Alþýðublaðið - 07.11.1981, Qupperneq 12
alþýðu
■ n fT'Tti
Laugardagur 7. nóvember 1981
Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson.
Ritstjórnarfuiltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson.
Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guönason og Þráinn Hallgrimsson.
Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrfður Guömundsdóttir.
Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Sfðumúla 11, Reykjavfk, sfmi 81866.
Askriftarsíminn
er S1866
Stuðnings
nefnd ríkis-
stjórnarinn-
ar við út
flutnings-
og sam-
keppnis-
iðnaðinn
Rikisstjórnin hefur skipað
nefnd til að endurskoða og efla
kerfi útflutningslána og tít-
flutningstrygginga i þágu iðn-
aðarins. Nefndarskipunin er
þáttur iframkvæmd þess liðar
I efnahagsáætlun rikisstjórn-
arinnar frá siöustu áramót-
um, sem fjallar um stuðning
við útflutnings- og samkeppn-
isiðnað.
t kjölfar inngöngu tslands i
Friverslunarsamtök Evrópu
(EFTA) voru Útflutnings-
lánasjóöur og Tryggingadeild
útflutningslána við Rikisá-
byrgðasjóð sett á stofn til að
greiða fyrir útflutningi iðn-
aöarvara og skapa islenskum
iönaði starfsskilyrði sambæri-
leg þeim sem erlendir keppi-
nautar búa viö. Timabiliö sem
siðan erliðiðhafa orðið miklar
breytingará Utflutningslánum
og útflutningslánatryggingum
i samkeppnislöndum. Jafn-
framt hafa starfsskilyrði is-
lensks iðnaðar tekiö miklum
breytingum. Telst þvi tima-
bært að endurskoða tilhögun
þessara mála í ljósi reynsl-
unnar og gera þær breytingar,
sem þarf til að iðnaöinum
verði fyrirkomulagiö aö sem
mestu gagni.
Formaður nýskipaðrar
nefndar um þessi efni er Þórð-
ur Friðjónsson en með honum
eiga þar sæti Ólafur Ottósson,
Hjalti Kristgeirsson, Víglund-
ur Þorsteinsson, Þorleifur
Jónsson, Sigurður Friðriks-
son, Björgvin Vilmundarson
og Harald S. Andrésson.
Þrir nefndarmenn eru skip-
aöir án tilnefningar en aðrir
eftir tilnefningum Félags is-
lenskra iönrekenda, Lands-
sambands iönaðarmanna,
Iðnaöardeildar SIS, Útflutn-
ingslánasjóðs og Trygginga-
deildar útflutningslána við
Rfkisábyrgðasjóð. Starfsmað-
ur nefndarinnar er Björn
Matthfasson.
Sænskir fjölmiðlar eru
ekki of vel að sér um islensk
málefni, eins og sannaðist i
Dagens Nyheter á dögunum.
Gautaborgarpósturinn á þó
liklega metið í klaufa-
skapanum, þar sem þeir
kynntu Guðlaug Tryggva
Karlsson, sem blaöamann á
Morgunblaöi sósialdemó-
krata, Þjóöviljanum! Lag-
legt samsull það!!
úppljóstranir um að sovéski
kafbáturinn, sem strandaði við
Karlskrona i siðustu viku sé bú-
inn kjarnavopnum hafa valdið
miklu fjaðrafoki I Sviþjóð. Það
var Thornbjörn Fálldin, forsæt-
isráðherra landsins, sem til-
kynnti þetta I fyrrakvöld og
byggði upplýsingar sinar á
geislavirkni mælingum viö
skipshlið. Sovétmenn hafa ekki
neitað að kafbáturinn sé búinn
kjarnorkuvopnum, heldur sagt
að hann sé búinn öllum nauð-
synlegum búnaði, sem slík skip
bera að jafnaði. Þetta þykir
renna stoðum undir fullyrðingar
forsætisráðherrans og utanrik-
isráðherrans um að kjarnorku-
vopn séu um borð.
Flestir vestrænir fréttaskýr-
endur i Moskvu hafa skýrt þögn
þarlendra fjölmiðla með þvi, aö
kafbátamálið sé hið versta mál
fyrir sovésk stjórnvöld, enda er
það nú komið á daginn. Augljóst
erað Sovétrikin hafa orðið fyrir
Sænsk yfirvöld hafa vaktaö sovéska kafbátinn dag og nótt frá þvf að uppvist var um veru hans nálægt
einni af mikilvægustu herstöð Svia i Karlskrona. Nú hefur komið I ljós að kafbáturinn er búinn kjarn-
orkuvopnum.
Reyndist búinn kjarnorkuvopnum
— Mikil reiði í
Svíþjóð vegna
þessa máls
miklum álitshnekki á öllum
Norðurlöndunum og menn
munu nú ganga að þvi visu, að
um borð i sovéskum herskipum
á Eystrasaltiog kring um Norð-
urlönd séu kjarnorkuvopn. 1
blöðum á Norðurlöndum hefur
verið fjallað geysimikið um
þetta mál að undanförnu og
hafa t.d. bæði fjölmiðlar i Dan-
mörku og Noregi rif jað upp frá-
sagnir fólks af ferðum grun-
samlegra kafbáta við strendur
landsins.
Talsmenn danska hersins
fullyrða að varnarkerfið við
strendur landsins sé það öflugt,
að ekki komi til greina að kaf-
bátar komist upp undir land, og
sömu fullyrðingar má heyra af
vörum herforingja annarra
Norðurlandaþjóða. Það er hins
vegar alveg ljóst, að samkvæmt
fjölmörgum heimildum fólks
við sjávarsiðuna á t.d. afskekkt-
um stöðum i Noregi, hafa menn
orðið varir við sovéska kafbáta
og likur eru á, að þeir séu aö
sveimi með glaðning innan-
borðs viö strendur allra Norður-
landa.
Sovétrikin hafa neitað Svium
að rannsaka vopnabúnað kaf-
bátsins og kaus stjórn Falldins
að láta undan si'ga i þessu stór-
pólitiska máli, sem gera má ráð
fyrir að hafi varanleg áhrif á
sambúð allra Norðurlanda við
Sovétrikin á næstunni.
Ekkert nýtt kom fram við yf-
irheyrslurnar yfir skipsstjóra
kafbátsins, eins og búast mátti
við fyrirfram. Yfirheyrslurnar
voru ekkert annað en leiksýn-
ing, þar sem Sovétmenn báru
fram hlægilegar fullyrðingar
um að kafbáturinn hefði villst
gegnum sænska skerjagarðinn.
Sænskir ráðherrar eru að von-
um reiðirvegna framkomu Sov-
étmanna. Reiði þeirra nær samt
ekki lengra en svo, að þeir hafa
núákveðið aö sleppa kafbátnum
og draga hann út úr sænskri
landhelgi. Ola Ullsten, utanrík-
isráðherra hefur sagt að full-
gildar sannanir séu fyrir þvi, að
kafbáturinn beri kjarnorkuvopn
og þessi atburður sé gróft brot á
sænsku yfirráðasvæði.
Ólaf Palme, formaðursænska
jafnaðarmannaflokksins, hefur
gefið út harðorðar yfirlýsingar
um málið og sagt aðSovétmenn
hafi með framferði sinu niður-
lægt Svla meira en orð fá lýst.
1 gær átti að draga sovéska
kafbátinn út úr sænskri land-
helgi, en ekki var vitað um það
siðdegis í gær, hvort það yrði
unnt vegna veðurs.
A RATSJÁNNI
Það þarf að hækka lægstu laun-
in! Lægstu launin eru smánar-
blettur á þjóðfélaginu! Þaö er
engum manni bjóðandi upp á það,
aö lifa af þessum sultarlaunum!
Þannig hljómar kjaramálaum-
ræðan I dag. Og það er reynsla
komin fyrir þvl, að þegar svo er
komiö umræðunni, er i undirbún-
ingi tröllaukið átak til þess að
hækka laun hinna hæst launuðu,
auka launamismun I þjóðfélaginu
og reyna að friða aðila vinnu-
markaöarins meö innpökkun fé-
lagsmála oþh.
Það ernánast algild regla fyrir
þvl, að þvl meir, sem talað er um
misrétti í þjóöfélaginu, þvi minna
hafa drama i tilverunni. Siðan,
þegar mátulega langur tími er
liðinn og almenningur orðinn
þreyttur á verkföllum og veseni,
koma þeir saman Þorsteinn,
Davlð og Guðmundur, (ogeflaust
verður Ásmundur þar einhvers-
staðar líka) og ganga formlega
frá samkomulaginu, sem þeir
voru ásáttir um allan timann.
Sfðan verða haldnir fundir með
verkalýösfélögum og leiðtogarnir
halda langar ræður um það, að
ekki hefði náðst betri samningar
að þessu sinni vegna óbilgirni
vinnuveitenda, og þvi miður hafi
ekki reynst unnt aö ná fram m eiri
launahækkunum en skitnum 13%
Pólitísk afstæðiskenning og Alþýðubandalagið
ergert i þvl að afnema það. Einu
sinni var krafan skýr og ótviræð:
„Samningana I gildi”. Siðan hef-
ur liðið nokkur timi og tvær rikis-
stjórnir, og enn eru samningarnir
sem um var rætt, ekki komnir i
gildi. Og engum datt nokkru sinni
i hug að svo yrði.
NU siðast gerðust þau stór-
merku tiðindi, aö Þorsteinn Páls-
son, Davfö Scheving Thorsteins-
son og Guömundur J. Guðmunds-
son komu sér saman um að laun
mætti ekki hækka um nema eitt-
hvað örhtið, þvi allar umtals-
veröar hækkanir væru aöeins
ávfsun á verðbólgu. En slikt sam-
komulag má auðvitað ekki takast
of friðsamlega, þvi sjónleikurinn
verður aö halda áfram. Þess-
vegna veröum viö aö hafa dulitið
af verkföllum fyrst, og nokkur
verkbönn að auki, eins og til að
i áföngum á tveim árum. Þetta er
auðvitað mjög leiðinlegt, segja
verkalýðsleiðtogarnir og eru
daprir á svipinn. En, segja þeir
svo, og heldur hýrnar yfir þeim,
við fengum félagsmálapakkann
góJa. Að visu inniheldur hann
ekkert annaö en það, sem aðrir
félagsmálapakkar hafa innihald-
ið áður,en að þessu sinni fylgir þó
félagsmálapakkanum þó ákveðið
loforð stjórnvalda um að efna
gömhi loforðin, ef það er á nokk-
urn hátt mögulegt. Kannski.
Siðan halda allir til vinnu sinn-
ar, og ekkert hefur breyst.
Sigurður nokkur Karlsson,
fyrrum meðlimur i Dagsbrún
skrifar Guðmundi J. Guðmunds-
syni opið bréf, sem merkilegt
nokk, þrátt fyrir tóninn, og þrhtt
fyrir það að Þjóöviljinn er ráð-
herrahollt og þingmannahollt
blað, er birt i Þjóöviljanum I gær.
Að vlsu á þann hátt, að sem fæstir
taki eftir þvi.
Sigurður kvartar yfir þvi, að
þrátt fyrir margar kennslu-
stundirsem hann hafi veitt Guð-
mundi, haf i honum ekki enn tekist
að koma verkalýðsleiðtoganum i
skilning um að þaö sem skiptir
máli er hvað verkamenn þurfa til
að lifa, en ekki hvað vinnuveit-
endur segjast geta látiö af hendi
rakna.
Sigurður segir m.a.: ,,Sú var
tiðin að Alþýðubandalagið, Þjóö-
viljinn og ekki sist þú, Guðmund-
ur, sögöuö að lægstu launin væru
sultarlaun sem yrði að hækka
hvað sem það kostaöi. Nú segja
Alþýðubandalagsráöherrar að
ekki sé svigrúm til launahækk-
ana, þú reiknar út hvaö Davið
Scheving Thorsteinsson getur
borgað i kaup og Þjóðviljinn horf-
ir I aöra átt. Maður gæti haldið að
þið væruö að vonast eftir kjörfylgi
frá atvinnurekendum i næstu
kosningum.”
Þaö, sem Sigurður hefur
kannski ekki áttað sig á, er það,
að hlutimir eru breytilegir, eftir
þvi, frá hvaða sjónarhorni þeir
eru skoðaðir. Þannig er það sjálf-
sögö krafa og eðlileg, að samn-
ingarnir skuli i gildi, þegar Al-
þýðubandalagið er utan stjórnar,
en fráleit krafa, þegar Alþýðu-
bandalagið er i stjórn.
Það er nefnilega ekki sama
hver fremur kjararánið! Þegar
Alþýðubandalagiðgerirþað, heit-
ir það „vinstri stefna”, og er af
hinu góða.
En Guðmundur gæti eflaust
skýrt þetta betur út fyrir Sigurði,
en Þagall getur.