Alþýðublaðið - 07.11.1981, Síða 5
Laugardagur 7. nóvember 1981
5
Landsþing FÍB:
Stofnar FÍB
ferða-
skrifstofu?
Laugardaginn 7., og sunnu-
daginn 8. nóvember n.k. fer
fram á Hótel Borgarnesi 14.
Landsþing Félags islenskra
bifreibaeigenda. Á þingi þessu
verða rædd almenn félagsmál
F.Í.B., en stórmál þingsins
eru vegamál, öryggismál og
stofnun ferðaskrifstofu B'.I.B.
Vegamálastjóri Snæbjörn
Jónasson kemur á þingið og
flytur erindi sem nefnist ný
viðhorf i vegamálum. Einnig
verða flutt erindi um öryggis-
mál. Til umræðu á þinginu
kemur einnig stofnun ferða-
skrifstofu B’.I.B., en hlutverk
hennar verði aðallega, að efla
samband við systurfélög i ná-
grannalöndunum, en Skandi-
navisku félögin starfrækja öll
ferbaskrifstofur, og hyggst
F'.l.B. með þessu móti skapa
sér aðstöbu til þess að veita
félagsmönnum greiðari ferða-
þjónustu en áður hefur verið.
Einkum mun sú þjónusta vera
i sambandi við ferðalög i bif-
reiðum um Evrópu. I sam-
bandi við vegamálin verður
ennfremur rætt um skattlagn-
ingu á bifreiðir og rekstrar-
vörur til þeirra.
F’élag islenskra bifreiðaeig-
enda væntir þess að þér sjáið
yður fært að senda —- fulltrúa
yðar á þingiö, og eruð þér vin-
samlegast beðnir aö hafa
samband við framkvæmda-
stjóra F.l.B. fyrir kl. 15, þ. 6.
nóvember ef svo er.
Virðingarfyllst,
Hafsteinn Vilhelmsson.
framkvæmdastjóri
Ljóð handa
hinum og
þessum
eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
Út er komin ný ljóöabók eftir
Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem
hann nefnir Ljóð handa hinum og
þessum. Áöur hefur Sveinbjörn
sent frá sér ljóðabökina I skugga
mannsinsog ljóðverkiö Stjörnur i
skónum, þar sem hann samdi
bæði textana og lögin.
Um þessa nýju Ijóöabók segir
svo i bókarkynningu:
„Sveinbjörn er sérstætt skáld,
yrkisefni hans fjölbreytt, ljóðin
hnitmiðuð og allt tekið föstum
tökum. Þessi ljóð eru ort bæði
hérlendis og erlendis, fjalla um
þaö sem fyrir augun ber, en eru
siður en svo nein naflaskoðun.
Yfirbragð þeirra er fjörlegt og
um þau hrislast glitrandi kimni. ”
Ljóðin i bókinni eru alls 36 og
skiptast i 5 kafla sem heita Ljóð
handa lífinu, Ljóð handa skamm-
deginu, Ljóð handa feröamönn-
um, Ljóð handa konum, og Ljóð
handa öðrum.
Fulltrúi framkvæmdastjóra |
Ein af aöaldeildum Sambandsins óskar eftir
að ráða fulltrúa framkvæmdastjóra.
Starfið felur í sér aðstoð við framkvæmda-
stjóra við stjórnun fyrirtækisins og að vera
staðgengill hans. Viðskipti við erlend fyrir-
tæki og utanferðir.
Leitað er að manni með haldgóða viðskipta-
menntun eða starfsreynslu á þessu sviði.
Hann þarf að vera góður í umgengni og haf a
stjórnunarhæfileika.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist starfsmanna-
stjóra fyrir 20. þessa mánaðan er veitir nán-
ari upplýsingar. |
SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALD
Styrkir til háskólanáms \ Sviss
Svissnesk stjórnvöld bjóða fram i löndum sem aðild eiga
að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms i Sviss há-
skólaárið 1982—83. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver
þessara styrkja muni koma i hlut Islendinga. Styrkirnir
eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru
veittir til 9 mánaöa námsdvalar. Styrkjafjárhæðin er 1100
svissneskir frankar á mánuði og auk þess fá styrkþegar
einhvern bókastyrk. Þar sem kennsla i svissneskum há-
skólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku er nauð-
synlegt aö umsækjendur hafi nægilega þekkingu a ööru
hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir aö vera undir þaö
búnir, að á það veröi reynt með prófi. Umsækjendur skuli
eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokiö háskólaprófi
áður en styrktimabii hefst.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. janú-
ar n.k. á tilskildum eyðublööum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
3. nóvember 1981.
Blikksmiðir
Okkur vantar vana blikksmiði strax. Fæði
og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra
mánudaginnú. nóv. frá 8-17. Simi 19887 og
92-1575.
íslenskir Aðalverktakar
Keflavikurflugvelli.
Yfirfiskmatsmaður
á Vestfjörðum
Staða yfirmatsmanns við Framleiðslueft-
irlit sjávarafurða með búsetu á Vestfjörð-
um er laus til umsóknar. Matsréttindi og
reynsla i sem flestum greinum fiskvinnslu
æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist sjávarútvegs-
ráðuneytinu fyrir 1. desember n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
5. nóvember 1981.
Rafmagnsveitur ríkisins
óskar eftir tilboðum i eftirfarandi:
Tilboðum' skal skila á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavik, fyrir opnunartima, þar sem
þau verða opnuð að viðstöddum þeim.
bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavik, frá og með mánudeginum 9.
nóvember 1981 og kosta kr. 25.- hvert ein-
tak.
Reykjavik 5. nóvember 1981
RAFMAGNSVEITUR
RÍKISINS
Laus staða
Staða umdæmisstjóra flugvalla i flug-
vallaumdæmi IV (Austfirðir), sem jafn-
framt stýrir rekstri Egilsstaðaflugvallar,
er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist samgöngu-
ráðuneytinu fyrir 30. nóvember 1981.
Laus staða
Hálf staða endurskoðanda við embætti skatt-
stjóra Vesturlandsumdæmi er íaus til um-
sóknar frá og með 1. janúar n.k.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skattstjóra Vesturlandsumdæm-
is, Akursbr. 13, Akranesi fyrir 10. des. n.k.
Skattstjóri Vesturlandsumdæmis
Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið
1982 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr.
29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráöuneyt-
inu 19. október 1979.
Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa islenskir rithöfundar
og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr
sjóðnum tyrir þýðingar á islensku. Starfslaun eru veitt I
samræmviðbyrjunarlaun menntaskólakennara skemm.st
til tveggja og lengst til niu mánaða i senn.
Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun I þrjá
mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fast-
launuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slik kvöð
fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau
einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta
almanaksár á undan.
Skrá um birt ritverk höfundar og verk, sem hann vinnur
nú að, skal fylgja umsókninni.
Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum, sem
fást I menntamálaraðuneytinu. Mikilvægt er aö spurning-
um á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin
sem trúnaðarmál.
Umsóknir skulu sendar fyrir 30. desember 1981 til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik.
Reykjavik, 6. nóvember 1981
STJÓRN LAUNASJÓÐS RITHÖFUNDA
TILKYNNING TIL
ÍBÚA BREIÐHOLTS III
(FELL, HOLAR OG BERG)
Nýlega hefur verið fjölgað læknum við heilsugæslustöðina i Asparfelli
12, þannig að þar starfa nú 4 læknar. Þvi er kleift að veita fleiri ibúum i
hverfinu þjónustu heilsugæslustöðvar, þ.á.m. heimilislæknis-, heilsu-
verndar- og vaktþjónustu, svo og heimahjúkrun.
íbúum sem þess óska er bent á að hafa samband við stöðina i sima
75100 og láta skrá sig.
HEILBRIGÐISRÁÐ
REYKJAVÍKURBORGAR