Alþýðublaðið - 02.07.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.07.1981, Blaðsíða 8
Menachem Begin, forsætisráöherra áfram. Kosningar i ísrael: Shimon Peres, hélt velli en tapaöi samt. Begin myndar stjórn, því miður en Verkamannaflokkurinn vann stærsta sigurinn í fyrradag fóru fram kosning- ar i israel eftir haröa kosninga- baráttu. Þegar þetta er ritaö liggja endanlegar tölur ekki fyr- ir, en þó er ljóst aö hvorugur stóru flokkanna i Israel, Verka- mannaflokkurinn né Likud, hafa fengiö hreinan meirihluta á þingi. Niöurstaöa kosning- anna er þó i grófum dráttum sú aö Verkamannaflokkurinn, undir forystu Shimon Peres, hlaut 49 þingsæti, en Likud- flokkurinn, undir forystu Mena- chem Begin 48. Auk þessara tveggja flokka, buöu 29 flokkar og samtök fram i kosningunum, og 10 flokkar aörir en Verka- mannaflokkurinn og Likud fengu sæti á þing. Þegar fyrir kosningar höföu tveir smærri flokkanna, NEP, eöa Trúarlegi-þjóöarflokkurinn, og Aguda-bandalagiö heitiö Begin stuöningi sinum, til myndunar rikisstjórnar. Þessir flokkar hlutu samtals 11 þing- sæti og vantar þá Begin ekki nema tvö þingsæti, til aö ná meirihluta á israelska þinginu, Knesset, en þar sitja 120 manns. Igær lýsti Begin þvi svo yfir, aö hann heföi tryggt sér fylgi nægilega margra þingmanna, til aö stjórn hans heföi meiri- hluta. Þessi niöurstaöa úr kosning- unum er mjög óvænt, aö mörgu leyti. Enginn bjóst reyndar viö þvi, aö annar hvor flokkanna hlytihreinan meirihluta á þingi, en þó bættu báöir flokkarnir viö sigfylgi i kosningunum. Verka- mannaflokkurinn hefur aö öll- um likindum bætt viö sig 17 þingsætum, en Likud, 4. Smærri flokkar hafa flestir beöiö af- hroö, svo sem Rakah, kommún- istaflokkurinn, sem venjulega hefur sótt stóran hluta sins fylg- is til araba i Israel. En þegar kosningabaráttan hófst i janúar hefN enginn spáö þvi, aö Begin yröi I aöstööu til aö setja á stofn rikisstjórn eftir kosningarnar. Efnahagsvand- ræöi, og ógöngur þær, sem stefna hans i utanrikismálum haföi lent i, virtust mundu fella rikisstjórn hans. Þrátt fyrir þaö, aö Begin hafi á sinum tima átt viöræöurnar frægu viö Sad- at, Egyptalandsforseta, og gert viö hann Camp David sam- komulagiö fræga, hefur ekki laigi horft jafn ófriölega I Aust- urlöndum nær, og nú. Atökin i Libanon, og erfiöleikar helstu bandamanna Israelsmanna, kristinna.á þvi svæöi, hafavak- iö ugg meðal þjóöarinnar, og allir gera sér ljóst, aö efnahags- ö-öugleikar Israel eru slikir, aö þeir hafa ekki efni á aö fara I striö. Þá vita allir Israelsmenn þaö, aö þó arabarikin hafiefni á aö fara i striö við Israel öðru hverju, og tapa, hafa Israels- menn ekki efni á aö tapa einni einustu orrustu. Þegar herir Is- raels tapa fyrir herjum araba, i fyrsta sinn, er Israel liöiö undir lok. Þessvegna skiptast Israels- menn i tvær fylkingar um utan- rikismál. Annarsvegar þeir, sem fylgja Begin aö máium, og telja aö öryggi rikisins sé best borgið meö þvi, aö efla ófriö meöal Arabarikjanna, svo sem átökin I Li'banon, og aö halda uppi ágengri utanrikisstefnu. Hinsvegar eru þeir fylgismenn Verkamannaflokksins og Per- esar, sem sjá ekki aöra lausn á pólitiskum og efnahagslegum erfiöleikum Israel, en aö kom- ast aö einhverju samkomulagi viö Arabarikin, og þá sérlega Egyptaland og Jórdaniu, ásamt Palestínuaröbum, ef þaö er á einhvern hátt mögulegt. Þaö var óvissan I utanrikis og glundroöinn I efnahagsmálum, sem rændi Begin fylgi I upphafi kosningabaráttunnar. En það breyttist, þegar Begin lét gera loftárásina frægu á kjarnorku- veriö i' írak. Þaö hleypti kjarki og baráttu i stuöningsmenn hans, og mæltist vel fyrir hjá stórum hluta almennings, sem trúöi yfirlýsingum Begins um þá hættu, sem Israelsmönnum stafaöi af þvi, aö írakar gætu notaö kjarnorkuveriö til aö koma sér upp kjarnorku- sprengju. Hinsvegar stönguöust um- mæli Begins um árásina og nauösynina fyrir henni, nokkuö á viö raunveruleikann. Yfirlýs- ingar hans i fjölmiölum stöng- uöust hver á viö aöra, og þaö svo illa, aö yfirmaöur Mossad, isra- elsku leyniþjónustunnar lýsti þvi yfir opinberlega aö hann henti ekki lengur reiöur á mál- flutningi Begins. Begin sagöi i blaöaviötali, aö undir kjarn- orkuverinu, heföi veriö kjallari, sem var byggöur til aö smiöa sprengjur f. Hann fór meö ranga tilvitnun i Irakst dagblaö, þess efnis, aö kjarnorkusprengjuna ætti aö byggja og nota gegn Is- rael. Þá lýsti hann þvi yfir, aö vinnu viö kjarnorkuveriö heföi veriö nærri lokiö, sem ekki er rétt. Peres fordæmdi árásina þeg- ar I staö, og sagöi aö hún heföi veriö óþörf. Begin svaraöi fyrir sig með þvi aö gefa i skyn, aö yf- irlýsing Peresar heföi verið landráö. Þegar harka i kosninga- baráttunni jókst, tóku stuðnings main Begin upp óvenjulegar baráttuaðferðir. Þeir öfga- fyllstu kölluöu hann „Messias” og tóku aö hleypa upp fundum Peresar, meö þvi aö yfirgnæfa ræður hans meö hávaöa, þeir veltu logandi ruslatunnu inn i hóp stuðningsmanna hans, hentu tómötum i bil hans, og böröu og hentueldsprengjum aö starfsmönnum Verkamanna- flokksins. Verkamannaflokkurinn brást þannig við, aö Peres sagöi Beg- in hættulegan lýöræöinu, og gerö var kvikmynd þar sem skeytt var saman myndum af óþokkabrögöum stuönings- manna Begin, og herskáustu yf- irlýsingum hans við blaöamenn. Begin baö þá stuðningsmenn sina aö láta minna. Þaö er ljóst, aö lírslit kosninganna eru aö þvi leyti sigur fyrir Begin, aö hon- um jókst heldur fylgi, þó Verka- mannaflokkurinn græddi meira. En hinsvegar er liklegt, aö harka kosninganna hafi valdiö klofningi innan ísrael, sem gæti reynst seinlegt aö komast yfir. A RATSJÁNNI alþýðu- inEDJM Fimmtudagur 2. júlí 1981 Hendrik Sv. Björnsson: Aðlögunar- gjald 1 sambandi viö umræöur á Is- landi þar sem þvi hefur veriö haldiö fram, aö Efnahags- bandalag Evrópu myndi láta af- skiptalaust ef lagt yrði 2% inn- flutningsgjald eöa aölögunar- gjald aö nýju á innfluttar vörur til stuönings viöislenskan iönaö, vill sendiráö Islands hjá Efna- hagsbandalaginu I Brussel taka fram eftirfarandi: Máli þessu hefur oftar en einu sinni veriö hreyft af sendiráös- ins hálfu, áöur en Tómas Arna- son viöskiptaráöherra ræddi það, ásamt öðrum málum, á fundi meö Wilhelm Haferkamp, sem fer meö utanrikjamál af hálfu framkvæmdastjórnar bandalagsins. Til dæmis var það rætt viö F. Bang-Hansen, fulltrúa i þeirri deild bandalagsins, sem fer meö málefni Islands, áöur en þvi var hreyft viö yf irmenn hans á fundi sameiginlegu nefndar Islands og Efnahagsbandalagsins 27. mai s.l., en sú nefnd fjallar um framkvæmd friverslunarsamn- ings Islands og Efnahagsbanda- lagsins. Eins og kunnugt er var tima- bundiö aölögunargjald lagt á með lögum á árinu 1979, er gilda áttu til ársloka 1980. Efnahags- bandalagið taldi þá, aö álagning gjaldsins væri brot á friversl- unarsamningi Islands og bandalagsins, en lét það af- skiptalaust i verki, sökum þess að þvi var marg yfirlýst af ábyrgum islenskum stjórnvöld- um, aö gjaldinu yröi aflétt I árs- lok 1980. Viö þær skýlausu yfir- lýsingar af tsiands ha'lfu hefur veriö staöiö. A fimdi sameiginlegu nefndar Islands og Efnahagsbandalags- ins hinn 27. mai s.l. var þvi lýst yfir af formanni sendinefndar bandalagsins, einum af yfirboö- urum Bang-Hansens, aö banda- lagið myndi telja álagningu sliks gjalds að nýju skýiaust brot á frlverslunarsamningnum og mjög eindregið varaö viö þvi aö gripa tii þeirrar aðgeröar. Var þetta i samræmi viö skoð- un, sem Bang-Hansen fulltrúi haföi áöur látiö i ljós óformlega viö starfsmann sendiráðsins. A fundi viöskiptaráöherra meö Wilhelm Haferkamp 2. júni s.l. var þetta álit Efnahags- bandalagsins enn einu sinni áréttað. Svo viröist sem ummæli, sem höföhafa verið eftir Bang-Han- sen fulltrúa, er Islenskir iðnrek- endur heimsóttu aöalstöövar £ BOLABÁS Ellert B. Schram, ritstjóri VIsis, hefur tekiö skelegga, einaröa og markvissa afstööu I deilunni sem risin er vegna lokunartima verslana. Sjálf- stæöismaðurinn telur aö nú liggi mikið viö að taka undir og styöja máistaö Kaup- mannasamtakanna, Verslun- armannafélagsins, neytenda og ekki sist kaupmannanna sem vilja hafa opið á laugar- dögum. Veröi hans vilji. Am- en. GLUGGAÐ I NU deilum viö um þaö, hvort búöir eigi aö vera opnar, þegar vinnandi fólk kemst til aö versla I þeim, eöa ekki. Kaupmönnum finnst þaö almennt alger óþarfi aö hafa kUnnana á eilifu rennirii I verslununum sinum.Hvers vegna hafa þeir ekki sagt, en þaö má geta sér til um þaö. Hvergi I hinum siðmenntaða heimi tiNtast þaö annars staöar ená lslandi, aöloka búöum i þann mund, sem fólk kemst til aö verslaI þeim.Þetta er sérislenskt fyrirbæri, sem helgast liklega af þvi' aö efnahagskerfiö okkar hérna heima er svo sérstætt. Úti i' löndum, mega kaupmenn almennt hafa opiö eins og þeim sýnist, og enginn skiptir sér af þvi. Ef þeir eru svo sérsinna aö hafa aöeins opiö t.d. frá niu til tiu fyrir hádegi, og tvö til þrjU eftir hádegi, er þaö algerlega þeirra mál. Þá koma bara engir kUnnar, og hinn sérsinna kaupmaöur fer á hausinn. Á Islandi þarf aldeilis sérstaka klaufa, eöa menn með snilligáfu, til aö fara á hausinn. Hér eru kaupmenn svo mikiö á móti þvi aö veita kUnnum sinum þjónustu, VERSLANIR aö þeir heimta lögregluvernd fyrirágangi þeirra. Og hvilik lög- regluvernd. Lögreglumennimir beita kUnnann ekki valdi, enda er ljótt aö beita valdi. Nei, lögreglu- mennimir hindra kUnnann aöeins iþvi, aö fara inn i búöina, sem er opin. Hvers vegna er þetta svona? Hvernig stendur á þvi, aö kaup- menn Uti I löndum, fara á haus- inn, ef kUnninn kemur ekki til þeirra, meöan kaupmenn hér heima vilja helst ekki af kUnnan- um vita? Hver er skýringin? Ástæöan fyrir þvi, aö kaup- menn Uti I hinum stóra heimi leggja sig yfirleitt fram um aö veita þjónustu, og hafa opið á þeim timum, þegar kúnninn er liklegastur til aö geta komiö, er sú, aö þeirlifa á þvi aö versla. Ef kUnninn kemur ekki, svelta þeir. Kaupmenn hér heima, margir hverjir, viröast hins vegar ekki svo mjög háöir neytendum um sitt llfsviöurværi. Þeir leggja sig ekki eftir þvi aö laöa kúnnann aö sér. Þeir veröa vondir ef stéttar- félagar þeirra reyna aö veita þjónustu og siga lögreglunni á þá sem voga sér aö eiga viöskipti viö svoleiðis menn. Þeir eru á móti kúnnanum. Hvernig á hinn aumi „goösögu- legi” vinnandi maöur, áð bregö- ast viö þessum ósköpum. Ef hann á ekki aö svelta i hel, veröur hann aö fara á vinnutima sínum, til aö kaupa sér i mat og annaö. Hann þarf þess vegna ekki aöeins aö borga fyrir vöruna, sem hann þarf beinlínis aö sækja i hendur óvildarmanna, heldur þarf hann aö ‘bera fjárhagslegan skaöa, vegna vinnumissis. En neytanda- fólið kemur þessu máli auövitaö ekkert viö. Hann er aukaatriöi. Hann er smákarl úti I bæ, sem skal þiggja þaö sem aö honum er rétt. Ef hann gerir þaö ekki, má hann fara i rass og rófu. Hins vegar er þeirri spurningu enn ósvaraö, til hvers svona kaupmenn eru eiginlega aö reka verslanir. 1 samanburöi viö kaup- menn annars staöar i heiminum, viröast þeir ekki upp á viðskipti komnir, hvaö varöar lifsafkomu. Búöimar viröast greinilega eins konar sport. Þaö er greinilega gaman aö setja svona stofnanir upp eins og gildrur, svo hægt sé aö tokka fólk aö. Þaö er svo gaman, aö sjá svipinn á þvi, þegar þaö tekur I snerilinn, og finnur, aö þaö er lokaö. Þrumusport. —Þagall Neytendur og h > lögreghiof- SMÁKAUPMENN ÍHUGfl ÚRSÖGN ÚR KflUP- MANNASAMTÖKUNUM — eru búnir að fá nóg af haftastefnu samtakanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.