Alþýðublaðið - 26.04.1980, Side 4
4
Laugardagur 26. apríl 1980
Þessir fjórir hafa haft mikið að segja við gerð kjarasamninganna i
Noregi. Ulf Sand fjármálaráðherra, Tor Halvorsen formaöur LO,
forsætisráðherrann Odvar Nordli og framkvæmdastjóri NAF, Pál
Kraby.
Samið umkaupog kjör í Noregi:
Gengið var ad flest-
um kröfum norska
Alþýðusambandsins
^Meðaltalshækkanir launa 12%
Urslitum kjarasamninga í
Noregi hefur verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu. Að af-
lokinni 15 mánaða veröstöövun
var gert ráö fyrir að verkalýös-
hreyfingin þar mundi standa
fast á kröfum sínum um bætur
fyrir þá kjaraskerðingu sem
orðið haföi á veröstöðvunar-
timabilinu.
Upp lír áramótunum setti
norska Alþýðusambandið fram
kröfur sinar og stuttu seinna
gáfu samtök atvinnurekenda
út yfirlýsingar, sem voru þess
efnis, aö ljóst þótti, að samn-
ingaviöræöurnar yrðu langar og
erfiðar. Kröfur L.O. (norska
alþýðusambandsins) voru þær,
aö launahækkanir kæmu til
framkvæmda i ár, og var miðað
við, aölaun hadikuðu um 12% að
meðaltali. Þá krafðist LO, að
meðlimimir fengju tryggingu
fyrir því, að lægstu laun yröu
ekki lægri en 87% af meðaltali
greiddra launa i iönaði. Þá lagöi
LOá það rika áherzlu, að kaup-
máttur launa yrði aukinn nægi-
lega mikiö til að ná aftur þvi
kaupmáttarstigi sem var á ár-
inu 1978.
Atvinnurekendur neituðu öll-
um kauphækkunum, en viöur-
kenndu, að vandamál láglauna-
hópa yrði að leysa á einhvern
hátt og voru tilbUnir að ganga til
viöræöna um þetta mál, á þeim
forsendum, aö þeir tekjuhærri
stilltu kröfum sinum i hóf. Þetta
var sá Utgangspunktur sem
samninganefndirnar höfðu til að
fara eftir.
Samningaviöræðurnar hafa
verið mjög erfiðar en i miðri
siöustu viku rofaðihinsvegar til.
Þá lagði sáttasemjari fram
samningsuppkast, sem i megin-
atriöum byggir á kröfum LO.
Skiljanlega hefur samninga-
nefnd LO lýst yfir bjartsýni og
atvinnurekendasambandið
NAF vissri óánægju, en almennt
er talið að þetta uppkast geti
orðiö grundvöllum samkomu-
lags, sem samþykkt verði i hin-
um einstöku stéttarfélögum.
Viðbrögð einstakra verka-
lýösfélaga hafa yfirleitt verið
jákvæð, en hins vegar hafa
sterk félög, eins og t.d. járn-
iðnaöarmannafélagið 1 Osló lýst
andstöðu sinni við samnings-
uppkastið og lagt áherzlu á aö
þeir telji að hvert félag eigi aö
semja fyrir sig, en ekki láta
heildarsamtökin semja um
rammalausn.
Þegar samningar höfðu staöið
nokkurn tima var ljóst, aö LO
kraföist áfram 12% meðaltals-
hækkunar launa. NAF haföi þá
endurskoðaö afstöðu sina nokk-
uö og buöu nU 5% almenna
launahækkun. 1 sammngsupp-
kasti sáttasemjar er gert ráð
fyrir að almennar meðaltals-
hækkanir kaups verði 12%. Gert
er ráð fyrir að grunnkaups-
hækkanir veröi ca. 5% en aö
öðru leyti verði hækkanir
meðaltalshækkanir slikar að
samanlagt verði hækkunin 12%.
1 uppkasti sáttasemjara er
einnig gert ráö fyrir að hinum
lægst launuðuveröi tryggö laun,
sem ekki séu lægri en 85% af
meðaltalslaunum á LO/NAF
svæðinu. LO hafði sett fram þá
kröfu að þetta hlutfall yröi 87%,
en NAF vildi eins og áður sagði
ekki ræöa þetta nema það fengi
tryggingu fyrir þvi að launa-
skrið yrði stöðvað, eða þvi sem
næst.
1 uppkastinu er gert ráö fyrir
að launaskrið nemi þremur
prósentum, en það er svipað þvi
sem LO hafði gert ráö fyrir þeg-
ar þeir settu fram sinar kröfur.
Þá er gert ráð fyrir að rikis-
sjóöurinn norski komi til móts
viðhina lægstlaunuðu og veiti fé
I tryggingasjóðinn, sem til var
og á að tryggja hinum lægst
launuöu lágmarkslaun, LO
hafði gert ráð fyrir aö rlkis-
sjóður veitti mun meiri fjárhæð
I þennan tryggingasjóð en gert
hefur verið. Talið er aö rikis-
sjóður muni standa straum af
ca. fjórum prósentum launa-
hækkunarinnar. NAF hafði
krafist þess að rlkið yki ekki
framlög sin til þessa sjóðs , en
reyndi heldur aö spara í rikis-
rekstrinum.
Eins og áður sagði hafa þessir
samningar stáðið lengi og
margt gengiö á áður en samn-
ingsuppkastiö fæddist LO var
mjög hart á þeirri linu að fá
bætur fyrir 15 mánaöa verð-
stöövun og NAF gerði haröar
árásir á launakerfiö og vildi af-
nema mörg þau réttindi sem
verkalýðshreyfingin hefur náð á
undanförnum árum, auk þess
sem NAF óskaði eftir þvi að
verðstöðvunin yrði framlengd.
Eins og málin lita út i dag
veröur að meta stöðuna þannig,
að LO hafi unniö mikinn sigur i
samningamálunum. Verö-
stöövunin var ekki framlengd
og gengiö hefur verið að flestum
þeim kröfum sem LO settu
fram. Samkomulagiö á eftir að
staöfesta af einstöku stéttar-
félögum og atvinnurenendum,
en liklegt er talið, að svo verði
gert. Þrátt fyrir striðsyfirlýs-
ingarNAF í upphafi samninga-
viðræðnanna hefur LO tekist aö
rétta hlut meðlima sinna nokk-
uð eftir fimmtán mánaða verð-
stöðvun og er þaö vel.
—HMA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN P
^ '^Klippingar, permanent, lagn- Pingar, iitanir og lokkalitanir. MIKLUBRAUT 1
Gefum skólafólki 10% afslátt
gegn framvfsun skirteinis.
Í 1 R AONHíLLJUR b jaríw ado t t !F
lOi ÍVÍ I HJÖHDIS STUKLAUGSDÓTTIR
NOKKUR ORÐ UM BÓKINA,
UPPREISN FRÁ MIÐJU:
Forsendur höfunda
eru þær, að hagvöxt-
ur hafi stöðvast
•NIÐURSTÖÐURNAR BÉRA KEIM AF
HUGMYNDUM RÓMARKLÚBBSINS
Þegar bókin Uppreisn frá
miðju, eða Oprör fra midten, eins
og hún heitir á frummálinu, kom
út I Danmörku, fyrir rúmum
tveim árum siðan, fekk húm mjög
misjafna dóma gagnrýnenda. Svo
einkennilega sem það kann að
hljóma voru viðbrögð gagnrýn-
enda að hluta landfræðilega
ákvörðuð. Kaupmannarhafnar-
blöðin, einkum hin borgaralegu
blöð, tættu bókina niöur, en hins
vegar voru landsbyggðarblöðin
mun jákvæðari i dómum sinum
og mörg landsbyggðablaðanna
hrósuðu bókinni mjög.
Bókin hefur verið
gagnrýnd harðlega
Það vakti einnig nokkra athygli
iumræðunum um bókina, að jafn-
aðarmenn, eða réttara sagt for-
ystumenn jafnaðarmanna, gagn-
rýndu bókina harðlega. Gagnrýni
þeirra beindist einkum að þeirri
þjóðfélagsgreiningu, sem fram
kemur I bókinni. 1 framhaldi af
þvi, gagnrýndu þeir þá þjóðfé-
lagsskipan, sem höfundarnir
setja upp sem valkost við hið
vestræna allsængtarþjóðfélag.
Hugmyndum höfunda bókarinnar
var hafnað, sem óraunsæjum,
draumórakenndum millistéttar-
hugmyndum um frelsað samfé-
lag.
Vissulega er hægt að gagn-
rýna verkið með tilliti til þeirrar
samfélagsskipunar, sem höfund-
arnir setja upp. En hinu verður þó
ekki neitað, að dregnar eru upp
myndir, og sýnt fram á mótsetn-
ingar, i danska samfélaginu, sem
vekja hressilega til umhugsunar.
Þá verður að hafa það I huga, að
höfundarnir höfðu ekki i hyggju
að búa til nýtt samfélag á prenti,
sem menn gætu vonast til að yrði
að raunveruleika i einu vetvangi.
Tilgangur höfundanna var fyrst
og fremst sá, að vekja fólk til um-
hugsunar um helztu þætti dansks
þjóðfélags, að sýna fólki fram á
aö velferðarþjóðfélagið stendur
ekki eins traustum fótum og al-
mennt er talið. Þetta hefur tekizt.
Umræður um bókina hafa orðið
mjög miklar og fáar bækur aðrar
hafa vakið aðra eins athygli og
bókin um misbresti danska sam-
félagins.
Bók eins og þessi takmarkast
hins vegar ekki við eitt land.
Margt það sem höfundar draga
fram gildir i hvaða vestræna iðn-
aðarriki sem er. Þess vegna hefur
bókin lika gildi fyrir okkur
Islendinga.
Vinstri menn gagnrýndu bókina
einnig frekar hart. Þeir töldu að
höfundarnir gerðu lítið úr stétta-
baráttunni og mótsetningunni
milli launafólks og atvinnurek-
enda, — milli þeirra sem kaupa
vinnuaflið og þeirra sem til-
neyddir eru að selja það. Að öðru
leyti þóttust vinstri menn sjá
Marx hér, og Marx þar, og voru
heldur jákvæðari i garð bókarinn-
ar en jafnaðarmenn, þegar ljóst
varð, hve mikla athygli og út-
breiðslu bókin fékk.
Hin svokölluðu frjálshyggjuöfl
'lýstu náttúrulega fyririitningu
sinni á bókinni. Bókinni var lýst
sem einfaldri og rómantiskri bók,
sem lægi nær þvi að vera skáld-
saga en alvarleg umfjöllun um
samfélagsmál. Höfundarnir svör-
uðu þessari gagnrýni með þvi að
segja, að þeir sem vildu ekki
kannast við staðreyndir væru
rómantiskir, en hinir, sem viður-
kenndu raunveruleikann eins og
hann er og gerðu sér grein fyrir,
að samfélagsvandamál þau sem
lúra undir yfirboröinu gætu haft i
för með sér alvarlegar afleiðing-
ar fyrir lýðræöið, þeir væru raun-
sæismenn.
Það er ekki ætlunin aö rekja
gagnrýni á bókina frekar, heldur
var það meiningin að fjalla um
örfáa þætti hennar, sem snúa að
greiningu höfunda á danska sam-
félaginu, eða vestrænu iðnaðar-
samfélagi yfirleitt. En fyrst örfá
orö um höfunda bókarinnar.
Þrír þekktir höfundar
slá sér saman
Höfundar bókarinnar eru þrir.
Hver þeirra mjög þekktur i opin-
berri umræðu i Danmörku, hver á
sinu sviði. Höfundarnir eru: Willy
Sörensen, rithöfundur. Hann er
mjög þekktur rithöfundur og hafa
bækur hans verið þýddar á mörg
tungumál. Smásögur eftir hann
hafa m.a. verið birtar I islenzkri
þýðingu. Hann hefur tekið virkan
þátt i þjóðmálaumræðu i Dan'r
mörku I fjölda ára og þekktur
fyrir bók sina sem fjallar um
samfélagsleg efni og heitir Uden
mál og med. Niels I. Mayer, er
prófessor við Danmarks Tekniske
Höjskole og er meölimur Rómar-
klúbbsins svokallaða. Annars er
hann þekktastur fyrir andstöðu
sina við kjarnorkuver. K. Helveg
Petersen er sennilega mörgum
íslendingum kunnur, en hann hef-
ur um langan tima verið einn for-
ystumanna stjórnmálaflokksins
De radikale venstre, sem er mið-
flokkur I Danmörku. Hann er
þekktastur fyrir afskipti sin af
skóla- og uppeldismálum.
Er Hagvöxtur
sögulegt fyrirbæri?
Það sem liggur til grundvallar
hjá höfundunum og það sem
gengur eins og rauöur þráöur i
gegnum alla bókina er sú kenning
eða skoðun, að vestræn iönaðar-
samfélög geti ekki lengur búist
við, að hagvöxtur haldi áfram i
sama mæli og hefur verið. I þessu
sambandi benda þeir á, að'
hráefnisskortur og rányrkja muni
fyrr en siðar setja svo alvarlegt
strik i reikninginn, að lýðræðis-
rikjum Evrópu sé hætta búin.
SU skoðun höfundanna, að hrá-
efnisskortur og kúgun þriðja
heims rikja, geti haft alvarlegar
afleiðingar fyrir vestrænu sam-
félögin, hefur við nokkur rök að
styðjast. Höfundarnir byrjuðu að
skrifa bókina, eða undirbúa hana
árið 1972. Tveimur árum siðar,
OFT ER VITNAÐ I
„BRANDARABÓK-
INA” Á ALÞINGI
t þessari viku sá dagsins ljós
óskalisti rikisstjórnarinnar um
mál sem hún leggur áherslu á
að afgreidd verði fyrir þingslit.
Oskalistinn hljóöar uppá að af-
greidd verði 36 frv. og 2 þáltill.
Atta þessara mála hafa ekki
veriö lögð fyrir Alþingi enn. Má
þar nefna umfangsmikil mál
eins og lánsf járáætlun og vega-
áætlun. Flest hinna málanna
eru enn I nefnd eftir fyrstu um-
ræðu i fyrri deild. Engu að síður
stefnir rikisstjórnin að þingslit-
um eftir um það bil 3 vikur, svo
ekki er ætlaður langur timi til að
afgreiða þessi mál,.
Vist er um það að öll þessi mál
fá ekki afgreiöslu á yfirstand-
andi þingi, enda þurfa mörg
þeirra itarlegrar umfjöllunar
viö. Vist er að sum þeirra munu
mæta mikilli andstöðu stjórnar-.
andstöðunnar, — og á ég þar
sérstaklega við sifellt auknar
skattaálögur, — sem rikis-
stjórnin hefur veriö iðin við að
leggja fyrir Alþingi siðan hún
tók við völdum, og ekki sér fyrir
endann á enn.
Og rikisstjórnin lætur sér ekki
nægja, stórfelldar skattaálögur
einar sér, — heldur er stefnti
stóraukna skuldabyröi I láns-
fjáráætlun, —sem enn mun með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum
magna upp verðbólguna, —• og
draga niður lifskjörin i landinu.
Samráð í orði
en ekki á borði
Rikisstjórnin brýtur ákvæði
stjórnarsáttmálans næstum
daglega með stjórnvaldsathöfn-
um sinum, enda var sá sáttmáli
réttnefndur „brandarabókin”
af einum þingmanni i umræðum
á Alþingi, og ekki af ástæðu-
lausu, aö oft er i hana vitnað á
Alþingi.
Aðhaldið I peninga- fjárfest-
ingar- og rikisfjármálum, sem
finna má i sáttmálanum er
kastaö fyrir róða og löngu
gleymt af stjórnarherrunum
enda gengiö i þveröfuga átt við
ákvæði hans.
Akvæði sáttmálans um lækk-
un Utsvars á láegstu tekjum var
framkvæmtá þann hátt að veita
heimild til hækkunar Utsvars.
Enda á það ákvæöi sennilega
bara að vera einn af „brönd-
urunum” „brandarabók” rikis-
stjórnarinnar. í kaflanum um
kjaramál segir að rikisstjórnin
muni leita eftir samkomulagi
við aðila vinnumarkaðarins um
niöurstöður kjarasamninga,
sem geti samrýmst baráttunni
gegn verðbólgu og þeirri stefnu
stjórnarinnar að jafna lifskjör
og bæta kjör hinna lakast settu i
þjóðfélaginu. — Eins og annað i
þeim sáttmála er þaö auðvitað
bara i orði en ekki á borði. Eða
hvar er það samráð? Skyldi það
margrómaða samráð kannske
bara vera einn af bröndurunum
i brandarabókinni. Ekki er úr
vegi að athuga það ögn nánar.
Þrátt fyrir ákvæðið um
samráð við verkalýðshreyfing-
una eru stórfelldar skatta-
hækkanir látnar dynja yfir,
söiuskattshækkun, benzinhækk-
un, tekjuskattshækkun, Ut-
svarshækkun, hækkun flug-
vailargjalds, jafnt á utanlands-
flug sem innanlandsflug, (þvi
ekki sizt dreifbýlisskattur), —
og að auki dynja yfir hömlu-
J