Alþýðublaðið - 28.02.1981, Síða 2
2
Laugardagur 28. febrúar 1981
LÍTIIMGNI VERKA-
LÝÐSFORYSTUNNAR
þa6 er ekki ónýtt fyrir vinnandi fólk á íslandi að hafa aðra eins
skörunga fyrir stafnbúa i stéttabaráttunni og forystusauðina, sem
nú mynda meirihluta i miðstjórn ASI. A s.l. ári sátu þeir heila tiu
mánuði á löngum og ströngum samningafundum. Loksins þegar
upp var staðið i lok október s.l. var þvi yfirlýst, að samningarnir
væru sérstaklega hagstæðir láglaunafólki. Fjármálaráðherra
Alþýðubandalagsins hafði mótað samningsgerðina með þvi að
semja áður við BSRB. Þar að auki var félagsmálaráðherra og for-
maður Alþýðubandalagsins einn aðili að samningunum með hefð-
bundnum félagsmálapakka. Tveimur mánuðum siðar voru þessir
torfengnu kjarasamningar þurrkaðir út með einu pennastriki með
bráðabirgöalögum. Yfirlýstur tilgangur var sá, að hamla á móti
verðbólgu. Forseti ASt kvartaði undan samráðsleysi, en lét að öðru
leyti kyrrt liggja. Þar með undirritaði hann þá kenningu, að
kauphækkun i krónutölu, sem ekki byggði á raunverulegri aukn-
ingu þjóðartekna, væri aðeins ávisun á meiri verðbólgu. M.ö.o., að
kjarasamningarnir sem hann sat yfir i tiu mánuði hefðu verið hag-
fræðileg vitleysa. Við lok kjarasamninganna hafði formaður verka-
mannasambandsins, Guðmundur J. Guðmundsson, þó lýst þvi yfir,
að þeir sem héldu slikum kenningum fram, ættu að fá 0 i hagfræði
ogOihegðun.Látum vera með hagfræðina. Hitt fer ekki milli mála,
að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa ærið tilefni til að gefa um-
boðsmönnum sinum i verkalýðsforystunni ágætiseinkunn i hegðun.
Meðan á kjarasamningum stóð, höfðu forystumenn Alþýðuflokksins
innan verkalýðshreyfingarinnar gert itrekaða tilraun til þess að fá
kröfuna um skattalækkanir setta á oddinn. Þeir sögðu sem var, að
skattalækkun væri þorra launþega varanlegri kjarabót en
kauphækkun i krónutölu, sem hægt væri að þurrka út fyrirvaralaust
með almennum efnahagsráðstöfunum. Forystumenn Alþýðubanda-
lagsins innan ASl voru með öllu ófáanlegir til þess að beita sér fyrir
kröfunni um skattalækkun. Ráðherrar Alþýðubandalagsins visuðu
henni á bug sem óraunhæíri. S.l. miðvikudag voru hins vegar fjórir
miðstjórnarmenn ASl kallaðir á teppið hjá fjármálaráðherra til
þess að meðtaka boðskap hans um skattalækkun. Fjármálaráð-
herrann vildi fá góða hegðunareinkunn frá verkalýðsforingjunum,
fyrir að hafa skilað aftur hluta af umsömdum kjörum — með
skattaiækkun! Verkalýðsforingjarnir hneigðu sig og gáfu góða
hegðunareinkunn. Sá eini þeirra sem var sjálfum sér samkvæmur
var Jón Helgason, formaður Einingar, sem hafði beitt sér fyrir
skattalækkun annan timann.
Hittermikillmisskilningur.aðáfnám þess hluta tekjuskatta sem
nefnist sjúkratryggingagjald, á tekjum allt að 6.7 millj. g.kr., sam-
svari 1,5% i kaupmætti launa. Nær lagi væri að það samsvari ca.
0,5%. Hér er alls ekki um að ræða lækkun nettóskattbyrði, borið
saman viðs.l. ár. Þetta þýðir að dregið hefur verið úr fyrirhuguðum
skattahækkunum. En eftir sem áður mun skattbyrðin aukast mjög
verulega. Fjármálaráðherra miðar nefnilega við áætlunartekjur
fjárlaga. Hins vegar liggur fyrir, að álagning skv. gildandi skatta-
lögum mun færa rikissjóði tekjur sem nema a.m.k. 5,5, milljörðum
g.kr. umfram áætlunartekjur fjárlaga.Við þetta bætist, að tekju-
áætlun fjárlaga af tekjuskatti einstaklinga er öðrum 5,5 mílljörðum
g.kr. of há, miðað við óbreytta skattbyrði milli ára. Hækkun tekju-
og eignarskatta umfram verðlag og tekjubreytingu milli ára stafar
af þvi að fjárlög gera ráð fyrir að skattvisitala, þar með persónu-
afsláttur og skattstigi, hækki einungis um 45%, á sama tima og tekj-
ur hafa að mati Þjóðhagsstofnunar hækkað um 51—52%.
Menn greiða lika fleiri beina skatta en tekjuskatta, þ.á.m. fast-
eignaskatta og eignaskatta. Við þetta bætist siðan rifleg hækkun
óbeinna skatta eins og orkujöfnunargjalds, innflutningsgjalds á
sælgæti, vörugjalds á sælgæti og gosdrykki, skatthækkun á benzin
umfram verðlag o.s.frv. Niðurstaðan er sú, að skv. fjárlögum nemi
hækkun beinna og óbeinna skatta milli ára um 24 milljörðum g.kr.
að raungildi. Af þessari upphæð er nú áformað að skila til baka um 9
milljöröum i tekjuskatti og 1 milljarði vegna hækkaðra bóta-
greiðslna almannatrygginga. Auðvitað er það betra en ekki. En
einhvern tima hefði verkalýðsforystunni ekki þótt ástæða til að
kalla slik skipti, slétt skipti, eða, gefa út sérstök siðgæðisvottorð um
göfuglyndi rikisstjórnarinnar.
Stjórnarliöar halda þvi fram að meö þessum aðgerðum rikis-
stjórnarinnar skipti launþegar á sléttu i kaupmætti. 1 yfirliti
Þjóðhagsstofnunar um þróun kaupmáttar kemur allt annað i ljós.
Þar segir að kaupmáttur launa á fjórða ársfjórðungi ársins 1981
muni verða 5—6% minni, en á fjórða ársfjórðungi 1980. Ekki er
versnandi viðskiptakjörum um að kenna þvi að gert er ráð fyrir
þeim óbreyttum. Kauðmáttur kauptaxta félaga i ASl er talinn rýrna
um 5,2% 1. marz n.k. og verður minni út allt árið vegna áhrifa
bráöabirgðalaga rikisstjórnarinnar, miðað við það sem verið hefði
ef engin lög hefðu verið sett.
Kjarni málsins er sá að lækkun skattbyrði er einungis fólgin i
skattalækkun umfram 11 milljarða g.kr., skv. gildandi skattalög-
um. Skattatillögur Alþýðuflokksins gerðu ráð fyrir að tekjuskattur
einstaklinga lækkaði um 13 milljarða umfram þessa upphæð. Þar
með hefði skattbyrði lækkað frá því sem hún var i fyrra um 1,5% af
tekjum eöa meira hjá hjónum með minna en 12 milljónir g.kr. á ári.
Þar við bætist að sérstaöa einstæðra foreldra hefur með öllu
gleymzt i skattatillögum fjármálaráðherra. Skattatillögur Alþýðu-
flokksins komu séstaklega til móts við þá með þvi að hækka lág-
marksupphæð fasts frádráttar hjá einstæðum foreldrum mjög
verulega.
— JBH
Lejgugreiðslur 1
hluta fasteignarinnar sem
keyptur var til afnota fyrir
Stjórnarráð íslands. Fasteigná-
gjöld hafa veriðgreidd vegna 3.,
4., og 5. hæðar á móti Rikisút-
gáfu námsbóka i samræmi við
eignarhluta.”
1 öðrum lið fyrirspurnar
Jóhönnu var spurt um áætlaðan
sundurliðaðan kostnað við að
koma öllu húsinu i nothæft
ástand.
I svari Menntamálaráðu-
neytisins við þessum liö segir:
„Samkvæmt frumkostnaðar-
áætlun frá Húsameistara rikis-
ins dags. 28.08. 1978, var lagfær-
ing hússins aö utan (veggir,
gluggar, þak) talin kosta 2.45
millj.kr. og frágangur lóðar og
gerð bifreiðageymsluhúss 1.04
millj.kr. Samkvæmt frumkostn-
aðaráætlun teiknistofunnar
Arkhönn frá 02.10. 1978, var
kostnaður við frágang innan-
húss áætlaður 3.36 millj. kr. á
hverja hæð nema á fyrstu hæð
2.78 millj. kr. eða alls 16.22
millj. kr. Samtals var endur-
byggingarkostnaður þvi áætlað-
SIGURDUR ÞÓR GUÐJÓNSSON SKRIFflB UM TÓNLIST
Schubert á astraplaninu
Tónleikar að Kjarvalsstöðum
13. febrúar.
Flytjendur: Björn Th. Arnason,
Guörun A. Kristinsdóttir,
Sigurður I. Snorrason, Þorkell
Jóelsson, Michael Shelton,
Mary Johnston, Helga
Þórarinsdóttir, Nora Korn-
blueh, Richard Korn.
Verkefni: Telemann: Sónata
fyrir fagott og pianó i f-moll,
Devienne: Kvartett fyrir fagott
og stengjatrió op. 23 nr. 1. Schu-
bert: Oktett i f-dúr, op. 166.
Ég rak upp stór augu er ég las
i dagblöðunum 13. febrúar að þá
um kvöldið yrðu kammertón-
leikar að Kjarvalsstöðum þar
sem leikin yrði fagotttónlist og
eitt af minum uppáhalds-
verkum, oktettinn hans Schu-
berts. Ég hlakkaði til allan dag-
inn óskaplega. En mér láðist að
gæta að þvi að veðrið á Islandi
um þessar mundir er ekki bein-
linis f sjúbertsstil og strætó var
alltof lengi á leiðinni svo tón-
leikarnir voru hálfnaöir er ég
kom á áfangastað. Um þátt
Björns Th. Árnasonar fagott-
leikara má ég þvi ekkert segja
nema biðja hann afsökunar á
seinheppni minni og óska
honum meiri velfarnaöar i lista-
mennskunni en ég á orð yfir.
Það var Schubert sem sagði
við kunningja sinn: „Þekkir þú
nokkra glaðværa músik? Ég
veit um enga”. Og hans eigin
tónlist svo björt oft og áhyggju-
laus sannar þessi orð hans. Hún
er ávalt blandin þeim sársauka
sem fylgir þvi að vera lifandi sál
og skynja að öll fegurð er
hverful, allt ungt eldist og allt
sem lifir það deyr. Oktettinn
sem er lifsgleðin sjálf byrjar
t.d. eins og harmleikur sé i að-
sigi og þannig lykur honum
einnig. Schubert sameinar karl-
mennsku og kvenlega bliðu en
slikir menn eru sem fljót er
allar lindir renna til, segir Bók-
in um veginn. Frá þvi ég var
barn hefur Schubert verið besti
vinur minn. Hann er veikleiki
minn I meðlæti en styrkleiki
minn i mótlæti. Meöan ég var
yngri kynnti ég mér af kost-
gæfni, eftir þvi sem fátækleg
þekking min og skilningur
hrökk til, þau verk hans er ég
kom höndum yfir og hann samdi
á því aldursári sem ég lifði
sjálfur. Það'gaf mér undursam
lega tilfinningu fyrir þvi að
hann væri holdi klæddur félagi
er deildi með mér kjörum i
striðu og bliðu. En árin liðu. Og
svo var það siðasta sumrið að ég
kom i garðinn þar sem hann lék
sér barn milli vita. Ég gekk þar
hryggur og hugsaði hve lifið
yrði dáið þegar vinur minn færi.
Við vatnspóstinn uxu litil blóm
einsog islenskar baldursbrár.
Mig langaði að slita upp eina
baldursbrá og eiga hana alltaf.
En þá talaði til min rödd sem
sagði: Varðveittu blómin i
garðinum minum i hjarta þér og
þá mun ég ekki deyja. Og ég tók
aftur gleði mina,
Ég hef ætið undrast hvernig
unnt er að flytja samleiksverk
Schuberts, hvernig ólikar
manneskjur geta samstillt huga
og hendur til að lýsa aðeins einu
hjarta sem að visu var hrein-
asta hjarta i heimi. Mér finnst
það næstum ofurmannleg krafa.
En þetta tókst á Kjarvalsstöðum
Fólk verður kannski ekki full-
komið þó það deyi. En góðar
manneskjur hljóta að geisla
eins og englar þegar af þeim
falla jarðneskir fjötrar. Og það
ljómaði um Schubert svo mér
fannst um stund sem ég hefði
heimsótt hann á astralplanið.
Sigurður Þór Guðjónsson
ur 19,71 millj. kr. og er þá miðað
við visitölu byggingarkostnaðar
i janúar 1981, eða 626 stig”.
I þriðja lið fyrirspurnar
Jóhönnu, var spurt um áætlanir
varðandi viðgerðarfram-
kvæmdir og nýtingu húsnæðis-
ins.
Hvað varöar hluta Náms-
gagnastofnunar i húsinu, segir i
svari Menntamálaráðuneytis-
ins: „Samkvæmt ákvæði i fjár-
lögum er heimilt að taka allt að
1 millj. kr. lán og nota það
ásamt söluandvirði húseign-
anna Tjarnargötu 12 og
Braut"-holti 6, til endurbóta ..
hluta Námsgagnastofnuna- i
Laugavegi 166. Skv. oréfi
Námsgagnastofnunar f.á 05.02.
1981, gerir stofnunin ráð fyrir að
verja fé þessu I eftirfarandi:
1. teikningar á innréttingu.
2. lagfæra lagerhúsnæði i
Nóatúnsálmu.
3. innrétta kennslumiðstöð á
1. hæð.
Endanlegar ákvarðanir um
fyrirkomulag og framkvæmd
einkum á 2. hæð er þó ekki unnt
að taka fyrr en niðurstaða ligg-
ur fyrir varðandi viðgerð á
veggjum, gluggum og lögnum”.
1 svari fjármálaráðherra við
þessum lið segir m.a.:
„Að svo stöddu er óráðið um
not 3., 4„ og 5. hæðar. Nú standa
yfir viðræður milli rikissjóðs og
Sambands islenskra samvinnu-
félaga um hugsanleg kaup rikis-
sjóðs á húseign Sambandsins
við Sölvhólsgötu. Takist þar við-
unandi samningar munu
áform um not húseignarinnar
að Laugavegi 166 fyrir ráðu-
neyti aö sjálfsögðu verða lögð til
hliðar. Alþingi hefur veitt heim-
ild til aö selja þessar hæðir en til
eru þær rikisstofnanir sem nú
eru I leiguhúsnæði, er nýtt gætu
húsnæði þetta án þess að kostn-
aður við breytingar á þvi yrði
mjög mikill.”
Þá er i fyrirspurn Jóhönnu að
lokum spurt um áætlaðar
greiðslur fyrir leiguhúsnæði
rikisstofnana og ráðuneyta á ár-
inu 1981.
Svar fjármálaráðherra er
svohljóðandi: „Greiðslur rikis-
ins fyrir leiguhúsnæði nema um
1.028 þús. kr. á mánuði miðað
við vfsitölu atvinnuhúsnæðis
1883 stig, sem gildir i janúar
1981. Vegna verðstöðvunarlaga
er ekki fyrirsjáanlegt að þessi
grunnvisitala breytist fyrir 1.
mai 1981.
Gert er ráð fyrir að hækkun
húsaleigu nemi 17%, 1. mai, 8%
1. júli og 11.5% 1. október. Þess-
ar hækkanir jafngilda 41%
hækkun á leiguhúsnæði frá upp-
hafi til loka árs. Þannig myndu
greiðslur fyrir húsaleigu rikis-
ins nema alls um 14.759 þús. kr.
á árinu 1981 miðað við gefnar
forsendur. Heildargreiðslur á
vegum menntamálaráðuneytis-
ins nema um 4.229 þús. kr eða
ca. 29% af heildargreiðslum
rikisins I leieueiöld. þar af
nema leigugreiðslur ráðuneytis-
ins sjálfs um 440 þús. kr. á árinu
1981”.
Vandræðagangur 1
milli, svo og um, að veitt lánslof-
orð og gjaldeyrisyfirfærslur á
hv_rju ári til nýsmiða og kaupa á
xiskiskipum um viðbætur og
endurnýjum. Gert er ráð fyrir að
lögin öðlist þegar gildi og gildi til
ársins 1985.
1 frumvarpinu er einnig ákvæði
tilbráðabiigða, þar sem segir, að
á árunum 1981 og 1982 skuli engin
lánsloforð veitt né heimildir til
erlendrar lántöku til innflutnings
á fiskiskipum, á árunum 1981 og
1982 skuli lánsloforð vegna ný-
smiða fiskiskipa innanlands
svara að hámarki til smiði 1200
rúmlesta hvort ár.
Með útgangspunkti i Þórshafn-
arhneykslinu er Stefán Valgeirs-
son að svara þessum frumvörp-
um. Alþýðuflokksins i Morgun-
blaðinu. Það er megurinn máls-
ins. Frumvörpum sem hann þarf
að taka afstöðu til. pólitiskt, svar-
ar hann með skitkasti einu
saman, enda, eins og áður sagði,
stefna framsóknarmanna i hvaða
máli sem er mótuð frá degi til
dags. Allt eftir þvi hvernig vindur
blæs.
Tilmæli rikisstjórnarinnar til
Framkvæmdastofnunar um að
afgreiða togaramálið frá sér með
þeim hætti að fluttur verði inn
togari uppá rúma 3.5 milljarða
g.kr. ber einnig að skoða með
hliðsjón af tillögum Alþýðu-
flokksins. Það skýrir pólitisku
linurnar.
Eggert Haukdal og Sverrir
Hermannsson hafa báðir lýst
þeirri skoðun sinni opinberlega,
að þeir telji þessi togarakaup
mikla vitleysu. Karl Steinar
Guðnason, fulltrúi Alþýðuflokks-
ins I stjórn Framkvæmdastofn-
unar rikisins hefur alltaf verið
andvigur kaupum á þessum tog-
ara og ávallt bókað sérálit sitt
þegar malið hefur verið til um-
ræðu.
Eins og kunnugt er vantar
u.þ.b. 180 milljónir. g.kr. uppá að
fjármunir séu til fyrir togaran-
um. Ekkert segir I tilkynningu
rikisstjómarinnar hvernig eigi
að skaffa þessa peninga. Ekkert
segir um það hvernig útgerðar-
félagið ætlar sér að kaupa veiðar-
færi i skipið, en skipið skulu þeir
fá. Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um það hvort almennir skatt-
borgarar á Islandi eiga að greiða
fyrirsjáanlegan taprekstur út-
gerðar togarans á næstu árum.
Þannig afgreiðir rikisstjórnin
málið af miklu kæruleysi, enda
þótt hér sé á ferðinni mikið mál.
Að þvo hendur sinar skiptir öllu
máli.
Framkvæmdastofnun ræddi
málaleitan rikisstjórnarinnar á
fundi sinum i gærmorgun. Við
spurðum Eggert Haukdal eftir
þvi hvað gerst hefði á fundinum.
Hannsagði: „Akkúrat ekki neitt.
Málið er hér i biðstöðu og óaf-
greitt af hálfu þessarar stofnun-
ar. Það lágu engar nýjar tillögur
eða bókanir fyrir.
Svar rikisstjórnarinnar við
beiðni okkar lá jú fyrir, óljóst og
ófullnægjandi og þarf þvi nánari
viðræður við stjórnvöld. Fyrr
verður þetta mál ekki afgreitt frá
okkur. Ekkert var samþykkt um
málið.”
Eggert Haukdal var spurður
um það, hvernig hann héldi að
þetta mál endaði og hvort honum
þætti ekki timi til að þetta mál
fengi endanlega afgreiðslu.
Eggert sagði: „Ég bjóst við þvi
fyrirviku að þetta mál yrði leyst,
og ég vildi að svo væri, en ég ræð
ekki einn um það. Ég hafði vonast
til að rikisstjórnin myndi svæfa
þetta mál endanlega, eða ganga
frá þvi. Hennar var upphafið að
þvi og hennar að taka ákvörðun.
Varðandi 1500 milljónimar,
sem hafa verið kenndar við mig
þá eru þær ekki til reiðu I þetta.
Það er margbúið að koma fram
oe óbarfi að itreka bað.”
Eggert var spurður hvort þessi
afstaða hans myndi breytast.
Eggert Haukdal svaraði stutt og
laggott: „Nei.”
Málið aftur hjá rikisstjórn,
sem neyðist til að taka ákvörðun.
Stefan Valgeirsson og félagar
hans verða þvi að reyna að pota
og pota og sjá, hvort þeir koma
ekki togaranum ihöfn. Þetta gæti
reynst auðvelt, þar sem sjö ráð-
herrar verða fjarverandi næstu
viku vegna þings Norðurlanda-
ráðs. Steingrimur Hermannsson
verður i landinu og aldrei að vita
nema hann samþykki togara-
kaupin á meðan. Þegar rikis-
stjórnin fjallaði um málið i fyrra-
dag var full samstaða um málið
enda Hjörleifur Guttormsson
erlendis. Nú verða sjö ráðherrar
erlendis og þvi enn meiri mögu-
leikar á þvi að samstaða náist.
Þrjár ÚRVALS ferðir
Dregið 15. mars
Gerið
skl1 Happdrætti
Alþýðuflokksins