Alþýðublaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 2. september 1981
A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI
fc
BÍÚIN
Austurbæjarbíó
Bonnie og Clyde
Einhver frægasta og mest
spennandi sakamálamynd sem
gerö hefur veriö. Byggö á sönn-
um atburöum. Myndin var sýnd
hér fyrir rúmum 10 árum viö
metaösókn. — Ný kópia i litum
og ísl. texta.
Lauðarásbió
Ameríka //Mondo Cane"
Öfyrirleitin, djörf og spenn-
andi ný bandarisk mynd sem
lýsir þvi sem „gerist” undir
yfirboröinu i Ameriku.
Karate-nunnur, topplaus bila-
þvottur, Punk Rock, karlar
fella föt, box kvenna o.fl., o.fl.
Tónabió
Hestaguðinn Equus
Besta hlutverk Richard Burt-
ons seinni árin.
Extrabladet.
Leikurinn er einstæöur og
sagan hrifandi.
Aktuelt.
Leikstjóri: Sidney Lumet
Aöalhlutverk: Richard
Burton, Peter Firth.
Háskólabíó
Svik að leiðarlokum
Nýjasta myndin, sem byggö
er á sögu Alistair MacLean,
sem kom út I islenskri þýöingu
nú i sumar. Æsispennandi og
viöburöarik frá upphafi til
enda.
Hafnarfjarðarbíó
Apocalypse Now
(Dómsdagur nú)
Marlon Brando, Robert
Duwall.
Hafnarbíó
Kvenhylli og kynorka
Bráöskemmtileg og fjörug, —
og djörf ensk gamanmynd i
litum.
Nýja bió
Lokahófið
„Tribute” er stórkostleg. Ný,
glæsileg og áhrifarik gaman-
mynd sem gerir bióferö
ógleymanlega. Jack Lemmon
sýnir óviöjafnanlegan leik.
Bæjarbió
Þegar þolinmæði
þrýtur
Hörkuspennandi mynd meö Bo
Svenson, um friösama mann-
inn, sem varö hættulegri en
nokkur bófi þegar fjölskyldu
hans var ógnaö af glæpalýö.
Stjömubió
Tapað—fundið
(Lost and Found)
Islenskur texti
Bráöskemmtileg ný amerisk
gamanmynd i litum. Leik-
stjóri Melvin Frank.
Aöalhlutverk: George Segal,
Glenda Jackson.
Regnboginn
A
Hugdjarfar
Stallsystur
Hörkuspennandi og bráö-
skemmtileg ný bandarisk lit-
mynd, um röskar stúlkur i villta
vestrinu.
B
Spegilbrot
Spennandi og viðburöarik ný
ensk-amerlsk litmynd, byggö á
sögu eftir Agatha Christie. Meö
£óp af úrvalsleikurum.
Lili Marleen
Blaöaummæli: „Heldur áhorf-
andanum hugföngnum frá upp-
hafi til enda.”
„Skemmtileg og oft gripandi
mynd”.
D
Ævintýri
leigubílstjórans
Fjörug og skemmtileg, aaiítiö
djörf .. ensk gamanmynd i lit,
meö Barry Evans, Judi Geeson.
sVningar
Norræna húsið
Engin sýning i húsinu.
Kjarvalsstaðir
Nú er eingöngu sýning á
verkum Kjarvals i Kjarvalssal.
Mokka
Bandariska listakonan Karen
Cross sýnir akrýl- og vatnslita-
myndir.
Listmunahúsið
Nokkrir gamlir Septemistar
sýna nýrri og eldri verk. Tove
Olafsson, Þorvaldur Skúlason
og Kristján Davlösson.
Árbæjarsafn:
Safniö er opiö alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.30 til 18.00
til 31. ágúst. Strætisvagn nr. 10
frá'Hlemmi fer aö safninu.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Opiö alla daga nema mánudaga
frá kl. 13.30—16.00.
Bogasalur:
Silfursýning Siguröar
Þorsteinssonar veröur i allt
sumar.
Listasafn islands:
Sýnd eru verk i eigu safnsins og
i anddyri eru sýnd verk eftir
Gunnlaug Scheving. Safniö er
opiö daglega frá 13.30—16.00
Höggmyndasafn
Asmundar Sveinssonar:
Opiö á þriöjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum frá
klukkan 14 til 16.
Pizzahúsið:
Sýning á verkum Veru Lind
Þorsteinsdóttur. Þeir sem hafa
áhuga á aö sýna verk sin, geta
haft samband viö Pizzahúsið.
Kirkjumunir:
Sigrún Jónsdóttir er meö batik
listaverk.
Kjarvalsstaðir:
Sumarsýning I Kjarvalssal.
Sýnd eru verk eftir meistara
Kjarval, úr eigu Reykjavikur-
borgar. 1 vestursal og á göngum
eru verk eftir 13 Islenska lista-
menn sem ber yfirskriftina:
Leirlist, gler, textill, silfur, gull.
Mokka:
Sýning á verkum ítalans Licato.
Ásgrímssafn:
Safniö er opiö alla daga nema
laugardaga frá kl. 13.30—16.00.
Galleri Langbrók:
Finnska listakonan Agneta
Backlund sýnir myndvefnaö, og
er mikiö af honum I þrividd.
Torfan:
Nú stendur yfir sýning á ljós-
myndum frá sýningum Alþýöu-
leikhússins sl. ár.
Djúpið:
Samsýning 15 listamanna á
smámyndum (mineatur).
Útvarp — Sjónvarp — Útvarp — Sjónvarp
Miðvikudagur
2. september
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Tónleikar. Þulur velur
og kynnir.
8.00Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorft. Aslaug Eiriksdóttir
talar.
8.15 Veöurfregnir. Forustu-
gr. dagbl. (Utdr.). Tónleik-
ar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Þorpift seni svaf” eftir
Monique P. de Ladebat i
þýöingu Unnar Eiriksdótt-
ur. Olga Guðrún Arnadóttir
les (8).
9.20 Tónleikar. Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.30 Sjávarútvegur og sigl-
ingar Umsjón: Ingólfur
Arnarson. Rætt er við Má
■ Elisson fiskimálastjóra
um hafréttarmál og sam-
keppnisaðstöðu Islendinga
við aðrar fiskveiðiþjóðir.
10.45 Kirkjutónlist Franski
orgelleikarinn André Isoir
leikur Tokkötu, adagio og
fúgu i C-dúr eftir J.S.Bach
og Koral nr. 3 i a-moll eftir
Cesar Franck.
11.15 „Hver er ég?” Loa Þor-
kelsdóttir les eigin ljóö.
11.30 Morguntónleikar
15.10 Miftdegissagan: ,,A ódá-
insakri” eftir Kamala
Markandaya Einar Bragi
les þýöingu sina (16).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurf regnir.
16.20 Siftdegistónleikar
17.20 Sagan: „Kúmeúáa, son-
ur frum skógarins” eftir
Tibor Sekelj Stefán Sigurðs-
son Iýkur lestri eigin þýð-
ingar (4).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 A vettvangi
20.00 Sumarvakaa. Einsöngur
Eiður A. Gunnarsson syng-
ur islensk lög. Ólafur Vignir
Albertsson leikur með á
píanó. b. Sagnir af Otúei
Vagnssyni Jóhann Hjalta-
son rithöfundurfærði i letur.
Hjalti Jóhannsson les fyrri
hluta frásögunnar. c. Frá
nyrsta tanga tslands Frá-
sögn og kvæði eftir Jón
Trausta. Sigriður Schiöth
les. d. Eitt sumar á slóftum
Mýramanna Torfi Þor-
steinsson frá Haga i Horn-
arfiröisegir frásumardvöl i
Borgarfirði áriö 1936. Atli
Magnússon les seinni hluta
frásögunnar. e. Kórsöngur
Blandaður kór Trésmiða-
félags Reykjavikur syngur
islensk iög undir stjórn Guð-
jóns B. Jóssonar. Agnes
Löve leikur undir á pi'anó.
21.30 „Abal", smásaga eftii
Sverri Pétursson Séra Sig-
urjón Guðjónsson les þýð-
ingu si'na.
22.00 Hljómsveit Kurts Edel-
hagens leikur létt lög
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orft kvöldsins.
22.35 fþróttaþáttur Hermanns
Gunnarssonar
22.55 Kvöldtónleikar Þættir úr
„Meistarasöngvurum ” og
„Lohengrin” eftir Richard
Wagner..
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
2. september
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veftur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tommi og Jenni
20.40 Liljur blómstra hér ei
ineir Þvsk heimildamynd
um mannlif á Filippseyjum.
Þýðandi . Kristrún Þórðar-
dóttir;
21.35 Dallas Ellefti þáttur.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
22.25 Ilagskrárlok
Sænsk-finnskur flokkur í
heimsókn
hjá Þjóðleikhúsinu
Um næstu helgi verður fyrsta
sýningin i Þjóöleikhúsinu á
þessu leikári, þegar Sænska
leikhúsiö I Helsinki kemur i
fyrsta skipti meö gestaleik til
íslands. Leikhúsið kemur með
alþekktan finnskan gamanleik,
KONURNAR A NISKAVOURI,
eftir hina þekktu finnsku skáld-
konu Hellu Wuolijoki. Leikurinn
veröur fluttur á sænsku.
Þessi sýning Sænska leikhúss-
ins I Helsinki hefur hlotið af-
bragðsviötökur I Finnlandi,
bæöi umsagnir gagnrýnenda og
mikla aösókn. Leikstjóri er einn
kunnasti leikstjóri þar i landi,
Kaisa Korhonen, sem er íslend-
ingum aö góöu kunn, m.a. fyrir
sýninguna á Þremur systrum
eftir Tsjekhov sem hér var sýnd
á Listahátiö siöast, auk þess
sem hún haföi námskeið meö is-
lenskum atvinnuleikurum I vor
á vegum Norrænu leiklistar-
nefndarinnar og Leiklistarskóla
Islands.
Hella Wuolijoki er i hópi
þekktustu rithöfunda Finna og
meöal annars kunn af samstarfi
viö Bertholt Brecht, en þaö var
frá henni sem hann fékk hug-
myndina að leikritinu um
Puntila og Matta, sem sýnt var i
Þjóöleikhúsinu fyrir nokkrum
árum og þótti nokkur viöburður.
Sænska þýöing leiksins um
konurnar á Niskavuori, sem er
eitt fimm leikrita um fólk á þvi
óöali sem Wuolijoki skrifaöi, er
eftir Anni Sundman, tónlistin er
eftir Kaj Chydenius, eitt þekkt-
asta leikhústónskáld Noröur-
landa, meðleikstjórinn er is-
lenskur, Kári Halldórsson, og
leikmyndin er eftir Thomas
Gripenberg.
Þetta er i fyrsta skipti að
Sænska leikhúsiö i Helsinki
kemur i gestaleik til Islands, en
ein þekktasta leikkona hússins,
May Pihlgren, var gestur Þjóð-
leikhússins og Norræna hússins
i hitt-eð-fyrra meö ljóöadag-
skrá. Þjóðleikhúsið hefur hins
vegar i þrígang veriö gestur
Sænska Ieikhússins, fyrst 1948
með Gullna hliöið, þá 1968 meö
Galdra-Loft og loks i fyrra með
Stundarfriö. Leikförin með
Gullna hliöið var fyrsta leikför
islensks leikflokks til útlanda.
Um þessar mundir er verið að
æfa i Sænska leikhúsinu skop-
leik Kjartans Ragnarssonar,
Blessað barnalán i leikstjórn
höfundar og Borgars Garðars-
sonar.
Ýmsir þekktustu sænskumæl-
andi leikarar Finna taka þátt i
þessari sýningu. 1 hópnum eru
27 manns með leikhússtjórann
Dr. Carl öhman i broddi fylk-
ingar, leikstjórinn, Kaisa
Korhonen og leikmyndateiknar-
inn Thomas Gripenberg eru
einnig með i hópnum.
Sýningar geta aðeins orðið
tvær, laugardaginn 5. og sunnu-
daginn 6. september kl. 20.00.
Miðasala hefst fimmtudaginn 3.
sept. kl. 13.15.
Félagsmenn KRON fá glaðning
Enn á ný býöur KRON félags-
mönnum sinum 10% afsláttar-
kort og aö þessu sinni eru þau
send heim til félagsmanna. Um
12 ár eru siðan þetta afsláttar-
form var fyrst reynt og hefur
þaö gefist m jög vel. Mikið hefur
veriö spurt um afsláttárkort og
um 60—70% félagsmanna hafa
notfært sér kortin hverju sinni.
Afsláttarkortin eru 7 og gilda
3 þeirra i matvöruverslunum
KRON, 2i Stórmarkaðnum og 2
i Domus eða JárnvörubUð
KRON. 10% afsláttur er af
öllum vörum nema tóbaks-
vörum og kjöti í heilum og
hálfum skrokkum. 5% afsláttur
er af stærri heimilistækjum.
Afsláttartimabilið er frá 1.
september til 16. desember.
Þetta er sá timi sem mikil
útgjöld eru venjulega á heim-
ilum, skólar að byrja, sláturtið
og jól framundan. Koma þvi
afsláttarkortin sér trúlega vel
fyrir félagsmenn.
Félagsmenn KRON eru nú um
13.500, en nýir félagsmenn fá af-
hent afsláttarkort. Hægt er að
ganga i félagið i öllum verslun-
um KRON og á skrifstofu
félagsins, Laugavegi 91.
Hópferð á byggingartækja-
sýningu í Paris
Byggingaþjónustan hefur i
samvinnu viö feröaskrifstofuna
Atlantik ákveöiö aö efna til hóp-
feröar á Byggingarefna- og
tækjasýninguna BATIMAT,
sem haldin .verður i Paris
dagana 13. til 22, nóvember I ár.
Þetta er stærsta og yfirgrips-
mesta byggingarefna- og
tækjasýning sem haldin er i
Evrópu. Sýningin nær yfir
200.000 fermetra svæði meö yfir
3.000 sýnendur, þar af eru um
1.300 utan Frakklands frá 35
löidum.
Allar nánari upplýsingar er
að fá hjá Byggingaþjónustunni,
Hallveigarstig 1, i sima 29266
eða ferðaskrifstofunni Atlantik,
Hallveigarstig 1, i sima 28388.
Bókasafn Kópavogs flytur
í ný og stærri húsakynni
U m þessar mundir er verið að
leggja siöustu hönd á innrétt-
ingar i nýjum húsakynnum fyrir
Bókasafn Kópavogs I Fannborg
3—5.
Lánþegar aftstoöa viö flutn-
inginn.
Bókasafnið veröur lokað frá
og með 7. sept. n.k. vegna flutn-
ingsins, en til þess aö kom a i veg
fyrir að Kópavogsbúar verði
bókalausir meðan safniö er
lokað er þeim heimilt aö fá allt
að 10 bækur i láni I einu þangað
tu.
Með þessu móti vill bóka-
safnsstjórnin og bókaverðir
veita lánþegum góöa þjónustu,
en um leið geta þeir lagt hönd á
plóginn við flutning safnsins,
með þvi að skila bókunum i ný ja
safnið
Gert er ráð fyrir að safnið
verði opnaö á ný um miðjan
september og verður það aug-
lýst siðar.