Alþýðublaðið - 22.09.1981, Qupperneq 6
6
Þriðjudagur 22. september 1981
Viðtal við Hussein Jordaníukonung:
„Afskipti Vestur-Evrópu
Austuríöndum nær, er
helsta nýmæli síðustu
Um miðjan mars átti Hussein
konungur i Jórdaníu viðtal við
fréttaritara Newsweek i Amm-
an, Julian Nundy, en hann var
þá aö búast til viðræöna við
Alexander Haig utanrikisráð-
herra Bandarikjanna. Viötaliö
birti Newsweek 23. mars 1981.
— Hvaða stefnu tekur rikis-
stjórn Reagans i málum ná-
lægra austurianda?
, ,Ég vona, að rikisstjórnin i
Washington kynni sér alla
málavexti iþessum heimshluta,
sem svo mjög mæðirá.áður en
hún markar stefnu sina. Ég
vona og biö þess, að orð og gerð-
ir undanfarinna ára haldi ekki
nýju rikisstjórninni fanginni,
heldur liti hún málin ferskum
augum. Ef Bandarikin bæru
eigin hag fyrir brjósti, mundum
við og bandariskir vinir okkar
eygja f jölmargar leiðir til sam-
fylgdar, En á þessu stigi örlar
ekki á mótaðri og eindreginni
stefnu.”
— Hvað finnst yður um áhuga
Bandarikjanna á að styrkja
stoðu sina i Persaflóa?
„Örói á þessu svæöi verður
rakin til átaka Israels og Araba.
Sundurþykkja okkar stafar aö-
allega af þvi, að vandamál
Palestinu hafa ekki verið leyst.
Oryggi á þessu svæði veröur að-
eins tryggt með þvi aö leysa
palestinsku vandamálin. Ibúar
nálægra austurlanda eiga sjálf-
ir að bera ábyrgð á öryggi
þeirra og vörnum
— Hvemig list yður á endur-
nýjuu Bandarikjanna á orrustu-
flugvélum Saudi-Arabiu af
gerðinni F-15?
„Saudi-Arabia á fulla kröfu til
þeirra fiugvéla með öllum út-
búnaði. Saudi-Arabar geta átt
hendur sinar að verja og sækj-
ast þess vegna eftir sem bestum
tækjakcsti — tækjakosti sem er
þegar i vopnabúum ísraels
satt að segja. Ég er feginn þvi,
að þau mál hafa verið leyst. Æ
ofan i æ gengur Israel á eigin
hagsmuni. Saudi-Arabia á ekki
siður sinn rétt, auk þess sem ör-
yggi hennar og framtið er lika
ógnað. Án tillits til þarfa tsraels
ætti að fjalla um beiöni Saudi-
Arabfu um kaup á vopnum til
landvarna.”
— Teljið þer, að aö frum-
kvæöi, sem Vestur-E vrópa hef-
ur að undanförnu tekið i málum
nálægra austurianda, muni
flýta fyrir gerð friðarsamn-
inga?
„Afskipti Vestur-Evrópu af
þeim eru helsta nýmæli siðustu
ára. Evrópa iiggur að þessum
heimshluta, svo að hana varöa
beinii'nis atburðir i honum. Vin-
veittir menn i Vestur-Evrópu
eru þess vegna farnir að leita
lausnar á vandkvæðum heims-
hlutans eftir réttlátum og var-
anlegum friði.”
— Fyrir skömmu fóru Ráð-
stjórnarrfkin fram á ráðstefnu
höfuöveldanna tveggja, Þjóð-
frelsishreyfingar Palestinu,
rikja Vestur-Evrópu ásamt Ar-
aba-rikjum og israel. Munið þér
hvetja til slikrar ráðstefnu i för
yðar til Moskvu á næstunni?
„Ég veit ekki, hvað á góma
ber i heimsókn minni til
Moskvu. Upp á öllum vanda-
málunum mun ég brydda til að
heyra undirtektir þar. Það er
góð hugmynd, aö allir hlutað-
eigendur hugi að friðarskilmál-
um.”
— Var hyggilegt að bægja
Ráöstjórnarrikjunum frá frið-
arumleitunum fyrr á árum?
„Það var ekki hyggileg ráða-
breytni. Ráðstjórnarrikin segj-
ast vinna að friöi á þessu svæði
og sanngjamt er, að þau fái
tækifæri til þátttöku.”
— Þér hafið hafnað uppá-
stungu að inálamiölun, sem
nefnd er „Jórdaniu-iausnin”,
Hvernig túikið þér þá uppá-
stungu og hvers vegna er henni
visað á bug?
„Viö höfnum henni, af þvi' að
við skiljum hana ekki. Pale-
stinumenn hafa einir rétt til að
ákveða framtiðsina og Israel þá
ekki. Enginn hefur rétt til að
taka fram fyrir hendur Pale-
stinumanna.”
— Haldið þér, að rikisstjórn
Verkamannaflokksins i tsrael
undirforystu Shimon Peres yrði
fúsari til friðarviðræðna (en nú-
verandi rikisstjórn)?
„Fyrarvara er þörf. Verka-
mannaflokkurinn fór áður með
rikisstjórn. En frá þvi að alls-
herjarþingSameinuðu þjóðanna (
samþykkti ályktun 242 i nóvem-
ber 1967 fram til stjórnarmynd-
unar Likud-bandalagsins varð
Verkamannaflokknum ekkert
ágengt i friðarmálunum. I
framtiðinni kunna aðrir þættir
að hafa áhrif á stefnu Israel.
Þaö á I alvarlegum efnahags-
legum vandræðum, jafnvel þótt
haftsséeftir Jimmy Carter for-
seta, að i stjórnartiö hans hafi
ísrael hlotiö meiri stuðning frá
Bandarikjunum en á saman-
lögðum dögum allra fyrri
stjórna. Felri flytjast frá Israel
en þangað, og Aröbum i tsrael
fer fjölgandi. Hvenær sem ísra-
el hefur verið i vanda statt á
umliðnum árum, hefur það
skorið upp herör. Erfitt er að
segja um, hvort stefna þess i
framtiðinni verði undir öðrum
þáttum komin.”
— Þér hafið nýiega farið hörð-
um orðum um Henry Kissinger.
Teljið þér honum hafa orðið
mikil mistök?
„Henry Kissinger hefur verið
pesónulegur vinur minn, eins og
ég vona, að hann verði enn um
ókomna daga. Mistök urðu,
meðan hann gegndi ábyrgöar-
stöðu, eins og hann hefur sjálfur
viðurkennt. Hann olli ekki að-
eins mér vonbrigðum, heldum
öllu frekar öðrum i þessum
heimshluta. Hann var ekki óvil-
hallur, heldur dró taum Israels.
Honum urðu lika á ranghermi
um aðgerðir Jórdaniu upp úr
1973. En við verðum að horfa
fram á við, og ég vonast til
raungóðra samskipta við
hann.”
— Hvað leggið þér að Alex-
ander Haigh utanrikisráðerra á
fundi yðar?
„Ég ræði við hann af hrein-
skilni. Frá málsatvikum segi ég
honum allt af létta, eins og ég
þekki til þeirra sem Arabi, og
bið hann að mynda sér eigin-
skoðun um þau. Ég vona að
rikisstjómin i Washington verði
raunsærri ar áöur i vandamál-
um þessa svæðis.”
— Hvernig fer, ef sjálfheldan I
friðarumleitunum i nálægum
austurlöndum varir mikiu ieng-
ur?
„Að þvi dregur, að menn gefi
loksins og algerlega upp von
um nokkra lausn. Af þvi mundi
stafa feiknarleg hætta.”
H.J.
SKYTTURNAR
108. D’Artagnan og Athos sættu sig alls ekki við að sofa i sitt hvorum enda vcitinga-
hússins, og lýstu þviyfir, að þeir myndu liggja i veitingasalnum. Veitingamaðurinn hélt
fast við að þeir skyldu iiggja upp á herbergjum, en varð að gefa eftir á endanum.
— Grimaud getur passað hestana i hesthúsinu aleinn, sagði Planchet, þannig að ef
herrarnir vilja, get ég legiö á hálmknippi, fyrir framan dyrnar.
— Það er rétt hjá þér, sagði d’Artagnan. Mér list heldur ekki á svipinn á veitinga-
manninum. Hann er alltof undanlátssamur.
Klukkan f jögur vöknuðu þeir við hávaöa frá hesthúsinu. Þaö var Grimaud, sem hafði
vakið hestasveinana og þeir launuðu honum greiðann með þvi að ganga i skrokk
honum. Hann iá mitt Iforgarðinum, meðstórtsár á höföinu.
Það leit ekki vei út. Planchet fór til þess aö söðla hestana, en þeir voru styggir. Við
garðhiiðið stóðu tveir hestar, söðlaðir og tilbúnir til feröar.
Athos fór inn til aö borga, en veitingamaðurinn æpti upp yfir sig, að peningarnir hans
væru faiskir. Hann vildihandtaka Athos og alla hina.
— Endemis óþokki, öskraði Athos. Ég sker af þéreyrun!
i þessu komu fjórir vopnaðir menn þar að og réöust að Athosi.
— Þeir hafa náð mér, kaliaöi Athos. D’Artagnan, flýttu þér að stað, fiýttu þér. i sama
augnabliki kváðu við tvö skot.
D’Artagnan og Planchet létu ekki hvetja sig tvisvar. Þeir leystu hestana við garö-
hliðið, köstuðu sér á bak, og stormuðu af stað.
— Sást þú hvernig fór fyrir Athosiz spurði d’Artagnan um ieið og þeir þutu áleiðis.
109. — Ég sá aö tveir menn féiiu fyrir skotum Athosar, sagði Pianchet, og ég sá ekki
betur,, í gegnum dyrnar en að hann væri að kljást við hina tvo.
Hundraö skrefum frá borgarhliöcalaise, gáfust hestarnir upp, og neituðu að fara
skrefi lengra. Þeir d’Artagnan og Planchet létu þá dýrin bara eiga sig, og hlupu sem
fætur toguðu niður að höfninni. Planchet varð aö benda herra sinum á að á undan þeim
gekk aðalsmaður, með þjóni sinum. Aðalsmaðurinn gekk til sjómanns, og bað um far til
London.
— Það ættiekkiað vera erfitt, svaraði skipstjórinn, en við megum ekki flytja farþega
nema þeir hafi leyfi til ferðarinnar frá kardinálanum.
— Ég hef slíkt leyfi, sagði aðaismaðurinn, og dró skjalupp úr vasanum.
— Hafnarfógetinn veröur að skrifa uppá það, sagöi skipstjórinn. Hann á jörð nokkuð
fyrir utan bæinn, og hann er þar nú.
Aðalsmaðurinn og þjónn hans flýttu sér af stað. D’Artagnan og Planchet fylgdu þeim
eftir f dáiltilli fjarlægð.
Þegar þeir komu út fyrir bæinn, gekk d’Artagnan að aðalsmanninum, og bað hann aö
láta sér eftir vegabréfið, þvi hann yrði að komast til Englands.
— Það er ómögulegt, sagði aðalsmaðurinn. Ég hef feröast sextiu milur á 44 klukku-
stundum, og verð aö vera kominn til London um hádegi á morgun.Sg þjóna kónginum !
— Þvi miður, sagði d’Artagnan, en ég hef ferðast sömu vegalengd á aöeins 40 timum,
og ég verð að vera i London klukkan tlu. Ég þjóna sjáifum mér. Planchet! Þú sérð um
þjóninn. Ég skal sjá fyrir herranum!