Alþýðublaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 3. maí 1980 Konur umræður um stöðu kvenna undanfarin ár. Konur i auglýsingum. Við lauslega skoðun virðist manni, að nokkur breyting hafi orðiö á sviði auglýsinga hérlendis siðustu messeri. Bæði er að meira virðist nú lagt i auglýsingar og hitt, að notkun kvenna i her til- búnum aulgýsingum viröist fara vaxandi og eru þær margar hverjar ekki af betri endanum. Eritt er að segja til um hvað þessu veldur, en harðnandi sam- keppni kemur til greina sem hugsanleg skýring. Þaö er kunnara en frá þarf að segja, að auglýsingar feröaskrif- stofa eru um þessar mundir aöal- lega byggðar upp I kringum hálf- naktar dansandi konur, eða konur liggjandi fáklæddar á baðströnd- um. Nú er út af fyrir sig ekkert við það að athuga að fólk sé léttklætt, á góðviðrisdegi, en það er athugavert þegar kvenfólki, sérstaklega, er stillt upp, fákiæddu, til þess eins að auglýsa ákveðna vöru eöa þjónustu. 1 mörgum slikum auglýsingum ganga auglýsendur svo langt, að fyrirmyndimar, sem selja eiga vöruna, eru mjög nærri því sem hingaö til hefur verið flokkað sem klám. Þá er algengt að vissir likamshlutar koninnar séu notað- ir til að selja ákveðna vörutegund og má sem dæmi taka mjólkur- afurðaauglýsinguna þar sem ung stúlka er látin sveifla brjóstum sinum framan I ungan dreng i þvi skyni að selja jógúrt, kókómjólk eða eitthvaö áiika. Þessi auglýs- ing er afar ósmekkleg og yrði sennilega bönnuð annars staðar, ef einhverjum dytti þá i hug aö gera svona auglýsingu. Heit og mjúk i morgunsárið Þá er önnur auglýsing sem vekur nokkra furöu, en það er auglýsing frá einhverri brauð- gerö. Yfirskriftin er: „HEIT OG MJOK 1 MORGUNSARIД. Þessi auglýsing fyrirstillir unga konu með bakka af brauöi, sem hún heldur á lofti. Á bakkanum eru kringlur og Sitthvað fleira. Sé auglýsingin skoöuö nánar veröur þaö augljóst, aö það er ekki kringlan, sem er heit og mjúk i morgunsáriö, heldur konan. Textinn á við konuna ekki morg- unbrauðið. Hugmyndin er senni- lega sú, að löngunin f þessa fallegu konu yfirfærist á morgun- brauðið eða að um leið og morg- unbrauöið er keypt kaupi menn konuna með. Þarna er höfðað til karlmanna, að þvi er virðist. Gengiö er út frá þvi sem visu að karlmenn langi i fallega konu og hún þannig ætluð til þess eins, að gera þá löngun að löngun i morgunbrauðið. Rök- semdafærslan er furöuleg, en öðruvisi veröur auglýsingin ekki skilin, sé mynd og texta haldið saman. Mörg álika dæmi mætti taka, sem sýna konur leggja til likama sinn i vafasömum auglýsingum og er það miöur. 1 fyrsta lagi vegna þess, að fólk á ekki að leggja likama sinn til við slikt og i öðru lagi vegna þess,aöhér er yf- irleitt á feröinni fyrirbæri, sem undirstrikar hefðbundna kyn- skiptingu eða undirstrikar hefð- bundið hlutverk kvenna og við- heldur þessu hlutverki og gerir þar meö erfiöara að breyta þessari hefðbundnu kvenimynd. Klámritin bönnuð, en fást þó i sjoppum Klámbókmenntir eru bannaðar hérlendis en þrátt fyrir það eru gefin út rit, sem auglýsa islenskar fyrirsætur o.s.frv. For- siðumyndir þessara ómerkilegu rita verða sífellt djarfari” og eiga rikan þátt I þvi, aö viöhalda þeirri hugmynd aö konan sé einhvers- konar kynferðislegt leiktæki, eins konar karlmannaleikfang. Niður- læging kvenna á þennan hátt er svívirðileg og ætti löggjafarvald- ið að taka þess konar bókmenntir hreinlega úr umferð eða konur að kæra viökomandi útgáfufyrir- tæki. Á meöan löggjafarvaldið grfpur ekki inn i svona mál hlýtur þaö aö vera opinbert álit, að kon- an sé kynferöislegt leiktæki karl- mannsins og er það hryggilegt. 1 rauninni ætti krafan að vera sú, að klámrit af þessu tagi verði gerð upptæk strax. Erfitt er aö segja fyrir um það hvað veldur þvi, aö löggjafar- valdiö skuii ekki gripa inn og stöðva klámsöluna, en hugsanleg skýring er sú, að við lifum á tim- um „kynferðislegs frjálsræöis”. Staöreyndin er hinsvegar, að klám og kynferðislegt frjálsræði á ekkert skylt við hvort annað. Klámiö er söluvarningur, sem lýtur þvi lögmáli einu, aö selja vöruna með sem mestum hagnaði og til að gera það verða framleiö- endur að fara „djarfar” leiðir I efnisvali til að skáka keppinaut- um sinum. Klámvöruiðnaðurinn eða klám stuðlar ekki að jafnrétti á nokkurn hátt. Klámvörur stuöla hins vegar að frekari kynferðis- legri kúgun kynjanna i þvi sam- félagi sem við búum i. Hefðbundin kynhlutverk birtast I klámvöruframleiðslunni. Konan hefur sinn hefðbundna sess og karlmaðurinn, karlmaður klám- iðnaðarins er sannkallaður kraftakarl. Hann er haröur og til- finningalaus, árásargjarn og töff — hann getur leyst öll hugsanleg vandamál á grundvelli þessara persónueinkenna. Konan lætur undan vilja karlmannsins! Eins og áður sagöi virðist erfitt að hugsa sér konuna I öðrum hlutverkum en sem húsmóður neytandi eða kynferðislegt leik- tæki a.m.k. ef ákveðnir fjölmiðlar eru skoðaðir grannt. í skýrslunni til Sameinuðu þjóðanna kemur það fram, að konunni er oft stillt upp sem jafningja karlmannsins, þ.e. þegar taka þarf ákvarðanir sem snúa að heimili eða fjöl- skyldu, en hitt veröur lika að taka fram að konan gefur oftast eftir fyrir vilja karlmannsins i þessari stöðu, þrátt fyrir að kvenlmyndin segi að hún sé rikjandi á þessu sviði. Þegar fjallaö er um þriðja hlut- verk konunnar I samfélaginu — hina útivinnandi konu — er yfir- leitt ekki fjallað um konuna i meiri háttar stöðum. Konan hefur sinn sess i atvinnulifinu sem skrifstofudama, slmamær eða eitthvað álika og alltaf eru það karlmenn sem svo aö segja ráða yfir konunni á þessu sviöi. Skýrslan fjallar nokkuð um stöðu kvenna i Austur-Evrópu og er niöurstaöan sú sama og á Vest- urlöndum. Þrátt fyrir umræöur og góðan vilja virðist konunni alltaf vera stillt upp á hefðbund- inn hátt, i hlutverki húsmóður og uppalanda. í þriðja heiminum hefur hið vestræna gildismat þrengt sér inn I hugi fólks vegna yfirburðarstööu vestrænna fjölmiðla. Stórar vest- rænar fréttastofur dreifa upplýs- ingum til þriðja heimsins, en auk þess kaupa erlendir aðilar tilbúin sjónvarpsprógrömm frá Vestur- löndum og dreifa meö þvi ákveönum hugmyndum um stöðu konunnar. Þetta hefur I för með sér nokkra árekstra milli vest- rænna hugmynda annars vegar og þeirra hugmynda, sem ein- kennt hafa þessi menningarsvæði áöur hins vegar. í þessum löndum er vandamál- iö það, að konur samsama sig kvenimynd sem búin er til af karlmönnum og fjölmiðlar m.a. viöhalda. Það er eitt sem sameig- inlegt er öllum þessum kven- imyndum, en það er þetta: konan er til vegna mannsins. Hið gagn- stæða virðist óhugsandi eða að konan sé manneskja. Forsendur fyrir breyttri kveni- mynd eru að konan öðlist félags- legt og efnahagslegt jafnrétti, en það er hins vegar skylda fjöl- miðla að þeir gefi þessum málum nánari gaum og reyni að leggja sitt aö mörkum til að brjóta niður fordóma um konuna. — HMA SKlÞáUTGCPÐ RÍKISINSj Coaster Emmy fer frá Reykjavik þriðjudaginn 6. mai vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð, (Tálknafjörð og Bildudal um Patreksfjörð), Þing- eyri, tsafjörð, (Flateyri, Súganda- fjörð og Bolungarvik um tsafjörð), Akureyri, Siglufjörð og Sauðár- krók. Vörumóttaka alla virka daga til 5. mai. Ms. Esja fer frá Reykjavfk fimmtudaginn 8. maf austur um land til Seyðis- fjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdalsvik, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaup- stað og Seyðisfjörð. Vörumóttaka alla virka daga til 7. maf. Rafveitustjórar III Rafmagnsveitur rikisins auglýsa tvær stöður rafveitustjóra III fyrir Suðurlands- veitu og Vesturlandsveitu Rafmagns- veitna rikisins 1) A Suðurlandi með aðsetri á Hvolsvelli 2) A Vesturlandi með aðsetri í Stykkis- hólmi Laun samkvæmt kjarasamningum B.H.M., launaflokkur A-113. Skilyrði er, að umsækjandi hafi raf- magnstæknifræði- eða verkfræðimenntun. Reynsla i rafveiturekstri æskileg. Upplýs- ingar um starfið gefur rekstrarstjóri Raf- magnsveitna rikisins i Reykjavik. Umsóknir sendist starfsmannahaldi fyrir 27. maí n.k. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPt TALINN Aðstoðarlæknir óskast sem fyrst að Geð- deild Barnaspitala Hringsins við Dalbraut. Upplýsingar veitir yfirlæknir i sima 84611. VÍFILSSTAÐASPÍTALI Sjúkraþjálfari óskast. Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari I sima 42800. Reykjavik, 4. mai 1980. Skrifstofa Rikisspitalanna Eiríksgötu 5, simi 29000 KönavniskaiipstaiHr H Laus staða Starfsmaður óskast til þess að hafa um- sjón og eftirlit með húsbyggingum og við- haldi skóla i Kópavogi á komandi sumri. Tæknifræðingsmenntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kópavogsbæjar i félagsheimilinu Fannborg 2. Umsóknum skal skila til undirritaðs fyrir 10. mai n.k. Bæjarverkfræðingur Auglýsing Hreppsnefnd Laxárdalshrepps óskar eftir tilboðum i lögn 23 km langrar aðveituæðar fyrir vatnsveitu. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu hreppsins og á verkfræðistof- unni Vermi h.f. Höfðabakka 9, Reykjavik. gegn 30.000 kr skilatryggingu. Verkið skal vinnast i sumar Tilboð verða opnuð mið- vikudaginn 21. mai 1980 kl. 14.00 i skrif- stofu hreppsins i Búðardal. Sveitarstjóri Laxárdalshrepps Staða skólaritara við öskjuhliðarskóla við Reykjanesbraut Reykjavik, er laus frá 1. júni n.k. Skrifleg- um umsóknum þurfa að fylgja upplýs- ingar um fyrri störf og þurfa þær að ber- ast fyrir 10. þ.m. Skólastjóri. Læknafulltrúi Starf læknafulltrúa á skrifstofu land- læknis er laust til umsóknar. Leikni i vél- ritun áskilin. Laun samkvæmt kjara- samningum starfsmanna rikisins. Ritari með sambærilega menntun kemur til greina. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf, sendist skrifstofu landlæknis, Arnarhvoli, fyrir 10. maí næstkomandi Landlæknir KtpansskamstaAar KSl Tilboð óskast i smiði á tréverki og innrétt- ingum i Bókasafn Kópavogs að Fannborg 3-5 i Kópavogi. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu Bæjarverkfræðings Kópavogs gegn 20 þús. króna skilatryggingu. Tilboð- um skal skila á sama stað fyrir kl. 11 mánudaginn 19. mai n.k. Bæjarverkfræðingur. Útboð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.