugum hefur sezt að völdum i félagi og hefur oft með illa auglýstum aðalfundum, löngum og leiðinlegum og svo RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍ TALINN M)STC®ARLÆKNIR óskast á tauga- lækningadeild til 6 mánaða frá 1. júni. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 12. mai n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir i sima 29000. Fjórar ársstöðuv AÐSTOÐARLÆKNA við lyflækningadeild eru lausar til umsóknar. Tvær stöður veitast frá 1. júli en hinar frá 1. ágúst. Umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitlanna fyrir 2. júni n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar i sima 29000. H JtJKRUN ARFRÆÐIN GUR Óskast til sumarafleysinga i lyf jagjafir á geisladeild Landspitalans. Dagvinna. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri röntgendeildar i sima 29000. MATSVEIN eða HÚSMÆÐRAKENNARI óskast i eldhús Landspitalans. Upplýs- ingar veitir yfirmatráðskona i sima 29000. KÓPAVOGSHÆLI HJtiKRUNARSTJÓRI óskast að Kópa- vogshæli. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 21. mai n.k. Upplýs- ingar veitir yfirlæknir i sima 41500. Reykjavik, 20. aprll 1980. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Eiriksgötu 5 — Sími 29000 Paul Sartre 1905-1980 Jean-Paul Sartre var án efa einn mesti andans maður tuttugustu aldar. Og hann var ekki einungis mikilvirkur höfundur heimspekirita, skáld- sagna, leikrita, bdkmenntarýni ogstjórnmálaskrifa, heldur lika áhrifamikill baráttumaður fyrir sannfæringu sinni. Svo að dæmi sé tekið ögraði hann á valdatiö de Gaulles frönskum stjórnvöldum með lögbrotum I þeim tilgangi að vekja athygli á málstað einhverra byltingar- sinna , sem honum þótti fyrir borð borinn. En áður en kom ti lögregluaðgeröa gegn honum Gaulle sjálfur i' taumana meö fleygum orðum: „Við fang- elsum ekki Voltaire!” De Gaulle skrifaöi Sartre lika persónulegt bréf um sömu mundirog ávarpaðihann „kæri meistari”: i þvi ávarpi fólst sá virðingarvottur forsetans — nema það hafi átt að vera broddur — að þaö er heföbundið ávarp félaga I frönsku akademi- unni. En i akademiuna var Sartre aldrei kjörinn, þó svo hann væri ókrýndur konungur fransks menntalifs I meira en þrjá áratugi. Eitt helzta einkenni á menntalifi Evrópu frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og fram undir okkar daga hefur verið að rithöfundar og aörir mennta- menn og listamenn hafa gjarn- an fylgt öfgastefnum i' stjórn- málum, fasisma eða kommun- isma. Þessa fylgispekt við alræöi og ofbeldi kallaöi franski heimspekingurinn Julien Benda „trahison des clercs” — svik menntamannanna — og átti þá við aö menntamenn tuttugustu aldar heföu brugðizt þeim hug- sjónum frelsis og upplýsingar sem þeir einir gætu gætt og ættu aðgæta þótt afgangurinn af ver- öldinni gengi af göflunum. Margt bendir til þess hin siöari ár að þessi svikatimi sé nú liðinn. Fasisminn er nú endanlega horfinn úr Evrópu- sögunni að þvi er virðist, með fallieinræðisstjórnanna á Spáni og I Portúgal. Og kommúnism- inn virðis vera 1 andarslitr- unum, að minnsta kosti sem stjórnmálastefna sem laðað geti að sér hugsandi fólk, þó svo að lögreglurikin I Austur-Evrópu og Asiu eigi kannski eftir að standa enn um skeiö við efna- hagslega eymd og andlegt volæði. Ef hér er rétt til getið, þá var Sartre siðasti höfuðsnill- ingur þessa liöna tima: hinn siðasti andans jöfur Evrópu sem „kennditili stormum sinna tiða” með þeim hætti sem Islendingar þekkja bezt af sögu Halldórs Laxness. Sartre' taldi það skyldu sina að leggja þjáðu mannkyni lið með þvi meðal annars að þegja sem fastast um þrælabúðir Stalins þegar upp um þær komst, þvi játningar annarra eins stórglæpa og þar voru drýgðir yröu ekki annað en vatn á myllu óvinarins, borg- arastéttarinnar og auðvaldsins. Halldór Laxness var einn þeirra menntamanna þessa timabils sem iðruðust og skrifuðu játningarit I yfirbóta- skyni. Svavar Gestsson heil- brigðisráöherra gaf þá skýringu á sinnaskiptum Halldórs á sinum tima að auðvaldsmang- arar hefðu hlaðið undir hann silkipúöum og skvett á hann likjöri, þá væri ekki að sökum aö spyrja. Sartre þáöi ekki sin Nobéls- verðlaun, og hann taldi sig ein- hvers konar byltingarsinna allt til æviloka. Nema það ætti að teljast til marks um nokkur sinnaskipti sem geröist I fyrra og Alþýðublaöiö sagöi frá i vetur („sögulegar sættir” Abl. 12.1.1980) þá gerðistSartreallti einu bandamaöur fjandvinar slns Raymonds Aron og snerist gegn kommúnistum I Vietnam sem hann hafði áöur stutt með ráðum og dáð. Aron orðaði það svo að loksins, loksins hefði Sartre skipað sér undir merki óbrotinna mannréttinda öld- ungis fyrirvaralaust. Alþýðublaðið minnist Sartres með þvi að birta minningarorð sem Þorsteinn Gylfason háskólakennari i heimspeki flutti i Rikisútvarpið að kvöldi hins 16. april

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.