Vísir - 04.01.1969, Side 5
VíSIR . Laugardagur 4. janúar 1969.
iiffiri
5
K3
■Listir -Bækur -Menningarmál-
Þráinn Bertelsson skrifar bókmenntagagnrýni:
... 3 punktar og þankastrik
Gunnar Dal: ORÐSTÍR
OG AUÐUR. Skáld-
saga, 263 blaðsíður. —
Útgefandi: Skarð h.f. —
Verð kr. 357,75.
Það er indælt stríö, sem geisar
milli rithöfunda og gagn-
rýnenda. Þeir fyrrnefndu draga
upp ógeðslega mynd af hinum
síðamefndu í bókum sínum og
fá síöan goldinn rauðan belg
fyrir gráan, þegar til kasta
gagnrýnandans kemur, að kynna
ritverkið og höfund þess fyrir
hinum ahnenna lesanda, sem
ekki er innvígður í þennan smá-
skítlega nábúakryt, en hann get-
ur oröið talsvert leiðigjam til
lengdar.
Eiginlega átti maður ekki von
á því, að Gunnar Dal mundi al-
gerlega feta troönar slóðir á
ritvellinum í skáldsögu sinni
„Orðstír og auöur“, sem kom út
fyrir jólin. Gunnar Dal er löngu
landskunnur af ritstörfum sín-
um og fyrirlestrahaldi, og þótti
ekki óliklegt, að kveða mundi
við nýjan tón í fyrstu skáld-
sögu hans. En þá hefur helzti
mikils verið vænzt.
„Orösfcír og auður“ er „nú-
tímasagaúrborgarlífinu“. Aðal-
persónumar eru: hinn sígildi
góði ungi rithöfundur (vonar-
neisti í spilltri og formyrkvaöri
veröld); menningarsnauðir millj-
ónamæringar og stórbissniss-
menn, sem brúka kjarvalsmál-
verk til að hylja peningaskápa
í veggjum og FLOKKINN OG
FORSÆTISRÁÐHERRANN sér
og sínum til framdráttar; góða
unga stúlkan (þótt hún eigi
ríka foreldra), sem hefur verið
hlunnfarin í ástum, en finnur
nú sæluna hjá góða, unga rit-
höfundinum; ráðherrasonurinn,
pabbadrengur á stórum bíl, rot-
inn og spilltur; og síðast en
ekki sízt ber að nefna vonda
pólinn í sögunni, gagnrýnand-
ann, sem helzt vill, að í skáld-
sögum sé hver blaösíöa klippt
sundur að endilöngu og síðan
límd saman af handahófi.
(Gagnrýnandinn er að sjálfsögðu
fullur af hatri til alls og allra
og ber dauðann í sér).
Eins og vænta má gengur höf-
undinum erfiðlega að gæða
þessar persónur lífi. Þær verða
aðeins táknmyndir, dauðar leik-
brúður, sem hann með ærinni
fyrirhöfn dröslar milli blað-
síðna, og talar síöan út um
þeirra munn — og á þá engum
að dyljast, hvar hugur og hjarta
höfundar fylgir máli.
Svolítill söguþráöur er notað-
ur til að tengja saman hin inn-
blásnu samtöl og gefa þeim bak-
sviö; Hinn ungi upprennandi
rithöfundur kemur til Reykja-
víkur til skammrar dvalar á
flótta undan einverunni. Hann
lendir á Loftleiðahótelinu og
Gunnar Dal.
fyrsti maður,. sem hann hittir
þar, er viðbjóðsmennið og gagn-
rýnandinn Ólafur Hreinn
Andrésson (eitthvað gætj hann
verið kunnugur Ólafi Jónssyni,
Eiríki Hreini og Andrési Krist-
jánssyni), magister í kínversku
og kínverskum bókmenntum,
sem aftur kynnir hann fyrir
þeim persónum, sem eiga eftir
aö koma við sögu.
Ungi rithöfundurinn heitir
Stefán (Engilhreinn hefði líka
verið 'gott nafn á hann) og á
Loftleiöum hittir hann drauma-
dísina Mónu Alexandersdóttur
milljónamærings Ormssonar.
Ástir takast, og haldið er í partí
heim til Alexanders, þar sem
gagnrýnandaskömmin ginnir
gamla vinkonu sína, Aldísi Evu,
mágkonu húsráöanda, til fylgi-
lags viö sig, meðan eiginmaður-
inn, Þorvaldur Ormsson, hellir
í sig viskíblöndum frammi í
stofu.
Þorvaldur er þó seigur og
kemur á vettvang og lúber Ólaf
Hrein, sem hunzkast burt og
skilur Aldfsi Evu eftir í nauð-
um. Eftir þessa lýsingu á sam-
förum, barsmíð og drykkjuskap
er kominn skriður á söguna.
Stefán fer heim til pabba
síns, gamals skólastjóra og
landvamamanns. Þeir eiga upp-
byggilegar samræður. (Klókt að
nota þær til aö sýna bilið milli
eldri og yngri kynslóöarinnar).
Stefán lýkur við skáldsöguna
sína og Móna kemur í heim-
sókn. Þau synda í sjónum, Stef-
án klífur drang einn mikinn
(vinsælt karlmennskutákn), og
þau Móna gera hitt í sumar-
húsinu.
I millitíðinni er svínabestið
og ráöherrasonurinn, Alfgeir
Erlendsson, búinn að vera fullur
og dópaöur á bíl (hvítum jagú-
ar) og keyra niður mann í Hafn-
arfirði (á rúml. 160 km hraða)
og hefur ofan í kaupið stungið
af lögregluna og gert tilraun til
að nauðga Mónu, (sem eitt sinn
hélt, að hann elskaði sig).
Stefán og Móna fara í bæinn
og Stefán fær vinnu hjá til-
vonandi tengdapápa, þótt ekki
vilji hann ganga í FLOKKINN.
I millitíðinni hefur Ólafur
Hreinn samt ekki slegið slöku
við illvirkin. Hann hefur komið
aldraðri leikkonu, Anítu Berg
(sic!), til að fremja sjálfsmorð
á viskíi og svefntöflum, en leik-
kona þessi hafði löngum omað
honum í bólinu og þegið skikk-
anlega krítík í ómakslaun.
Stefán sýnir gagnrýnandan-
um skáldsöguhandrit sitt og
Ólafur Hreinn (sem er upptek-
inn, þegar Stefán kemur, við að
ræða hæfileikaleysi Shake-
speares), bendir Stefáni á að
klippa blaðsíðurnar sundur og
líma þær síðan saman af handa-
hófi. Stefán verður daufur í
dálkinn og brennir handritiö.
Alfgeir Erlendsson, sem er
ennþá á því, kemur nú heim til
Mónu vopnaður skammbyssu og
særir hana. Hún nær sér, og nú
getur pabbi ekki lengur verndað
strákinn Tuma, og Alfgeir er
settur í svartholið og út úr sög-
unni.
Móna og Stefán fara nú i
smáferðalag upp í Borgarfjörð
í septembersól, drukkin af ást
og fögnuði, þar sem þau aka í
sólskininu fyrir Hvalfjörð. í
þessari reisu gerist í dulitlu
dragi dulítið upp á tvær og
hálfa blaðsíðu. Síðan dregur að
leikslokum.
Eldfjalli einu fyrir ofan helzta
snobbhverfi Reykjavíkur, verö-
ur skyndilega óglatt og þaö
tekur að spúa eldi og eimyrju
yfir hina syndum spilltu borg.
Þetta gerist klukkan korter fyr-
ir tíu á sunnudagsmorgni, og
Stefán og Móna horfa á hamfar-
irnar í sjónvarpinu og fylgjast
síðan meö erindi forsætisráð-
herra, sem snarráðir sjónvarps-
menn hafa fengið á vettvang.
Snobbhverfið fer í kaf, og
Alexander Mónupabbi deyr þar
10 síða
HUSNÆÐISMALASTOFNUN
RlKISINS MíJní^nw^m
Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda
væntanlegum umsækjendum um íbúðarlán á neðan-
greind atriði:
1. Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggjast hefja
byggingu íbúða á árinu 1969 svo og einstaklingar,
sem ætla að festa kaup á íbúðum, og sem komia
vilja til greina við veitingu lánsloforða húsnæðis-
málastjómar árið 1969, sbr. 7. gr. A laga um Hús-
næðismálastofnun ríkisins, skulu senda umsókn-
ir sínar, ásamt tilskildum gögnum og vottorðum,
til Húsnæðismálastofnunar ríkisins, Laugavegi 77,
Reykjavík eigi síðar en 15. marz 1969. Umsóknir,
sem síðar kunna að berast, verða ekki teknar til
greina við veitingu lánsloforða á árinu 1969. Láns-
loforð, sem veitt kunna að verða vegna umsókna,
er bárust eða berast á tímabilinu 16. 3. 1968 til og
með 15. 3. 1969, koma til greiðslu árið 1970.
2. Umsækjendum skal bent á, að samkvæmt 2. gr.
reglugerðar um lánveitingar húsnæðismálastjómar
ber þeim að sækja um lán til stofnunarinnar áður
en bygging hefst eða kaup á nýrri íbúð eru gerð.
3. Þeir, sem þegar eiga óafgreiddar umsóknir hjá
Húsnæðismálastofnuninni, þurfa ekki að endurnýja
umsóknir sínar.
4. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum er
hyggjast sækja um undanþágu um komutíma um-
sókna, sem berast eftir ofangreindan skiladag, 15.
marz, vegna íbúða, er þeir hafa í smíðum, skulu
senda Húsnæðismálastofnuninni skriflegar beiðnir
þar að lútandi eigi síðar en 15. marz nk.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEGI77, SI'MI 22453
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Framboðsfundur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar-
mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Listum eða tillögum skal skilað í skrifstofu
V. R. eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn
7. janúar nk.
Kjörstjómin.
Við ryðverjuni uiSur tegundir bifreiðu — F3AT-verkstæðið
Látið okkur gufuþvo mótor bifreiðarinnar!
Látið okkur gufubotnþvo bifreiðina!
Látið okkur botnryðverja bifreiðina!
Látið okkur alryðverja bifreiðina!
Við ryðverjum með því efni sem þér
sjálfir óskið Hringið og spyrjið hvað
það kostar, áður en þér ákveðið yður.
FIAT-umboðið
Laugavegi 178. Sími 3-12-40.
GÓLFTEPPALAGNfR
GÓLFTEPPAHREINSUN
HÚSGAGNAHREINSUN
Söluumboð fyrir:
VEFARANN
rEPPAHREINSUNIN
80LH0LTI 6
Slmar: 35607 - 41235 - 34005
■Æsiíssaa