Alþýðublaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. apríl 1980 fráhrindandi, að þarna nenna ekki að koma nema nærri þvi „félagslegir maniakkar”, aðrir koma ekki á slika fundi og þann- ig er völdunum haldið ár eftir ár. Þetta þekkja auðvitað allir, sem nálægt slikum málum hafa komið eða tekiö þátt i félagslifi yfir höfuð að tala. Og enn eitt hefur breytzt lika. Hér á árum áður og frumárum verkalýðs- hreyfingarinnar, þá gerði verkalýösfélagið meira heldur en að annast kjaramál. Þetta voru bókmenntafélög, þetta voru skákklúbbar, þetta voru iþróttafélög. Félagslifið hefur breytztogorðið fjölþættara, guði sé lof fyrir það. (Gripiö fram i: Og stúkur lika?) Jafnvel. Núna tefla menn skák i skákklúbbum eða stunda sinar iþróttir i iþróttafélögum og fá sina and- legu næringu annarsstaðar. Það er af hinu góða. En það auðvitað þýðir það, að starfsvettvangur launþegahreyfingarinnar hefur i raun þrengst, jafnvel þó að boðið sé upp á sömu fjölbreytni og áður. Fjölbreytni i félagslif- inu almennt hefur töluvert breytt áherzlum þessarar starf- semi. Af þessu dreg ég þá ályktun, að það sé lýðræðislega og . félagslega rétt, að kosningar i stórum verkalýðsfélögum, ég skal út af fyrir sig ekki segja, hvort talan 300 er nákvæmlega sú rétta, það er auðvitað flókið matsatriði, én að það sé engu að siður lýðræðislega rétt, að fara svona að. Alþingi og samráð Hitt er svo annað mál og ork- ar auðvitað alltaf tvimælis og vekur alltaf spurningar: Er Alþingi nákvæmlega rétti vett- vangurinn til þeSs að taka ákvörðun af þessu tagi? Hátt- virtur þingmaður Pétur Sigurðsson endaði raunar mál sitt á þvi, að leggja til að þetta frumvarp yrði sent Alþýðu- sambandsþingi til umfjöllunar. Ég er honum sammála um það, að þegar háttv. Alþingi, þó ég sé beinlinis trúaður á, að hér sé um rétt frumvarp að ræða, þá er auðvitað samráð af hinu góða a.m.k. fyrst I stað. Samráð við launþegaforustu hefur sina galla, héfúr þá galla, að það er hætta á þvi, að þar sé verið að hafa samráð við aöila, sem beinlinis eiga hagsmuna að gæta i þvi að svona frumvarp verði ekki samþykkt, jafnvel þó að allur þorri félagsmanna sé gagnstæörar skoðunar. Þaö er valdakerfið að verja sig og sú hætta er auðvitað alltaf og ævin- lega fyrir hendi. En engu að siður, þetta frum- varp er skylt öðrum hugmynd- um, sem menn hér hafa verið að velta fyrir sér, skylt, frumvarpi sem mælt var fyrir hér i fyrra og ég hef þegar gert grein fyrir. Verkalýðs- hreyfingunni fjandsamlegt Þvi má aldrei gleyma, að þetta frumvarp á ekkert skylt við þann öfgafulla og oft dólgs- lega áróður gegn verkalýðs- hreyfingunni, sem i vaxandi mæli hefur verið haldið á lofti af svokölluðum nýfrjálshyggju- mönnum erlendis og lærisvein- um þeirra hérlendis. Það kemst ekkert þjóðfélag af án sterkrar og voldugrar launþegahreyfing- ar. Og alveg eins og atvinnu- fyrirtæki eru misjafnlega sterk, en mörg þeirra eru sterk og það er af hinu góða, þá verða auðvit- að launþegar lika aö hafa sin sterku samtök til þess að verja hagsmuni sina og félagsmanna sinna, og sækja fram til betra ,lifs. Ég vara við þvi, aö vera að blanda framsöguræðu fyrir frumvarpi eins og þvi sem við hér erum að ræða eöa oröum minum, rugla þvi saman við hinn dólgslega áróður gegn verkalýöshreyfingunni. Hug- myndir eins og þær, aö verka- lýðshreyfingin eins og hægri „intelligentar” á Bretlandi halda mjög stlft fram og hafa gert um margra ára skeið, að allt sé frá verkalýöshreyfing- unni komið, slikar hugmyndir geta veriö sjónhverfingar. Ég lit ekki svo á og enda var þaö ekki að heyra á framsöguræöu hv. framsögumanns fyrir þessu frumvarpi að þetta sé verka- lýösfjandsamlegt frumvarp. Ég játa þaö, aö ég hef oft heyrt þessi orð um sjálfan mig, og i minum eigin flokki, að ég sé verkalýðsfjandsamlegur maö- ur. Ég er sannfæröur um að það byggist á misskilningi þeirra sem slik orö láta falla. En engu að slður, ég er þeirrar skoðunar alveg eins og fram kemur hjá hv. framsögumanni, að verka- lýðshreyfingin sé um margt fé- lagslega steinrunnin, að fyrir þvi séu ástæður, þ.e. þetta sé ekki alfariö tilviljum. Þetta sé vörn valdakerfis sem situr og hefur setið. Ég er þeirrar skoð- unar, að þessu frumvarpi sé ætlaö að kippa I spotta réttlætis þar um. Skyldur alþingismanna Ég er þeirrar skoðinar að það séu rétt vinnubrögð eins og lýst var hjá hv. framsögumanni. Höfum svo mikið samráð við svo marga sem mögulegt er, en þó endanlega er það Alþingi, sem slikar ákvarðanir tekur og jafnvel þó það kæmu neikvæðar umsagnir frá verkalýðsforyst- unni hér um,þá er ég sannfærð- ur um, að allur þorri félags- manna, hins almenna félags- manns, þessa venjulega manns, sem vinnur sina vinnu, teflir sina skák og leikur sinar Iþrótt- ir, að vilji hans stendur til þess, að frumvarp af þessu tagi nái fram að ganga. Sem þingmaður og kjörinn af hluta kjósenda, þá vil ég hafa samráð, en að lokum er mér skylt að taka sjálfur ákvörðun og það mun ég gera og geri ráð fyrir, að háttvirtur þingmaður Pétur Sigurðsson eigi við það, að við skulum fara okkur hægt i þessum efnum. En endanlega vil ég styðja þetta frumvarp með þeim fyrirvör- um, sem ég hef hér lýst. Ég vil að það verði að lögum. í minningu Jean-Paul Sartre Jean-Paul Sartre fæddist I Paris21sta júni 1905 og lézt þar i gærkvöldi, 15da april 1980, tæp- lega 75 ára að aldri. Hann ólst upp á heimili móðurafa sins Karls Schweitzer, sem var ná- frændi hins heimskunna læknis og trúboða Alberts Schweitzer. Æsku sinni hefur Sartre lýst i bókinni Orö.enhana er óhætt aö telja með mestu listaverkum allra sjálfsævisagna. Sartre nam heimspeki við frægasta skóla Frakka, Ecole Normale Superieure, og starfaði að námi loknu sem menntaskólakennari um skeið, unz hann sneri sér alfarið aö ritstörfum sem hann sinnti siöan þar til hann missti sjónina fyrir fáum árum. Ásamt með Bertrand Russell var Sartre hinn eini af heim- spekingum 20stu aldar, sem hlaut alheimsfrægð I lifanda lifi: þeir Russell hlutu lika báðir, einir heimspekinga, bók- menntaverðlaun Nóbels þó svo Sartre hafi neitað aö veita verð- laununum viðtöku. Og báðir neyttu þeir frægðar sinnar til baráttu fyrir betri heimi með margvislegum hætti: aö ævi- lokum Russells sem vopna- bræður. En Sartre var ekki einasta annar tveggja frægustu heim- spekinga aldarinnar: hann var lika einn mesti hugsuður ókkar tima. Ef til vill má segja að hann hafi ekki verið mjög frum- legur hugsuður: hugmynda- heim sinn sótti hann að verulegu leyti til þýzku heimspekinganna Edmunds Husserl og Martins Heidegger og austurriska sál- fræðingsins Sigmundar Freud. En þá er hins að gæta að þær hugmyndir sem hann þáði frá öðrum fágaði hann og betrum- bættiá ýmsa lund, auk þess sem hann felldi þær I frumlegt kerfi sem hann kenndi sjálfur viö til- vistarstefnu. Þaö er ekki gott að segja hvaö muni lifa i heimspeki Sartres og hvað ekki. Hann lét mótazt af heimspekihefö sem Edmund Husserl var höfundur aö og nefnd er fyrirbærafræöi. Þessi hefð má nú heita liðin undir lok sem lifandi afl I samtimaheim- spekinni. Nú virðist svo sem framtið heimspekilegra rann- sókna á þeim viðfangsefnum er Sartre ftíikst viö — einkum eðli mannlegrar vitundar — muni mótast af hugsun annarra heimspekinga en fyrirbæra- fræðinga, einkum þeirra Gott- lobs Frege og Ludwigs Witting- stein. 1 ellinni kannaðist Sartre við það að hann væri hættur að fylgjast með framförum heim- spekinnar: hann sagöist hljóta að játa að hann kysi heldur að lesa reyfara sér til afþreyingar en bækur Wittgensteins. En ódauðleiki er ekki endilega hið eftirsóknarverðasta i þessu llfi: heimspekirit Sartres voru og eru mikil afrek, hvort sem þau lifa eða ekki. Og þá eru ótalin önnur afrek hans, einkum skáldsögur og leikrit. Iris Murdoch, sem hér var á dögunum, sagöi á fundi viðræðufélags heimspekinema að skáldsaga Sartres Velgja — La Nausée — væri kannski eina heimspekilega skáldsaga ger- vallra heimsbókmenntanna? og Velgjaer lika frábær saga. Og nú skyldi enginn láta lýsingar- oröi „heimspekilegur” fæla sig frá: skáldrit Sartres eru með afbrigðum aðgengilegt lesefni. Og ég á bágt meö aö trúa þvi að þau veröi ekki lesin meðan evrópsk menning stendur. Sartre var lika tónlistarmaður ágætur, og er til eftir hann pianósónata sem ég hef að visu aldrei heyrt, en látið telja mér trú um að sé prýðilegt tónverk. Sartre og sambýliskona hans, Simone de Beauvoir, komu til Islands árið 1950, af þvi tilefni aö fyrsta útlenda leikritið sem sýnt var i Þjóöleikhúsinu var hiðfrægaleikrithans Flekkaðar hendur.Hefur Simone de Beau- voir lýst þeirri heimsókn I minningum sinum, kemur þar fram að það sem einkum vakti áhuga þeirra hjónaleysa á íslandi var rúnturinn i Reykjavik sem nú er allur. En andinn lifir. Sartre mun lika lifa. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Gyifason HÁRGREIÐSLUSTOFAN Klippingar, permanent, lagn- ingar, litanir og lokkalitanir. ÖSP MIKLUBRAUT Gefum skólafólki 10% afslátt gegn framvisun skirteinis. SSMI 24596 E RAGNHILDUR BJAR.NADOTTIR HJOHDIS STUHLAUGSDÖTTIR Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: Pipulagningamann til starfa á Akranesi. Pipulagningamann til starfa i Borgarnesi. Eftirlitsmenn til starfa i Borgarnesi. Skrifstofumann til starfa á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 26. þ.m. Upplýs- ingar veita Guðmundur Vésteinsson Furugrund 24 Akranesi, simar 93-1680 og 93-2022, og Húnbogi Þorsteinsson Borgar- nesi, simar 93-7207, 7224. Umsóknir sendist til sömu aðila. RALfflA • • KIOÐRIN tíl hjálpar heymarskertum Söludagar: 18., 19. og 20. apríl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.