Alþýðublaðið - 14.02.1981, Síða 3
Laugardagur 14. febrúar 1981
3
Hörður Erlingsson, þjóðfélagsfræðingur
Hörður Erlingsson þjóðfélagsfræðingur er stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967. Hann stundaði
nám í þjóðfélagsfræðum við háskólann í Múnchen í
Bæjaralandi á árunum 1967 til 74. og framhaldsnám
við háskólann í Winnipeg í Manitoba í Kanada.
I tilefni af umræðum um skoðanakannanir og þær
lágmarkskröf ur sem gera verður til þeirra um undir-
búning, aðferðir, túlkun niðurstaðna og vísindaleg
vinnubrögð yfirleitt, hefur Alþýðublaðið beðið Hörð
um að skrifa eftirfarandi grein. I greininni segir
Hörður m.a.:
,,Því er oft haldið fram að skoðanakannanir séu
hættulegar. Heiðarleg og vel unnin könnun er ein og
sér skaðlaus. Það er á valdi þeirra, sem mistúlka
skoðanakannanir, hver áhrifin verða. Hætta á mis-
notkun er þeim mun minni, sem betur er að könnun-
inni staðið. Með heiðarlegri könnun er átt við að f rá sé
feimnislaust skýrt, hvernig að undirbúningi var
unnið, með hvaða aðferð úrtak var valið, ennfremur
að gefnar séu upp líkur um sannleiksgildi spárinnar
og þess þá jafnframt getið, hve mikil frávik eru í
hverju einstöku tilviki.
Sé þessa gætt — og allnokkurra f leiri þátta að auki
— verður erf itt að hanna, en sjálfsagt að kanna skoð-
anir".
Það er tímafrekt að uppfylla
skilyrðin og þvi er stundum
gripið til handbærra hjálpar-
gagna við að útbúa smækkuðu
myndina t.d. til simaskrár. 1
fagritum er litið fjallað um
simaskrána, nema ef kanna
þyrfti afstöðu þeirra einna, sem
hafa sima. Það verður að teljast
umhugsunarvert t.d., hvort
unnt sé að fá nákvæma
smækkaða mynd af pakistönsku
þjóðinni úr annars þeirri ágætu
bök, sem simaskrá þjóðar getur
verið. Hér er þó ekki ástæða til
að alhæfa, — simaskrá er ef-
laust nothæfari til skoðana-
kannana hér á landi en viðast
hvar erlendis þar sem simar eru
ekki á hverju strái. Simaeign
telst vart lengur til forréttinda
hér, þó þvi fari fjarri að allir
sem mega kjósa séu jafnframt i
simaskrá.
Þvi má skjóta hér inn, að þvi
flóknari sem þjóðfélagsgerðin
er og þættir hennar ólikari inn-
byrðis, þeim mun nákvæmar
þarf að undirbúa úrtak. Tiltölu-
lega einföld uppbygging
islensks þjóðfélags gæti þvi ver-
ið ein skýringin á þvi hversu
Hörður Erlingsson.
stærðar fráviks jafnan getið.
Niðurstöðunum er aldrei slegið
fram sem endanlegum eða al-
gildum sannleika.
Stærð úrtaka
og frávik
Skoðum nú hvernig frávikum
er háttað i könnun þeirri, sem
Dagblaðið gerði fyrir skömmu
um vinsældir stjórnmálaflokk-
anna og byggð var á 600 manna
úrtaki. Göngum út frá þvi að
ströngustu kröfum um vinnslu
úrtaks hafi verið fullnægt, enn-
fremur er þess krafist að likurn-
Sé úrtakið enn minnkað t.d.
niður i 100 manns og gengið út
frá sömu forsendum og áður þá
er frávikið eða skekkjubilið orð-
ið um 15%.
Vart þarf að taka fram, að i
kosningaspám gera slik óvissu-
mörk könnun marklitla, þvi að
hér getur skeikað ekki bara
einu, heldur mörgum þingsæt-
um.
Vert er að geta þess, að ekki
er allt unnið með þvi að stækka
úrtakshóp. Þótt sá hópur telji
2000, er litill munur á frávikum
þar og i 600 manna úrtaki.
Flokkur X, sem fær 10% fylgi i
2000manna úrtaki, má gera ráð
fyrir að raunverulegt fylgi sitt
sé 8.7% til 11.3%. Eins og áður
er getið lá fylgi hans i 600
manna úrtaki á bilinu
7.5%—12.5%. Munurinn á frá-
vikum þessara úrtaka er svo
óverulegur, að óþraft væri i
þessu tilviki að spyrja fleiri en
600.
Undirflokkun í úrtaki
1 skoðanakönnun Dagblaðsins
hefur verið farin sú leið að
SKODANAKANNANIR OG SKOÐANAHANNANIR
Könnun Dagblaðsins styðst við úrtök af eftirtöldum
stærðargráðum: Sjálfstæðisflokkur 149 Framsóknar-
fl. 78 Alþýðublandalag 60 og Alþýðuflokkur 35. Sé
aðeins tekið mið af þeirri óvissu sem felst í spám á
grundvelli 100 manna úrtaks (sbr. fyrri dæmi) þá ætti
að vera Ijóst hversu hæpið er að notast við ofangreind
úrtök. Frávikin verða slík að niðurstaðan getur ekki
talizt marktæk.
Talnaleikjum hefur verið
beitt á mannfólkið i árþúsundir.
Allir þekkja dæmið úr jólaguð-
spjallinu, og tveimur öldum fyr-
ir fæðingu Krists sáu Egyptar
ástæðu tilað kasta tölu á heimili
og vinnuhjú á tveggja ára fresti.
Rómverjar létu sér nægja
manntal fimmta hvert ár og
hengdu aftan i þau hátið og
færðu guðum sinum stórar fórn-
ir. Islendingar telja óreglu-
legar, nú siðast liðu um 20 ár á
milli manntala. En það er sem
sagt engin ástæða til að ætla að
manntöl séu nýjung fundin upp
af vondum félagsfræðingum
fyrir 100 árum eða svo.
Þrátt fyrir ólika framkvæmd
á ofannefndum manntölum,
eiga þau öll eitt sameiginlegt.
Allir eru taldir með, enginn er
hafður útundan. Köllum þetta
heildarkannanir til aðgreining-
ar frá þeim, sem láta sér nægja
að kanna hluta heildarinnar
(hlutakönnun). Skoðanakann-
anir nú á dögum eru gerðar með
einni tegund hlutakannana, þ.e.
úrtakskönnun.
Fræðilega séð, eru hlutakönn-
un annars vegar og úrtakskönn-
un hins vegar, tvenns konar
hugtök. Sé ákveðinni aðferð
stærðfræðinnar beitt til að velja
hlutann úr heildinni, er talað um
úrtakskönnun. An nokkurrar
vissu um það, að hve miklu leyti
þeirri aðferð sé beitt við
skoðanakannanir dagblaða hér-
lendis verður samt sem áður að
gera ráð fyrir að svo sé fyrst
orðið úrtak er notað af þeim
sjálfum á annað borð.
Úrtök
Ekki er fjarri lagi að álita að
grundvöllurinn að úrtakskönn-
unum hafi verið lagður um 1650,
þegar franski stærðfræðingur-
inn, Pascal, var fenginn til að
reikna út vinningsmöguleika i
fjárhættuspili. Hugmyndirnar
sem Pascal setti fram áttu
drjúgan þátt i þvi að móta siðari
kenningar likindareiknings en á
honum byggjast útreikningar
þeir sem notaðir eru við úrtaks-
kannanir. Niðurstöður slikra
kannanna eru sem sagt byggðar
á li'kum enda er verið að alykta
um heildina út frá tiltölulega fá-
mennum hópi. Tilgangurinn er
að láta úrtak gefa sem gleggsta
mynd af heildarm.yndinni
sjálfri. Slíkar kannanir geta
sparað bæði fé og fyrirhöfn og
likindareikningurinn hefur
kennt okkur, að i flestum tilvik-
um er óþarft að krefjast upplýs-
inga af hverjum einstökum i
hópi þeim sem rannsaka þarf.
Sennilega er sú tegund skoð-
anakannana sem fæst við kosn-
ingaspár, bezt þekkt hér á landi.
Fyrstu athuganimar af þessu
tagi voru einmitt gerðar af dag-
blaði i Bandarikjunum þegar
árið 1924 var spáð fyrir um
kosningaúrslit i Pennsylvaniu.
Nokkra siðustu áratugi hefur
vart verið svo kosið erlendis að
ekki fari á undan spár um úrslit
sem byggjast á úrtakakönnun-
um. Heimsfrægð hlaut aðferðin
fyrst árið 1948, þegar þeir tru-
man og Dewey börðust um
bandariska forsetastólinn. Hún
varð heimsfræg af endemum
þvi' rannsóknarstöðin hans
Georgs Gallups hafði veðjað á
vitlausan hest. í rauninni varð
þessi spá sist vitlausari en
margar aðrar, sem gerðar hafa
verið um dagana. Gallup og
félgar voru um 5% frá kosn-
ingaúrslitunum i spá sinni. Hún
fékk engu að siður harða gagn-
rýni, þvi hún var kærkomin
þeim sem ekki vilja trúa þvi að
u.þ.b. 2000 einstaklingar geti
gefið „rétta” mynd áf milljóna-
þjóðfélagi. 1 stuttri blaðagrein
yrði það of langt mál að sann-
færa vantrúaða á með nákvæm-
um stærðfræðilegum kenning-
um að þetta, sé i raun fram-
kvæmanlegt. Þó skal það fullyrt
að sá hluti stærðfræðinnar, sem
heimfærir skoðanir úrtaks á
allan fjöldann, er þróaðasti
þátturinn i aðferðafræði kosn-
ingaspáa.
Smækkuð mynd
Vandamál þeirra, sem vilja
gera kosningaspá felst einkum i
þvi að Urtakið sem spurt er, gefi
sem raunverulegasta mynd af
öllum hópnum. 1 islenskri spá,
sem styðst við 600 manna úrtak
er það grundvallarskilyrði, eigi
að fara eftir stærðfræðimódel-
inu, sem allt byggist á, — að úr-
takið endurspegli alla þá sem
hafa kosningarétt i landinu. Það
verður að hafa hlutfallslegu
sömu skiptingu eftir kynferði,
búsetu menntun, tekjum o.fl.,
og fyrir hendi er meðal allra
kjósenda. Enn fremur þarf að
trýggja. að aHir i úrtakinu (i
þessu tilfelli væntanlegir
kjósendur) hafi nákvæmlegu
sömu möguleika á því að verða
spurðir. (Þessu skilyrði getur
simaskrárúrtak t.d. ekki full-
nægt).
Fleiri þættir koma til, sem
valdið geta skekkjum i spám.
Mætti nefna framsetningu
spurninga, hverjir og hve marg-
ir spyrja og úrvinnslu gagn-
anna. En sé öllum grundvallar-
skilyrðum fullnægt, geta 600
manns sagt af ótrúlegri
nákvæmni fyrir um skoðanir
allrar heildarinnar.
nærri spár siðdegisblaðanna
fóru um úrslit siðustu forseta-
kosninga, jafnvel þar sem úrtök
voru tekin úr simaskrá.
Hvaða máli skiptir
stærð úrtaks?
Leikmenn fullyrða oft, að
stærð Urtaks skipti öllu máli i
skoðanakönnunum og enn frem-
ur, að stærð úrtaksins sé i öllu
háð stærð þess hóps, sem spá
skal um. Svo er þó ekki nema að
litlu leyti, Til eru vissar lág-
markskröfur um stærð úrtaka,
sem flestir þekkja og geta
reiknað út, sem á annað borð
fást við kannanir á visindalegan
hátt. Eins og áður er getið
stendur þessi þáttur kannana á
gömlum og traustum merg. Þvi
er það enn ítrekað, að það, sem
mestu máli skiptir er að velja
úrtakið af kostgæfni, þannig að
það verði smækkuð mynd af
þeirri heild sem það er valið úr.
Sem dæmi um stærð úrtaka
má nefna að i kosningaspám i
Vestur-Þýskalandi, þar sem eru
60 milljónir ibúa, er notast við
2000 manna úrtak. Siðastliðna
þrjá áratugi hefur kosninga-
spám þarlendis ekki skeikað
nema um 1—2% að meðaltali.
Úrtak af svipaðri stærð nægir
einnig til að spá með ámóta
nákvæmni um 200 milljóna
þjóðfélagi eins og i Bandarikj-
unum.
Rétt útkoma
og frávik
Sem sagt, hægt er að komast
ótrúlega nærri sanni um
heildarmyndina, sé úrtakið trú-
verðugt með tilliti til alls fjöld-
ans Einnig, ef þess er gætt, að
allir sem kosmingarétt hafa,
eigi sömu möguleika á að kom-
ast i Urtakið.
Alltaf er þó hafður varnagli á
þvi, hversu langt spáin kunni að
vera frá raunveruleikanum.
Spátölurnar eru aldrei fullkom-
lega réttar, heldur eru valdar —
allt eftir tegund viðfangsefnis-
ins, ákveðnar likur um sann-
sögli spárinnar. Við sum verk-
efni þykja nægja, að þær likur
séu aðeins um 90%, i öðrum
þykja 95.5% nægja, stundum er
jafnvel krafist 99.8% likinda.
T.d. myndu i rannsókn um skað-
semi lyfs, vera gerðar ströng-
ustu kröfur um öryggi spárinn-
ar. Dómur er aldrei felldur með
100% öryggi.
Það sem hér er óvirðulega
kallaður vamagli, heitir á fag-
máli frávik og i könnunum er
ar á þvi að úrtakið gefi rétta
mynd af heildinni séu 95.5%.
Tilgangslaust er að útlista töl-
fræðileg dæmi i blaðagrein og
eru skýringarnar með dæmum
einfaldaðar þótt á kostnaN
fræðilegrar nákvæmni sé. Til ai)
móðga engan búum við til tvo
nýja stjórnmálaflokka, X og Y.
Úrtak 600: kröfur um 95.5%
likur.
Flokkur X fær 60 talsmenn
eða 10%. Frávikið frá þessum
10% er plús eða minus 2.5%. —
eða: gera má ráð fyrir þvi að
samkvæmt könnuninni séu
95.5% líkur á þvi að raunveru-
legt fylgi flokksins meðal allra
kjósenda sé á bilinu 7.5% til
12.5%.
Flokkur Y fær 180 talsmenn
eða 30%. Frávikið frá þessum
30% er plús eða minus 3.8%. —
eða: gera má ráð fyrir þvi að
samkvæmt könnuninni séu
95.5% lfkur á þvi að raunveru-
legt fylgi flokksins á meðal allra
kjósenda sé á bilinu 26.2% til
33.8%.
Auk þessara frávika, sem hér
er getið skal bent á að i dæmun-
um er gert ráð fyrir þvi að sann-
leiksgildi spárinnar séu 95.5%.
Þvi eru enn 4.5% möguleikar á
þvi að flokkur X fái minna en
7.5% eða meira en 12.5%. Einnig
eru 4.5% möguleikar á þvi að
flokkur Y fái minna en 26.2%,
eða meira en 33.8% fylgi
kjósenda.
Sé úrtakið nú minnkað niður i
200 manns verða þessi frávik
mun meiri:
Flokkur X fær þá 20 talsmenn
eða 10%. Frávikið frá þessum
10% er plús eða minus 4.3%,
sem gefur þá til kynna að raun-
verulegt fylgi sé á bilinu 5.7% til
14.3%. Hér er enn gert ráð fyrir
að likur á sannleiksgildi séu
95.5%, og þvi eru enn 4.5% likur
á þvi, að flokkur X fái minna en
5.7% eða meira en 14.3%.
Greinilegter, að hér er mikill-
ar óvissu farið að gæta vegna
smæöar úrtaksins og eykst sú
óvissa eftir þvi sem úrtak
minnkar.
kanna nánar afstöðu fólks innan
hvers flokks til ýmissa mála-
flokka. Þessi aðferð er vissu-
lega oft notuð, en þó aðeins ef
úrtakið er nógu stórt. Hér er
ekki verið að spyrja 600 manns,
heldur brot af þeirri tölu.
Könnun Dagslbaðsins styðst
við úrtök af eftirtöldum stærð-
argráðum:
Sjálfstæðisflokkur 149, Fram-
sóknarfl. 78, Alþýðubandalag
60, og Alþýðuflokkur 35. Sé að-
eins tekið mið af þeirri óvissu
sem felst i spám á grundvelli 100
manna úrtaks (sbr. fyrri dæmi)
þá ætti að vera ljóst, hversu
hæpið er að notast við ofan-
greind úrtök.
Frávikin verða slik að niður-
staðan getur ekki talizt mark-
tæk. Þetta eru óþarflega léleg
vinnubrögð þvi auðvelt hefði
verið að gera betur. Hér hefði
mátt stækka upphaflega úrtakið
eða beita öðrum ráðum aðferða-
fræðinnar, svo sem umfram-
kvóta yfir þá hópa, sem ekki
voru nógu stórir til að gera
mætti á þeim marktæka úttekt.
Heiðarleg könnun
Þvi er oft haldið fram að
skoðanakannanir séu hættuleg-
ar. Heiðarleg og vel unnin könn-
un er ein og sér skaðlaus. Það er
á valdi þeirra sem mistúlka
skoðanakannanir hver áhrifin
verða. Hætta á misnotkun er
þeim mun minni, sem betur er
að könnuninni staðið. Með heið-
arlegri könnun er átt við, að frá
þvi sé feimnislaust skýrt hvern-
ig að undirbúningi var unnið,
með hvaða aðferö úrtak var val-
ið, ennfremur að gefnar séu upp
likurnar um sannleiksgildi
spárinnar og þess þá jafnframt
getið hve mikil frávik eru i
hverju einstöku tilviki.
Sé þessa gætt — og allnokk-
urra fleiri þátta að auki — verð-
ur erfitt að hanna, en sjálfsagt
að kanna skoðanir. .. _