Vísir - 28.01.1969, Page 16
/
VISIR
Þriðjudagur 28. janúar 1969.
ínpiitl 171 ■ Sm 2112) Reitjnk
i: ?Sœ A i
C' :
œuzerinn
Sími 13835
Avaxtasafl,
sem má
blanda
4 sinnum
með vatni.
A Straums-
víkurfiörum
Það er gott að beita kindum á
fjörur þessa dagana. Ljósmynd
ari biaðsins tók þessa mynd suð
ur við Straum í fyrradag. Þær
virðast vera hálf hikandi, roll-
umar, að hafa sig eftir beitinni,
fyrir umstanginu þarna hinum
megin víkurinnar, þar sem verið
er að setja niður gríðarstór stein
ker í hafnargarð. Þær horfa á
mannvirkin stækka þama dag
frá degi í fjörunni.
STEMMA MA STIGU VIÐAUKN-
UM AFBROTUM UNGLINGA"
— segir barnavemdarnefnd Kópavogs
— Misferli bama og ungl-
inga hefur aukizt allverulega,
segir í nýútkominni skýrslu
barnaverndarnefndar Kópavogs.
Hnupi, þjófnaðir, svik, falsan-
ir, lauslætk og ölvun. Nefndin
hafði afskipti af 76 bömum
vegna 98 brota, líkum þeim, sem
að ofan eru talin.
Á árinu 1967 hafði nefndin af-
HafísráBstefnan
sett / gær
Hafísráðstefnan var sett í gær
í húsi Slysavarnafélagsins við
Grandagarð. Viðstaddir setning-
una voru m. a. forseti Islands,
dr. Kristián Eldjárn, og mennta-
málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla-
son.
Formaður fratnkvæmdanefndar,
prófessor Trausti Einarsson, setti
ráðstefnuna, en síðan sagði fram-
kvæmdastjóri hennar Markús Á.
Einarsson veðurfræðingur nokkur
orð.
Dr. Unnsteinn Stefánsson flutti
fyrsta erindið á ráðstefnunni um
'afstrauma og sjógerðir í Norður-
íshafinu, Norður-Grænlandshafi og
fslandshafi.
Síðan flutti prófessor Trausti
Einarsson erindi um hafísinn á N-
íshafi og Grænlandshafi og ískomu
til Islands.
Því næst flutti Adda Bára Sig-
fúsdóttir veðurfræðingur erindi um
hitabreytingar á íslandi frá 1846-
1968 og notaði athuganir frá Stykk
ishólmj til viðmiðunar, en þar er
um að ræða lengstar samfelldar
veðurathuganir á íslandi.
Síðastur tók til máls Helgi Björns
son um hafís og veðurfar við Sval-
barða síðustu áratugi.
Á morgun veröur ráðstefnunni
haldið áfram, og þá flytja erindi:
Hlynur Sigtryggsson veðurfræðing
ur, Unnsteinn Stefánsson haffræð-
ingur, Svend Aage Malmberg haf
fræðingur, Páll Bergþórsson veður-
fræðingur og Þorbjöm Karlsson.
skipti af 61 barni fyrir 83 slík
brot og hefur því hvoru tveggja
fjölgað á árinu 1968, afbrotabörn-
um og afbrotum.
„Ástæðurnar fyrir þessari fjölg-
un eru sjálfsagt margslungnar og
ekki einhlítar," segir í skýrslu
nefndarinnar, „en án efa mætti
mjög stemma stigu við þessari
þróun, ef nefndin hefði yfir fleira
fóiki að ráða til starfa — svo og
frekari möguleikum til vistunar
barna.“
I skýrslunni segir, að nefndin hafi
þurft að hafa afskipti af 16 heim-
iium í Kópavogi (þar af 8 vegna
drykkjuskapar) vegna aðbúnaöar
39 barna.
Af þeim 76 börnum, sem komu
til afskipta barnaverndarnefndar
vegna afbrota, voru 69 piltar, en
stúlkur voru ekki nema 7. Dreng-
irnir voru á aldrinum frá 7 til 16
ára, en stúlkurnar 15 eða 16 ára.
Þeir drengjanna, sem viðriðnir
voru hnupl og þjófnaði, voru 29,
17 voru viðriðnir innbrot, 10 við
svik og falsanir, 12 skemmdir og
spjöll, 5 hrekki og líkamsmeiðingar,
2 ölvun, og 16 við aðra óknytti.
3 stúlkur komu tii afskipta nefnd
arinnar vegna flakks o útivgistar, 3
vegna lauslætis og 2 vegna ölv-
unar.
STEFNAN ER
FULL ATVINNA
Jónas H. Haralz skýrði m. a. frá
því á Varðarfundi um helgina, að
full atvinna væri, ásamt hagvexti,
meginstefnumið í efnahagsmálum,
eins og Vísir skýrði frá í gær í frá-
sögn af ræðu hans. Jónas H. Hár-
alz hélt þvi ekki fram á fundinum,
að 3% atvinnuleysi væri æskilegt
eða væri skilyrði mikils hagvaxtar.
Hins vegar sagði hann, að 3% at-
vinnuleysi væri staðreynd í mörg-
um nágrannalöndum okkar.
Þær kenningar hafa komið fram
erlendis, að 3% atvlnnuleysi sé
skilyrði mikils hagvaxtar. Blaðið
sá þvi ástæðu til að bæta inn f frá-
sögnina af fundinum innskoti um,
að það teldi þessa kenningu ranga.
í því felst engin gagnrýni á Jónas
H. Haralz, þvi í fréttinni kemur
einmitt fram, aö hann telur fulla
atvinnu vera annað aðalmarkmiðið
i efnahagsmálum Iandsins.
SITJA ÞUNGT HALDNIR
YFIR SKÁKUM SÍNUM
FRIÐRIK gerði jafntefli við Lom-
bardy í 11. umferö skákmótsins i
Beverwijk, en hann er nú í 5.—6.
sæti á mótinu ásamt Benkö. Önnur
úrslit urðu þau, að Geller vann
Ciric, Sheltinga vann Ree, Botvinn-
ik gerði jafntefli við Kavalek, Ker-
es og Benkö gerðu einnig jafntefli,
svo og Donner og Doda, Portisch
og Langeweg. En Ostojic vann hins
vegar Medina.
Friðrik teflir í tólftu umferöinni
við Ciric.
Veikindi hafa tafið nokkuð skákir
á mótinu og hafa margir skákmann-
anna setiö þungt haldnir af pest |
yfir skákum sínum. Munu fiestir
skákmannanna hafa tekiö pestina,
þar á meðal Friðrik Ólafsson. Ekki
hefur þó þurft að fresta nema ör-
fáum skákum vegna þessa.
1
Hafísráðstefnan sett. Fremstir á myndinni eru forseti Islands dr. Kristján Eldjárn og mennta-
málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason.
SELUR Á AKUR
EYRARPOLLI
Akureyringar veittu því at- hlunkaði á selinn. Þar með voru
hygii í gærdag, að selur var dagar þessarar skepnu taldir.
að lóna á Akureyrarpolli um En veiðimaðurinn var ekki
daginn og hélt hann sig eink- lengi hróðugur yfir sínum feng,
um við slippinn og togarabryggj því að í ljós kom, að selurinn
una, en menn höfðu gaman af hafði aflað sér ekki fárra vina
því, hve spakur hann var, og þennan eina dag, sem hann
hve nálægt landi hann hélt sig. svamlaði á Pollinum, og brugð-
En það, sem í sumra augum ust þeir nú æfir við.
er fagurt dýr og augnagaman, Höfðu þeir engin umsvif á.
er í annarra augum soðning og heldur kærðu skotrrianninn
björg i bú, enda fór svo, að strax til lögreglunnar, enda er
veiðimannseðlið vaknaði í einum bannað að hleypa af byssu á
áhorfendanna. Brá hann sér tii þessu svæði. Á hann nú vfir
þess að sækja byssu sína og höfði sér sektir og jafnvel byssu
ieyfismissi.