Vísir - 04.01.1969, Page 2

Vísir - 04.01.1969, Page 2
I upphafi árs VTið upphaf árs hefur kristin kirkja valið okkur til um- hugsunar öðru fremur tvennt. Annað er nafn trúarhöfundar kristninnar, heitið Jesús. Hitt er hlutur bænarinnar og bænalífs- ins. t>að er ekki vegna þess, að mér virðist árið 1969 gefa síð- ur tilefni til aö huga að umræddum atriðum, að ég mun víkja að öðru I þessum PÍStli, Nafn Jesú, sem merkir „frelsari“, er okkur kristnum mönnum að sjálfsögðu ríkt í huga á nýbyrjuðu ári. Það er heitasta ósk okkar aö í nafni hans og með leiðsögu hans fáum við lifað og starfað á árinu. Og hlutur bænarinnar verður held- ur aldrei ofmetinn, enda þótt hitt sé rétt, að stundum hefur okkur kristnum mönnum gengið erfiðlega aö átta okkur á raun- verulegum tilgangi bænarinnar. Stundum höfum við haldiö, aö bænir okkar breyttu ráðsálykt- unum Guðs. í annan tíma höfum við álitið að bænir okkar breyttu okkur sjálfum, og við gætum með bænunum gert okk- ur að betri mönnum og Guöi þóknanlegum. En vist er hitt, aö bænin veitir okkur ekkert vald hvorki yfir Guði né sjálfum okk ur. Sönn bæn er órækur vitnis- burður um hitt, að við erum máttvana og ekki þess umkom- in að veita okkur sjálf þá hjálp og líkn, sem við þörfnumst. í upphafi ársins 1969 skal það einmitt íhugunarefni okkar að viö þörfnumst þess fremur öðru að komast í snertingu við þann veruleika eða mátt, sem okkur er meiri, ofar í vizku og sarn- úð. Ekkert er okkur mönnunum mikilvægara en það, að hin ríka þörf og þrá til tilbeiðslu, sem við búum öll yfir, beinist í þann farveg að það leiði til þroska og göfgqnar. Mönnunum hefur lengi verið augljós sú hætta, sem í því er fólgin að tilbiðja sjálfa sig. Engin dýrkun hefur krafizt meiri fórna og ofboðs- legri heldur en manndýrkunin. Beini maöurinn þrá sinni og þörf fyrir tilbeiðslu að sjálfum sér eða öðrum mönnum, er hon- um voðinn vís. Það sanna dæmi mannkynssögunnar átakanlega. En heilbrigður maður fær ekki losnaö við þörfina fyrir til- beiðslu. Hún er engu áhrifa- minni heldur en aörar hvatir hans nema síður væri, og afleiö ingarnar alvarlegar, er til lengd- ar lætur að skeyta henni ekki og láta eins og hún væri ekki til. Þegar slíkt er gert, verður til- beiðsluþörfin stundum að öfug- hneigðum og brýzt út í furðu- legustu myndum. Það er þörf mannanna fyrir tilbeiöslu sem hefur valdið því, að þeir hafa eignazt trúarbrögð, þeir hafa komizt f kynni við trú og öðlazt trúarreynslu. Allt er þetta sérstæð veröld, sem vandi er að lýsa og túlka með orðum, veröld hins heilaga. — En reynsla mannanna og viðbrögð andspænis hinu heilaga hefur lagt til inntak og dýpt hinna miklu trúarhátíða. í þeirra hópi eru jólin, fæðingarhátíð Jesú Krists sem við höldum um þess- ar mundir. Þaö er því næsta eðli legt að spurt sé: Hvað myndi þá vera sérstætt fyrir trúar- brögð okkar kristinna manna og hversu birtist sú sérstæða í há- tíðum okkar og tímamótum? Ég mun kynna lítillega svör tveggja fræðimanna, sem um þessi atriði hafa fjallað á síð- ustu árum. Fyrri fræöimaðurinn er nol- lenzkur guðfræöingur, Gerardus van der Leeuw. — Það er mikil vægt að skoðun van der Leeuw að gera sér grein fyrir, að mað- urinn getur ekki sætt sig við lff, sem ekki hefur tengsl við máttárlind. Réttara telur vun der Leeuw þó aö komast svo að orði, að maðurinn þrái þá reynslu sem því er samfara að slíkur veruleiki hafi þrengt sér inn f vitundina. — En mjög htf- ur slíkt samt gerzt með ólíku móti í aldanna rás og viðbrögð in orðið hið sama. — Til þessa á einmitt mismunur trúarbragð- anna rætur aö rekja. En þar er af miklu að taka. Til eru trúar- brögð, þar sem fjarlægð og firð verða aðalatriði, fjarlægð pess máttar sem skynjaöur var. í þeirri fjarlægðarskynjun birtist reyndar oftlega flótti mannsúis frá mikilli og yfirþyrmandi reynslu. Mest verður fjarlægðar skynjunin í guðleysisstefnunni, aþeismanum, þegar maðurinn tel ur sér trú um, að hann hafi að fullu og öllu losnað við skynb un hins heilaga. — En afbrigSi trúarskynjunarinnar eru fle'n. — Til eru trúarbrögð átakanna, þar sem hinu illa og góða lýstur saman og maðurinn verður þátt- takandi í baráttunni. — Enn eru trúarbrögð hvildarinnar, dultrú- in, sem heillar hug þeirra, sem þykir nóg um umbrot og ólgu jarðneskrar tilveru. Nefna má Gleðilegt ár — Bjargræðisár, þú búmanna her; blessun guðs sé í verki með þér. Friður og ár yfir fiskimið. Fögnuður hryggum, sekum grið. Þroskans eld yfir ungar brár. Æskunnar vor yfir silfrað hár. Samhugans ár. 1 sundur bönd. Sundrung úr hjörtum. ís frá strönd. Lukkuár milli landsins horna. Ljósiö oss blessi kvöld og morgna. Framfarir, bróðerni, friður og gagn og frelsi með lifandi sannleiksmagn. (Matthías Jochumsson) iíka trúarbrögð forms og helgi- siða, trúarbrögð vilja og hátign ar og mætti lengi halda upp- talningunni áfram. — Nýir og nýir þættir hafa ofizt inn í trú- arskynjun kynslóðanna. Þó mun sá þátturinn furöulegastur, þeg ar hiö heilaga varð skvnjað sem fómandi kærieikur. Sá leyndar dómur opinberaðist í kristin- dóminum. Guð er ekki að sigra og drottna, hans er fórnin, hans er gjöfin. Sá er boðskapur krist inna hátfða og tímamóta. Með fóm og gjöf hefur guð skapað. Að kristnum trúarskilningi er engin önnur leið til sköpunar fær. Heldur engin önnur leið til frelsis, sem er í raun og veru eitt og hið sama. Til slíkrar frelsunar emm við kölluð, kristnir menn, aö fórna og gefa, svo að líf okkar megi veröa skapandi. Á þann eina hátt verða sönn verðmæti til, eilífð- in unnin úr hverfulum straumi tímans. Síðari fræðirnaðurinn, sem kút azt hefpr við að gera trúar- brögðunum skil og hér verður kynntur, er Austur-Evrópubúi, Rúmeni, Miræa Eliade að nafni. Eliade hefur á síöustu árum unnið aö rannsóknum sínum í Bandaríkjunum. Hann hefur sér staklega fengizt við athuganir á margbreytilegu táknmáli trú- arbragðanna, kannað symból þeirra annars vegar, en goð- sagnir, mýtur, hins vegar. — Eliade hefur reynt að bregöa birtu yfir þær hugmyndir, sem að baki búa táknum og goðsögn 10. síða. Af þróttmikilli mælsku og víðtækri þekkingu á mál- efninu flutti sr. Guðmund- ur Sveinsson Haralds Níels- sonar-fyrirlestur í Háskóla ís lands 30. nóv. s.l. Sýndi sá málflutningur glöggt, hve vel fyrirlesarinn fylgist meö straumum og stefnum f guð- fræði samtímans. — Eftir mjög glæsilegan námsferil hér heima stundaði sr. Guðmundur framhaldsnám erlendi^, og tvívegis gegndi hann kennslu við Háskólann fyrir próf. Ásmund Guð- mundsson. Sr. Guðmundur vigöist til Hestþinga 24. júni 1945 hélt þaö prestakall rúm an áratug. Hann varð skóla- stjóri Samvinnuskólans í Bif röst haustið 1955. — Kona sr. Guömundar er Guðlaug Einarsdóttir verkstjóra á Akranesi Jónssonar. Friðaður reitur Við lifum á órólegum og æsilegum tímum. Mannkynið er haldiö ótta viö framtíðina. Styrjaldarfréttir dynja í eyrum okkar á hverjum degi og oft á dag, og nú er fariö að sýna okkur ómenninguna á hverjum degi á skerminum, jafnvel í heimahúsum. Hvergi er friöaöur reitur. — — Jú, þaö er einn friðaður reitur. Það er kirkjan. Það er því sannkölluð sálubót að fara í kirkju til að hvíla þreyttar taugar. Ég fer í kirkju til að njóta andlegrar hvíldar. Ég veit ekki hvort menn hafa veitt athygli þessu ágæti, sem kirkjan býöur upp á auk annars. Prestarnir flytja að sjálfsögöu misjafnlega góð- ar predikanir, eins og við er aö búast. En guðsþjónustan er meira. Þar er einnig söngur. Ég hlusta m. a. á guðs- þjónustur til aö hlusta á sönginn. Ég hlusta mér til sálu- bótar á öll gömlu sálmalögin mín, sem ég heyröi í bernsku og hrifu mig þá ungan dreng. Ég vil aö lokum draga saman þaö, sem ég legg á- herzlu á: Byrja hið kristilega uppeldi snemma. Aö foreldrar taki að staöaldri börn sín með sér í lzirkju og byrji snemma á því. Aö kennd séu kristin fræði í framhaldsskólum, jafnvel menntaskólum. Koma á stórauknu safnaðarstarfi í ýmsum mynd- um. Að leggja í öllu uppeldi ríka áherzlu á gott for- dæmi. Að skipta mönnum sem minnst í kynslóðir, en láta þær vinna saman og lifa sem mest saman á öllum sviðum. Og að síðustu: Reyr.a að halda viö sem m^stri ein- ingu innan kirkjunna:. Heimili og skóli. - H. J. M.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.