Alþýðublaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. júní 1981 .7 ERLENÐ SYRPA Flothótel Þessi fimm hæða bygging er kölluð stærsta flothótel I heimi. Það var óvenjuleg sjón aö sjá það sigla út úr höfninni i Hamborg snemma einn morguninn. Þetta er fyrsti oliuborpallur sinnar teg- undar, sem er byggður sem skip, með lendingarpalli fyrir þyrlur, sem er settur nærri vistarverum starfsmanna. Pallurinn sem heit- ir Fulmar A verður i fyrstu send- ur til starfa á oliusvæðunum á Norðursjó. Á honum er einskonar fjöörunarsystem, sem gerir það að verkum, að starfsmenn munu varla taka eftir hristingnum og hávaðanum, sem venjulega fylg- ir oliuborun á sjó. Um borð er meira að segja kvennasnyrting, sem er liklega fyrsta snyrtiher- bergi þeirrar tegundar um borð i oliuborpalli, en slikir vinnustaðir hafa hingaðtil verið fráteknir fyr- ir karlmenn. Olía við Norður-Noreg? Merki um oliulindir hafa fund- ist á rannsóknarsvæðum undan Norður-Noregi. Bæði Norsk Hydro og rikisfyrirtækið Statoil hafa tilkynnt um slika fundi á þessu svæði. Norsk Hydro tilraunaboranirn- ar báru fyrst árangur, með ann- arri holu sem boruð var, á Tromsö svæðinu. Þar fundust merki um oliu á 2000 metra dýpi. Ekki er hægt að segja til um hversu stórar þær lindir eru fyrr en búið er að bora niöur á 5000 metra dýpi, samkvæmt áætlun, en það mun verða I ágúst. Sér- fræðingar eru vongóðir um að þarna séu lindir undir, enda allar aðstæður hagstæðar. Fyrirtækið Statoil fann siðan svipuð merki á stað ekki langt frá borholu Hydro. Enn er ekki hægt að sjá hvort þar er um að ræða gas eða ollu, eöa hversu stórar lindirnar eru. Talsmenn fyrirtækjanna vilja ekki vera óhóflega bjartsýnir, en samt er það uppörvandi að finna strax merki um lindir, þegar rétt nýlega er byrjað að kanna svæð- ið. Sérlega þegar haft er i huga að á svipuðum svæðum sunnan 62. breiddargráðu tók allt að 33 bor- holur að finna lindirnar. liipl |§ 13iiÍo 14 skífa klukka og klukka án skífu Þessi klukka er 100 ára gömul, og eigandi hennar, sem er veit- ingamaður i Bæjaralandi er ákaf- lega hreykinn af henni. Það er sagt að klukkan sé stærsta tima- mælitæki sinnar tegundar i heim- inum, Eigandinn, Anton Riétz segir að klukkan vegi um 1400 klló og hafi 14 skifur. Fjórar þeirra sýna hvað timanum liður i Berlin, Vin, MTinchen og Paris. En þessi klukka Verður aidrei jafn nákvæm og stærsta klukka heims, sem verður tengd við sjón- varpsturninn i Dusseldorf i' mars 1982. Sú klukka verður tengd við atómisku klukkuna i Brunswick, sem er talin nákvæmasta klukka i heimi. Dusseldorf kiukkan verður ekki með hringlaga skifu eins og venjulegar klukkur, heldur mun hún hafa skifu, svipaða og á hita- mæli, nema hvaö heldur stærri. Hún mun vérða um 120 metrar á hæð, en turninn, sem hún verður á, mun verða 225 metrar á hæð. Fiðlusmíðar Þessi maður heitir Hubert Schnorr, og er fiðlusmiður. Hann býr i Hamborg. Vinnustofa hans er i þeim hluta miðborgarinnar, þar sem strætin eru þröng og húsið gömul. Ferðamenn koma þangað ekki mikið, en frægir tón- listarmenn og tónlistarunnendur þekkja staðinn. Safnari frá Bandarikjunum kom nýlega með þrjár Stradivariusarfiðlur þang- að til viðgerðar, en hver þeirra kostar meira en 300.000 þýsk mörk. Fiðlusmiðurinn Schnorr hefur mest að gera á sumrin, þegar konsertvertiðinni er lokið i Evrópu. Þá gerir hann við fiölur, viólur og selló. Kona hans, Al- wera er einnig lærður fiðlu- smiður, og þau eru liklega eina parið i þessum bransa. Fiskverð 8 1 fréttatilkynningu frá aðal- fundi S.H. segir um þessi mál: „Nýlega hefur orðið umtalsverð hækkun á markaðsverði frystra fiskafuröa I Bandarikjunum, en þegar litið er til heildarfram- leiöslu, þá nemur þessi hækkun rétt rúmlega þeirri upphæð, sem Verðjöfnunarsjóöur hafði skuld- bundiö sig til að greiöa á fram- leiðslu timabilsins 1. janúar til 31. maiá ári. Þessi verðhækkun bæt- irþvlekki afkomu frystihúsanna, heldur losar hún Veröjöfnunar- sjóð við greiðslur. Nýafstaðin gengisbreyting nam um 4%, hrekkur þvi ekki til aö jafna það tap, sem frystingin hef- ur búið við undanfarið. NU er komin til framkvæmda 8% hækkun vinnulauna og nýtt fiskverð á aö taka gildi frá 1. þ.m. Það er ljóst, að frystingin getur ekki tekið á sig hækkanir þessara kostnaðarliða, nema að fá það bætt I auknum tekjum með rétt skráðu gengi.” Með öðrum oröum: Sölumið- stöðin Itrekar, aö fyrirtæki á hennar snærum geti ekki tekið á sig þá átta prósent fiskverðs- hækkun nema þvi aðeins að geng- iö verði „rétt skráð”, þ.e., að gengið verði fellt. Alþýðublaöið spurði Jón Orm Halldórsson, að- stoöarmann forsætisráðherra um þaö hvort gengið yrði fellt i kjöl- far fiskverðshækkunar: „Gengið er ekki alfarið miðað við f iskverð. Þar er einnig tekið mið af öðrum þáttum. Þessi leiðrétting á gengi sem gerð var fyrir stuttu var vegna iðnaðarins i landinu, en gengi Islenzku krónunnar hefur sem kunnugt er hækkað I saman- burði við ýmsa Evrópugjald- miðla. Þetta þurfti þvl að leið- rétta. Gengið verður ekki fellt vegna fiskverðsákvörðunarinn- ar. ” Þaö er þvi ljóst, að frystihúsun- um verða ekki tryggðar meiri tekjur með gengisfellingu. Þau verða áfram rekin með halla, að sögn forystumanna fiskvinnsl- unnar. Ekkert liggur fyrir um viðbrögð fiskkaupenda við þessu ástandi. Þeir greiddu sem kunn- ugt er atkvæði gegn hækkun fisk- verðsins. Það má hins vegar bú- ast við þvi að þeir geri allt sem i þeirra valdi stendur til aö tryggja rekstur fyrirtækjanna. Þeir hafa gert það áður. Reykingar 8 vinnustað. En fyrir menn i sum- um störfum dregur það litið úr hættunni að reykja eingöngu ut- an vinnu. Hin samverkandi áhrif minnka ekki nóg viö það. Vissulega þarf einnig aö kapp- kosta að draga sem mest úr allri mengun á vinnustöðum, en slik- ar aðgerðir hafa I sumum tilvik- um lítið að segja, ef starfs- mennirnir reykja. Helstu heimildir: 1. Adverse Health Effects of Smoking and the Occupational Enviroment. NIOSH Current Intelligence Bulletin 31. U.S. Department of Health, Edu- cation and WelfareNIOSH Pub. No. 79-122, 1979. 2. Kotin P., Gaul L.A. Smoking in the Workplace: A Hazard Ignored. Am. Journal of Public Health. June 1980, Vol. 70, No. 6,575—575. 3. - Selikoff I.J., Hammond E.C. and Cheng J.: Asbestos Exposure, Smoking and Neoplasia. JAMA 1968, 204 106—112. i byrjun september verður farin þriggja vikna ferð tii St. Petersburg Florida. Fararstjóri Arni G. Stefánsson. Nánari upplýsingar á skrifstofu Aiþýðuflokksins I sima 15020. Tækniframfarir \ þriðja heiminum Þaö verður sifellt nauðsynlegra að auka fjölbreytni i landbúnaöi i þriðja heiminum. Nú er það ekki lengur eina mælistikan, hversu margir traktorar eru, hve mikið land lagt undir plóg, hversu mikl- ar áveitur eru, eða hve mikið nýtt land brotið til ræktar. Sem dæmi má nefna nýjustu aðferðir við meðferö og geymslu fæðu. 1 löndum, sem flytja út pip- ar, svo sem Indland, Indónesia, Madagascar og Brazilia, eru sér- fræöingar að hjálpa bændum að koma upp aöstööu, sem gerir þeim fært að flytja út grænan pip- ar, ferskan, en ekki þurrkaðan. Verð á grænum pipar er allt að tiu sinnum hærra en á þurrkuðum pipar. Þá er nú unniö að svipuöu verk- efni i Ghana, en þar er meginupp- skera innfæddra bananar. Nú er hægt að fá banana allan ársins hring, til matreiðslu, en ekki að- eins um uppskerutimann. í Indlandi, þar sem þýskir sér- fræðingar hafa unnið að aðstoð við ræktun ávaxta og grænmetis, hafa þeir i framhaldi af þvi fundiö upp verkunaraöferð, sem vinnur sterkt engifer úr úrgangi. Þessi vara viröist ætla að seljast ótrú- lega vel. Þá hefur verið unnið mikið að bambustæknimálum. Viða I hita- beltinu er bambus eina bygging- arefnið og einnig notaöur viö vopnaframleiðslu og skipasmiö- ar, fyrir nú utan notkun i matar- gerð, en ktnverskir bambus sprotar eru sælgæti. Hafa menn hinsvegar heyrt rætt um grammófónnálar úr bambus? Einusinni voru þær framleidd- ar I stórum stil, en stereóæöið hefur gengið frá þeim markaði. Þó flytja Japanir um 15 milljón bambusstengur til Evrópurikja og Bandarikjanna á ári hverju. Bambus vex mjög hratt, i Sri Lanka vex hann allt að 40 senti- metFa á dag. Hann getur verið mjög hentugt hráefni i ýmisskon- ar smáiðnaði. En hvað með bambusstein- steypu? Þ.e.a.s. steinsteypa styrkt með bambus i stað stáls. Það hefur verið reynt og gefist ágætlega. Þá eru bambusstengur notaðar i pipulögnum. Og það er auðvitað hægt að búa til papplr úr þeim. Laus staða Staða kcnnara i eðlis- og efnafræði á framhaldsskólastigi við Kvennaskólann i Reykjavik er laus til umsóknar. Laun samkvæmt iaunakerfi starfsmanna rikisins. 'Umsóknir ásamt itarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólastjóra fyrir 10. júli nk. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. júni 1981. fj| ÚTBOÐ Tilboð óskast i biiyggjuhlifar við Klepps- bakka fyrir Reykjavikurhöfn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. júli 1981 kl. 11 fh. IþfNKÁUPASTOfNUN REYKTAVÍKU.RBORGÁR Fnknk|uvegi 3 — Sim. 25300

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.