Alþýðublaðið - 17.01.1981, Side 3
3
Laugardagur 17. janúar 1981
alþýðu-
q fíT'Tr.M
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn
Framkvæmdastjori: Jóhann-
es Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Már
Arthúrsson, ólafur Bjarnii
Guðnason, Þráinn Hall-
gri'msson.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal.
Auglýsingar: Þóra Haf-
steinsdóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt-
ir.
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórnog auglýsingar eru
að Síðumúla 11, Reykjavik,
sími 81866.
I heimi orkukreppu hafa
Islendingar þóttst geta horft
björtum augum til framtiðar-
innar vegna óþrotlegra orku-
linda i iðrum jarðar og i fall-
vötnum landsins.
1 samanburði við aðrar þjóðir
ýmsar, sem byggja orkubúskap
sinn á innfluttri oliu eöa öðrum
orkugjöfum, sem eru á þrotum
og ekki verða endurnýjaðir,
þykjumst við þvi vera hólpnir —
a.m.k. þegar til lengri tima er
litið.
En þrátt fyrir bjartsýnar
framtiðarspár er nú svo komið
fyrir þessari þjóð, að hún býr nú
þegar við orkukreppu og orku-
skömmtun. Vonir standa til að
úr þessu rætist á næsta vetri,
þegar Hrauneyjarfossvirkjun
kemur i gagnið. Hitt er ekki öll-
um ljóst, að sú viðbótarorka,
sem þaðan fæst, gerir ekki
meira en fullnægja umframeft-
irspurn, sem þegar er
staðreynd.
Hvað þá tekur við er mikil
óvissu undirorpiö. Iðnaðar-
ráðherra vonast til þess, að geta
tekið ákvörðun um næstu stór-
virkjun siðla á þessu ári, i besta
falli i vor. 6—7 ár munu liða,
áður en sú virkjun kemur að
fullum notum. Ýmsir eru þegar
farnir að kenna timabilið
1984—1987 við svartnætti orku-
kreppu og orkuskorts.
Hrauneyjarfossvirkjun er
metin upp á ca. 150MW þegar
báðar vélar hennar hafa verið
gangsettar, sem ætlað er að
verði snemma árs 1982.
Til samanburðar má geta
þess að orkuskömmtun á af-
gangsorku nemur nú þegar
51MW. Orkuskömmtun á for-
gangsorku mun um miðjan fe-
brúar nema 87MW. Alls er þvi
talið að rafmagnsskömmtun á
þessum vetri samsvari um 138
MW.
Áhverjum bitnar þetta? Hvað
kostar þetta þjóðarbúið i glötuð-
um framleiðsluverðmætum?
Þrátt fyrir mikla fjárfestingu i
byggðarlinum eystra, nyðra og
vestra á undanförnum árum er
nú svo komið aftur, að um land
allt verður að keyra diselvélar
til þess að forða orkuskorti.
Erling Garðar Jónasson, raf-
veitustjóri á Austfjörðum, segir
i viðtali við Alþýðublaðið i dag,
að þessi diselkeyrsla kosti 900
milljónir á 2 1/2 mán. Hann
mótmælir þvi harðlega, aö
ibúar landsbyggöarinnar,
viðskiptavinir rafmagnsveitna
rikisins, eigi einir að bera af
þessu skaðann.
Forstjóri Járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga
segir að orkuskömmtunin hafi
þegar leitt til þess, að annar ofn
verksmiðjunnar hefur verið
tekinn úr notkun. „Orku-
skömmtunin er komin niður á
það stig, að ef til frekari
skömmtunar kemur, verður við
hreinlega að stöðva fram-
leiðsluna og loka.”
Forstjóri lsals segir að orku-
skömmtunin til fyrirtækisins
nemi nú þegar 48 MW eða um
nálægt 30% af heildar orkunni.
ísal hefur þegar orðið að gripa
til uppsagna á starfsfólki. Eftir
nokkrar vikur kemur til enn
frekari fækkunar, ef þessu held-
ur áfram.
T ap Landsvirkjunar á siðasta
ári nam 1,2 milljörðum gkr. og
er áætlaður um 1 milljaröur
fram til vors. Verulega hefur
dregið úr orkusölu til almenn-
ingsrafveitna, til áburöarverk-
smiðjunnar og Keflavikurflug-
vallar.
1 þessu sambandi hefur at-
hygli manna beinzt mjög að
gangsetningu Hrauneyjarfoss-
virkjunar. Alþýðublaðið rifjaði*
nýlega upp, að ef staðiö hefði
verið við upphaflega áætlun um
gangsetningu hennar, þ.e.
haustið 1980, væri nú enginn
orkuskortur.
Ástæðan fyrir frestun, sem
ákveðin var i febrúar 1978 i iön-
aðarráðherratið dr. Gunnars
Thoroddsens, var sú, að þá var
reiknað með 35 MW frá Kröflu,
veturinn 1980—81. Kröfluævin-
týri Gunnars Thoroddsens og
félaga dregur þvi langan slóða á
eftir sér.
Ekki bætir úr skák, að eitt
fyrsta verk Hjörleifs Gutt-
ormssonar, sem iðnaðar-
ráðherra, var að óska þess með
bréfi, dags. 16.09.1978, „að
Landsvirkjun endurskoðaði
timasetningu framkvæmda við
Hrauneyjarfossvirkjun með
tilliti til þess, hvort ekki væri
unnt að fresta gangsetningu
fyrstu vélar hennar til haustsins
1982.” Astæöan fyrir frestunar-
áformum ráðherrans var sú, að
hann sótti fast eítir fjármagni
til Bessastaðaárvirkjunar i
heimakjördæmi sinu. Seinasta
klukkutimann, sem ráðherrann
var við völd haustið ’79 gaf hann
út dagsskipun um að hefjast
handa við þá virkjun. Þvi var
afstýrt. Með þvi að hreyía þvi
máli ekki meir hefur ráðherr-
ann staðfest, að Bessastaðaár-
virkjun hafi fyrst og fremst átt
að vera „kosningavirkjun”
ráðherrans i aðventukosningun-
um 1979.
Sem betur fór tókst Lands-
virkjun að fá ráðherra ofan af
frestunaráformum, meö þeim
rökum, að þar meö væri of mikil
áhætta tekin varðandi orkuskort
og oliukeyrslu, ef útaf brygði
með meðalárferði.
Ráðherrann hefur nú gefið út
yfirlýsingar, þar sem hann vill
ekki kannast við þessi frest-
unaráform sin. Þaö fer þó ekki
milli mála. 1 viðtali við Morgun-
blaðið 13.10. 1978, segir:
„Þaö er að visu búið að undir-
búa framkvæmdir og binda með
samningum, sem dregur úr
svigrúmi til breytinga, en engu
að siður tel ég mögulegt að
hnika allverulega til með fram-
kvæmdir við Hrauneyjafoss-
virkjun og draga úr fyrirhuguð-
um framkvæmdahraða.”
Um þetta þarf þvi ekki að
deila.
Tilkoma Hrauneyjarfoss-
virkjunar 1981—82 getur i besta
falli aflétt þeirri orkuskömmt-
un, sem þegar hefur oröið að
gripa til á annað ár. En hvaö
tekur þá við? Næsta stórvirkjun
verður ekki komin i gagnið fyrr
en á árunum 1986—87, jafnvel
þótt ákvörðun um hana væri
tekin strax i dag. Við þessar
kringumstæður er gjörsamlega
óskiljanlegt, hvers vegna yfir-
völd orkumála telja, aö ekkert
liggi á að taka ákvöröun um
næstu stórvirkjun fyrr en siðla á
þessu ári. Sannleikurinn er sá,
að þeirri ákvörðun hefur verið
frestað of lengi. Hana hefðí
þurft að taka strax haustiö 1978,
þegar núverandi iðnaöar-
ráðherra settist fyrst i
ráðherrastól. Athyglisvert er,
að samstarfsnefnd um orkumáí
á Austfjörðum, i kjördæmi
ráðherrans, hefur itrekað kraf-
ist þess með samþykktum og
ályktunum, að þessari ákvörðun
yrði hraöað. En Austfirðingar
hafa talað fyrir daufum eyrum
yfirvalda i Iðnaðarráðuneyti.
— JBH
ORKUKREPPA I
IÐN AÐARRÁÐUN EYTIN U
INNLEND SYRPA
Niðurfelling
aðflutningsgjalda
A vegum fjármálaráðuneytis-
ins og iðnaðarráðuneytisins hefur
á undanförnum mánuöum verið
unnið aö endurskoðun á auglýs-
ingu nr. 284/1978 um niðurfellingu
eða endurgreiðslu tolls og/eða
sölugjalds af ýmsum aðföngum
til samkeppnisiðnaðar. Endur-
skoðun þessari er nú lokið og hef-
ur ný auglýsing nr. 8/1981 verið
birt óg tók hún gildi 2. janúar sl.
Við endurskoðun á aðflutnings-
gjöldum var m.a. höfð samvinna
viðFélagfslenskra iðnrekenda og
Landssamband iðnaðarmanna.
Var hafður til hliðsjónar listi yfir
þá vöruflokka, sem fyrirsvars-
menn þessara samtaka töldu
nauðsynlegt að teknir yrðu inn i
fyrrnefnda auglýsingu. Fullyrða
má að þær breytingar, sem gerð-
ar hafa verið á eldri auglýsingu,
séu til verulegra hagsbóta fyrir
iðnaðinn. Aætlað er að útgjöld
-fyrirtækja i samkeppnisiðnaði
lækki um 15 milljónir nýkróna á
árinu 1981, vegna þessarar ráð-
stöfunar, eða sem svarar til 1500
milljónum gamalla króna, og var
gert ráð fyrir tekjurýrnun rikis-
sjóðs sem þessu nemur við gerð
fjárlaga 1981.
Helstu breytingar sem felast I
hinni nýju auglýsingu eru:
a) Tekin eru upp tollskrárnúmer
yfir fjölmarga nýja vöruflokka,
auk þess sem gildissvið
auglýsingarinnar hefur verið
rýmkað að ýmsu leyti.
b) í stað þess að gera eingöngu
ráð fyrirniðurfellingu gjalda af
ýmsum varahlutum við tollaf-
greiðslu er nú jafnframt gert
ráð fyrir þvi, að iðnfyrirtæki
geti sótt um endurgreiðslu
gjalda af varahlutum, sem þau
hafa keypt af innlendum birgð-
um.
c) Felld eru niður aðflutnings-
gjöld, vegna viðgerða erlendis
sem fram fara á ábyrgðartima
véla og tækja, sem fvilnana
geta notið samkvæmt ákvæð-
um auglýsingarinnar.
Lánadeild
iðngarða
Hinn 17. nóvember 1980 gaf
iðnaðarráðuneytið út reglugerð
um lánadeild iðngarða við Iðn-
lánasjóð. Við undirbúning reglu-
gerðarinnar var haft samráð viö
Samstarfsnefnd, um iðnþróun,
sem i eiga sæti aðilar er tengjast
iðnaðinum i landinu, svo og við
stjórn Iðnlánasjóðs.
Ráðuneytið telur rétt að vekja
hér með athygli á þessari reglu-
gerð nr. 584/1980, og möguleikum
aðila til að fá lán til að reisa iðn-
garða að uppfylltum tilteknum
skilyrðum.
11. gr. reglugeröarinnar segir:
,,Samkvæmt heimild i lögum
nr. 59/1979 um breytingu á lögum
um Iðnlánasjóö, skal starfrækt
við sjóðinn sérstök deild er nefn-
ist lánadeild iöngarða. Deildin
hefur þann tilgang að veita stofn-
lán til sveitarfélaga, félagasam-
taka og einstaklinga, sem reisa
iðnaðarmannvirki, i þvi skyni að
skapa starfsaðstöðu, fyrir iðn-
fyrirtæki, efla þar með islenskan
iðnað og stuöla að hagkvæmari
dreifingu iðnaðar um landið.”
1 reglugerðinni er m.a. kveðiö á
um heimild fyrir stjórn Iðnlána-
sjóðs að leita eftir samstarfi við
aðra sjóði um fjármögnun iðn-
garða eftir þvi sem þörf krefur.
Með starfsemi lánadeildar iðn-
garða skal stefnt að aukinni
iðnaðarframleiðslu. Að öðru jöfnu
skulu ný iðnaöarfyrirtæki sitja
fyrir um aðgang að iðngörðum.
Samkvæmt reglugerðinni ber
eigendum iðngarða að gera sér-
stakar samþykktir um stofnun
þeirra og notkun. Heimilt er að
setja þar reglur um timabundin
leiguhlunnindi fyrir fyrirtæki,
sem fær aðstöðu i iðngaröi til að
létta fjárhagslegar byrðar fyrir-
tækis, sem er aö hef ja starf eða er
á viökvæmu breytingarskeiði.
Stjóm Iðnlánasjóðs ber hins veg-
ar að foröast að lánveitingar til
iðngarða leiði til neikvæðrar
samkeppni milli fyrirtækja innan
iðngarða og fyrirtækja sem utan
við þá standa, hvort sem er innan
einstakra byggöarlaga eða i land-
Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn að
Strandgötu 9, mánudaginn 19. janúar kl.
20.30
Stjórnin.
Blaðburðarbörn óskast á
eftirtalda staði STRAX
Skipasund — Efstasund
Kleppsvegur — Sæviðarsund
Barónsstigur — Eiriksgata — Leifsgata —
Egilsgata — Mimisvegur—Þorfinnsgata.
Hjarðarhagi—Kvisthagi — Fornhagi.
Alþýðublaðið Helgarpósturinn
Sími 81866
inu i heild.
Tekjur lánadeildar iðngarða
voru ákvarðaðar f lögunum 250
milljónir gamalla króna á ári, ár-
in 1980—1983, sem taka ætti þá af
almennu umráðafé Iönlánasjóðs i
þessu skyni.
Ýmsar sveitarstjórnir og aðrir
aðilar hafa á undanfömum árum
leitað eftir stuðningi við byggingu
iðngarða og er með ráðstöfunum
þessum verið að bæta út brýnni
þörf. Það getur i ýmsum tilvikum
haft úrslitaáhrif fyrir uppbygg-
ingu nýrra iðnfyrirtækia' að auð-
velda þeim að komast i hentugt
húsnæði.
Iðngarðar gefa einnig mögu-
leika á margvislegu samstarfi
fyrirtækja. Þannig geta mörg
smærri fyrirtæki notið innan iðn-
garða rekstrarhagræðis og að-
búnaöar, sem aðeins hin stærri
njóta venjulega.
Bankamenn ____________1
að ná fram efndum á kjara-
samningum frá árinu 1977.
Ef þau 3% eru frátalin, sem
bankamenn knúðu fram, og
vanefnd voru frá samningunum
1977, stendur eftir vegin meðal-
talshækkun launastiga sem
nemur 3.12%. A tvo fjölmenn-
ustu launaflokkana, þar sem er
um helmingur bankamanna
nemur launahækkun rétt um
3.5% og fer síðan lækkandi eftir
þvi sem ofar dregur og nemur
aðeins 0.40% i 12. flokki, 2.
þrepi.
Ljóst er þvi, að yfii^banka-
mönnum vofir kjaraskerðing,
sem er margföld miðað við þær
hækkanir sem þeir hafa fengið
eftir um 15 mánaða samninga-
þóf.
Stjórn SÍB þykir erfitt að
finna samhengi á milli þeirrar
láglaunastefnu, sem rikis-
stjórnin hefur þóst reka og
launahækkana siðustu mánaða,
sem nema allt að 20 af hundraði.
Þá þykir stjórn SIB það skjóta
skökku við margitrekaðar yfir-
lýsingar sumra aðstandenda
rikisstjórnarinnar um að kjör
launamanna væru ekki höfuðor-
sök verðbólgunnar, um samn-
ingana i gildi o.s.frv., að einu
úrræðin sem rikisstjórnin sér
nú, sé skeröing visitölubóta.
Samband islenkra banka-
manna hefur rekið kjaramál sin
undanfarin misseri i trausti
þess að.visitalan yrði i heiðri
höfö.
Ekki veröur horft fram hjá
þeirri staðreynd, að megininn-
tak bráðabirgðalaga rikis-
stjórnarinnar er visitöluskerð-
ing og þar með röskun á gerðum
kjarasamningum. önnur atriði
eru mjög óljós og stefnan i heild
þokukennd og óáreiðanleg.
Að ofansögðu er ljóst, aö
stjórn Sambands islenskra
bankamanna leggst gegn
bráðabirgðalögunum og telur
þau ekki fela i sér lausn á að-
steðjandi vanda. Stjórn sam-
bandsins áskilur sér allan rétt
til aðgerða i þessu sambandi og
bendir i þvi sambandi á rétt sinn
skv. ákvæðum kjarasamninga,
til endurskoðunar á kaupliðum
samninganna, verði gerðar
breytingar á umsaminni visi-
tölu, svo rétt til endurskoðunar
á launalið skv. 4. grein sam-
komulags um kjarasamninga
félagsmanna SÍB.
Að lokum vill stjórn Sam-
bands islenskra bankamanna
lýsa vanþóknun sinni á yfirlýs-
ingum stjórnvalda um samráð
við launamenn, og ævinlega
reynast oröin tóm.
Til skýringar fylgir hér meö
tafla yfir prósentuhækkanir
launa félagsmanna SÍB, i
launaflokkum 1—12 3. þrepi,
samkvæmt samningunum frá
12. desember, að frádregnum
3%, sem voru vangoldin frá
kjarasamningunum frá 1977
og áttu að greiðast frá 1. júli
1979.
Þessberaðgæta.aðum 70%
bankamanna taka laun skv.
launaflokkum 6, 7 og 8, og
sárafáir, eða um 0.1% taka
laun skv. fyrstu tveimur
flokkunum.
Fiokkur
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Hækkun i %
5.70
5.07
5.83
4.11
3.87
3.51
3.68
3.40
1.53
0.82
0.89
0.80