Alþýðublaðið - 13.11.1980, Page 2
2
Fimmtudagur 13. nóvember 1980
Tilboð óskast i að byggja 3. áfanga dag-
heimilis við Hábraut í Kópavogi.
útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
bæjarverkfræðings Kópavogs i Félags-
heimilinu Fannborg 2, gegn 50.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl.
11 f.h. mánudaginn 24. nóv. n.k. og verða
tilboð þá opnuð að viðstöddum bjóðend-
um.
Bæjarverkfræðingur.
Laus staða
Staða skattendurskoðanda við skattstofu
Norðurlandsumdæmis vestra Siglufirði er
laus til umsóknar. Góð þekking á bókhaldi
og reikningsskilum er áskilin. Umsóknir
er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist skattstjóra Norðurlands vestra,
Túngötu 3, Siglufirði, fyrir 15. desember
1980.
Fjármálaráðuneytið,
10. nóvember 1980.
Laus staða
Staða fulltrúa við embætti skattstjórans i
Vestmannaeyjaumdæmi er laus til
umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur
hafi lokið prófi i viðskiptafræði eða lög-
fræði eða hafi haldgóða þekkingu i bók-
haldi og reikningsskilum.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist skattstjóranum i Vest-
mannaeyjum, Heiðarvegi 1, fyrir 15.
desember n.k.
Fjármálaráðuneytið,
10. nóvember 1980.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
Sigfúsar Ólafssonar
Hlið
Siglufirði
Þorfinna Sigfúsdóttir Steingrímur Magnússon
Margrét ólafsdóttir JónDýrfjörö
Bragi Dýrfjörð Birgir Dýrfjörö
tengdabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns og föður
Tryggva Stefánssonar
byggingameistara
Hafnarfirði
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 14. nóv. kl. 2.00 eh.
Dagbjört Björnsdóttir
Þórhallur Tryggvi Tryggvason.
MINNING
Tryggvi Stefánsson, húsameistari
Fæddur 9. desember 1900 — Dáinn 5. nóvember 1980
Tryggvi Stefánsson, húsa-
smiðameistari I Hafnarfirði,
lézt hinn 5. nóvember s.l. tæp-
lega áttræður að aldri.
Tryggvi var fæddur hinn 9.
des. 1900. sonur hjónanna
Stefáns Sigurðssonar trésmiös i
Hafnarfirði, og Sólveigar Gunn-
laugsdóttur.
Þau hjónin Sólveig og Stefán
áttu tvær dætur og fimm syni.
Synirnir öfluðu sér allir iðn-
menntunar. Einn sonanna Sig-
urður dó ungur, en hinir urðu
máttarstólpar atvinnulifs og
framkvæmda i Firðinum um
áratuga skeið.
Gunnlaugur lagði fyrir sig
kaupmennsku, Friðfinnur og
Ingólfur störfuðu sem múrarar,
en Ásgeir og Tryggvi sem húsa-
smiðameistarar. Framan af var
Ásgeir oddviti þeirra bræðra i
byggingarframkvæmdum, en
Tryggvi tók við þvi hlutverki,
þegar Asgeir varð forstjóri
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
árið 1931.
Þeir bræður voru afbragðs
fagmenn og hamhleypur til
verka. Flestar meiriháttar
byggingar i Firðinum fram
undir 1950 höfðu þeir tekið að
sér að reisa. Má þar nefna St.
Jósefsspitalann, Barnaskólann
við Lækinn og Flensborgar-
Flugvellir 1
þýða óhagkvæm-
ari flugvélategundir. Vélarnar
verða að vera minni. Þær mega
helst ekki vera hraöfleygar, enda
er það svo, að viðast hvar á land-
inu eru menn með frekar óhag-
kvæmar vélar I notkun.
Það mun vera svipað átak, að
bera alla áætlunarvellina bundnu
slitlagi og það er að leggja bundið
slitlag á leiðina Selfoss — Reykja-
vik.
Á fundinum var i framhaldi af
þessu rætt um fjárveitingar til
flugmála. Kom fram i máli
manna að þeim þætti fjárveiting-
ar til flugmála vera af skornum
skammti, i samanburði við fjár-
veitingar til vegamála, en þær
fjárveitingar voru teknar inn i
umræðuna á þeirri forsendu, að
flugið heföi nú tekið við farþega-
flutningum landleiðis. 1 þessu
ljósi er athyglisvert að minna á
fjárveitingar til flugmála eru
skornar niður núm um 8-9% á
sama tima og fjárveitingar til
vegamála eru auknar um allt að
20%.
1 ljósi þeirra upplýsinga sem
komið hafa fram opinberlega
vegna fundar Flugráðs má fast-
lega búast við að samgönguráð-
herrann, Steingrimur Hermanns-
son, gangi nú i það aö „senda
bréf” og „kanna viðbrögð
manna”. Það er hins vegar engin
von til þess aö stefnumótun fari
fram i samgöngumálum i tið nú-
verandi stjórnar. Þeirrar stefnu-
mótunar er að vænta siðar!
Skilyrði 1
Eins og öllum ætti að vera
kunnugt um er nefnilega gengið
þannig frá hnútunum i sjálfu
frumvarpinu, að framkvæmda-
valdinu er það nánast i sjáfsvald
sett hvernig lögin verða prakti-
séruð. Alþýðuflokksmenn hafa
bentá,að þetta ségert i þvi skyni
að framkvæmdavaldið geti
ráöskast með málefni Flugleiða
að eigin geðþótta 'og er ljóst að
þeir hafa rétt fyrir sér, ef marka
má mótsagnarkenndar yfirlýs-
ingar Steingrims Hermannssonar
á fundi Efri deildar.
1 þessu sambandi sagði Stein-
grimur til aö byrja með, að óhæfa
væri að setja þaö í landslög aö
viöræður skyldu hefjast.” Þessu
svaraði Kjartan á þá leið, að for-
dæmi væri fyrir sliku í óíals-
lögum. Þá sagði Steingrimur, að
þaö væri misskilningur hjá
Kjartani Jóhannssyni, að skilyrð-
unum y rði breytt, eða þau skrum-
skæld, þótt þau væru ekki lög-
bundin.
1 sömu ræðu sinni sagði Stein-
skóla, en tvær þær siðastnefndu
hvildu að mestu i forsjá
Tryggva. Sömu sögu er að segja
af Ráðhúsinu og Bæjarbíói.
Tryggvi og Guðjón Arngrims'
son húsasmiðameistari störfuðu
saman við húsbyggingar um all
langt skeið. Byggðu þeir mörg
Ibúðarhús saman, sem þekkt
eru fyrir vandaðan frágang.
Stærsta sameiginlega verkefni
þeirra var svo Hjúkrunar-
heimilið Sólvangur. Það standa
því mörg minnismerki um
handbragð og afköst Tryggva i
Firðinum, þegar hann kveður
okkur. Verksvit Tryggva geym-
ist lika hjá þeim fjölmörgu sem
lærðu trésmiði hjá honum. Enn
er það ótalið að Tryggvi teikn-
aði ýmis þeirra húsa sem hann
tók að sér að smiða.
Áriö 1940 gekk Tryggvi að
eiga Dagbjörtu Björnsdóttur,
dóttur hjónanna Ragnhildar
Egilsdóttur og Björns Helga-
sonar, skipstjóra i Hafnarfirði.
Lifir Dagbjört mann sinn, en
hún dvelst nú á Sólvangi. Kjör-
sonur þeirra er Þórhallur
Tryggvason, stúdent.
Tryggvi var ævinlega dyggur
stuðningsmaður Alþýðufíokks-
ins og hvikaði aldrei frá þeirri
stefnu sinni. Það vissu Álþýðu
flokksmenn i Firðinum að i
grimur hins vegar að margvís-
leg framkvæmdaatriði þyrfti
að athuga vegna skilyrðanna.
Auk þess lýsti hann þvl yfir, að
hann vonaðist til þess, að skilyrð-
unum yrði ekki breytt verulega.
Þá lýsti Steingrimur þvi, að
félagið þyrfti starfsfrið og viður-
kenndi, að sambandið milli rikis-
valdsins og fyrirtækisins væri
ekki nógu gott, né heldur væru
samskiptin innan félagsins nægi-
lega góð.
Mótsagnakenndur málflutn-
ingur ráðherrans, yfirlýsingar
gagnstæðrar merkingar gefa það
fyllilega til kynna, að krafan um
lögbindingu skilyrða er nauðsyn-
leg, og á fyllsta rétt á sér.
Kjartan vék einnig i máli sínu
sérstaklega að þeim yfirlýs-
ingum,semgefnarhafa verið um
málefni Flugleiða af ráðherrum
og öðrum talsmönnum rikis-
stjórarinnar. Hann minnti á
makalaust viðtal samgönguráð-
herra í útvarpi, þar sem ráð-
herrann sagðist vera farinn að
halda það aö hann hafi verið
plataður. Þá minnti Kjartan á
það, að Steingrimur hefði gefið
það f skyn opinberlega, að sér
virtist, að stjórnendur fyrirtækis-
ins gerðu sér ekki grein fyrir
vanda fyrirtækisins, eða, að þeir
legðu ekki öll spilin á 'borðið. Þá
minnti Kjartan Steingrim a pao,
að hann hefði lýst því yfir, opin-
berlega, að svo virtist sem málið
tæki nýja stefnu með hverjum
deginum sem liði.
Hringlandaháttur Steingrims
og stríðsyfirlýsingar Ólafs
Ragnars Grfmssonar taldi
Kjartan hafa valdiö óróleika,
innanfélagsins sem utan, og hefði
þessu leikur skaðað bæöi fyrir-
tækið sjálft og þjóðarhagsmuni.
Kjartan fullyrti, að yfirlýsingar-
nar og hringlandahátturinn væri
tilkominn vegna misskilnings.
Hann benti réttilega á það, að
ekkert talnaósamræmi heföi
komið fram i' þeim upplýsingum,
sern borist hafa frá Flugleiðum.
Merkingaleysi yfirlýsinganna og
klaufalegar yfirlýsingar ráð-
herra mætti þvi fyrst og fremst
rekja til þess, að viökomandi
hefðu ekki kynnt sér málin nægi-
lega vel, áður en þeir hlupu til og
flettu ofan af „braskinu” og
„samsærinu”.
Að lokum gagnrýndi Kjartan
Jóhannsson ýmislegt i starfi
stjórnar Flugleiða og lagði
áherzlu á þaö, að rikisstjórnin
hefði átt að leyta til óháðra aðila
strax i upphafi og láta þá meta
það sem frá félaginu kæmi. Hefði
það verið gert væri öruggt aö
þetta mál væri úr sögunni nú.
Það sem eftir stendur vegna
þessa umfangsmikla máls er i
öfugu hlutfalli viö þá athygli, sem
málið hefur fengið á opinberum
vettvangi. Stefna i samgöngu-
Tryggvi Stefánsson, húsa-
smlðameistari, Hafnarfirði.
Tryggva áttu þeir traustan bak-
hjarl og það viljum við þakka.
Hann var maður uppbyggingar
og framfara, ákveðinn í að gera
landið betra og byggilegra. Til
þess lagði hann drjúgan skerf
með elju og eindæma ötulleika.
Seinustu árin voru Tryggva
þungbær. Hann var rúmfasturá
fimmta ár. Nú hefur hann
fengið hvild.
Fjölskylda min og ég, vottum
Dagbjörtu og Þórhalli og öðrum
aðstandendum samúð okkar á
þessari stundu.
Kjartan Jóhannsson
málum hefur dcki verið mótuð,
rikissjóður hefur tekið að sér aö
greiða hallann á Ameríkuflugi
fyrirtækisins og spurningunni um
það hvort Steingrimur bauðst til
að hjálpa Flugleiðum, eða hvort
Flugleiðir báðu um aðstoð, hefur
enn ekki verið svarað. Sú spurn-
ing er i raunauka atriði nú. Aðal-
atriðið er það, að jafnvel I ein-
földu máli, eins og Flugleiðamál-
inu, getur rikisstjórnin ekki látið
hendur standa fram úr ermum.
Hún getur ekki leyst þau mál sem
til hennar b’erast.
Hún getur ekki leyst Ollu-
malarmálið, án þess að láta
skattgreiðendur borga brúsann.
Hún getur ekki leyst vanda út-
-gerðarinnar nema með þvi að
flytja, til mikla fjármuni frá
sjómönnum til útgerðar, gegnum
oliugjaldið. Fjármálum rikisins
er bjargað með hærri skatt-
heimtu. Og kjarasamningum er
bjargað með fyrirheitum um
félagslegar aðgerðir, sem legið
hafafyrir áður. Asama timalysa
sumir ráðherrar þvi yfir að að
þeim setji hroll, þegar þeir hugsi
málið. Það ber allt að sama
brunni. Stjdrnin er vond.
—HMA
Niðurgreiðslur 1
Annan þriðjudag berst þvi
greiðslan til Framleiösluráös,
sem afgreiöir greiðslurnar oftast
samdægurs eða innan tveggja
daga til söluaðila. Niðurstaðan er
þvi sú að ferillinn ‘tekur um 18
daga.
Fjármálaráðherra segir i svari
sinu um afgreiðsluferil útflutn-
ingsbóta, að útflutningsfyrirtæki
sendi reikninga yfir útflutnings-
bætur til Hagstofu Islands og
samrit til Landbúnaðarráðuneyt-
is og Framleiðsluráðs
landbúnaöarins. Hagstofa Is-
lands staðfestir verðábyrgð
rikissjóðs miðað við skráð
heildsöluverð innanlands. Hag-
stofan sendir siöan nefndar verö-
ábyrgðir til Landbúnaðarráðu-
neytisins, sem gefur út greiðslu-
beiönir vegna útflutningsbóta,
þegar f jármálaráðuney tið
heimilar útborgun. Framleiöslu-
ráö landbúnaðarins tekur á móti
útflutningsbótum og greiðir þær
um hæl til útflutningsfyrirtækja.
1 svari fjármálaráðherra eru
siðan rakin dæmi um greiðsluferil
útfluttra landbúnaðarvara.
Einnig kemur fram i svari
fjármálaráðherra, að Fram-
leiösluráð landbúnaðarins ber
ábyrgö á innra eftirliti meö niöur-
greiðslum, en Rlkisendurskoðun
skoöar frumgögn reglulega hjá
Framleiðsluráöi og Rikisbók-
haldi.