Alþýðublaðið - 26.09.1981, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.09.1981, Blaðsíða 12
alþýðu blaðið uaugaraagur zo. sepi, ivö i (Jtgefandi: Alþýftuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, Ólafur Bjarni Guðnason og Þráinn Hallgrimsson. Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigriður Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. ,oloc. Ritstjórn og auglýsingar eru aft Sifrumúla 11, Reykjavlk, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Hrafn E. Jónsson, formaður kennarafélags Þinghólaskóla: Hrikaleg mismunun í framhaldsnámi í Kópavogi Þetta var einn stærsti fundur sem haldinn hefur verið hér i Kdpavogi, sagði Hrafn E. Jons- son, formaöur kennarafélags Þinghólsskóla, er Alþýðublaðið haföi samband við hann um al- mennan fund, sem haldinn var i skólanum á miðvikudag. Fund- urinn mótmælti harðlega af- hendingu Þinghólsskdla undir menntaskóla, þar sem sllkt mundi skerða starfsaöstööu grunnskólans og framtiðarþró- un. Fundurinn tók undir fram- komua tillögu í skólanefnd Kdpavogs um stofnun fram- haldsskóla með f jölbrautasniði i kaupstaönum. Er gert ráð fyrir þvi, að MK verði hluti af þeim samræinda framh aldsskóla, sem risi I kaupstaðnum ásamt fra m haldsdeildum Vighóla- skóla og Þinghólsskdla. Það urðu geysimiklar umræö- ur um skólamálin á fundinum, sagði Hrafn E. Jónsson. Og þar komufram fjölmargar skoöan- ir,sem gott var að fá fram á al- mennum fundi. Það hefur nefni- lega verið svo, að raðamenn sumir hafa haft ansi greiðan aö- gang að fjölmiölum og lagt áherslu á þætti skólamála, sem ijóst er aö hafa ekki almennt hljómgrunn hérna i bænum . Það ert.d. alveg ljo'st, sagðihann, að sú lausn sem sumir ráöamenn hafa viljað fara hér i húsnæðis- málum MK.þ.e. að leggja Þing- hólsskóla alveg undir mennta- skólann, muni þrengja verulega að skólanum. FóJk er ekki reiðubúið til aö styðja þessa lausn. Ég vil vekja sérstaka athygli á þvi,sagöi Hrafn þvi mér finnst það ekki hafakomið nógu skýrt fram, að hér i Kópavogi hefur rikt geysilegt misrétti i fram- haldsskólanum, varðandi val nemenda á námsbrautum. Menntaskólinn i Kópavogi keyr- ir si'na bóknámsli'nu eftir gam- alli embættismannahefð eins og gömhi hefðbundnu menntaskól- Nú eru þeir félagar okkar á Nýju Iandi orðnir „áháðir jafnaðarmenn”, sbr. grein GSv. i siðasta tölublaði. Við hér á Alþýðublaðinu höfum ætið vaöiö I þeirri villu, aö þegar barist er fyrir hugsjón- um jafnaöarstefnunnar, þá sé. jafnframt voðalega erfitt að vera henni óháður. — En það er þetta meö ,,nýja stílinn” á Laugaveginum. arnir gerðu og gera sumir enn. Ef nemendur æskja annars náms en bóknáms, vilja t.d. fara i verknám verða þeir að leita Ut fyrir kaupstaðinn og þetta er náttúrlega algjört hneyksli I næst-stærsta bæ landsjns. Og hver er skýringin? JU, hún er auðvitaö sU, sagöi Hrafn, að það eru persónulegir og pólitískir hagsmunir, sem hafa komiö þessu kerfi á og stuðla að viögangi þess. Þetta ástand hefur siðan staðiö fram- haldsskólanum i heild hér fyrir þrifum. 1 honum ríkir hrein skipulagsleg óreiða. Þetta er auðvitað ekkert annað en hrika- leg mismunun sem þarf að upp- ræta eins og hvert annaö mein. Aðspurður um það hvort hann væri ekki ánægður með þær ályktanir, sem fundurinn i Þinghólsskóla hefði samþykkt, sagöi Hrafn að þær væru auðvit- að mikill sigur fyrir þá sem vilja stofnsetja nýjan fram- haldsskóla i kaupstaðnum. En auðvitað er það skólameistari Menntaskólans, sem hefði áttað hafa frumkvæði i þessu máli, sagði hann. Þaö hefði i fyllsta máta veriö eðlilegt, en nú er hann i raun og veru kominn upp við vegg i málflutningi sinum. Hann er aöþrengdur og nú skilur hann fyrst hvað fólk hér vill og að sá vilji er sterkur i bænum, sagði Hrafn E. Jónsson að lokum. Enn um Svavar og bitlingana handa Allaböllum: Svavar skipaði Svövu og hún flokksstöllur — Nýtt „svavískt” jafnréttisráð á valdastolum Fleiri bitlingasögur af Svavari Gestssyni félagsmála- ráöherra — og af nógu er að taka. Norræna jafnréttisnefndin er apparat, sem heyrir undir nordisk minesterad. Eins og nafniö gefur til kynna, þá er þar á feröinni samnorræn nefnd, sem höndlar jafnréttismálefni kynjanna. Fulltrúi tslands i þessari opinberu nefnd var til skamms tima Guðrún Erlends- dóttir, sem jafnframt var þá formaöur jafnréttisráös. Þegar Guðrún hætti síðan sem for- maður jafnréttisráðs, þá þótti henni einnig eðlilegt að láta af hendi fulltrúastöðuna hjá nor- rænu jafnréttisnefndinni. Taldi vist eölilegt að virkir félagar I islenska jafnréttisráðinu hefðu þar sinn virka fulltrúa. Ernúkomiö aðþætti Svavars. Formlega tilnefningin i þessa norrænu nefnd er hins vegar á valdi félagsmálaráðherra. Ekki þótti honum fýsilegt aö sækja ráö i'smiðju jafnréttisráðs né fá þar tilnefningar i viðkomandi nefndarstöðu. Nei, hann vildi flokksfélaga og þeir munu ekki á hverju strái i jafnréttisráðinu — a.m.k. ekki nógu flokkshollir gæðingar. Og þaö var þvi ekkert hik eöa fát á Svavari, þegar hann kallaði til Svövu Jakobs- dóttur fyrrum þingmanns Al- þýöubandalagsins og skipaði hana si svona, sem fulltrúa ís- lands i jafnréttisnefndina nor- rænu. Er þá komiö að hlutverki Svövu. Stirt samband hefur verið milli jafnréttisráðs og Svövu eftir tilskipun Svavars, enda finnst jafnréttisráöi með réttu, að félagsmálaráðherra hafi meö valdboði sinu látið sem ráðið væri ekki til. Og fyrst að Svavar úthlutar bitlingum, þá vill Svava auðvitað i krafti full- trúastööu sinna, gefa gæðingum góðar gjafir lika. Fyrir dyrum stendur fjölmenn norræn ráð- stefna i Skandinaviu. Á ísland rétt á að senda þangað 8 full- jafnréttisráð frétti af nefndri ráöstefnu og hlutdeild tslend- inga i henni og fór fram á, að fá að senda sinn fulltrúa. Og viti menn, Svava féllst á að leyfa ráðinu aö tflnefna einn fulltrúa. Þaö varö hins vegarað gerast innan eins sólarhrings (væntan- Hið nýja „svavlska” jafnréttisráð, sem vill að Allaballar einir sitji að kjötkötlunum — Svavar og Svava. trúa. Þaö var svo Svava Jakobsdóttir, sem að eigin frumkvæöi og i kraftibakhjarls- ins, fulltrúastööunnar og Svavars, tók sig til og valdi þessa 8. Fyrst leyfði húh stjórn- málaf lokkunum fjórum að velja, hver sinn fulltrúa. Og þá fannst Svövu, sem nóg væri komið af flokksvillingum og valdi aðra fjóra fulltrúa — og þeir skyldu góðir og gegnir Al- þýöubandalagsmenn. Bjarn- friður Leósdóttir, Auður Styrkársdóttir og Vilborg Harðardóttir uröu fyrir valinu, enda allt konur úr framvarðar- sveit Svövu og Svavars. Það var siðan fyrir tilviljun að lega vegna þess, aö nokkrar traustar Alþýöubandalagskonur voru á linunni hjá Svövu og vildu út fara). En jafnréttis- ráðið setti málið I gang og til- nefndi Bergþóru Sigmunds- dóttur framkvæmdastjóra ráðs- ins til feröarinnar. Ráðið fékk að vera með fyrir náð og misk- unn ,,hinnar ný ju valdastéttar i jafnréttismálum” — Svövu og Svavars. Segi menn svo að Allaballar sjái ekki um sina. Nei, það verður engum þar i' flokki i kot visað, þegar Svavar hefur bitl- inga til útdeilingar. Þaö er eins vist og árstiðimar. A ratsjánni Það er mikið talað um aðhald og sparnað i rikisrekstrinum. Rikiö, eða báknið, má ekki þenj- ast út, og kostnaður við rekstur þess má ekki aukast og helst verður hann aö minnka. Það verður að fara vel með skattpen- þjóða, að taka upp fjöldafram- leiöslu, til að spara framleiðslu og rekstrarkostnaö. Fjöldafram- leiðslan á bilum t.d. byggist á þvi, að bilar af ákveöinni tegund eru settir saman úr mörgum hlutum, og ef einn hlutur i bilnum bilar, er Það hefur auðvitaö verið reynt. Nú verða allir að fara i sam- ræmda skóla, þar sem þeir fá ákveöna flokkunarstimpla i sam- ræmi við „þarfir atvinnuveg- anna”. Ýmislegt annaö hefur verið reynt. Það nýjasta er aö SAMRÆMT SKÖPULAG FÓTA OG SUT inginn okkar allra. Það er höfuð- atriðið. Samt er eins og þetta gangi aldrei. Báknið þenst út. Kostnað- ur við þaö eykst Og I baráttunni við útþenslu og kostnaðaraukn- ingu, verður báknið sifellt að taka sér meiri völd, og reka nefið oni fleiri koppa. Þannig kallar bar- áttan gegn útþenslunni á útþenslu, og baráttan gegn kostn- aði á meiri útgjöld. En ef rétt er aö fariö, og fylgst er grannt meö öllu, hlýtur aö vera hægt aö spara og skera niður! Annað stenst bara ekki. Það er þekkt aðferö meðal iðn- ætið hægt aö fá nýjan hlut i stað- inn, sem er I einu og öllu nákvæmlega eins og sá sem bil- aði, nema hvað sá nýi er auðvitað ekki bilaður. Þannig verða hlut- irnir ódýrari ef þeir eru innbyrðis allir eins, og hægt að skipta þeim án nokkurra breytinga. Þessi aðferð hefur gefist svo vel, að nú vildu ráðamenn ekkert frekar en að fólk væri lika svona. Þaö er auðveldara að fást við vél- ar en fólk. Lausnin á þessu væri auðvitaö að gera fólk sem likast vélum, en það hefur ekki gengið vel hingaðtil. flokka lögreglumenn eftir fót- stærðum. 1 Danska-Mogga i gær gaf að lita frétt af þvi, að dómsmála- ráðuneytið hefði pantaö sérhann- aða lögregluskó frá Þýskalandi. Hvorki meira né minna en 500 pör. Það kom Þagli nokkuö á óvart, þegar hann las, að lög- reglumenn þyrftu sérstaka skó. Það hlýtur aö stafa af þvi, að lög- reglumenn hafi ööruvisi fætur en annað fólk. önnur ástæöa getur ekki verið fyrir þvi, að panta sér- hannaða lögregluskó. Nema þá að lögreglumenn hafi öðruvisi göngulag en aðrar stéttir, og sliti 500 pör af þýzkum lög- regluskóm l>úrasraiUarái1uncytii) hctur pantað 500 piir af sðrstlifcum liÍKrcKlusfcóm frá Þýzkalandl. Irandsmálablaðið i)a«ur á Ak- urcyri slœr Irctt þcssari upp á forniðu á þriðjudag og i viðtali hlaðsins við Iljalta Zóphoníasson. ddldarstþira I lámsraálaráðuncytinu. cr dcilt '■jviírðun ráðuncytisins að Irá l’ýzfcalandi crksmlðý - ‘ ilð- þannig skóm sinum ööruvisi. Við höfum heyrt um framsóknar- mannagöngulag, svo þaö þarf ekki að koma stórlega á óvart, að lögreglumenn hafi sérstætt göngulag einnig. Einnig hér kemur nýstærð- fræðileg spurning. Ef 290 pör af bomsum kosta 2.5 tonn af sykri, hvað kosta þá 500 pör af lögreglu- skóm reiknaö i púðursykri? (Bannað að nota þriliðu) Svör óskast send undir dul- nefni, i ómerktu umslagi, hvert sem er, nema á Albliðublaðið, og er engum verölaunum heitið fyrir rétt svör, né röng. —Þagall

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.