Alþýðublaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 11. júní 1981 Alþjóðasamskipti og öryggi olíuaðfanga til íslands ERINDI MAGNIÍSAR TORFA ÓLAFSSONAR Á ORKUÞINGI '81 Á Orkuþingi '81 hafa verið haldin mörg fróðleg og skemmtileg erindi um orkuvinnslu og orkunýtingu. Jafnframtþvíhefur veriðfjallað um alþjóðasamskipti á sviði orkumála. Magnús Torfi Ölafsson flutti á Orku- þingi afar fróðlegt erindi um olíuviðskipti sem hann kallaði „Alþjóðasamskipti og öryggi olíuaðfanga til ís- lands". Magnús Torfi gerir i erindi sínu grein fyrir því hvernig olíuviðskipti hafa þróast s.l. ár og víkur t.d. sér- staklega að því sem hann kallar „hernaðarátök og olíu- aðdrættir". Alþýðublaðið leitaði ti! Magnúsar Torfa í því skyni að fá erindið til birtingar. Magnús Torfi brást vel viðog fererindi hans hér á eftjr. Alþýðublaðið kann hon- um beztu þakkir fyrir. W liðnum áratug hafa alþjóðasamskipti i vax- andi mæli snúist um oliu. Samtök oliufram. leiöslurikja, OPEC, náöu undirtökum á oliumark aðinum á árunum 1973 og 1974, og siðan hefur efnahagsþróun um mestalla heimsbyggðina markast ööru fremur af ákvörð- unum þessa nýja viðskiptastór- veldis. Ljóst er að um fyrirsjáan- lega framtíð getur framvinda heimsmála ráðist af aögangi að framleiöslunni frá ollusvæðum jarðar, ákvörðun framleiðslu- magns úr ollulindum og verð- lagningu ollunnar. OPEC varð drottnandi á oliu- markaöi eftir að þau lönd I Vest- ur-Asiu og Noröur Afriku, sem mesta ollu framleiða fyrir heims- markaöinn, beittu framleiðslu- stöðvun og sölubanni til að ná sér niðri á ríkjum, sem talin voru hliðholl Israel I slðustu styrjöld þess við arabisk nágrannariki. Þetta kölluðu þeir sem fyrir að- gerðunum stóðu að beita oliu- vopninu. Þarna blandaðist hern- aður, alþjóðastjórnmál og milli- ríkjaviðskipti saman, svo ekki veröur milli mismunandi þátta skiliö. Svo hlýtur lika alltaf að vera i reynd, og ber aö hafa það I huga, þegar ég leitast við slöar I þessu máli að gera framsetningu skýrari með því aö fjalla nokkuð um hernaðarleg viðhorf og póli- tiskar aðstæður hvort I sinu lagi. 1 þvl sem hér verður sagt um þetta efni eru dæmi tekin af fram- vindunni á llðandi stund, en leit- ast við að setja fram margskonar möguleika, sem komið geta upp um langa framtíö, þótt fjarlægir viröist I svipinn. STAÐA ÍSLANDS Olíukaup frá Sovétríkjun- um Island hefur svo áratugum skiptir beint mestöllum kaupum slnum á olluvörum til Sovétrikj- anna, og hefur að þvi leyti algera sérstöðu meðal landa Vest- ur-Evrópu, svo ekki sé talað um þau riki sem aðild eiga að At- lantshafsbandalaginu. Ekki er i minum verkahring að ræða hag- kvæmni þeirra viðskipta, en ekki fer hjá að þaö getur haft áhrif á öryggi oliuaðfanga að hefðbund- inn seljandi þeirra hingað til lands er þaö stórveldi sem likleg- ast þykir að lent geti I illdeilum við bandalag, sem Island hefur sett traust sitt á i öryggismálum. Rétt er að gefa þvi gaum, aö ekki þarf ófrið til aö viðskiptasambönd raskist milli rlkja, sem eru sitt I hvoru hernaðarbandalagi. Eftir reynsluna af ósamræmdum að- geröum i kjölfar hernaðar Sovét- manna I Afghanistan, hafa riki Atlantshafsbandalagsins bundiö fastmælum samræmdar við- skiptahömlur, ef Sovétrikin fara á ný þannig að ráði sínu aö óger- legt þykir að takmarka viöbrögð við orðin tóm af hálfu NATÓ. 1 fáum orðum sagt felur núver- andi fyrirkomulag I sér, að Is- lendingar geta þurft að leita á nýjar slóðir með mestalla oliuað- drætti sína með litlum eða engum fyrirvara. Framboö á sovéskri olíu Meöal rikisleyndarmála I Sov- étrlkjunum er árangur oliuleitar og áætlanir um vinnanlegt oliu- magn I jörðu. Helstu aðilar sem reynt hafa að mynda sér skoðun um þessi atriði eru sænska fyrir- tækiö Petrostudies og bandaríska leyniþjónustan CIA. Til skamms tima bar þeim mikið á milli. Aö- alskýrsla CIA um oliufram- leiðsluhorfur I Sovétrikjunum leiddi að þvi rök, að um miðjan þennan áratug yrðu Sovétmenn ekki lengur sjálfum sér nógir um oliu og hlytu að reyna að afla sér aögangs að olíugnóttinni frá Persaflóa með illu eða góðu. Petrosudies var á þveröfugu máli, og nú er nýkomin skýrsla frá CIA, sem sýnir að bandarlsku oliusérfræðingarnir eru orðnir sama sinnis og Sviarnir og telja enga oliukreppu framundan i Sovetrlkjunum. Hins vegar getur hraði framleiðsluaukningar frá nýjum ollusvæðum I Siberiu oltið á þvi, hve fús Vesturveldin verða að selja Sovétmönnum tæki og tækni, sem auðvelda oliuvinnslu á freðmýrasvæðum I fimbulkulda. Visbending um skoðun Sovét- manna sjálfra á stöðunni er, aö þeir geti ekki búist við að fá frá Sovétrikjunum meira oliumagn en látið var I té á síöasta ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.