Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 1. maí 1981 Alþýðublaðið tryggi lýöræöislega stjórn Samvinnufélaga. 1 Sambandiisl. samvinnufélaga eru þaö fulltrUar kaupfélaganna, sem koma i staö félagsmannanna i félögunum. Þaö er þeirra hlut- verk aö halda uppi vakandi lýöræöi i sambandi við alla ákvaröanatöku i málefnum Sambandsins. Þetta gera þeir fyrst og fremst á aðalfundum, en einnig hafa komið til sögunnar á seinni árum margir aðrir árlegir fundir, sém gegna vaxandi hlut- verki viö stefnumótun og ákvarö- anatöku á einstökum sviðum, þótt þeir f ari ekki allir með bein völd i stjórnkerfi Sambandsins. Af hin- um mikilvægustu má nefna kaupfélagsstjórafundi, aðalfundi Félags Sambands fiskfram- leiöenda og ársfundi Búvöru- deildar meö fulltrúum afuröa- sölufélaga. Auk þess eru haldnir fundir og ráöstefnur um einstök efni, eftir þvi sem aðstæður krefjast. Allt þetta er gert til að skapa sem breiðasta samstööu um alla stefnumótun, en i Sambandinu er þaö fyrst og siðast vilji kaupfélaganna, sem ræöur feröinni. En þrátt fyrir þetta verður aö telja, aö innan samvinnuhreyf- ingarinnar séu nú rikjandi fullur skilningur á þvi, aö hinar breyttu þjóöfélagsaðstæður nútimans skapi hættu á firringu félags- manna frá félögunum sem aftur geti orðið lýðræðinu i þeim hættu- leg ef hún nái aö þróast of langt. Ef afskiptaleysi félagsmanna gengursvo úr hófi að þaö verði að áhugaleysi og vanþekkingu, þá skapar það hættu á þvi að lýðræð- ið i félögunum verði einungis nafnið tómt og þar komi i staðinn raunveruleg fámennisstjórn. Slika þróun vilja samvinnu- menn koma i veg fyrir, hvað sem þaðkostar. Þvi er almennt trúað, að árangursrikasta leiðin til að berjast gegn félagsmannafirr- ingu sé aö auka fræðslustarfið sem allra mest. Onnum kafnir nútimamenn þurfi beinlinis á þeirri þjónustu að halda, að til þeirra sé dreift með reglulegu millibili upplýsingum i saman- þjöppuðu formi um rekstur sam- vinnufélaganna, sem og öðru efni semfelifsérumræðu um stöðu og starfsgrundvöll hreyfingarinnar. Jafnframt veröi fundastarfið eflt og reynt með öllum ráðum að treysta böndin á milli félags- manna og félaganna. Af þessum sökum er það, að fræðslu- og felagsmál samvinnuhreyfingar- innar hafa nú á fáum árum verið tekin til sérstakrar umræðu á tveimur aðalfundum Sambands- ins, tveimur kaupfélagsstjóra- fundum og ótalmörgum aðalfund- um kaupfélaga. 1 þessum um- ræðum hafa komið fram fjölda- mörg nytsamleg sjónarmið og hugmyndir, sem án efa eiga eftir að koma að góðum notum i fræðslu- og félagsmálastarfinu á komandi árum, og ber þar hæst stefnumótandi samþykkt aðal- fundar Sambandsins 1977. öll samvinnufélögin halda eftir megni' uppi fræðslustarfi fyrir félagsmenn sina og allan almenn- ing. Sú skoðun virðist stöðugt vera að vinna sér meira fylgi I röðum samvinnumanna, að i yfir- vinnu- og lifsgæðakapphlaups- þjóðfélagi nútimans sé það sam- vinnufélögunum e.t.v. meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að útbreiða þekkingu á eðli sam- vinnustarfsins og að dreifa upplýsingum um starfsgrundvöll og rekstur kaupfélaganna. Það má fúslega viðurkenna það hér, að félagsmannafirringin er þegar orðin að nokkru vandamáli I ýms- um af kaupfélögunum, ekki sizt i þéttbýlinu. En á hinn bóginn er fullur skilningur rikjandi á eðli þessa vanda, og það er unnið að þvi að vinna bug á honum. Fyrir- fram er engin ástæða til að ætla annað en að samvinnuhreyfing- unni takist að leysa það verkefni. Hún hefur áður staðið frammi fyrir þvi að þurfa að leysa úr vandamálum, og þeim mörgum erfiðum. Samvinnufélög og verkalýðsfélög í kjaradeilum — ekki sizt þegar harka færist i leikinn — heyrast verkalýðsforingjar og blöð sem styðja málstað þeirra oft kvarta undan þvi, að Vinnumála- samband samvinnufélaganna skuli ekki vera margfalt fljótara til en samtök einkarekstrar- manna að ganga til móts við kröf- ur verkalýðsfélaganna. Þessu er siðan oft fýlgt eftir með ásökun- um um það, að Sambandið og kaupfélögin séu orðin að auðsöfn- unarhring, sem hugsi ekki um annað en að safna sem mestum gróða á kostnað almennings. Ýmislegt er að athuga i þessu sambandi. Fyrir það fyrsta telja samvinnufélögin sig ekki eiga hugsjónalega samstöðu með einkarekstrarmönnum við gerð kjarasamninga, og var það ástæðan fyrir þvi að þau stofnuðu á sínum tíma Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Er þetta reyndar svipað fyrirkomu- lag og tíðkast í nágrannalöndun- um, þvi að þar semja samvinnu- félög og verkalýðsfélög viðast um kjör samvinnustarfsmanna án þess að öðrum aðilum vinnu- markaðarins sé blandað inn i þau mál. I öðru lagi er það rangt, að Vinnumálasambandið sýni fulla samstöðu með samtökum einka- rekstrarmanna i kjarasamning- um. Þó að þessir aðilar ^itji oft sömu megin við borðið í samn- Verkalýðsfélagið Baldur ísafirði óskar öllum verkalýð til hamingju með daginn Dagsbrúnarmenn Mætið allir í kröfugöngu og á útifundi verka lýðsfé I aganna á Lækjartorgi 1. MAÍ Stjórnin Ýsuflökum pakkað. ingaviðræðum, má ekki láta það villa sér sýn. í erfiðum samn- ingagerðum, þar sem fjallað er um viðamikil og oft á tiðum viðkvæm kjaramál, er það m.a. hlutverk fulltrúa Vinnumálasam- bandsins aö leitast við að finna það launahámark, semfyrirtækin geta greitt við þær aðstæður, sem rikisvaldið býr þeim hverju sinni, án þess að rekstrargrundvelli þeirra sé stefnt i voða. Ef fram koma sjónarmið, sem á öfga- kenndan hátt vikja frá þessu i aðra hvora áttina, þá hljóta fulltrúar Vinnumálasambandsins að leggjast gegn þeim. Þess eru lika mörg dæmi i kjarasamning- um liðinna ára að áhrif Vinnu- málasambandsins hafi orðið til þessaðfiýta fyrirfarsælli lausn á erfiðum kjaradeilum. Þess gætir oft, að ýmsir verka- lýðsforingjar vilji lita svo á, að i kjaradeilum eigi samvinnufélög- in að koma fram sem tæki verka- lýðsfélaganna til að knýja aðra vinnuveitendur til að ganga til samninga viö þau um kauphækk- anir. Þessi skoðun er röng og byggist á misskilningi á hlut- verkaskiptingunni á milli sam- vinnufélaga annars vegar og verkalýðsfélaga hins vegar. Hlutverk verkalýðsfélaga er það að semja um kaup og kjör félagsmanna sinna við vinnuveit- endur, og þá segir sig jálft, að félögin reyna oftast að fá sem flestar krónur i hlut þeirra. Hlut- verk samvinnufélaganna að þvi er snýr að neytendum er hins vegar fyrst og fremst að reyna að sjá tilþessað þeir getifengið sem mest magn af góðum vörum og þjónustu fyrir þessar sömu krón- ur. Verkefni þeirra er þannig ekki siztað standa vörð um verðlagið, og það innifelur meðal annars, að þau hljóta að berjast gegn verð- bólgu og hækkunum á verðlagi, af hvaða ástæðum sem slikt stafar. Þegar sú staða kemur upp i kjarasamningum að frumkvæði Vinnumálasambandsins um launahækkanir myndi einungis AGROMET DREIFARAR Eigum fyrirliggjandi hina vinsælu AGROMET áburðardreifara fyrir 350 kg Verð m/drifskafti kr. 2.950. VEIABCCG Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.