Alþýðublaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. ágúst 1980 3 ,,Þeim mun merkilegra er, að aðalritstjóri Þjóð- viljans, málgagns verkalýðshreyfingar og sósialisma á (slandi, hefur í ritstjórnargrein ráðlagt skipasmiðj- unum í Lenín-smiðjunum, að kynna sér betur kenn- ingar Leníns. Hann segir að þær hafi gefizt vel sem leiðarvisir í baráttu gegn alræðisstjórnum. Hvernig væri að gáf umannafélagið í Alþýðubanda- laginu skyti saman í farareyri f yrir Kjartan Ólafsson, þannig að hann gæti í eigin persónu flutt verka- mönnunum í Lenín- skipasmiðjunum þennan maka- lausa boðskap sinn?" alþýðu UimLM Otgefandi: Alþýöuflokkur- inn Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaöamenn: Helgi Már Arthursson, Ölafur Bjarni Guðnason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal Auglýsingar: Elin Harðar- dóttir Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumiila 11, Reykjavik, simi 81866. Aðalritari pólska kommún- istaflokksins, Gierek, hefur nú gert þjóð sinni ljóst, um hverjar af krófum verkamanna hann hafi umboð til að semja, og hverjar ekki. Hann er tilbúinn , að tala um kauphækkun. Pólskt efnahagskerfi er að visu nánast i rústum eftir þriggja áratuga miðstjórnarbúskap. En Gierek gerir sér vonir um að geta sam- ið við Rússa um efnahagsað- stoð. Og Helmut Schmidt leið- togi þýskra Sósialdemókrata hefur gengið fram fyrir skjöldu og lofað stórtækum lánum. Með þessu er þó aðeins tjaldað til einnar nætur’ Pólska rikið er þegar skuldum vafið. Þetta mikla landbúnaöarland getur ekki einu sinni brauðfætt þegn- anna. Efnahagskerfið er ekki þess umkomið, aö tryggja var- anlegar kjarabætur. Enda snú- ast málin ekki lengur um það. Viðhöfum ekki umboð til þess að ganga að kröfum sem beinast gegn sjálfum grundvelli hins sósialiska þjóðskipu- lags” — segir Gierek. Hvaða umbótakröfur verkamanna eru það, sem eru ósamrýmanlegar sósialísku þjóðfélagi? Svar: Frjáls verkalýðsfélög, afnám ritskoðunar á fjölmiðlum, rétt- arvernd einstaklingaog minni- hluta hópa. I einu oröi sagt: Lyðræði. Sovétkommúnismi er ósamrýmanlegur lýðræði. Verði kröfum um raunverulegt lýð- ræði haldið til streitu, blasir ekkert annað við en sovésk hernaðarinnrás. Þetta er boðskapurinn, sem formaður pólska Kommúnista flokksins hefur aö flytja verka- mönnum i Lenln-skipaverk- smiðjunum i Gdansk, árið 1980. Það er kaldhæðni örlaganna, að þessar miklu skipasmiðastööv- ar skuli bera nafn þess manns, sem er höfundur þeirrar þjóð- félagskenningar, sem rikissós- ialisminn I Austur Evrópu byggir tilveru sin á. Þeim mun merkilegra er, að aðalritstjóri Þjóöviljans, mál- gagns verkalýöshreyfingar og sósialisma á Islandi, hefur I rit- stjórnargrein ráðlagt skipa- smiðunum i Lenin-smiðjunum, að kynna sér betur kenningar Lenins. Hann segir að þær hafi gefist vel sem leiðarvisir i bar- áttu gegn alræðisstiórnum Hvernig væri að gáfumanna- félagið i Alþýðubandalaginu skyti saman i farareyri fyrir Kjartan Ólafsson, þannig að hann gæti i eigin persónu flutt verkamönnunum i Lenin-skipa- smiðjunum þennan makalausa boðskap sinn? H ver var kjarninn I kenning- um Lenins þessa? Hann setti fram kenningar um það, hvern- ig fámennur en harðsviraður samsærishópur gæti með of- beldi náð völdum, þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta þegnanna. Hann setti fram kenningu um, að byltingarsinn- aður flokkur marxista ætti að lúta skipulagi hers og leynilög- reglu, en vera ekki fjöldaflokk- ur með lýðræðislegri uppbygg- ingu, eins og Sósialdemókrata- flokkar i V-Evrópu. Lenin setti fram þá kenningu, að byltingar- flokkurinn yrði að brjóta mis- kunnarlaust á bak aftur alla minnihlutahópa, alla stjórnar- andstöðu, allan skoöanaágrein- ing. Kenning hans var ólýðræð- isleg i innsta kjarna. Það þjóð- félag, sem pólskir verkamenn eru nú I uppreisn gegn, er rök- rétt niðurstaða af pólitiskum kenningum Lerúns. Um það má deila, hvort arftakar Lenins hafi gengið lengra en hann ætlaöist til i valdbeitingu, kúgun og of- sóknum á hendur andstöðuhóp- um. Um hitt veröur ekki deilt, að valdakerfi Sovétkommún- ismans er rökrétt niðurstaöa af hugmyndum og kenningum Lenins um aðferöir Kommún- istaflokksins við að koma á ,,sósialisma.” Við höfum áöur rifjað það upp, að Kommúnistaflokkurinn islenski og arftaki hans. Sameiningarflokkur alþýðu- Sósialistaflokkurinn, hafði ekki annan sósialismaað boöa ásinni tið, en þann sem pólskir verka- menn biöja til Guðs að megi frá þeim vikja. Þriðja ættliður þessarar hreyfingar, AJþýðu- bandalagið, hefur sem kunnugt er forðast i' lengstu lög að ræða sinn sósialisma. Af stefnuskrá þess verður þó ekki annað ráðið, en að það byggi en á þeim dólgamarxisma, sem rekja má til Lenins. En I staðinn fyrir hugmyndafræðilega umræður eru nú komnar samúðarkveðj- ur, þegar mikið liggur við. Stundum eru gerðar gælur við eitthvað sem kallaö er evrópu- kommúnismi. Um hann er það að segja, að hann staðfestir andlega uppgjöf og pólitiskt gjaldþrot Sovétkommúnismans. 1 staðinn er settur hugmynda- hrærigrautur, sem helst ein- kennist af þvi, að engin hug- myndhefur verið hugsuðtil rök- réttrar niðurstöðu. Sósialismi an lýðræðis 3r ekki til. Þeir menn, sem skilja til hlitar eðli Sovétkommún- ismans, viðurkenna um leið, að lýðræðið veröur aö verja. Það verður aðeins gert með öflugu varnarsamstarfi lýöræðísrikja, hvað semliður öðrum ágreiningi þeirra i milli. Lýðræði bygght öðru fremur á vaiddieifingu. Dreifing valds, hvort heldur er i efnahagsmálum, stjórnmálum eða skapandi menningu, sam- rýmist ekki fræðikenningu Leninismans, né heldur valda- kerfi Sovétkommúnismans. Áminningar Þjóðviljaritstjór- ans til pólskra verkfallsmanna um að lesa betur Lenin eru ámóta kurteislegar og að nefna snöru i hengds manns húsi. — JBH Að lesa betur Lenín ‘ÍTALINN stöður ígar tar til starfa á öngudeild Hvita- idi hafi geðhjúkr- ■sreynslu á geð- til greina. arfa nú þegar á ingardeild Borg- :ig. veittar á skrif- isima 81200 (207) X. laga nr. 40 18. t og eignarskatt um að álagningu u 1980 sé lokið i )á lögaðila sem ndi samkvæmt 2. g á þá aðila sem æmt 3. gr. lag- irseðlar) er sýna ;kattstjóra ber að þessa skattaðila agðra opinberra :attaðilum hefur álagningarseðli it skattstjóra eða n 30 daga frá og rar auglýsingar. '80, ísumdæmi, Minning Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri í Kópavogi Dáinn 20. ágúst 1980 Fæddur4. mars 1930 — Bæjarstjórinn okkar er dáinn. Þessi sorgarfrétt fór um Kópa- vog sem eldur i sinu einn sól- bjartan morgun nú i ágúst. Hann hafði orðið bráðkvaddur kvöldið áöur uppi á Holtavörðu- heiði. Það var erfitt að trúa þvi að þessi lifsglaði maður væri allur. Vissulega haföi hann átt við vanheilsu að striða seinni árin, en áreiðanlega hefur eng- angrunað að lifshlaup hans yrði ekki lengra. En þannig gerist það, kallið kemur þegar sist skyldi og þá er ekki spurt um aldur né annaö. Það er i sjálfu sér ofur eðlilegt þegar aldur- hnigin manneskja, þrotin að kröftum og heilsu, fellur i val- inn, en maður á erfitt meö að sætta sig við, þegar atorkumenn á besta aldri eru kallaðir burt frá þessu lifi mitt i dagsins önn. Þá stöndum við harmi slegin og brestur skilning á tilgang for- sjónarinnar. Hér verður æviferli Björgvins Sæmundssonar ekki gerð nein tæmandi skil heldur aðeins stiklað á fáu einu. Hann var fæddur 4. mars 1930 á Akureyri. Foreldrar hans voru Sæmundur Steinsson bóndi að Hrúthóli i Ólafsfirði og kona hans Magnea Magnúsdóttir. Björgvin lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1950 og fyrri hluta prófi i verkfræði frá Háskóla tslands 1954. Arið 1957 lauk hann prófi í byggingar- verkfræði frá DTH i Kaup- mannahöfn. Að loknu námi stundaði hann ýmis verkfræði- störf og var m.a. bæjarverk- fræðingur á Akranesi 1958-1960. Björgvin varð bæjarstjóri á Akranesi 1962 og gengdi þvi starfi til 1970. Þann 10. ágúst 1970 var hann kosinn bæjarstjóri I Kópavogi og þvi embætti gegndi hann til dauðadags. Það kom snemma f ljós að Björgvin hafði einstaka forystu- hæfileika. A námsárunum veitti hann forystu félagi verkfræði- nema og siðar varð hann for- maður i ýmsum félögum og samtökum bæði á Akranesi og I Kópavogi. En Björgvin var fyrst og sið- ast sveitarstjórnarmaður. Þar reyndi mest á hann og þar var hann lika á heimavelli. Mér er það mjög til efs, að aðrir menn hér á landi hafi verið jafn vel að sér um málefni sveitastjórna og hann. Hann var góður og farsæll stjórnandi sem iagði metnað sinn i að gera hag bæjarins sem mestan. Starf bæjarstjóra er vissulega ekki neinn rósadans, en sem framkvæmdastjóri bæjarins verður hann oft á tið- um að verja ákvarðanir bæjar- stjórnar, hver svo sem hans persónulega skoðun er. Þarna var Björgvin Sæmundsson yfir- burðamaöur, og á slikum stund- um fann maður best, hve harður málafylgjumaður hann var, og um leið traustur samstarfsmað- ur. Þvi miður urðu kynni okkar Björgvins alltof stutt, en þvi betur sem ég kynntist honum, þeim mun meiri virðingu bar ég fyrir honum. Hann reyndist mér, nýliðanum i sveitastjórn, einstakur lærifaðir og fyrir þaö vil ég þakka. Arið 1957 giftist Björgvin eftirlifandi eiginkonu sinni As- björgu Guðgeirsdóttur og eign- uðust þau tvö börn Hildisif og Kjartan. Elsku Asbjörg min, við Sóley sendum þér og börnunum, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur i ykkar miklu sorg. Megi minn- ingin um góðan dreng lifa i hug- um okkar allra. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Guðmundur Oddsson. Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið i Suðurlandsumdæmi á þá lögaðila sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra laga. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Hellu, 31. ágúst 1980, Skattstjóri Suðurlandsumdæmis Hálfdán Guðmundsson. Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið i Vesturlandsumdæmi á þá lögaðila sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra laga. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Akranesi, 31, ágúst 1980, Skattstjóri V esturlandsumdæmis, Jón Eiriksson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.