Alþýðublaðið - 20.01.1981, Page 3
Þriðjudagur 20. janúar 1981.
3
alfisýðu-
tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn
Framkvæmdast jori: Jóhann-
es Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Már
Arthúrsson, Olafur Bjarnii
Guðnason, Þráinn Hall-
grimsson.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal.
Auglýsingar: Þóra Haf-
steinsdóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt-
ir.
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórnog auglýsingar eru
að Síðumúla 11, Reykjavik,
simi 81866.
Sagt er að einn heimskingi
geti spurtsvo glannalega að það
vefjist jafnvel fyrir vitringun-
um tiu aö finna skynsamleg
svör.
Nú hefur Dagblaðiö, með að-
stoð simaskrárinnar, spurt 600
kunningja sina þessarar spurn-
ingar: Ertu með eða móti efna-
hagsráöstöfunum rikisstjórnar-
innar? Svarið getur aðeins
verið: Já eða nei.
Niðurstaðan er sú að
279(46,5%) segja já. Andvigir
eða óákveðnir teljast hinsvegar
321 eða 53,5%.
En hvað þýðir já-ið, þegar
grannt er skoðað? Karl úti á
landisegir: „Ef þeir slysast til
að gera eitthvað meira i vor, þá
hljóta efnahagsaðgerðirnar að
vera til bóta”. Annar lands-
byggðarmaður svaraði: „Ráð-
stafanirnar hefðu mátt vera rót-
tækari. Ég er reiðubúinn að axla
þyngri byrðar”. Isfirðingur
svarar’ „Fylgjandi þeim, svo
langt sem þær ná”. Maður á
Ólafsfirði svarar: „Fylgjandi
þeim sem byrjunaraögerðum,
en fleira verður að koma til, ef
árangur á að nást”. Kona i
Keflavik svarar: „Fylgjandi
þeim svo langt sem þær ná, en
þær duga ábyggilega ekki
einar”.
Hvað þýða þessi svör I raun og
veru? 1 fyrsta lagi: Að fólk gerir
sér grein fyrir þvi, að ráöstaf-
anirnar eru ekki það, sem þær
segjast vera: Viðtækar efna-
hagsráðstafanir, — heldur þvert
á móti, skammtimaaðgeröir,
sem kalla á mun róttækari ráð-
stafanir innan skamms tima.
1 öðru lagi: Er þetta stuðn-
ingur við efnahagsstefnu rikis-
stjórnarinnar? Augljóslega
ekki: Þetta er krafa um aö
rikisstjórnin móti sér stefnu i
efnahagsmálum, til lengri tima
en næstu 4ra mánaða.
En hvað þýðir þá nei-ið?
Kona i Reykjavik svarar: „Það
er lélegt að ganga á gerða
samninga”. Karl i Reykjavik
svarar: „Ég er andvigur launa-
skerðingunni”. Kona i Höfn
svarar: „Það er óréttlátt að
ganga á samningana, á sama
tima og þeir hækka kaupið hjá
sjálfum sér”. Kona i Hvera-
gerði svarar: „Það er ekki rétta
leiðin að klipa af kaupinu”.
Hver er rauði þráðurinn i
þessum svörum? Þeir sem
svara neitandi virðast fyrst og
fremst vera fylgjandi óbreyttu
visitölukerfi, og andvigir laga-
boði, sem breytir þvi. Ef spurt
er: Hvaða flokkur er það, sem
sýknt og heilagt boðar varð-
stöðu um óbreytt visitölukerfi?
Hvaða flokkur er það, sem
hingað til hefur sagt, aö hann
muni aldrei liða ihlutun með
lagaboði i gerða samninga?
Svar: Alþýöubandalagið. Er
nei-fólkið þá aðallega úr röðum
þess? Vissulega ekki, ef niöur-
stöður skoðanakönnunarinnar
eru túlkaðar eins og Dagblaðið
sjálft gerir.
Um hvað er i raun og veru
verið að spyrja?
1 fyrsta lagi: Ertu meðmæltur
þvi að núverandi visitölukerfi sé
afnumið með lagasetningu?
Yfirgnæfandi meirihluti kjós-
enda Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks
munu svara því játandi. Kjós-
endur Alþýðubandalagsins
munu væntanlega harðneita
þvi.
1 öðru lagi er spurt: Ertu
fylgjandi aukinni verðtryggingu
sparifjár og styttingu innláns-
bindingar á sparireikningum?
Þetta er stefna Alþýðuflokks-
ins, enda beinlinis tekin að láni
úr frumvarpi, sem þingmenn
Alþýðuflokksins lögðu fram um
miðjan desember. Yfirgnæfandi
meirihluti kjósenda Alþýðu-
flokks, Sjálfstæðisflokks og
verulegur hluti Framsóknar-
manna myndu svara þessu ját-
andi. Ef marka má málflutning
Alþýðubandalagsins um há-
vaxtastefnu, verður að ætla aö
meirihluti kjósenda þess sé and-
vigur.
1 þriðja lagi er spurt: Ertu
fylgjandi frestun eða niður-
skurði opinbera framkvæmda.
Bæði Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur hafa krafizt
niðurskurðar á opinberum út-
gjöldum. Hinsvegar er ekki
sama um hvað niðurskurðurinn
snýst. Alþýðuflokksmenn hafa
t.d. boðað niðurskurð útgjalda
til landbúnaðarmála, innflutn-
ings fiskiskipa, og ýmissa opin-
berra stofnana, en vilja auka út-
gjöld til orkumála og fiskiðn-
aðar.
Aö þvi upplýstu, aö hverju
niöurskurðurinn beinist, myndu
kjósendur Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks svara spurn-
ingunni játandi. Kjósendur Al-
þýðubandalags og flestir Fram-
sóknarmenn myndu væntanlega
svara neitandi.
Niðurstaðan i þéssum spurn-
ingaleik Dagblaðsins virðist þá
vera þessi: Ef hin almenna
spurning Dagblaðsins er leyst
upp i frumefni sin og sett fram á
hlutlægan hátt, mundu flestir
andstæðingar núverandi rikis-
stjórnar svara henni játandi.
Sýnishorn, sem Dagblaðið gefur
sem dæmigerð já-svör, benda til
þess að svo sé.
Hinsvegar er ljóst, að mikill
meirihluti stjórnarsinna úr Al-
þýðubandalagi og aö hluta til úr
Framsókn myndu svara spurn-
ingunum neitandi.
Júlkun stjórnarblaöanna,
Dagblaðsins og Þjóðviljans, á
niðurstöðum þessa spurninga-
leiks Dagblaðsins er þess vegna
gersamlega út i hött. Þessi
skoöanakönnun er reyndar
skólabókarfordæmi um félags-
fræðifúsk. Villandi spurningar,
ranglega fram bornar, fram-
kalla villandi svör. Túlkun
blaðsins sjálfs á svörunum
veldur þvi siðan, að niðurstaðan
er ómarktæk.
Ef spurt er: Ertu með eða
móti hjöðnun verðbólgu? — má
ætla fyrirfram, að yfirgnæfandi
meirihluti segði já. Það segir
hinsvegar nákvæmlega ekki
neitt um mat manna á efna-
hagsstefnu núverandi rikis-
stjórnar. Afleiöingarnar af
efnahagsstefnu rikisstjórnar-
innar hingað til, bentu til yfir
80% verðbólgu, i stað 15%, sem
lofað var, fyrir árslok 1981. Með
þvi að afnema verðbætur á laun
og fresta gengisfellingu fram
eftir ári, bendir ýmislegt til
þess, að ríkisstjórninni takist að
halda verðbólgustiginu
óbreyttu, þ.e. i 55% á ári. Yfir-
lýst markmið rikisstjórnar-
innar sjálfrar um 40% verð-
bólgu nást sannanlega ekki. Af
tvennu illu munu flestir fremur
kjósa 55% verðbólgu en 80%,
einkum og sér i lagi stjórnar-
andstæðingar, sem gerar
strangari kröfur i þeim efnum.
Játandi svar við spurningu
Dagblaðsins þýðir á mæltu
máli: „Af tvennu illu eru frest-
unaraögerðir betri en engar aö-
gerðir. Við hefðum hins vegar
kosiö allt annars konar aö-
gerðir, sem hefðu gefið fyrirheit
um varanlegan árangur”. Þeir
sem þannig svara spurningu
Dagblaðsins eru eðli málsins
samkvæmt andstæðingar nú-
verandi rikisstjórnar.
JBH
MEÐ EÐfl MÓTIHVERJU?
Á ÁRSAFMÆLI S0VÉSKU INN-
RÁSARINNAR í AFGHANISTAN
Meðal margra þjóða, sem eru
uggandi vegna sovésku innrásar-
innar í Afghanistan, eru Kinverj-
ar. Hér fylgir eftir grein, þýdd ár
Beijing Review, eftir kinverska
biaðamanninn Yi Min.
Áætlun Sovétmanna haföi verið
sá að ná völdum i Afghanistan I
einni svipan. Það er nú ljóst, að
þar misreiknuðu þeir sig. Þrátt
fyrir yfirburði i vopnabúnaði og
mönnum, 100.000 hermenn, skrið-
drekar, brynvarðir bilar, stór-
skotalið, sprengjuflugvélar, þyrl-
ur og eiturgas, hefur Sovétmönn-
um ekki tekist að vinna bug á
Afgönum. Þvertá móti munu þeir
hafa mikið mannfall, eða 10.000
manns.
Til þess að fela sannleikann
fyrir sovésku þjóðinni hafa sov-
ésk yfirvöld ákveðið, að lik hinna
föllnu eru ekki send heim heldur
grafin i Afghanistan. Sovétmenn
hafa byggt liksmiðjuverksmiðju I
Kabui, sérlega i þessum tilgangi.
Þeir, sem illa eru særöir, meðal
hermannanna, eru sendir á spit-
ala viðs vegar ilepprikjum Sovét-
rikjanna í Austur-Evrópu.
Þegar komið var i ljós, að
þungavopn dugðu ekki til i bar-
dögum við skæruliða, skiptu sov-
ésk yfirvöld um baráttuaðferðir. I
Kreml lýsti Brezhnef yfir að
draga ætti hluta hersveitanna til
baka, og með mikilli viðhöfn
sendu Sovétmenn til baka sínar
gagnslausu eldflaugar, skrið-
drekabyssur og stórskotalið, og
sendu í stað þeirra, við litla við-
höfn, hersveitir, sem hafa hlotfð
þjálfun i gagnaðgerðum gegn
skæruliðum. Þó hefur þeim litið
sóst baráttan. Flugvellir, her-
stöðvar, borgir og samgönguæðar
eru i sifelldri hættu af árásum
skæruliða. Sovésk yfirvöld hafa
lýst þvi yfir að liðssafnaður
þeirra I Afghanistan sé litill. Það
er sannað mál, að svo er ekki,
þeir hafa sent þangaö ógrynni
liðs.
Ekki einasta þurfa sovéskir
hernámsmenn að eiga við skæru-
liða, heldur einnig mótmælaað-
gerðir i Kabul og öðrum borgum.
Þeir hafa reynt að deila og
drottna, með þvi að nota Afghani
gegn Afghönum. Þeir hafa reynt
að stjórna I gegnum leppstjórn
Karmals, en sú blekking hefur
orðið til litils. Hermenn i afgh-
anska hernum hafa gerst lið-
hlaupar i hópum, þvi þeir vilja
ekki deyja fyrir Sovétrikin og
ekki berjast gegn löndum sinum.
Oftlega hefur frést af heilum her-
flokkum, sem hafa gengið til liðs
við skæruloða uppi i fjöllunum.
Fjöldi hermanna í stjórnarhern-
um hefur minnkað úr 100.000 i
30.000. Stjórn Karmals hefur
reynt að kaupa sér tryggð hersins
með hærri launum og betra fæði.
En þó laun hermannanna séu nú
niu sinnum hærri venjulegs opin-
bers starfsmanns, hefur það
reynst stjórninni næstum ómögu-
legt að fá menn til að ganga i her-
inn.
Það gerir stjórn Karmals ekki
auðveldara fyrir, að átök innan
hennar eru mikil. Hver stjórnar-
deild hefur sina sovésku ráðgjafa.
Meir að segja lifveröir Karmals
eru sovéskir, ekki afghanskir, og
lýsir það kannski hvað best
hversu almenns stuðnings stjóm-
in nýtur. Staðreyndin er að stjórn
Karmals gæti ekki setið einn ein-
asta dag, án sovéskrar aðstoðar.
Það er talið að sovéski stuðning-
urinn kosti Kremlverja um 5 mill-
jón dollara á dag og af öllum sól-
armerkjum að dæma, eiga Sovét-
menn fyrir höndum langt og blóð-
ugt striö.
Vegna ihlutunarinnar i Afghan-
istan hafa Sovétrikin verið for-
dæmdumallanheim, oghafa ein-
angrast mikið. Allsherjarþing
Sameinuðu þjóöanna samþykkti
meö yfirgnæfandi meirihluta
ályktun, þar sem krafist var að
allar erlendar hersveitir yrðu
þegar á brott frá Afghanistan. Á
ráðstefnu islamskra þjóða var
samþykkt ályktun, þar sem lýst
var yfir fullum stuöningi við bar-
áttu afghönsku þjóðarinnar og
krafist var að sovéskar hersveitir
yrðu þegar á brott þaðan. Yfirlýs-
ingar Sovétrikjanna um að þau
séu hinn eðlilegi bandamaður
þriðja heims ríkja, hljóma eins og
lélegur brandari. Eftir innrásina,
hefur „detente”, sem Sovétrikin
reiddu sig svo mjög á, verið aö
deyja drottni sinum. A Madrid-
ráðstefnunni, þar sem átti að
skoða árangurinn af Helsinki-
sáttmálanum, var það innrásin i
Afghanistan, sem kom i veg fyrir
að nokkuð ynnistá. Efnahagsleg-
ar refsiaðgerðir, sem Bandarfkin
og sum vestur-evrópsk lönd stóðu
fyrir, ásamt mótmælum i kring-
um Ólympiuleikana, sýndu hvað
þjóðum heims fannst um innrás-
ina i Afghanistan.
En þó innrásin hafi bakað
Sovétmönnum mikil vandræði,
hafa þeir neitað að draga sig til
baka þaðan. Um leið
og Kremlverjar neita að hlusta á
kröfur heimsins, hafa þeir aukið
ofsóknir sínar á hendur Afghön-
um. Þeir hafa einnig reynt að
gera stöðu slnaí Afghanistan lög-
lega með þvi að undirrita samn-
inga við leppstjórn sina i Kabul.
Mikil hermannvirki m.a. eld-
flaugsskotpallar, hafa verið
byggð i Afghanistan og þar er
rekin hrein nýlendustefna af
Sovétmönnum. Tilgangur Sovét-
manna er greinilega sá að ná
völdum i landinu i eitt skipti fyrir
öll. Samkvæmt skipunum frá
Kreml, buðu stjórnarleppar
þeirra i Kabul Pakistan og Iran
upp á samningaviðræður, til að
blekkja heiminn og þakka niður í
gagnrýnisröddum. Það skiptir
höfuðmáli fyrir Sovétrikin, að
stjórnin i Kabul fái löglega viður-
kenningu, þannig að hernám
þeirra verði óbeint viðurkennt,
sem orðinn hlutur, svo þeir geti
hreinsað sig af því að gera innrás
i þriðja heims riki. Það erum
þetta, sem hin svokallaða póli-
tiska lausn Afghanistan-málsins
snýst, hvað Sovétrikin varðar.
Afstaða Sovétrikjanna vegna
Afghanistansýnir aö innrásin var
ekki tilviljun, heldur liöur I lang-
tima ráðagerðum Sovétmanna
um heimsyfirráð. Afghanistan
stendur þannig, að sá sem þar
ræður rlkjum hefur yfirburða-
stöðu gagnvart olíurikjunum viö
Persaflóa, Indlandshaf og áfram
yfir Suður-Asiu. Siðan á fimmta
áratugnum hafa Mið-Austurlönd
og Suður-Asia verið helsta skot-
mark Sovétmanna. Með svokall-
aðri „aðstoð”, hafa þeir fjárfest
mikið á þessum slóðum. bæði meö
peningum og vopnum.
A siðari hluta sjöunda áratug-
arins hefur valdajafnvægið milli
Sovétrikjanna og Bandarlkjanna
gerbreyst. Sovétríkin hafa náð
fótfestu við Rauðahaf og Adenflóa
og hernám Afghanistan gerir
þeim kleift að ráðast gegn íran úr
austri, ná þannig völdum við
Persaflóa og tengja þannig her
sinn við Rauðahaf og Adenflóa.
Með þvi að ráðast til austurs á
Pakistan, gætu Sovétrikin opnað
leiðina til Suður-Asiu og þannig
náð að tengja heri sina við Kyrra-
hafsflota sinn, en hann er i högg-
flri við Malakkasund, eftir að
Vietnamar réðust inn I Kampút-
seu. A siðasta ári bar á því, aö
sovéskar hersveitir tækju stöðu
°g byggðu aðstöðu við pakist-
önsku landamærin og þau.
irönsku. Um leið hafa Sovétmenn
stutt við bakið á fylgismönnum
sinum innan þessara landa, sem
og aðskilnaðarsinna meðal ým-
issa þjóðarbrota. Þaðmá af þessu
sjá, hversu mikilvægt svæöi
Afghanistan er, I áætlunum
Sovétrikjanna. Og þetta er eina
mögulega túlkunin á fyrirætlun-
um Sovétrikjanna með innrásinni
i Afghanistan. Ef menn skoða
innrásina I Afghanistan aðeins
Gunnarsson i hlutverki Sower-
berry’s líkkistusmiðs og Jó-
hönnu Norðfjörð sem kona hans.
Mér fannst þau bæði skila sinum
hlutverkum vel einkum var
gaman að sjá gamalkunnugt en
þó nýtt andlit Jóhönnu. Þórunn
var skemmtileg Carlotta, létt og
lævís eins og vera ber. Gervi
Fagins, gyðingsins, var mjög
nærri sannleikanum i höndum
Baldvins Halldórssonar. Mikið
getur hann Erlingur gert sig
ljótan, svei mér þá, ef þetta var
ekki sjálfur Bill Sikes á sviðinu.
Guöbjörg, Valur og Ævar voru
hvort öðru ljúfara, og það
minnti mann þægilega á gamla
daga að sjá þau öll aftur saman
á sviðinu. Ekki sætti ég mig
alveg við túlkun Eddu Þórarins-
dóttur á hinni yndislegu Rósu,
velgerðarkonu og frænku Oli-
vers. Leikstill hennar stakk I
stúf við öll hin, og Rósa var of
ýkt til þess að sannfæra mann
um gæsku sina.
Það kom fyrir, að ekki
heyrðist til leikenda á sviðinu,
og þá fóru áhorfendur að tala
saman um það sem þeir héldu,
að væri aö gerast. Þar sem leik-
tjöld eru svo til engin, og ekkert
sem svæðisbundið vandamál,
falla menn í þá gryfju að vanmeta
heimsvaldastefnu Sovétrikjanna.
En þó Sovétrikin séu heims-
veldi, grátt fyrir járnum, hefur
þeim ekki tekist það, sem þeir
ætluðu sér að gera i Afghanistan.
Afghanir eru fátæk þriðja heims
þjóð. Þá vantar vopn. Baráttuað-
ferðir þeirra, sem og samlyndi
gæti verið betra. Þó hefur máttur
Sovétrlkjanna ekki dugað til að
merja þá niður. Þvert á móti
eykst andspyrna sifellt. Þetta er
enn ein sönnunin á þvi, að enginn
nútima árásaraðili getur vonast
tilað sigrast á þjóðum Suður-Asiu
með leiftursókn. Rikari og betur
búinn árásaraðili getur tekið
landið hrskildi en honum er ó-
mögulegt að hafa raunverulega
stjórn yfir því til lengri tima. Fá-
tækter hindrun,en verður kostur,
þegar berjast skal gegn háþróuðu
árásarrfki, þvi fátækt fólk getur
þolað miklar þrengingar, og lé-
legar samgöngur gera yfirburði
óvinarins i vélvæddu striði einsk-
is virði. Skæruliðamir i Afghan-
istan geta frætt heiminn um það,
að útþenslustefna Sovétrikjanna
er ekki ómótstæðileg.
til þess að beina hljóðinu fram i
salinn, verða leikendur aö gæta
þess að tala fram, ef þeir eiga
að halda athygli áheyrenda, og
verða svona smágallar væntan-
lega lagfærðir.
En hver er þá heildarniður-
staðan af þessari barnaleiksýn-
ingu Þjóðleikhússins? Eins og
ég sagði, þá langaði mig til þess
aðupplifa eitthvaö, gleyma mér
á sama hátt og þegar ég las bók-
ina. En mér tókst það ekki. Nú
er það kannski ekki aö marka,
þarsem ég er fullorðin, en þetta
er bamaleikrit. En lifðu þá
bömin sig inn i ævintýri Olivers
litla? Grétu þau af meðaumkun
þegar hann var laminn? Grétu
þau af gleði, þegar hann slapp
frá ræningjunum? Nei, ég varö
þess ekki vör. Þau trúðu ekki
einu sinni á morðið á Nancy.
Börn á sjónvarpsöld kippa sér
kannski ekki upp viö neitt. Þau
hafa séð allt. Þegar Bill Sikes
murkaði lifið úr ástkonu sinni
fyrir framan nefið á okkur,
sagði einn fimm ára polli I
næstu röð fyrir framan:
Sást’etta? Hann kýldi hana
niður með annarri hendi.
Bryndís Schram
Oliver Twist