Alþýðublaðið - 17.01.1981, Page 4

Alþýðublaðið - 17.01.1981, Page 4
4 Laugardagur 17. janúar 1981 Það sem Sovétríkin fengu fyrir vináttusamninginn við Sýrland: HERSTÖDVAR OG HAFNARAÐSTAÐA mikilvægar sendinefndir i við- bót frá Sovétrikjunum. önnur þeirra var undir forsæti Karen Brutenz, sem er sérfræðingur i samböndum Sovétrikjanna við Mið-Austurlönd, og varafor- maður Alþjöðadeildar mið- stjórnar sovéska kommúnista- flokksins. Hin sendinefndin var undir forsæti menntamálaráð- herra Ukrainu, Sergei Besklu- benko og sU nefnd tók þátt i við- burðum vegna sovésk-sýr- lenskrar vináttu viku, sem haldin var i Damaskus. Þann 8. nóvember kom sendi- nefnd herforingja til Damaskus og var fyrir henni Alexander Odintsov hershöfðingi, fyrsti, varaformaður Al-sovésku sam- takanna um frjálst samstarf við herinn (DOSAAF). Erindi nefndarinnar var að eiga við- ræður við æðsta yfirmann sýr- lenskra hersins, Mohammed Ibrahim al-Ali. Þessiaukna sovéska nærvera, er þaðgjald, sem Assad, forseti Sýrlands verður að greiða, fyrir aukið öryggi gagnvart mótstöðu innanlands. Á þvi er enginn efi, að hann hefur ekki gengist inn á þessi skilyrði með glöðu geði, en hin aukna óánægja þegnanna i Sýrlandi, sem fór að bera á að einhverju marki eftir áramót 1980, gerir það að verkum að sovéskur stuðningur er stjórn hans bráð nauðsynlegur. Assad getur þó ekki setið án þess að njóta trausts frá einka- framtaksöflunum i landinu, þvi án þeirra er efnahagslif lands- ins i rúst. Þessvegna hafa sýr- lensk stjórnvöld neyðst til að gefa Ut margitrekaðar yfirlýs- ingar um að einkafyrirtæki hafi ekkert að óttast vegna sam- bandsins við Sovétrikin. Þegar vináttusamningurinn var undir- ritaður, og eins þegar samein- ing við Lýbiu var fyrirhuguð á sinum tima, lá við upplausn i efnahagslifi Sýrlands. Það hefur einnig valdið óánægju meðal almennings, að nýlega hækkaði verð á oliu til hUs- hitunar og verð á öðrum neyslu- vörum. Gert er ráð fyrir að frekari hækkanir á neyslu- vörum séu i bigerð. Um leið og þessar miklu póli- tisku breytingar verða, vinna svo sýrlensk stjórnvöld að gerð fimmtu Fimm-ára-áætlunar- innar, fyrir árin 1981-85. Þetta er gert um leið og menn gera sér fulla grein fyrir þvi', að mark- mið þau, sem sett voru i siðustu fimmára áætlun, náðust ekki, og var það reyndar langt i' frá. Vináttusamningurinn milli Sovétrikjanna og Sýrlands var undirritaður í Moskvu þann 8. október 1980. Nú hefur samn- ingurinn verið staðfestur og í fyrsta sinn hefur borist Ut vit- neskja um þá liði sáttmálans, sem fjalla um hemaðarlega samvinnu. Þegar samningurinn var staðfestur með viðhöfn i Sýr- landi, var Vasili Kuznetsov, fyrsti varaforseti Æðstaráðs Sovétrikjanna formaður sovésku sendinefndarinnar, sem var mannmörg mjög. Þessi heimsókn er sú nýlegasta i langri röð heimsókna til Sýr- lands frá Sovétrikjunum sem hafa staðið siðan samningurinn var undirritaður i október. Þessar heimsóknir eru til þess ætlaðar að styrkja stöðu Sovét- rikjanna i'landinu, eins og hægt er. Samkvæmt samningum hafa Sovétrikin rétt til að nota höfn- ina i Latakia sem og tvo sýr- lenska herflugvelli. Gegn þessu, munu Sýrlendingar fá sóvéska T-72 skriðdreka og Mig 25 og /27 orustflugvélar. Þannig munu Sovétmenn verða helstu við- skiptaaðilar Sýrlendinga á vopnamarkaðinum Það hefur ekki fariö framhjá neinum ibUa i borgunum Latakia eða Tartous eða við Ras Basit flóa, að Sovétmenn hafa hlotið þessa aðstöðu. Sérlega eru mikilvægar og umfangs- miklar byggingaframkvæmdir i gangi i Latakia undir sjóm Sovétmanna. Verið er að stækka höfnina þar og dýpka, svo hún geti þjónað stórum flutninga- skipum og er viölegubakkinn sagður vera kilómetri á lengd og hálfurkilómetri á breidd. Þá er verið að byggja nýja bryggju þar sem mun stærri skip geta lagst að, en hafa nokkru sinni fyrr getað lagst að i Latakia og þar er hægt að skipa upp miklum vopnasendingum. Þessum framkvæmdum á að verða lokið nU i vor eða sumar og verður þá höfnin nýja afhent sýrlenska hernum. Fyrir utan allar framkvæmdirnar, hafa hUs og aðrar eignir nálægt höfn- inni verið tekin eignarnámi, sem hefur valdið ibúunum miklum erfiðleikum. Við þorpið Jabla, sem er nálægt Tartous, er verið að byggja nýjan herflugvöll, undir stjórn Sovétmanna. Byggð eru þar mikil mannvirki neðan- jarðar, ásamt herbUðum og eru framkvæmdir undir sameigin- legri stjórn sovéskra og sýr- lenskra eftirlitsmanna Ur herjum landanna. A þvi er eng- inn efi að bækistöð þessi er hugsuð, sem millilendingar- staður fyrir sovéska herinn, þegar nærveru hans er þörf i Afriku. 1 borginni Tartous er einnig verið að undirbúa byggingu mikilvægra hernaðarmann- virkja. Um leið og fram- kvæmdum i Latakia er lokið, verður hafist þar handa. Þar á að byggja stóra bryggju fyrir sovéska flotann. Samkvæmt sýrlenskum fjöl- miðlum, sem erstjórrc^af rikis- stjórninni, er vináttusamn- ingurinn ætlaður til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Þann 18. nóvember t.d. f jallaöi dagblaðið Tishrin um ótta israelska for- sætisráðherrans við að Sovét- rikin gætu hjálpað Sýrlend- ingum til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Svar blaðs- ins við þessu var, að það hefði verið Israel, sem bjó til kjarn- orkuvandamálið i Mið-Austur- UMHEIMURINN löndum og það væri þvi eins gott fyrir Sýrlendinga, að þeir ættu nU góðan vin, þar sem Sovét- rikin eru. Sýrland er sannarlega mikil- vægasti bandamaður Sovétrikj- anna i Mið-Austurlöndum nU- orðið. Þetta má sjá af þvi, hversu háttsettir gestir koma til Sýrlands frá Sovétrikjunum. Þann 10. október, aöeins tveim dögum eftir að vináttusamn- ingurinn hafði verið undirritað- ur i Moskvu, kom sovésk sendi- nefnd tilSýrlands, undir forystu Sheik Siaut-Dinchan Bin Ischan Banachan, sem er-æðstiprestur mUslima iSovétrikjunum. Þann 3, nóvember komu siðan tvær ORKUKREPPA Á ÍSLANDI - ORKUKREPPA Á Í! „Ef við þurfum að slát í kerfinu til að fá að — segir Erling Garðar „Orkunefnd Sambands sveitar- félaga á Austurlandi hefur bent á þessa fyrii^Jsjáanlegu kreppu i orkumálum landsmanna siðan 1974, en ráðamenn hafa dauf- heyrst við ábendingum okkar, það væri enginn orkuskortur í landinu ef þeir hefðu hlustað og notað brjóstvitið, við eigum að fá menn með brjóstvit til að stjórna orkumálum okkar og senda sér- fræöingana i endurhæfingu: notendur á svæði Rafmagns- veitna rfkisins munu ekki taka þegjandi á sig kostnað af þeim áföllum sem nú ríða yfir okkur vegna orkuskorts i landinu”. Þetta eru nokkrar glefsur úr við- tali við Erling Garðar Jónasson, Jónsson í viðtali við Al rafveitustjóra á Austurlandi, sem blm. átti við hann i vikunni. Erling Garðar er ómyrkur í máli um suma þætti orkumála okkar, einkum það hvernig dregið hefur verið að taka ákvarðanir um næstu virkjanir. Erling Garð- ar er þaulkunnur þessum málum : Hann hefur setið I stjórn orku- nefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, verið þar raf- veitustjóri og einnig er hann stjórnarmaður I Rafmagnsveit- um rfkisins. Við byrjum á þvi að spyrja Erling Garðar um þann mikla kostnað.sem rafveiturnar bera af núverandi orkuskömmtun. Kostnaðurinn iheild verður um Það er litið gagn að byggðallnu án orku. Menn sjá nú, að skynsam- legra hefði verið að virkja og reisa fleiri miðlunarmannvirki. Alþjóðaár fatlaðr Fötlun — Hvað er það? Ár fatlaðra — Hvers vegna? Hugtakið fötlun var skilgreint á eftirfarandi hátt árið 1976 af nefnd sem starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orðið fötlun er notað i mis- munandi merkingu. Við köllum þann mann fatlaðan sem af ein- hverjum orsökum, andlegum eða likamlegum, á við verulega erfiðleika að etja i daglegu lifi sinu. Einn er kannski blindur af þvi að sjóntaugin hefur skadd- ast, annar greindarskertur vegna heilaskemmda og hinn þriðji háður hjólastól ævilangt vegna mænuskaða (eftir um- ferðarslys). En það er ekki sjálf sköddunin sem við höfum fyrst og fremst i huga þegar við tölum um fötlun, heldur afleið- ingar hennar. Af þessari skil- greiningu leiðir að lífskjör mannsins og umhverfi hafa áhrif á fötlunina, þ.e. hvað hún háir honum. Alþjóöaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) setti siöar fram nýja skilgreiningu þar sem gerður er greinarmunur á skerðingu, (eða sköddun) fötlun sem af skerðingunni stafar og örorku sem táknar félagslegar afleiðingar skerðingar. Tökum sem dæmi einstakling sem lendir i umferðarslysi, og skaddast svo mikið að hann getur ekki gengið. Einstak- lingurinn býr við skerta hreyfi- getu, hann er fatlaður. Hann hefur þvi ekki starfsorku á borð við ófatlaðan og býr þvi við fjöl- mörg vandamál, þ.á.m. félags- leg vandamál, einstaklingurinn er öryrki. Sjónskert fólk, heyrnarskert, geösjúkt, greindarskert og hreyfihamlað svo og „kvilla- fatlað” (flogaveikt fólk, ofnæmissjUklingar o.fl.) á við mjög ólik vandamál að striða i samfélaginu. Aukinn skilningur á fötlun fer vaxandi. Okkur verður æ betur ljóst að fatlað fólk þarf að geta neytt þegnréttar sins, að allt það sem á að standa almenningi til boða á öllum sviðum þjóð- félagsins (menntun, atvinna, húsnæði, samgöngur, menn- ingarlif, upplýsingarþjónusta) þarf að gera svo aðgengilegt, að skerðing og fötlun leiði ekki til ALÞJÖÐAÁR FATLAÐRA - ALÞJÓÐAÁR FATLAÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.