Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. maí 1981 5 W&Bmr -íjp Nýr vísitölugrunnur í sjónmáli: Dyrara verður að greiða niður búvörur Óhjákvæmilegt að saman fari vísitölugrunnur og samningar í haust, segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ Hagstofa Islands vinnur rní aö endurskoðun á þeim vísitölu- grundvelli, sem við búum við, en eins og kunnugt er var hann byggður á neyslukönnun, sem gerð var á árunum 1964—65. Eins og augljóst er, hefur margt breyst i matar- og neysluvenjum okkar siðan þá. Árið 1978 fór fram Aðalfundur Mjólkursamlags KEA Aöalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn I Samkomuhús- inu á Akureyri, miðvikudaginn 6. mai 1981 og hófst hann kl. 13:00. Formaður kaupfélagsstjórnar, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, setti fundinn. Fundarstjórar voru kjörnir Oddur Gunnarsson, Dagverðareyi, og Benjamin Kristjánsson Ytri-Tjörnum og fundarritarar Ari Jósavinsson, Auðunn og óttar Björnsson, Garðsá. Á fundinn mættu 130 mjólkur- framleiðendur. Mjólkursamlags- stjóri, Vernharöur Sveinsson, flutti itarlega skýrslu um rekstur Mjólkursamlagsins á árinu 1980. Innlagt mjólkurmagn var 21.550.795 litrar og hafi minnkað um 2.445.347 lítra eða 10.19% frá fyrra ári. Meðalfitumagn mjólk- urinnar var 4.086%, en 97,36% fóru i 1. flokk. Mjólkurfram- leiðendur 1980 voru alls 276 að tölu og haföi fækkað um 7 frá fyrra ári. Meðalinnlegg á mjólkur- framleiðanda var 78.082 litrar. Af mjólkinni var 22% selt sem neyslumjólk en 78% fór til fram- leiðslu á ýmsum mjólkurvörum. A árinu 1980 var framleitt: 316.7 tonn smjör 1.272,8 tonn ostur af ýmsum teg. 56,1 tonn mysuostur og mysingur 145.7 tonn skyr 5,3 tonn kasein 53,7 tonn youghurt Heildarvelta Mjólkursamlags- ins nam gkr. 10.012.486.206. Fjár- magnskostnaður vegna nýju mjólkurstöðvarinnar, sem tekin var i notkun á siðasta ári, nam gkr. 42,41 pr. ltr. mjólkur en gkr. 31.36 pr. ltr. vantaði á að rekstur- inn skilaöi framleiðendum fullu grundvallarveröi. A fundinum voru samþykktar önnur neyslukönnun hérlendis og mun hún verða notuð til grund- .vallar nýjum visitöluútreikning- um. 1 könnuninni tóku þátt 176 fjölskyldur á Stór-Reykjavikur- svæðinu. og einnig var gerð könn- un á 5 stöðum úti á landi. Þegar er ljóst að talsverðar breytingar verða á visitölugrunninum, t.d. ályktanir til Framleiðsluráös um málefni mjólkurframleiðslunnar. Haukur Halldórsson, Sveinbjarnargerði, var endurkos- inn I samlágsráð og sem vara- menn þeir Haukur Steindórsson, Þrihyrningi og Oddur Gunn- arsson, Dagverðareyri. Fyrstu stúdentarir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum Otskrift fyrstu stúdentanna frá Menntaskólanum á Egilsstöðum fer fram I Egilsstaðakirkju sunnudaginn 17. mai kl. 14.00. í skólanum hafa verið I vetur 151 nemandi á 6 brautum, uppeld- isbraut, náttúrufræðibraut, viðskiptabraut, félagsfræðibraut, málabraut og eðlisfræðibraut. Kennt er eftir einingakerfi og áfangakerfi. Vegna þess hve sameiginlegur námskjarni hinna ýmsu námsbrauta er mikill, er hægt að kenna nemendum saman að miklu leyti á þeim 6 náms- brautum sem nú eru i boði. Þá ber þess að geta að hægt er að hefja nám á hvaða braut framhalds- skólastigsins sem er og ljúka hér allt að tveim til þrem árum áður en farið er I aðra sérskóla. Samstarf framhaldsskóla á Austurlandi hefur verið mikið og gott. Stjórnunarnefnd, en I henni eiga sæti skólastjórar allra skóla fjóröungsins, sem framhaldsnám reka hefur yfirumsjón með náminu og leitast við aö tryggja samræmingu náms og próf- krafna. Meö nefndinni starfar áfangastjóri og deildarstjórar I hinum einstöku fögum. Það er merkur áfangi i sögu skólans og raunar fjórðungsins i heild þegar nú á sunnudag út- skrifast frá skólanum 22 stúdentar. Allir vinir og velunn- arar skólans eru velkomnir I Egilsstaðakirkju. mun vægi matvöru innlendrar sem erlendrar minnka I grund- vellinum, en vægi ýmissa munaðarvara og annars, sem ekki telst til beinna lifsnauðsynja hækka. Alþýðublaðið hefur aflað sér nokkurra heimilda um gang þessa starfs m.a. hjá Vinnuveit- endasambandi Islands, en sam- bandiö á fulltrúa i Kauplagsnefnd ásamt Alþýðusambandi Islands, sem taka munu á ýmsum ágrein- ingsmálum og reyna að komast að samkomulagi um grundvöllinn i heild, en að þvi loknu mun koma til kasta Alþingis að setja ný lög um hinn nýja visitölugrundvöll. Fulltrúar ASÍ og VSI hafa báöir I samtali við Alþýðublaðiö látið uppi þá skoðun, að æskilegt væri, að hinn nýi visitölugrunnur liggi fyrir i haust, áður en gengið er til samninga og sagði Asmundur Stefánsson, m.a. I samtali við Alþýöublaðið i gær, að óhjákvæmilegt væri að saman færi endurskoöun á visitölunni og nýir samningar i haust. Hlutfall matvöru lækkar Við leituðum til Jónasar Sveinssonar fulltrúa Vinnuveit- enda i Kauplagsnefnd og báðum hann að segja okkur frá þvi helsta, sem breyttist I visitölu- grundvellinum, eftir að teknar verða inn forsendur úr þeirri neyslukönnun, sem áður er vitnað til Jónas sagði að það væri alveg ljóst, að hlutfall matvörunnar mundi lækka i hinum nýja grund- velli, hins vegar myndu ýmsir aðrir liðir hækka svo sem ferðir og feröalög. Kostnaður vegna bif- reiðar veröur einnig nokkru hærri en nú er. Landbúnaðarvörur munu eins og almennar matvörur vega minna i grunninum. „Þetta eru aðalbreytingar”, sagði hann, „aörar breytingar eru mun léttvægari. Það er verið að vinna úr könnuninni sem tekin var 1978 og ekki er á þessu stigi hægt að nefna neinar tölur um þessar breytingar þannig að ekki er hægt að segja i smáatriðum hvernig þetta kemur til með að breytast, en við sjáum svo linurnar i þessu”. Jónas var spurður hvernig þessari vinnu miöaði og hvort vænta mætti einhverra ákvarðana og niðurstaðna á næst- unni. Hann sagöi, að tölvuvinnsla gagna væri nú i fullum gangi og Kauplagsnefnd væri farin aö leggja mat á þær upplýsingar sem henni hafa borist. „Ef þetta gengur fram sem horfir, getur verið að hægt verði að ljúka þessu á einum til tveimur mánuðum, en ég þori þó ekki alveg að fullyrða það%’, sagði hann. Æskilegt að ný visitala verði til fyrir samninga i haust Ef Kauplagsnefnd tekst aö komast að samkomulagi um hinn nýja grundvöll, mun málið væntanlega sent Álþingi, sem setja mun þá lög á grundvelli samkomulagsins. Jónas Sveinsson sagði i gær, að hann teldi, að nefndin mundi ná samkomulagi, viss vandamál heföu komið upp og mundu ef- laust koma upp en hann sæi ekki annaö á þessu stigi en að þau yrðu leyst. „Það getur hins vegar tekið nokkurn tima að ná samkomulagi um viss atriði, en ég tel sjálfur að það væri mjög æskilegt, ef samkomulag næðist við launþegahreyfinguna um nýjan grundvöll. „Ég býst þó ekki viö að þaö verði nein atriði, sem geta valdið meiriháttar ágreiningi, en það eru viss matsatriði, sem við veröum að skoða og ná sam- komulagi um”, sagði hann. Jónas var spuröur að þvi, hvort hann teldi, að hinn nýi visitölu- grundvöllur yrði kominn I gagnið fyrir samninga i haust. „Ég mundi fagna þvi ef svo yrði, en ég tel nú að það sé nokkuð hæpið, mér finnst miklu liklega aö nýi grunnurinn verði tekinn upp i kjölfar samninganna. Annars kemur framfærsluvisitalan ekkert inn i þetta sem slik, en verðbótavisitalan gerir það hins vegar og menn reyna væntanlega að koma sér niður á einhverja lausn þar i samningunum I haust. Ég mundi fagna þvi, ef visitölu- grunnurinn nýi, eins og ég segi, yrði tekinn upp fyrir samningana, en g býst varla viö að svo verði”, sagði hann. Útgjöld meðal- fjölskyldu hækka En niðurstöður neyslukönn- unarinnar eru ekki einhlitar. Vel getur verið, að þó að ýmsar niðurstöður úr könnuninni sýni eitt, verði annað ákveðið I hinum endanlega grundvelli, enda I sumum atriðum um pólitiskt mat aö ræða. Alþýðublaöið hefur heimildir fyrir þvi, að liklega muni útgjaldafjárhæð grund- vallar meðalfjölskyldu, eða útgjaldafjárhæö úr neyslukönn- uninni vaxa verulega frá þvi sem nú er, sem þýðir það, eins og áður $ Stjórnvöld hafa notfært sér þetta m.a. með þviað greiöa niöur landbúnaðarvörur, en það er tiltölulega ódýrt nú, vegna þess, að hlutdeild þeirra er miklu hærri i vísitölunni en ef fariö væri eftir raunverulegri neyslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.