Alþýðublaðið - 07.11.1981, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 07.11.1981, Qupperneq 9
Laugardagur 7. nóvember 1981 Skrefamálið: Borgarstjórn styður tillögu Jóhönnu - Skorar á Alþingi að fresta skrefatalningu A borgarstjórna rfundi s.l. fim mtudagskvöld gerðust þau tfðindi, að samþykkt var tillaga Alþy ðuflokks manna um að borgarstjórn skori á Alþingi, að samþykkja þingsályktunartil- lögu Jóhönnu Sigurðardöttur og fleiri, um könnun á afstöðu sim- notenda til mismunandi val- kosta við jöfnun simakostnaðar. Jafnframt skorar borgar- stjórn sérstaklega á samgöngu- ráðherra, aö láta þegar i staö hætta við skrefatalningu þá sem á simtölum, sem núhefur verið tekin upp, a.m.k. þangað til niðurstaða fy rirhugaðrar könnunar liggur fyrir, meö af- dráttarlausum ábendingum um aö rétt sé að halda skrefataln- ingu simtala áfram. Upphaflega lágu tvær tillögur um skrefatalningamálið fyrir borgarstjórnarfundum. önnur var frá Alþýðuflokksmönnum, þeim Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og Björgvin Guðmundssyni, en hin frá fulltrúum Sjálfstæðismanna I borgarstjórn. Gengu báðar til- lögurnar mjög i svipaöa átt. En við umræður gerðist þa(^svo,'áð Sjálfstæðismenn drógu sina til- lögu til baka og gerðust með- flutningsmenn að tillögu Al- þúðuftokksmanna. Var þar með ljóst að tillagan næði fram að ganga, enda var hún samþykkt með 9 atkv. gegn 5, en einn sat hjá. tORGARMÁt Auk þess samþykkti borgar- stjóm tillögu Sjafnar Sigur- björnsdóttur þess efnis, aö borgarstjóm skoriá rikisstjórn- ina og Alþingi, að láta breyta gjaldskrá Pósts og sima þannig, að Reykvíkingar fái jafnmörg skref innifalin i hinu árs- fjóröungslega fastagjaldi og aörir landsmenn. Reykvikingar hafa nú 300 skref innifalin i gjaldinu á sama tima og flestir aðrir hafa 600 skref. Þessi til- laga hlaut 9 samhljóða atkvæöi. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagöi m.a. i umræöunum um þessi mál, að skrefagjald myndi að öllum likindum hafa slæm áhrif á hagi aldraðra, öryrkja og annarra, sem væru öörum bundnari heimilisinu og byggju Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í borgarstjorn: Skrefatalningin er enn ein aðför að hagsmunum Reykjavíkur A f im mtudag sfðastiiðinn kom ' til umræðu i borgarstjórn Reykjavikur skrefatalning sim- tala á höfuöborgarsvæöinu. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borga- fulltrúi Aiþýðuflokksins, flutti á fundinum ræðu um skrefamálið, sem hún taldi aöför að hags- munum Reykvikinga. Lagði hún fram tiilögu frá borgarfull- trúum Alþýðuflokks, sem fengið hafði stuðning fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, þar sem borgarstjórn skorar á Alþingi að samþykkja þingsáiyktunar- tiilögu frá Jóhönnu Sigurðar- dóttir um að láta fara fram könnun á afstöðu simnotenda til mismunandivalkosta við jöfnun simakostnaðar. Sjöfn minnti á að stór samtök hefðu lýst sig andvig skrefa talningunni og bæri stjórnvöldum að taka tiilit til þess. Tillagan hlaut sam- þykki í borgarstjórn. Fer ræða, sem Sjöfn Sigurbjörnsdóttir flutti á fundinum hér á eftir. Á fund i B.R. hinn 4. sept. 1980, sem ég gat þvi miður ekki sótt, var samþykkt að taka undir áætlanir um fyrirhugaða skrefatalningu simtala. Skrefa- tainingin mun svipta nær alla landsmenn (strax 96%) þvi frelsi, sem þeir hafa lengi haft, til þess að tala án tfmamælingar við næstu nágranna sina og þannig skerða öll tjáskipti I landinu stórlega. Aðeins einn borgarfulltnii meirihlutans tók til máls við umræðuna og má telja liklegt að hann hafi með ræðu sinni haft áhrif á afstöðu annarra borgarfulltnía meiri- hlutans. Meginuppistaðan i ræðu borgarfulltrúans var i fyrsta lagi að skrefagjaldið væri óhjákvæmilegtog i öðru lagi aö aðeins væri eitt land, sem ekki heföi tekið upp skrefatalningu, ótilgreint oliuriki viö Svartahaf með ókeypis simtöl. Póst- og simamálastjóri hefir staðfest, aö ná megi sama árangri i jöfnun simakostnaðar með 35% hækkun skrefagjalds og lenginu langlinuskrefa. Fellur fyrri fullyröing borgar- fulltrúans um skrefagjaldið þvi dauð og ómerk. Nú er upplýst, samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum, að einungis tiundi hluti aðildarrikjá S.Þ. og þar af aðeins 8 vestræn riki hafi komið á hjá sér skrefatalningu innan- bæjarsimtala. Sú kenning, að einungiseitt oliuriki viðSvarta- haf sé án skrefatalningar innan- bæjarsimtala, er þvi röng. Það erþvigott, að málþetta er tekið upp á nýjan leik hér i Borgar- stjóm, sem þar með gefst tæki- færi til þess að endurmeta af- stöðu sina með tilliti til hags- Tillaga frá borgarfulltrúum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks: Skorað á Alþingi að láta kanna afstöðu símnotenda til valkosta við jöfnun símkostnaðar Borgarstjórn Reykjavikur skorar á Alþingi aö sam- þykkja þingsályktunartil- lögu Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns og fleiri um könnun á afstöðu simnotenda til mismunandi valkosta viö jöfnun simakostnaðar. Jafn- framt skorar Borgarstjórn Reykjavikur sérstaklega á samgöngumálaráðherra aö láta þegar i staö hætta við skrefatalningu þá á símtöl- um, sem nú hefur verið tekin upp, a.m.k. þangað til niöur- staða fyrirhugaðrar könnun- ar liggur fyrir með afdrátt- arlausum ábendingum um, aö rétt sé aö halda skrefa- talningu áfram. GREINARGERÐ: Miöaö við simanoktun 1979 hækkar reikningur meðal- simnotanda á Reykjavikur- svæðinu talsvert, ef skrefa- gjald verður við lýöi, og er þvi liklegt, aö skrefagjald hafi slæm áhrif á hagi aldr- aðra, öryrkja og annarra, sem eru öðrum bundnari heimili sinu og búa á höfuö- borgarsvæðinu, auk þess sem skrefagjaldiö hefur i för meö sér versnandi afkomu fólks á Reykjavikursvæöinu, einmitt þar sem sizt skyldi, ef marka má nýjustu skýrsl- ur um afkomu fólks, annars vegar i dreifbýli og hins veg- ar á Reykjavfkursvæöinu. Andstaða hefur frá upphafi verið mikil gegn skrefa- gjaldinu, og hefur Bandalag kvenna m.a. mótmælt þvi, en það eru samtök allra kven- félaga i Reykjavik. Símamálaráðherra lætur framkvæma tillögu frá krötum: SAMA GJALD TEKIÐ UPP FYRIR SfMTÖL VIÐ NOKKRAR ST0FN- ANIR A REYKJAVfKURSVÆÐINII t fy rirspurnartima á Alþingi á fimmtudag síðastliöinn, kom. fram hjá Steingrimi Hermanns- syni, simamálaráöherra, aö hann heföi i hyggju aö iáta tengja 10 opinberar stofnanir þannig innan simakerfisins, aö unnt veröi aö hringja þangaö hvaöan sem er á landinu, án þess aö slmnotendur greiði meira en reykvlkingar fyrir simtölin. Þessi nýja stefna, sem er I raun alger kúvending I skrefamálinu svonefnda, er I raun komin úr þingsályktunar- tillögu sem Arni Gunnarsson og fleiri þingmenn Alþýöuflokksins fluttu á siöasta þingi, en þar var gert ráö fyrir frinúmera slma- þjónustu viö ákvcönar stofnanir i Reykjavik. Þingsályktunartillaga Arna Gunnarssonar og fleiri geröi ráö fyrir ákveðnum frinúmerum opinberra stjórnsýslustofna na. Lagt var til, að greiðslur sim- notenda við þessar stofnanir miðuðust viö eitt skref, hvaðan sem hringt væri af landinu. Hugmynd Steingrims Her- mannssonar gengur ekki alveg svona langt, þar sem miðað er viö, aö sama gjald verði fyrir simhringingar alls staöar aö af landinu, en ekki gert ráö fyrir að þær jafngildi aðeins einu skrefi. Steingrimur Hermannsson lýsti þvi yfir, að hann hefði þeg- ar lagt hugmyndir sinar fyrir rlkisstjórnina og vænti hann þess, aö ekki yrði langt I fram- kvæmdir. Verða tiu opinberar stofnanir tengdar við þetta mikilvæga mælikerfi og er lik- Arni Gunnarsson......Þetta er mikiö hagsmunamál fyrir landsbyggöina og alveg ný hliö á málinu, þar sem ráöherra hef- ur hingaö til ekki viljað hlusta á annaö en skrefatalningu. legt að þaö veröi nokkrar þeirra stofnana, sem eru undir miklu simaálagi frá öllum landshorn- um, svo sem Stjórnarráð, Hús- næöisstofnun, Alþingi og fleiri. Er jafnvel talaö um að fleiri stofnanir fylgi i kjölfariö. á höfuöborgarsvæöinu. And- .staöa gegn þvi væri mikil og 'hefði verið frá upphafi, m.a. hefðu Neytendasamtökin og Bandalag kvenna lýst sig and- snúin skrefagjaldi. Þvi væri brýnt aö þetta mikla hagsmuna- mál Reykvi"kinga væri tekið til endurskoðunar á Alþingi. Ljóst má vera, aö Jafnaðar- menn hafa nl, með tillögum þeirra Sjafnar i borgarstjórn og Jóhanna á Alþingi, tekið afger- andi forystu i þvi, að mótmæla þvi gerræði, sem lýsir sér i skrefatalningaráformum rikis- stjómarinnar, og þeim ójöfnuði, sem af því hlýst. Af öðrum málefnum, sem rædd voru i borgarstjórn á fimmtudaginn, veröur nánar sagt i næstu viku. Baldur Ragnarsson. muna Reykvfkinga sem okkur borgarfulltrúum ber að hafa efst I huga. Mjög lengi höfum við Reyk- vikingar mátt una þvi óréttlæti að hafa aðeins 300 skref inni- falin i ársfjórðungslegu fasta- gjaldi, á meöan allir aörir landsmenn hafa 600 skref inni- falin. Hér er um hinn mesta ójöfnuö aö ræða, og ber okkur aö berjast hatrammlega fyrir þvi að Reykvikingar fái að sitja við sama borö og aörir landsmenn i þessumefnum.f’lytég þvíeftir- farandi tillögu til samþykktar hér á þessum fundi. Við Björg- vin Guömundsson borgarfull- trúi Alþýðuflokksins erum flutningsmenn tillögu þess efnis að borgarstjórn R. skori á Al- þingi aö samþykkja þingsá- lyktunartillögu Jóhönnu Siguröardóttur alþm. og fleiri um könnun á afstöðu simnot- enda til mismunandi valkosta viö jöfnun simakostnaðar. Jafn- framtskorar B.R. sérstaklega á samgönguráöherra að láta þegar i stað hætta við skrefa- talninguþá á simtölum, sem nú hefur verið tekin upp, a.m.k. þangaö til niðurstaöa fyrir- hugaðrar könnunar liggur fyrir með afdráttarlausum ábend- ingum um, aö rétt sé að halda skrefatalningu simtala áfram. Reikningar Reykvik- inga munu hækka 1 greinargerð með tillögunni segir m.a. að miðaö við si'ma- notkun 1979 hækki reikningar meöal simnotenda á Reykja- vikursvæðinu talsvert, ef skrefagjaldið verður viö lýði, og er þvf liklegt aö skrefagjald hafi slæm áhirf á hagi aldraðra, öryrkja og annarra, sem eru öðrum bundnari heimili sinu og búa á höfuöborgarsvæðinu, auk þess sem skrefagjaldið hefur I fór meö sér versnandi afkomu fólks á Reykjavíkursvæöinu, einmitt þar sem sizt skyldi, ef marka má nýjustu skýrshi um afkomu f<Sks, annars vegar i dreifbýli og hins vegar á Arni Gunnarsson sagði I gær i viðtali viö Alþýöublaöið, aö þessi ákvörðun væri geysilegt hagsmunamál fyrir dreifbýliö, þvi að vitað væri, aö simtöl fólks við stofnanir i Reykjavik vægju þungt i þeim kostnaði sem fyigdi simgjöidum úti á landi. Þetta mun jafna mikiö þann rnikla mun sem rikt hefur I þessu efni milli landbyggðar og höfuðborgarsvæöisins, sagði hann. Og þetta er jafnframt al- veg ný hlið á málinu, þar sem ráöherrann hefur ekki viljað hlusta á neitt nema skrefataln- ingu til þessa. Við höfum bent á, að þaö væri jafneölilegt að reyna að jafna upp þennan mun með þvi að taka upp frínúmera- kerfi og gæti það að minnsta kosti verið byrjunin i þvi að leiö- rétta þetta misrétti, sem rikt hefur allt of lengi. Skrefataln- ingu hefur veriö komiö á með ærnum tilkostnaöi sagði Arni Gunnarsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.