Alþýðublaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 1
alþýdu blaðiö Fimmtudagur 11. iúní 1981 81: tbl. 62. árg. Alþjóðasamskipti og öryggi olíuaðfanga til íslands Viðtal við Gro Harlem Sjá grein eftir Magnús Torfa Ólafsson i opnu Brundtland — sjá bls. 3 Flokkspotið mælist illa fyrir: samþykkir vítur á Brunabót Stjórn Brunabótafélags tslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar Svav- ars Gestssonar tryggingaráö- herra aö skipa Inga R. Helgason i stööu forstjóra félagsins án sam- ráös við stjórn félagsins. t yfir- lýsingunni áteiur stjórnin vald- beitingu ráöherra og segir þaö ekki eðlileg vinnubrögð aö hann sniðgangi stjórn B.t. og ailt sam- ráö við hana i málinu. 1 yfirlýsingunni er forsaga málsins rifjuö upp og minnt á að félagið sé í raun eign þeirra sveit- arfélaga sem hafa við það gagn- kvæman samning um bruna- tryggingar fasteigna. Forstjóri félagsins, Asgeir Ólafsson, hafi fallist á ósk stjórnar um áfram- haldandi störf til 1983, með þeim fyrirvara þó að Svavar ráöherra samþykkti það. Að sögn Magniisar H. Magnús- sonar stjórnarformanns hafði ráðherra gefið sterk vilyröi fyrir áframhaldandi störfum Asgeirs, þá hefði hann ennfremur lofaö aö hafa samráð við stjórnina i mál- inu. Það næsta sem gerist i mál- inu er að stjórn félagsins fréttir það hjá Inga R. aö Svavar sé bú- inn að skipa hann i stöðu forstjóra frá og meft lsta næsta mánaðar. Asgeir ólafsson, sem starfað hef- ur óslitið hjá félaginu frá 1944 sagði i gær að fréttatilkynning ráðherra væri það eina sem hann vissi um málið. Asgeir sagöi að eftir þvi sem hann best vissi hefði ráðherra verið búinn að gefa munnlega samþykki fyrir áfram- haldandi veru sinni hjá félaginu. Ekki hefur náðst i Svavar Gests- son þar sem hann var floginn tii útlanda áður enn tilkynnt var um flokkspotið. Hann er nú i Genf og verður siöan i frii erlendis til næstu mánaðarmóta. Svavar Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra situr i stjórn B.I. og sá hann sér ekki annað færten aö samþykkja vitur á samfáöherra sinn og störf hans. Þetta van- traust Friðjóns á Svavar er þó léttvægt miðað við nauðsyn þess að koma sjálfum Inga R. i for- stjóraembætti hjá brunabót. Ingi er nefnilega pólitiskur fósturfaðir ráðherrans, og hefur sá siðar- nefndi notið mjög uppfræðslu og leiðsagnar hins nýskipaða for- stjóra um refilstigu stjórnmál- anna — ekki sist á hveitibrauðs- dögum sínum i ráðuneyti auð- valdsskipulagsins. Samdráttur í byggingariðnaði: ,Skilnings leysi stjórn- valda algjört’ — segir Landssamband iðnaðarmanna Landssa mband iönaöar- manna hefur sent frá sér niöurstööur könnunar á bygg- ingarstarfsemi á fyrsta árs- fjóröungi þessa árs. t þessum niöurstööum kemur fram aö vegna „skilningsleysis stjórn- valda”, eins og þaö er nefnt sé byggingariönaöurinn nú 1 óvenjum ikilli lægö Þátttaka I byggingar- könnuninni var 20 % af heildarmannafia I byggingar- starfsemi. Könnunin nær eins og áöur til fyrirtækja og einstakiinga sem stunda byggingarstarfsemi I öllum landshlutum. 1 heild fækkaði starfsmönn- um í byggingariönaði á fyrsta fjórðungi þessa árs þvi um u.þ.b. 290 eöa 4,3%. Fækkunin nú er mjög áþekk þvi sem varö á sama tima i fyrra, en einnig þá var byggingar- starfsemi i algjöru lágmarki. Fyrirliggjandi verkefni eru almennt talin of litil. 1 til- kynningu iðnaðarmanna segir: „Astæður verkefna- skortsins eru flestum kunnar. Þar fer saman algjört skiln- ingsleysi stjórnvalda á fjár- þörf hins almenna hús- byggjanda og einstakur seina- gangur i skipulags- og lóðamálum á höfuöborgar- svæðinu.” 1 lok mars var starfsmanna- fjöldi hjá þátttakendum i könnuninni samtals 1.316 en samkvæmt slysatrygginga- skrá 1979 voru sömu aðilar meö 1.382 ársmenn. Þetta samsvarar um 4,8% fækkun starfsmanna frá þvi sem var aö meöaltali á árinu 1979. A þaö skal þó minnt aö starfs- mönnum i byggingariðnaði hefur fækkaö á undanförnum árum og voru þeir t.d. 1000 færri á árinu 1979 heldur en á árinu 1976,ef marka má slysa- tryggingaskrá. 1 l.eild fækkaði starfsmönn- um f byggingariðnaöi á fyrsta ársf jórðungi þvi um u.þ.b. 290 eða 4,3%. Segja má að hér sé um árvissa fækkun að ræða sem rekja má 'til ytri aðstæðna, en fækkunin á sið- ustu tveim árum hefur veriö i hámarki. Skýringin á þessu kann aö vera sú aö afkoma fyrirtækj- anna leyfi ekki að þau hafi i þjónustu sinni sérhæft starfs- fólk á skrifstofu og til að sjá um yfirstjórn fjármála, sölu- mála, starfsmannahal ds o.s.frv. Ef þessi tilgáta er rétt.erhér vissulega um ihug- unarefni að ræða fyrir yfirvöld verölagsmála og húsnæöis- og byggingarmála. 1 niðurstööum Landssam- bands iönaðarmanna segir að hlutdeild fbúðabygginga i verkefnum byggingariðnaöar- ins sé langt undir þvi sem hún sé við eölilegar aöstæður. Við eðlilegar aðstæður starfi 45- 50% mannaflans við byggingu ibúöarhúsnæðis, en nú hins- vegar aðeins 32,5%. Flestir þátttakendur i könn- uninni gera eölilega ráö fyrir aukinni starfsemi á 2. árs- fjórðungi þessa árs. Orkuþing ’81: Avinningur samstarfs innlendra og erlendra aðila um stóriðju augljós og gagnkvæmur — kom m.a. fram hjá framsögumönnum í gær Orkuþing ’81 hefur nú staöiö i tvo daga og lýkur meö umræö- um og kveöjuskál siöar i dag. Fjöidi störmerkra erinda hefur veriö fluttur margar nýstárleg- ar hugmyndir og upplýsingar komiö fram. Eins og Alþýðublaðið greindi frá i gær hófst þingið með ávarpi Hjörleifs Guttormssonar orkumálaráðherra Alþýöu- bandalagsins. 1 þessu ávarpi endurtók hann og lagði áherslu á einangrunar- og afturhalds- stefnu sína og Alþýöubanda- lagsins. Til allrar hamingju virðast þingfulltrúar hugsa I viðara samhengi en ráöherr- ann. 1 umræðum manna hefur nefnilega komið fram áhugi á að bæta lífskjör islenskrar alþýðu. „Eins og allir vita rikir mikil óvissa sem stendur um stefnu þjóðarinnar i orkunýtingu á komandi árum”, sagði Jóhann Már Mariusson yfirverkfræð- ingur í erindi sinu. Hann benti á að I fáum greinum væri meiri þörf á langtimaspám og áætl- anagerð en hvað varöaði fjár- frekustu framkvæmdirnar i raf- orkuiönaöinum, þ.e. virkjana- byggingamar. En eins og menn vita mega Alþýöubandalags- ráðherrar ekki heyra minnst á skynsamlegan áætlunarbúskap, sem hlýtur, eins og Jóhann seg- ir, að vera forsenda skipulegrar stjórnunar á orkumálum. Jó: hann sagði að markmiö okkar hlyti að vera bætt lifskjör allra landsmanna án óhóflegrar skuldasöfnunar og þenslu. Jóhann Már ræddi almennt um f járfestingu og mannafla við raforkuframkvæmdir. Hann ræddi um hina góðu reynslu okkar Islendinga af stóriönaöi, en sagði jafnframt að hafa yrði i huga „að mestur hluti þeirrar fjárfestingar, sem hingaö til hefur verið varið til uppbygg- ingar orkufreks iðnaðar hefur komið frá erlendum samstarfs- aðilum.” Jóhann skýrði frá hug- myndum sinum um hvernig við gætum auöveldlega aflað gifur- lega mikillar orku á fáum árum. Varöandi orkusöluna sagði hann hinsvegar: „Máliö er ekki svo einfalt aö iönaðartækifærin standi i' biðröö albúin þess að bjóða sig fram á þeim tima og meö þeim kjörum sem hentar okkar geðþótta.” Jón Steingrimsson flutti er- indi um samstarf um stóriðju við erlenda aðila sem hann hafði tekið saman ásamt Jóni Sig- urðssyni forstjóra. í erindi þeirra nafna var einungis fjall- að um samstarfið við Union Carbide og Elkem um járn- blendiverksmiðjuna að Grundartanga. Kom fram aö ávinningur þessa samstarfs væri augljós og gagnkvæmur. Þessi ávinningur væri gifurleg- ur fyrir okkur tslendinga, enda ekki lítils um vert aö fá aögang að grónum markaði og reyndum viðskiptasamböndum. Þetta staðfestiþau sjónarmiö, sem oft hafa komiö fram um orkuf rekan iðnað, að i hann veröi ekki ráöist nema markaðsendinn sé tryggöur. Þá kom fram i niðurstöðum þeirra að ekkert i reynslu okkar af þessu samstarfi við útlend- inga gæfi til kynna að viö þyrft- um að hafa ástæöu til minnsta ótta. Sú skoðun heföi reynst röng að óheppilegt væri aö hætta svona miklu fé i samstarf viö Utlendinga, og aldrei hefði þurft að beita meirihlutavaldi. Þetta ætti ekki að vera tilfinn- ingamál heldur hagsmunamál. NU er það hinsvegar svo að i huga Hjörleifs ráðherra, og Alþýðubandalagsins er þetta fyrst og fremst tilfinningamál. Það er ekki bara ást þeirra á sauðkind og þorski heldur lika „þjóðfrelsisbaráttan” sem þvælist fyrir þeim. Alþýöu- bandalagiö skilur ekki að efna- hagslegt sjálfstæði er forsenda frelsis og sjálfstæðis. Það skilur ekki að þessi íhaldsstefna held- ur niöur lifskjörum i landinu, lifskjörum þess fólks sem þeir halda aö þeir séu aö berjast fyr- ir. Eitt af markmiðum Orku- þings ’8l er að upplýsa fólk. En bætt lifskjör i landinu eru ein- mitt háð þvi að ráöherrum Alþýðubandalagsins takist að innbyröa eitthvaö af þeim fróð- leik sem þar er fram borinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.