Alþýðublaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 28. nóvember 1981
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i framleiðslu á forsteyptum undirstöð-
um og stagfestum ásamt flutningi á þeim
til birgðastöðva. Verkið er hluti af bygg
ingu 132 kV linu (svæði 1 og 2) frá tengi-
virki við Hóla i Hornafirði að tengivirki i
Sigöldu (Suðurlina).
Verkhluti 1: Magn steypu 321rúmm. og
járna 34 tonn.
Verkhluti 2: Magn steypu 317 rúmm. og
járna 33 tonn.
útboðsgögn verða seld á skrifstofum Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118,
Reykjavik, Hafnarbraut 27 Höfn Horna-
firði, Fagradalsbraut Egilsstöðum og
Austurvegi 4 Hvolsvelli frá og með þriðju-
deginum 1. desember 1981 og kosta kr. 100
hvert eintak.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavik fyrir kl. 14 föstudaginn 18. des.
1981 og verða þar opnuð. Tilboð sé i lokuðu
umslagi merkt „RARIK — 81027”.
Skattstofustörf
Skattstjórinn i Reykjavik óskar að ráða
starfsmenn i eftirtalin störf:
1. Starf viðskiptafræðings i rannsóknar-
deild.
2. Skattendurskoðun atvinnurekstrar-
framtala
— viðskiptafræði- eða verslunarmennt-
un áskilin —
3. Starf skattendurskoðanda i
trygginga- og launaskattsdeild.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf þurfa að hafa borist Skattstof-
unni i Reykjavik, fyrir 7. des. n.k..
m Borgarspítalinn
[|l Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar
Staða deildarstjóra á langlegudeild i Hvitabandinu viö
Skólavörðustig. Umsóknarfrestur til 6. desember 1981.
Stöður hjúkrunarfræðinga við flestar deildir spitalans.
Gæsla fyrir börn 3ja til 5 ára er fyrir hendi á barnaheimili
spitalans.
Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunar-
forstjóra simi 81200 (201) (207).
Reykjavfk, 27. nóv. 1981
BORGARSPÍTALINN
Laus staða
Dósentstaða i rekstrarhagfræði, einkum á sviði fram-
leiðslu, i viðskiptadeild Háskóla íslands er laus til
umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar
og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, lOlReykjavik, fyrir 28. desember n.k..
Menntamálaráðuneytið,
24. nóvember 1981
Tilkynning frá
Bifreiðaeftirliti ríkisins
Aðalskoðun bifreiða þetta ár er lokið. Til
að forðast frekari óþægindi, er þeim sem
eiga óskoðaðar bifreiðar bent á að færa
þær nú þegar til skoðunar.
Reykjavik, 27. nóvember 1981
Bifreiðaeftirlit ríkisins.
ölíku saman að jafna 3
fangsefni i byggðamálum, samkvæmt stefnumörkun Alþingis. Hætt
verði að útiloka einstök byggðalög frá lánum Byggðasjóðs.
Aætlunarstarf að byggðamálum verði samræmt fjárútvegun,
þannig að Alþingi marki stefnuna með afgreiðslu byggðaáætlunar,
hliðstætt við vegaáætlun, og taki jafnframt ákvörðun um fjár-
mögnun. Þar meö veröi sköpuð tengsl milli áætlunargerðar og út-
vegunar fjármagns og komið i veg fyrir að menn geri innantómar
samþykktir um gerð byggðaáætlana án þess að um raunhæf við-
fangsefni sé að ræða, þar sem ekki er jafnframt séð fyrir f jármagni.
Þá er i frv. gerð tillaga um á hvaða mælikvarða fjárfestingar-
verkefni verði metin i forgangsröð, en slika viðmiðun um röðun
verkefna verða menn aö hafa, ef byggðastefna á að vera annað og
meira en innantóm slagorð. Loks gerir frumvarpið ráð fyrir að
skörp skil séu dregin á milli þeirrar fjárhagsaðstoðar byggðasjóðs
samkvæmt markaðri byggðastefnu Alþingis á hverjum tima. sem i
eðli sinu er styrkveiting, og þeirrar aöstoðar, sem er lánveiting.
Þannig gerir frv. ráð fyrir þvi, að raunverulegar lánveitingar
byggðasjóðs séu ávallt verðtryggðar.en stjórn sjóðsins ákveði láns-
kjör að öðru leyti. Niöurgreidd lán verði hins vegar afnumin, en
þess i stað tekin upp bein framlög og styrkir til einstakra þróunar-
verkefna, sé um verkefni að ræða, sem ekki eru talin geta staðið
undir fjármagnskostnaði af raunverulegum lánveitingum. -^JBH
KflpawgáHnpsMiu1 fg
Kópavogsbúar —
Dagvistarmál
Félagsmálaráð Kópavogs gengst fyrir al-
mennurn borgarfundi um dagvistarmál i
Vighólaskóla miðvikud. 2. des. kl. 20.38.
Félagsmálaráð hvetur áhugafólk um
þennan mikilvæga uppeldisþátt, að koma
til fundarins og taka virkan þátt i umræð-
unum.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
SkoÖunarferð
aö Sultartanga
Skoðunarferð vegna væntanlegs útboðs lokuvirkja
Sultartangastíflu verður farin föstudaginn 4.
desember kl. 8 fyrir hádegi. Lagt ferður af stað frá
skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík.
Skoðuð verða m. a. lokuvirki að Hrauneyjarfossi.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að bjóða í smíði og
uppsetningu þessara mannvirkja eru beðnir að til-
kynna þátttöku sína á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl.
16 þriðjudaginn 1. desember.
L
LANDSVIRKJIIN
■ ■■
j|r ÚTB0Ð
Tilboð óskast I götuljósabúnað fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavlkur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi
3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 5. jan.
1982 kl. Uf.hád.
■ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ■ Foldfltjuvegi 3 - Simi 25800 !í
Útboð —
innanhússfrágangur
Barnavinafélagið Sumargjöf óskar eftir
tilboðum i innréttingar og innan-
hússfrágang nýju Grænuborgar við
Eiriksgötu i Reykja vik.
Gögn eru afhent hjá Arkitektastofunni SF,
Ármúla 11, Reykjavik, gegn skilatrygg-
ingu.
Tiiboð verða opnuð 15. des. n.k..
Byggingarnefnd Sumargjafar.
- Nýjar bækur -
Skrifað
í skýin
Ot er komin hjá Almenna bóka-
félaginu bókin SKRIFAÐ í
SKÝIN eftir Jóhannes R. Snorra-
son flugstjóra. Þetta er æsku- og
flugsaga höfundarins, hefst
vestur á Flateyri og endar árið
1946 þegar fastur grundvöllur
hefur verið lagður að áætlunar-
flugi innanlands og hafið er far-
þegarflug til Utlanda, en Jó-
hannes R. Snorrason var einn af
aðalfrumherjunum i hvoru
tveggja.
Skrifaðf skýiner kynnt þannig
á bókarkápu:
„Jóhannes R. Snorrason býður
okkur fram i' flugstjórnarjdefa.
Og það er ekki einn flugst jo’rnar-
klefi, heldur margir, og við fljúg-
um ýmist í sólskini eða kolsvört-
um skýjum og illviðrum.
NU er fhigtæknin háþróuð, en i
upphafi flugferils Jóhannesar var
húnþað ekki. Þá var flugið ævin-
týri likast.
Þessi bók er fyrri hluti fhigsögu
Jóhannesar. Fyrst segir hann frá
viðburðarikum bernskuárum á
Flateyri við önundarfjörð og svo
enn viðburðarrikari unglings-
árum norður á Akureyri. Siðan
hefst flugsagan sjálf i' miðju striði
og endar i' þessu bindi 1946, þegar
Jóhannes er nýbúinn að fljúga
fyrstu farþegaflug.n frá Islandi
til Skotlandsog meginlandsins og
ferja tvo Katalínuflugbáta hingað
frá Ameriku yfir Grænland i ill-
viðrum um hávetur.
Þvi verður ekki móti mælt að
ofterviðsýnt og fagurt um að lit-
ast úr flugstjórnarklefanum hjá
Jóhannesi R. Snorrasyni. — En
svo gránar gamanið stundum
heldur betur og þá skortir ekkert
á spennuna — að minnsta kosti
ekki hjá þeim sem sjálfir eru i
engri hættu.
Frásögn Jóhannesar er létt og
hröð og umfram allt skemmti-
leg”.
Skrifað i skýin er 266 bls, að
stærð auk 37 myndasfðna með um
70 myndum frá æskuárum höf-
undar og þó einkum frá fyrstu
árum flugferils hans, ýmsum
mjög mikilvægum fyrir flugsögu
landsins.
Skrifað I skýiner unnin i Prent-
smiðju Áma Valdemarssonar og
Bókbandsstofunni örkinni.
Jöfnun lífskjara 4
Svo þarf þó ekki að vera a.m.k.
ekki þegar frá liður. 1 byrjun
verður það talsvert verk fyrir
Hagstofuna að meta ýmsa
þætti, sem þungt vega viða á
landsbyggðinni, en eru varla
eða ekki með i grundvelli hinnar
almennu framfærsluvisitölu.
T.d. á það við um ferðakostnað
innanlands. Aftur á móti er þar
fullt tillit tekið til innanbæjar-
aksturs og fargjalda með
strætisvögnum.
Auðvelt er að reikna út mis-
munandi hitakostnað og mis-
munandi verð á neysiuvörum.
Utreikningur og álagning tekju-
skatts er nú unninn i tölvum og
þar breytir engu, þótt persónu-
afsláttur og barnabætur séu
breytilegar eftir landshlutum.
Eðlilegt og sanngjarnt
Þó að höfuðtilgangur tekju-
skatts sé tekjuöflun fyrir rikis-
sjóð, þá er hann öðrum þræði
tæki til tekjuöflunar milli
manna, þótt ekki hafi i þeim
efnum eins vel til tekist og
flestir vildu.
Eitt einkenni tekjuskatts
hefur ávallt verið það, að tekjur
fyrir nauðþurftum, þóttteygjan-/
legt hugtak sé, hafa verið'
undanþegnar skattlagningu.
I núgildandi lögum um tekju-
skatt og eignaskatt er svo-
kölluðum persónuafslætti og
barnabótum ætlað að sjá um
þetta atriði. Ef kostnaður við ■
öflun nauðþurfta er mismun-
andi mikill I hinum ýmsu lands-
hlutum, hlýtur það að vera bæði
eðlilegt og sanngjarnt að tekið
sé mið af þvl við ákvörðun per-
sónuafsláttar og barnabóta.