Alþýðublaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. nóvember 1981 9 El Salvador: Stjórnarherínn og öryggis- svertir myrtu meira en 1200 manns á síðasta ári A þvi hefur verið vakin at- hygli í islenskum fjölmiðlum á undanfömum vikum, að alþýða manna i E1 Salvador býr við miklar þrengingar og kiígun. Mannréttindi eru þar fótum troðin, menn eru fangelsaðir án dóms og laga. Pólitisk morð og mannrán eru daglegur viðburðu, morðsveitir hægri manna og hersins halda þessari litlu þjóð i helgreipum ótta og angistar. Daglega hverfamenn, frá heimilum sinum, á leið til vinnu og til þeirra spyrst siðan ekkert meir. Fjöldamargar frásagnir þeirra, sem sloppið hafa lifandi undan dauðasveit- um og morðvélum benda til þess, að ástandið i landinu fari siversnandi. Nokkrar staðreyndir um E1 Salvador sýna vel þá miklu mis- skiptingu auðs og valda i þessu litla landi, sem að flatarmáli er aðeins einn fimmti hluti af flatarmáli tslands. Helmingur af þjóðarframleiðslunni rennur samkvæmt tölum frá mannréttindanefnd E1 Salvador tilum 2000 fjölskyldna i landinu. Hinn helmingur þjóðarfram- leiðslunnar rennur til þeirra milljón fjölskyldna, sem eftir eru. Það eru með öðrum orðum nokkur hundruð einstaklingar, sem hirða megnið af þeirri auðlegð, sem hinar vinnandi hendur i landinu skapa. Sannað er, að alþyða manna býr við mikinn skort, hvort sem miðað er við húsnæði, klæði, vinnu eða heilbrigðisþjónustu. Talið er að fjdrðungur lands- manna fái ekki nægan fjölda hitaeininga i fæðu sinni og um helmingur landsmanna færekki næg eggjahvituefni í fæðunni. Vannæringin kemur að sjálfsögðu niður á börnum eins og alls staðar í heiminum, þar sem vannæring heldur fátæku fólki i helgreipum. Yfir 70% barna i E1 Salvador þjáist af vannæringu og barnadauði er mikill bæði i borgum og þó sér- staklega isveitumlandsins. Það sýnir bést hve ástandið er alvarlegt i þessum efnum, að barnadauði i landinu er tifalt meiri en meðaldánartiðni i borgum landsins og þrettán-fait meiri en i meðaldánartiðni á landsbyggðinni. Heilbrigðisþjónusta er i molum og ekki hefur það bætt úr, að dauðasveitir hafa ekki þyrmt sjúklingum og hjúkrunarfólki, þegar þeir hafa viljað koma fram vilja sinum gagnvart óbreyttum borgurum. Morð á sjúkrahúsum landsins eru tið og hafa bæði sjúkra- hússtjórnir og læknar fordæmt þau vig, sem þar hafa átt sér stað. Þess má geta, að aðeins er einn læknir á hverja 3650 ibúa i landinu og aðeins einn tannlæknir á hverja 10.000 ibúa. Nærri 70% læknanna búa i höfuðborginni San Salvador, þar sem aðeins 17% þjóðarinnar býr, þannig að landsbyggöin býr viö afar bág kjör i þessum efn- um. En landsbyggðarmenn á E1 Salvador standa ekki aðeins höllum fæti að þessu leyti. í mörgu tilliti eru þeir félagslega miklu verr settir en landar þeirra i borgum og bæjum. Þannig eru um 85% af öllum kennurum landsins búsettir og starfandi i bæjum landsins en aöeins 15% á landsbyggðinni. Kennarar eru lika ein þeirra stétta, sem hvað hatrammast hefur verið vegið að i skærum striðandi afla. Nær helmingur þjóðarinnar eða um 40% er ekki læs ’né skrifandi og innan við helmingur barna eru við skólanám, enda ekki alls staðar eftir starfandi kennarar. Aðbúnaður ihibýlum manna á landsbyggðinni sýnir ef til vill best þær frumstæðu aðstæður sem fólk verður að sætta sig við. Þannig hefur aðeins fimmtung- ur langsbyggðarmanna vatns- lögn i húsum sinum og nánast engir hafa hreint drykkjarvtn. Fimmtungur nýtur þeirra,, forréttinda ” að hafa salreni inn- an dyra og flest hús á lands- byggðinni (85%) eru með ‘moldargólfi. Aðeins 8% fólks á landsbyggðinni hefur rafmagn. Hróplegasta misréttið á E1 Salvador ogþaö sem hefur verið kveikjan að þeim miklu átök- um, sem átt hafa sér þar stað, er skipting jarönæðis i landinu. örli'tið brot þjóðarinnar (0.02%) eða nokkrar f jölskyldur ráöa yf- ir 40% jarönæðis i landinu, ca 2% ráða um 57% jarðnæðis en 91% þjóðarinnar verður að sætta sig við aðeins um fimmt- ung landsins. Rikisstjórnin nú- verandi hefur reynt að jafna þetta misrétti en Mannréttinda- nefnd E1 Salvador hefur bent á, að i þeirri umbótaviðleitni hefur ekki verið ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur. Stærstu jarðeignir landsins eru enn og verða þrátt fyrir þessar ráðstaf- anir i eign fárra fjölskyldna. Óhugnanlegar tölur eru nefndar i' sambandi viö morð á st jórnarandstæðingum i E1 Salvador. Flestir kannast við morðin á nunnunum banda- risku, sem varð fréttaefni i fjöl- miðlum viöa um heim. Morö á Bandarikjamönnum i E1 Salva- dor hafa oft komist i heims- pressuna á siðustu misserum. Fjölmiðlar hafahins vegar ekki látið eins mikið með hrikaleg ódæðisverk, sem framin hafa verið á íbúum landsins. Aðeins á niu mánuðum frá janúar fram i september 1980 voru nálægt átta þúsund E1 Salvadorbúar myrtir, þar af langflestir bændur á landsbyggðinni eöa nálægt 4300 manns. Aörar starfsstéttir sem mœ-ðsveitir hafa lagt i einelti eru verkamenn, stúdentar, kennarar og háskólamenntað fólk. Aðferðir þær sem notaðar eru við að koma mönnum fyrir kattarnef eru sifellt að verða „þróaðri”. Mannréttindanefnd E1 Salva- dor hefur látið taka saman skýrslu um þá sem nef ndin telur * bera ábyrgð á pólitiskum morð- um i landinu frá júni - október 1980 og kemur þar fram, að her- inn og öryggissveitir landsins svokallaðar bera mesta ábyrgð á þessari ógnaröld. Samkvæmt þessum heimildum bera herinn og öryggissveitirnar ábyrgð á meira en tólf hundruð morðum áþessu timabili. Dauðasveitirn- arberaábyrgðá 319morðum og þjóðvarðliðið hefur á þessum tima myrt 195 manns. Ýmsar aðrar sveitir öfgamanna hafa einnig lagtsittaf mörkum. Sem dæmi um það eignatjón, sem orðið hefur i þessum átökum má Ungir nýliðar i skæruliðasveit munda vopnin. nefna, að á þessu timabili hafa 418 bóndabæir verið brenndir til ösku eða eyðilagðir og 137 árásir gerðar á miðstöðvar ýmissa samtaka i landinu. Astandið i landinu, hefur leitt til þess, að flóttamannastraum- ur hefur f arið mjög vaxandi frá landinu. Viða er búið að koma upp flóttamannabúðum og flóttamenn eru einangraðir i mörgum tilfellum frá alþýöu manna . Lif þeirra er einu orði sagt ömurlegt. Flestir þeirra minnast flóttans að heiman, en það sem þeir hafa flutt að heiman er ekki gott veg- arnesti: fátækt, sjúkdómar og minningin um bæi og þorp i brunarúst. t lok árs 1980 var talið að flóttamenn i E1 Salva- dor og erlendis væru nálægt 170000, en nú er talið að fjöldi þeirra hafi tvö til þrefaldast. Þ- Stjórnarhermenn ganga fram hjá lfki fallins skæruliða. Hvað er Mannréttinda: nefnd El Salvador? Mannréttindanefnd E1 Salva dor varð til i aprilbyrjun árið 1978, þegar fimm manns hittust i höfuðborginni til að stofna nefnd i landinu, sem standa átti vörð um sjálfsögð mannréttindi ibúa landsins. Nefndin var stofnuð, þegar mjög fóru vax- andi hryðjuverk öfgahópa og stjórnarinnar. Hinir fimm upp- haflegu félagar hófust þegar handa við að vekja athygli heimsins á þeirri ógn sem al- þýða manna bjó við á degi hverjum, jafnframt þvi sem reynt var að hefja hjálparstarf i þágu þeirra þúsunda fórnar- lamba átakanna i landinu, sem höfðu verið fangelsaðir, pyntað- ir eða hótað lifláti. Stofnun nefndarinnar vakti talsverða athygli, ekki aðeins i E1 Salvador, heldur einnig i öðr- um löndum, félögum fór fjölg- andiogstyrkir tóku að berast til nefndarinnar, m.a. frá Holl- andi. Nefndin skilgreinir starfs- svið sitt þannig að það sé að vernda mannréttindi i E1 Salva- dor með öllum ráðum. Samtökin — C D H E S — eru óháð stjórnmálaflokkum og stjórnmálaöflum. Umfang starfa nefndarinnar og skipulag hefur vaxið mjög frá byrjun. Þannig er nú sérstök stjórn yfir öllu starfi nefndar- innar, en almennur fundur markar stefnuna á ca. mánað- arfresti. Af daglegum störfum má nefna upplýsingasöfnun og skráningu mannréttindabrota, lögfræðiaðstoð og almennt hjálparstarf svo sem flutning á likum fórnarlamba, aðstoð við særða og flóttamenn o.s .frv. Starf nefndarinnar hefur náð langt út fyrir E1 Salvador, nefndin hefur nú fulltrúa viða um heim, sem vinna að kynn- ingu á vanda landsmanna og safna jafnframt fé til að standa straum af miklu starfi i heima- landinu. Formaður nefndarinnar er Marsanella Garcia Villas, en hún var einn af stofnendum nefndarinnar. Fulltrúar frá Mannréttindanefnd El Salvador heimsækja ísland Um helgina koma til landsins á vegum Alþýðuflokksins tveir fulltrúar Mannréttindanefndar E1 Salvador, Comision de dere- chos humanos de E1 Salvador. Mannréttindanefndin heíur á undanförnum árum vakið at- hygli á margvislegum þreng- ingum alþýðu manna i E1 Salva- dor og mannréttindabrotum stjórnvalda. Fulltrúar þeir sem koma til landsins eru Patricio Fuentes, sem er fulltrúi nefndarinnar á Norðurlöndum og með honum kemur sænskur blaðamaður, Björn Tunbach. Fulltrúarnir munú hér ræða viðýmsa aðila, er láta sig þessi mál varða. Þeir munu eiga við- töl við fulltrúa allra stjórnmála- flokkanna, sitja fund með þing- flokki Alþýðuflokksins og fram- kvæmdast jórn, Sambandi ungra jafnaðarmanna og Sam- bandi Alþýðuflokkskvenna. A fundinum munu þeir gera grein fyrir starfi mannréttinda- nefndarinnar og lýsa ástandinu i E1 Salvador. Fulltrúarnir munu einnig eiga fundi með helstu launþegasam- tökum landsins, BSRB, BHM, ASÍ og eiga Viðtöl við framá- menn I félagasamtökum svo sem Amnesty International, ÆSl og ÍNSl' Forsætisráðherra og utanrikisráðherra munu þeir hitta að máli. 1 tilefni að komu fulltrúa mannrétindanefndarinnnar, mun starfshópur sem undirbúið hefur komu þeirra hingað gang- ast fyrir blaðamannafundi föstudaginn 4. desember. Tæknifræðingur Staða byggingartæknifræðings á tækni- deild Kópavogskaupstaðar er laus til um- sóknar. Uppl. gefur bæjarverkfræðingur. Umsóknum skal skilað fyrir 7. des. nk., á skrifstofu bæjarverkfræðings, á eyðublöð- um sem þar fást. Bæ j arv erkfr æðingur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.