Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 13
Alþýðublaðið Föstudagur 1. maí 1981 13 stofum þess, sem eru I Nýju Dehli i Indlandi og 1 Moshi í Tansaniu. Þessi starfsemi er aö mestu f jár- mögnuð Ur sérstökum þróunar- sjóði ICA. Undanfarin ár hefur Sambandiö haft þann hátt á aö leggja sjóönumárlega til upphæö, sem samsvarar 5 pence (brezk- um) á hvern félagsmann I Sam- bandskaupfélögunum, en fyrir áriö 1977 var þessi upphæö reynd- ar fimmfölduö i tilefni af 75 ára afmæli Sambandsins þaö ár. Þessi aöferö hefur vakið athygli viða erlendis, og á f jölþjóölegum fundum ICA hefur oftar en einu sinni verið bent á hana sem æski- lega fyrirmynd fyrir samvinnu- sambönd með fjölmennari þjóö- um. ICA er stjórnaö af sextán manna framkvæmdanefnd (Exe- cutive Committee), sem kemur aö öllum jafnaöi saman tvisvar á ári. Þar aö auki eru árlega haldnir fundir i miöstjórn (Central Commitiee ) sambandsins, þar sem eiga sæti fulltrúar frá öllum aöildarsamböndunum. Fjóröa hvert ár er siðan haldiö þing ICA, sem fer með æðstu stjórn i mál- efnum þess og markar framtiðar- stefnuna. Ein af starfsnefndum ICA er INTER-Coop (International Organization for Consumer Co- operative Distributive Trades.) Samband isl. samvinnufélaga er aöili aö INTER-COOP ásamt 27 öörum samvinnusamböndum i 18 löndum. Meginmarkmiö INTER-COOP er aö beita sér fyrir sameiginlegum innkaupum á ákveðnum vöruflokkum og ná þannig hagstæöasta mögulega vöruveröi. Einnig beitir þessi nefnd sér fyrir leiðbeiningum á tæknisviöinu i sambandi viö smá- sölu- og heildsöludreifingu, og suölar auk þess aö innbyröis viö- skiptum samvinnusambanda. Er i þvi sambandi ekki hvaö sizt aö nefna hin sameiginlegu innkaup samkaupin svo nefndu, en meö þátttöku sinni i þeim hefur Sam- bandinu tekizt aöfá margvislegar vörur á sérstaklega hagstæöu veröi, og jafnvel hefur tekizt aö taka upp verzlun i nýjum vöru- flokkum eingöngu fyrir tilvist þeirra. Loks er svo aö nefna Alþjóöa- samvinnubankann (INGEBA, Internationale Genossenschafts- bank AG), sem stofnaður var 1956 og hefur aösetur i Basel i Sviss. Samband i'sl. samvinnufélaga hefur veriö hluthafi i bankanum frá stofnun hans, en eigendur hans eru eru 58 samvinnubankar og samvinnusamtök i 20 löndum. Bankinn stundar almenn alþjóða- bankaviöskipti, en auk þess hefur hann lánaö fé til samvinnufélaga viös vegar um heiminn. Eitt af markmiöunum meö stofnun hans var aö geta lánaö fé til þróunar- landanna, einkum i sambandi viö uppbyggingu samvinnufélaga þar, og hefur hann veitt þeim margs konar aöstoö á liönum ár- um. Samtíð og framtið Þess er getiö fyrr á þessum blööum, að eitt af grundvallarein- kennum samvinnuhreyfingar- innar sé hlutleysi i stjórnmálum og trúmálum. I samræmi við þetta ber samvinnumönnum aö gæta þess, að hreyfing þeirra sé ópólitisk, þ.e. taki ekki afstööu með neinum einum stjórnmála- flokki gegn öörum, þótt þetta þýöi þó ekki, aö samvinnumenn megi ekki notfæra sér lýöræðislegan rétt sinn til aö taka þátt i starf- semi stjórnmálaflokka sem ein- staklingar. Hér á landi má i stór- um dráttum segja, að tekizt hafi að fylgja þessu stefnuskráratriöi allbærilega eftir. Pólitiskir flokkadrættir og átök i kaupfélög- um hafa heyrt til algjörra undan- tekninga. 1 allflestum tilvikum hafa menn með ólikar stjórn- málaskoðanir getað unnið þar saman hlið viö hlið, aö framfara- málum félaganna. Enþráttfyrir hiö pólitiska hlut- leysi getur ekki hjá þvi farið, eðli málsins samkvæmt, að sam- vinnuhreyfingin og tilveruréttuur hennar veröi bitbein pólitiskrar umræðu. Menn skiptast i stjórn- málaflokka meðal annars eftir þvi, hvernig þeir vilja haga eignarréttinum yfir atvinnutækj- unum og skipulagi viðskiptalifs- ins Meöan sumir vilja láta fáeina sterka einstaklinga, sem oröiö hafa ofan á i þvi sem nefnt er frjáls samkeppni, eiga atvinnu- og verzlunarfyrirtækin, þá vilja aörir láta rikisvaldiö eiga þetta allt saman en sjá i staöinn um velferö og trygga afkomu þegn- anna. Loks vilja svo enn aðrir fara bil beggja, efla frjáls al- mannasamtök og atvinnurekstur sveitarfélaga, en ætla þó bæði einkarekstri og rikisvaldi sinn hlut. Hér er einfaldlega um að ræða spurninguna um þaö, hvort menn vilja bUa viö kapitaliskt, sósialiskt eöa blandaö hagkerfi, og eins og gefur aö skilja, er það utan viö verksviö þessarar bókar aö gefa svar viö henni. A hinn bóginn leiðir þaö af þessum póli- tiska skoöanaágreiningi, að sam- vinnuhreyfingin hlýtur aö eignast andstæöinga jafnt Ur hópi einka- rekstrarmanna sem rikis- rekstrarmanna, sem þá haf a horn i siöu hennar ýmist vegna þess aö þeim þyki hún of skyld sósialisk um eöa kapitaliskum hugsunar- hætti i starfsemi sinni. Fyrir samvinnumenn skapar slikt þó i sjálfu sér engin hugsjónapólitisk vandamál. Sömuleiðis skiptir þaö litlu um hlutleysi samvinnuhreyf- ingarinnar, þótt þeir kjósi oft af þessum sökum aö styðja sem ein- staklingar þá stjórnmálaflokka, sem sýna henni mestan stuðning. Þeir vinna að sinum málum i krafti sannfæringar sinnar um gildi frjálsra samtaka almenn- ings. Samvinnumenn um viða veröld eru lika yfirleitt heldur friðsamir og litið fyrir þaö gefnir aö ráöast á aöra að fyrra bragði. Þeir láta þaö ekki raska ró sinni þótt aörir menn kjósi að vinna með öörum aðferðum að sömu verkefnum og þeir. Allt sem þeir vilja er að fá að vinna með sinum hætti i frjálsri og óheftri sam- keppni viö aöra, enda telja þeir reynsluna sýna, að þá taki fólk yfirleitt samvinnufélögin fram yfir aöra aöila, þegar til lengdar láti. En þaö er hins vegar I þeim tilvikum, þegar ráöizt er aö sam- vinnuhreyfingunni, sem hún hlýtur aö svara fyrir sig. Þess gætir alltaf af og til i póli- tisku blööunum hér á landi, aö þar sé ráöizt allheiftarlega á samvinnuhreyfinguna og henni talið flest til foráttu. Af hægri kanti stjórnmálanna koma þá einkum sendingar, þar sem býsn- azt er yfir stærð samvinnuhreyf- ingarinnar. HUn er gjarnan nefnd „auðhringur” sem aldrei fái nóg og vilji gina yfir öllum sviðum, og oft er henni borið á brýn aö sýna einokunartilhneigingar, sem þá eiga fyrst og fremst aö bitna á bændum, sem hún á aö halda i járngreipum viðskiptafjötra og haröræðis. Af vinstri kantinum koma á hinn bóginn sendingar, þar sem hreyfingunni er núiö um nasir aö vera nánast I engu frá- brugðin kapitaliskum auömagns- fyrirtækjum. Þar á aö vera alls- ráöandi fámennisstjórn og for- stjóraveldi, en vilji félagsmanna einskis metinn. Lika sjáist eöli starfseminnar bezt i þvi, aö i kjarasamningum séu samvinnu- félögin engu betri viðskiptis fyrir verkalýösfélögin heldur en hörö- ustu einkafyrirtæki. Þaö er e.t.v. ástæöa til aö taka þaö fram sér á parti, aö ofan- greindar ásakanir eru allar teknar beint upp Ur skrifum ýmissa af dagblöðunum I Reykja- vik á aö gizka siöustu tvö árin. Þaö gefur lika auga leið, aö væri eitthvaö til i þessum ásökunum, þá væri Sambandið og kaupfélög- in komin inn á alvarlegar villu- götur, og gott ef ekki orðin þjóö- hættuleg fyrirtæki. Þaö er þvi full ástæöa til þess aö taka þessar ásakanir til litiö eitt nánari skoö- unar. Eru samvinnufélögin auðhringur? Að\ir en hægt er að svara þess- ari spurningu veröur fyrst aö reyna aö gera sér grein fyrir þvi, hvaöátt sé viö meö oröinu ,,auö- hringur”. Oröabók Menningar- sjóös skilgreinir það sem auð- Kaupfélag A-Skaftfeilinga Höfn í Homafirði árnar íslenskri alþýðu til lands og sjávar allra heilla á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.