Alþýðublaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 4
Sjónvarpsskermurinn lýsist ,upp og þar gefur aö sjá börn i leik i sólskini á iðjagrænum grundum. Nokkrir drengir leika knatt- spyrnu, skora og fagna ákaft.Þrjár ungar stúlkur sitja undir vegg og klæða og hátta dúkkur á vixl. Inn á myndina kemur sandkassi, þar sem þeir, sem landið munu erfa byggja hús á sandi og búa sig þannig undir framtiðarferil sinn i stjórn- málum. Nú kemur móðirin fram á tröppurnar og kallar á börnin i hádegismatinn. Þau hætta sam- stundis þvi sem þau eru að gera, og hlaupa i kapp heim að dyrum. Undir öllum þessum svip- myndum af áhyggjulausu og glöðu smáfólki, drynur slagorð A RATSJANNI framleiðandans: „Vextir og verðbólga. Vextir og verðbólga. Vextir og verðbólga”. Börnin koma inn i eldhús og setjast við matarborðið. Þau horfa til móður sinnar með eftir- væntingarsvip. Hún brosir blitt, snýr sér að eldavélinni og hrærir i súpupottinum. Börnin iða af eftir- væntingu. Móðirin lyfir sleifinni að vitum sér og andar að sér ilminum af súpunni. Hún kinkar kolli ánægð með árangurinn og ber nú pottinn á matarborðið. Hún eys upp súp- unni handa börnunum og þau byrja að skófla i sig góðgætinu. Nú hefur þulurinn mál sitt og segir: „Vextir og verðbólga. Vextir og verðbólga. Ef þú, hús- freyja góð, villt ala þá vel upp, sem landið eiga að erfa þá ferð þú að okkar ráðum. Þú kaupir félagsmálapakka Lystisnekkj- unnar og lendir i súpunni. Kyn- slóðir framtiðarinnar vaxa og dafna best á félagsmálapakka- unni frá Lystisnekkjunni. Lysti- snekkjan er öllum allt: Svona ættu þeir Lystisnekkju menn að auglýsa. En þeir eru seinheppnir með auglýsinga- stjóra. I stað þess að vinna hylli fólksins með auglýsingum, sem eru þó vinsælasta efni sjónvarps- ins, þá ráða þeir menn, sem iáta hafa eftirfarandi eftir sér i blöðum: „Við teljum að verð- bólgan sé á það mikilli niðurleið að vaxtahækkanir, sem eru það veröbólguhvetjandi að þær gætu seinkað þvi að vextir og verð- bólga mætist.” Þetta lét Jón Ormur Halldórs- son, sérlegur aðstoðarmaður for- sætisráðherra hafa eftir sér i Visi i gær. Hann er formaður nefndar, sem Lystisnekkjan skipaði til að ihuga leiðir út úr efnahags- ógöngunum. Sú nefnd mun nú hafa skilað skýrsiu sinni til ráða- manna Lystisnekkjunnar. Við skulum vona að tiliögur nefndar- innar séu skýrari og markvissari en „sýntax” aðstoðarmannsins. Þagall fullvissar lesendur sina um, að tilvitnin hér að ofan er orðrétt tekin upp úr Visi. Það er meir en liklegt, að lesendur hafi ekki trúað sinum eigin augum begar þeir lásu tilvitnunina,” svo Þagall ætlar að endurtaka hana hér, feitletraða i þetta sinn: „Við teljum að verðbólgan sé á það mikilli niðurleiö að vaxta- hækkanir, sem eru það verð- bólguhvetjandi að þær gætu seinkað þvi að vextir og verð- bóiga mætist.” Við skulum vona að aðstoðar- maðurinn kunni meira fyrir sér i hagfræði en hann kann i setningarfræði, og það talsvert, eins og organistinn sagði. —Þagall alþýöu- STYTTINGUR Fjórdungsþing Norðlendinga Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. septemer 1980 Rétt til þingsetu eiga 94 fulltfuar frá 66 sveitarfélögum og 6 sýslufélög- um á Norðurlandi auk alþingis- manna og annarra gesta. Þing- setning verður sunnudag 31. ágúst kl. 2. e.h. á Möðruvöllum, raungreinahúsi Menntaskólans á Akureyri. Þingið setur Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvik, sem formaður Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins Áskell Einarsson, flytur starfsskýrslu og yfirlit um mál- efni sambandsins. Formaður fjórðungssambandsins kynnir tillögur frá fjórðungsráði um fjármál fræðsluskrifstofa, sjávarútvegsmál, umdæma- skipulag og tekjustofna sveitar- félaga. Ennfremur kynnir hann tillögur til breyönga á lögum og þingsköpum sambandsins. A mánudag 2. september 1980 verður umræðufundur um sveitarstjórnarmál og þá einkum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, um umdæma- skipulag, tekjustofnamál. Fram- sögumenn verða Svavar Gests- son, félagsmálaráðherra, Hall- grimur Dalberg, ráðuneytisstjóri og Jón G. Tómasson, formaður Sambands fsl. sveitarfélaga. Siðari hluta mánudags fara fram nefndarstörf. Þingslit verða siðari hluta þriðjudags 2. septem- ber n.k. • •• Ferðamála- bæklingur um Norðurland Nýlega hefur komið út á vegum Fjórðungssambands Norðlend- inga samræmdur ferðamála- bæklingur fyrir Norðurland. Bæklingurinn er i litum og prent- aður á ensku og nefnist „Nort- hern Iceland”. Einnig fylgir bæklingnum auglýsinga og þjón- ustuskrá fyrir Norðurland, sem einnig er á ensku. tJtgáfa þessi er gerð í samvinnu við ferðamála- ráð um útlit og frágang. Hönnuð- ur er Kristján Kristjánsson, aug- lýsingateiknari á Akureyri, sem réði að öllu leyti myndavali og efnisröðun. Það sem einkennir bæklinginn er að i miðju hans er kort af Norðurlandi með númera- skrá, ásamt stuttri lýsingu af 50- 60 stööum á Norðurlandi, þannig að um leið og ferðamaðurinn sér staðinn á kortinu getur hann fengið vitneskju um hann. Hand- rit hefur Eirikur Eiriksson, prentari gert. Frágang lesmáls á ensku annaðist Rafn Kjartans- son, menntaskólakennari. Bækl- ingi þessum verður fyrst og fremst dreift erlendis i samráði við Feröamálaráð, sem stuölaði að útgáfu hans. BOLABÁS Boli hefur heyrt að horfur séu á að Sigurður Helgason Flugleiðaforstjóri, sem nú er staddur í U.S.A., komist ekki til sins heima þann 5. sept n.k. mcð sinu eigin flugfé- lagi. Flugliðið sem Sigurður er búinn að sparka hefur nefnilega engan áhuga á að ferja hann yfir hafið. En máske fær hann far með S.A.S. Hvur veit? f|l Grá Grunn- rý skólum Kópavogs Grunnskólarnir (barna- og gagnfræða- skólar) i Kópavogi verða settir með kenn- arafundum i skólunum kl. 10 fh. mánudag- inn 1. sept. Næstu dagar á eftir verða notaðir til undirbúnings kennslustarfs. Nemendur eiga að koma i skólana föstu- daginn 5. sept. sem hér segir: 7árabekkir (börnfædd 1973) kl. 15:00 8 ára bekkir (börnfædd 1972) kl. 14:00 9 ára bekkir (börnfædd 1971) kl. 13:00 lOárabekkir (börnfædd 1970) kl. 11:00 11 ára bekkir (börn fædd 1969) kl. 10:00 12 ára bekkir (börn fædd 1968) kl. 9:00 13 ára bekkir (börn fædd 1967) kl. 14:00 14 ára bekkir (börn fædd 1966) kl. 11:00 Framhaldsdeildir og fornám kl. 9:00 Forskólabörn (fædd 1974, 6 ára) verða boðuð siðar simleiðis. Skólafulltrúi. Lífeyrissjjóður Dagsbrúnar og Framsóknar hefur flutt starfsemi sína að Suðurlandsbraut 30, sími 84399 Síjórn Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar A Frá Tónlistar- y\ skóla Kópavogs Innritunhefst fimmtudaginn 4. september og lýkur þriðjudaginn 9. september. Innritað verður samtimis I forskóladeild- ir. Skrifstofa skólans að Hamraborg 11, 2. hæð, simar 41066 og 45585, verður opin inn- ritunardagana kl. 9-12 og 17-18, nema laugardaginn 6. september kl. 9-12. Athygli er vakin á þvi að takmarka verður fjölda nemenda i vetur. Skólastjóri FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI A — SÍMI 25500 Starfsfólk í heimilishjálp F élagsmálastofnun Reykja vikurborgar óskar að ráða starfsfólk til heimilishjálp- ar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður heimilishjálpar Tjarnargötu 11, simi 18800. úrskurður- Að beiðni bæjarsjóðs Kópavogs, úrskurð- ast hér með lögtak fyrir útsvörum og að- stöðugjöldum til Kópavogskaupstaðar, álögðum 1980 sem falla i gjalddaga skv. 9. gr. laga 13/1980. Fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, til tryggingar ofangreindum gjöldum, á kostnað gjaldanda, en á ábyrgð bæjarsjóðs Kópa- vogs, nema full skil hafi verið gerð. Bæjarfógetinn i Kópavogi. 19. ágúst 1980. Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið i Austurlandsumdæmi á þá lögaðila sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra laga, svo og á þá aðila sem skattskyldir eru samkvæmt 3. gr. lag- anna. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Egilsstöðum, 30. ágúst 1980, Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Vextir og verdbólga: FÉLAGSMÁLAPAKKASÚPA LYSTISNEKKJUNNAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.